Þjóðviljinn - 10.09.1958, Page 11

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Page 11
Miðvikudagur 10. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Scherfig: Fulltrúmn sem hvarf XXXVIII Það' er margt og mikið sem truflar ogr hræðir ein- mana' manninn, sem tekið hefur á leigu íbúð hjá Jens Jenseh. Það eru ekki aðeins bílar með ríkislögreglu. Það eru ekki aðeins ma nntalsskýrslur og skattaskýrslur og út- varpið hiá Jens Jensen. Það er margt.íleira sem vekur kvíða hjá honum. Það er til dæmis dálítill hlaði af peningaseðlum sem minnkar óðum. Það er happdrættisvínningur, sem að sjálfsögðu getur ekki enzt eilíflega. Og hvað tekur þá við? Enn eru margir seðlar í hlaðanum. En hvernig verður það eftir tíu ár til dæmis? Tilveran mótast af öryggisleysi. Það eru ekki lengur nein eftirlaun framundan sem tryggja. frapitíðina. Framtíðin er ekki lengur skipulögð og ákveðin. Þetta eru erfiðar aðstæður fyrir mann, sem hafði allt klappað og klárt frá vöggu til grafar. Hann vildi revna að vera frjáls. En það er ekki hlaup- ið að því að ráðstafa frelsi sínu. Það er ekki allt í einu hægt að leika lausum hala í tilverunni, þegar aðrir hafa til þessa tekið ákvarðanirnar. Alls staðar er öryggisleysi. Hættur og erfiðleikar leyn- ast alls staðar. Hvað verður, ef hann veikist? Og hvað á að gera ef einhver brýzt inn og tekur áðurnefndan seðlahlaða? Og ef framið er rán? eða morð? Hann liggur vakandi á nætúrna og hlustar eftir fóta- taki úti á veginum. Og það eru uglur sem væla og kettir sem veina eins og ungbörn. Myrkrið úti fyrir býr yfir ógn og óhljóðum. Hann hélt hann elskaði náttúruna. En náttúran er ekki eins góð og hann lærði í skólanum. Náttúran er ekki bara Furusjórinn og sólarlag x>g ljósgrænar beyki- ! greinar. Refurinn br\rzt inn í hænsnahús Jens Jensens og ríf- ur í sig dýrin af fáheyrðri grimmd, Kötturinn leikur sér að mús sem hann hefur slitið einn fótinn af, svo að hún hleypur aðeins í liringi. í mýrinni og í skóg- inum og á heiðunum eru rnorð framin og grimmdin takmarkalaus. Náttúran er ekki hin milda móðir sem skáldin í dönskutímunum kváðu um. Og sveitalífiö er frábrugðið því sem það var þegar hann var drengur í leyfi. — Tra- lalalala — Tralalala — Við ökum í bóndans ilmandi heyi! — Þannig var sungið við skólauppsögn Metrópólí- tanskólans, Sveitalífið samsvarar ekki þeirn hugmyndum sem hann gerði sér þegar hann bjó í borginni. — Guð skapaði sveitina, en mennirnir sköpuðu borg- ina. — Þannig stóð í ensku Ijóði sem hann lærði í skóla. Og sveítin var „skuggsælir lundir sem svöluðu þreytt- urn farandmanni með skugga sínum.“ En sveitin er líka lítil hús, þar sem aidrei eru opn- aðir gluggar. Þar er lika raki og önuglyndi og gigt og bogin bök og gúmmístígvél og sig:g og æðahnútar. Þar er líka saltsíld og steikt flesk sjö sinnum í viku og vítamínskortur og líkþorn í, maganum, Þau eru svo hlýleg litlu húsih með stráþaki og lim- gerði og ylli og vinalegum smárúðum. En bakvið gluggana situr fólk og hatar hvert annað. Og það tekur ekkert nærri sér ófarir annarra. Þar eru pelagónur og falleg gluggatjöld. En það ger- ist líka ýmislegt skuggalegt og óhugnanlegt í lágum stofunum. Undarlegir og ljósfælnir atburðir eiga sér stað. Og hvemig gekk það fyrir sig þegar kona Jens Jensens dó? Qg kona Hageholms? Það heyrist aldrei minnzt á hjónaskilnað á þessum slóðum. En það er minnzt á ýmislegt annað. — Og kannski var það bezt fyrir har.a að fá að fara, — segir fólk. — Hann var ekki mjög góður við hana. — Og á ströndinni sitja menn og höggva griót. Þeir berja og Miúfa og steinarnir hlaðast upp í stórar hrúg- ur. Þar blæs kaldur og rakur vindur utanaf hafi. Og einhver hóstar og spýtir blóði. Og stundum höggva menn sig í hendina. Það er ekki fvrst og fremst heilsu- samlegt að höggva. grjót. Enda á það ekki svo að vera. Þetta er ekki sama ströndin og Herbert Johnson. hoppaði og lék sér á sem drengur og gróf í sandinn með lítilli skóflu. undir tilhlýðilegu eftirliti. Rök haf- golan stendur af Kattegat, svo að það er hrollur í hon- um þrátt fyrir hlýjan ýetrarfrakkann, Það er tómt og eyöilegt í verbúðunum. Sjómennirnir halda sig innan dyra. Búðin sem selur sundföt og bað- dót og gúmmídýr er lokuð. Það eru hlerar fyrir blað- söluskúrnum. Það er snjór á þakinu á ísbúðinni. Blá og rauð og gul baðhús eru kuldaleg og yfirgefin. En á ströndinni við bílastæðið sitja mennirnir blautir og bognir og höggva grjót í hrákaldri þokunni. Það skyggir snemma. Og ljósin eru kveikt í litlu hús- unum. Surnir fara snemma að hátta til að spara olíuna. Og aðrir hafa hvítt rafmagnsljós sem skín út á veginn. Og sumir opna útvarpið og hlusta á fyrirlestra og gömul danslög og hopsa og danska rómansa. Fólki er hlýtt og það læt-ur fara vel um sig. En úti á þjóðveginum er óhugnanlega dimmt. Einu sinni var ráðist á konu þar í myrkrinu. Það heyrist skerandi vein. Fólkið í litlu húsunum fer út að giugg- anum, en ekkert sést. Það er svo niðadimmt úti. — Það er hrópað enn. Og svo verður allt hljótt. Og fólk dregur 'fyrir gluggana og snýr lyklinum í skránni. Því að eitthvað hlýtur að ganga á þarna úti. Kannski er verið að drepa einhvern. Púha, þetta var ljótt að heyra. Það er bezt að læsa öllum hurðum. Og næsta dag er talað um stúlkuna sem varð fyrir árásinni. Og hún getur víst sjálfri sér um kennt. Til hvers er hún líka að flækjast úti á þjóðveginum klukk- an hálfníu að kvöldinu? Ætli hún hafi ekki ætlað á ball í kránni? Ætli það sé ekki helzt vergirni sem að henni gengur. Nei, það er bezt að skipta sér ekki af neinu. Það Jcemur ekki öðrum við hvað gerist uti í myrkrinu. Hver er sjálfum sér næstur. Og einu sinni í febrúar gerist það að maður sem á heima hinum megin við mýrina fer niðurúr ísnum og dettur í mógröf. ísinn hélt ekki. Hann liggur lengi og hrópar á hjálp. Og maður kemur framhjá eftir þjóð- veginum og heyrir til hans. Og svo flýtir maðurinn sér heim og sækir stiga. Það er asi á honum. Hann hleypur eins og honum er Brezkir togaraeigendur Framhald af 12. siðu. ið árás skipverja af Maríu Júliu, sem reyndu að komast um borð í togarann. í frétt- inni segir að sjö óvopnaðir varðskipsmenn liafi verið til- búnir að fara um borð í tog- arann, en togaramenn hafi stjakað varðskipinu frá með kústskrftum og kastað skemmdum kartöflum í varð- skipsmenn. M íenginni reynslu Framhald af 6. siðu meira en í bómullarnet, auk þess sem netin duga lengur og halda sér betur. Garnið í þessum net- um sker ekki síldina. Að feng- inni þessari reynslu mun svo hin danska verksmiðja hafa á- kveðið að kaupa garn frá Kan- • ada og hnýta úr því rekneta- slöngur, sem m. a. eru boðnár á íslenzkan markað. Útvegsmenn verða svo sjálfir að ákveða hvort þeim finnst hagkvæmara að kaupa umrædd nælonreknet frá hi”u danska firma eða beint frá verksmiðjunum í Kanada í gegnum einkaumboð þeirra á ís- landi, firma mitt Jónsson & Júlí- usson, Reykjavík. Reykjavík 1. september 1958 Virðingarfyllst, Geir G. Jónsson. Ötbreiðið Þjóðviijann Mars Trading Co. Klapparstíg 20. Sími -17373. Tékkncskar asbest- semcnt plötar Byggingareíni, sem heíur marga kcsti: ^ Létt Sterkt ir Auðvelt í meðíerð -&■ Tærist ekki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.