Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 12
Forusfumönnum veiSiþjáianna finnst aS meginlandsrikin hafi brugSizt sér Eitt af því sem veldur forsprökkum brezku veiði- þjófanna við ísland áhyggjum, er að engir aðrir hafa fengizt til að fylgja þeim í ofbeldisverkunum. Brezk blöð og embættismenn torezku ,'haldsstjórnarinnar eru sárir og uggandi yfir að Bret- ar skuli standa uppi einangr- aðir í flotaárásinni á íslenzku tólf mílna landhelgina. Hiálegt ástancl ,,Það er hreinskilnisiega ját- að i Whitehall (brezku stjórn- arskrifstofunum, ath. Þjóðv.) að ástandið við Island er hlá- ]egt“, sagði brezka íhaldsblað- ið Birminghatn Post 4. sept. „Embættismennirnir í White- hall eru áhyggjufullir“, segir blaðið ennfremur. ,,Þeir óttast að deilan kunni að verða til þess að ísland fari úr A-banda- langinu .... Annað kynlegt atriði í deil- ianni er að innan A-bandalags- íns hefur Bretland ekki hlotið teljandi stuðning við þá á- kvörðun sína að verja frelsið á úthafinu fyrir einhliða á- kvörðun nýrra landhelgis- marka.“ Álitshnekkir Margir Bretar gera sér einn- ig ljóst, að þeir hljóta hvar- vetna ámæli fyrir að stefna flota sínum gegn vopnlausu ríki til að ræna fiskimið þess. Meðal blaða sem bent hafa á þessa hlið málsins er frjáls- lynda blaðið News Chronicle, sem se^’r í ritstjórnargrein 3. sept.: ,,Það er enginn álitsauki fyrir land okkar að verða að senda herskip á vettvang með fjskiflotanum.11 Stuðningurinn brást I langri ritstjórnargrein v The Journal of Commerce, kaupsýslublaði sem kemur út i Liverpool, er rakið hvernig togaraeigendur sjö Vestur-Evr- ópuríkja bundust samtökum um það á fundi í Haag í sum- ar að virða tólf mílna land- helgina við ísland að vettugi og fá ríkisstjórnir sínar til að Engir samningar koma tii greina „Fundur í stjórn ogr trúnaðar- ráði Verkalýðs- og sjómannafé- lags Miðneshrepps, haldinn 6.-9. 1958, lýsir ánægju sinni yfir út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómílur og skorar á ríkisstjórn- ina að hvika i engu frá settu marki og lítur svo á að ekkí komi 1S1 mála að ganga til neins- konar samninga um landhelgina. Jafnframt því að fundurinn for- dæinir harðlega ofbeldisverk Breta undanfarna daga, beinir hann því til rikisstjóriiarinnar að kalla heini scndiherra okkar í London og vísa hinum brezka sendíherra úr landi. Fundurinn vottar hinum íslenzku varðskips- mönnum traust sitt og virðingu •g er þess fullviss að málstaður okkar vinnur sigur að lokum.“ veita veiðiþjófunum herskipa- vernd. Blaðið vitnar í ályktun fundarins „vegna þess að það álit breiðist nú út erlendis að Bretar komi fram af hrotta- skap“ við ísland. Síðan segir: „Frain til þessa hefur lítt orðið vart sam- ræmdra aðgerða. Það er sann- arlega liarmsefni, að þessar stnðningsþjóðir okkar slcúli hafa látið við það sitja að lialda sig álengdar, án þess að veita aðgerðuni okkar Breta noltkurn siðferðilegan stuðning. Þetta hefur orðið til þess að útlit er fyrir að við sitjum uppi með skömmina í milli- ríkjadeilu, o.g verður það þá ekki í fyrsta skipti.“ Brezka Ijónið er orðið að sœskrímsli. — Teikning eftir Benedikt Gunnarsson. Brezkir togaraeigendur ákveðnir í ú halda veiðiþjófnaði áfram Miklar íréttaíalsanir í brezka útvarpinu Brezka útvarpið sagði í gær að milli 40 og 50 togarar héldu nú áfram veiðum við strendur íslands undir Vernd flota Hennar Hátignar, þrátt fyrir hina nýju fiskveiðilandhelgi íslendinga. Hér er verið að reyna að villa um fyrir brezkum al- menningi og láta hann halda að þeir hafi svosem í fullu tré við íslendinga og veiði í stór- um stíl innan landhelgi. Sannleikurinn er sá að níu togarar voru að veiðum i land- helgi í gær, samkvæmt upp- lýsingum landhelgisgæzlunnar. Þá skýrði hrezka útvarpið frá því, að Félag hrezkra tog- araeigenda hafi lýst yfir því að brezkir togarar muni halda áfram að veiða innan hinnar nýju landhelgislínu. Þegar brezkir togarar hætti veiðum í islenzkri landhelgi, komi aðr- ir í þeirra stað. Meðal þeirra togara, sem nú eru að koma aftur til Eng- lands eftir veiðar innan 12 mílna landhelginnar við ísland, er togarinn „Northern Foam“, en úr honum var íslenzku varð- skipsmönnunum rænt af brezku freigátunni „Eastboune“ fyrir skömmu. Samkvæmt fregnum brezka útvarpsins, kvaðet skipstjórinn á Northern Foam ætla að fara aftur til íslands og fiska þar í landhelgi og kvaðst vona að allir aðr- ir brezkir togaraskipstjórar myndu gerða hið sama. Fréttáritari Reuters um borð Flugvélar rekast á —12 menn farast Tvær risastórar bandarískar sprengjuflugvélar af gerðinni B 52 rákust á í lofti yfir her- flugstöð í Washingtonfylki í fyrradag. Flugvélarnar gjör- eyðilögðust og dreifðist brak þeirra yfir mjög stórt land- svæði. Tólf menn létu lífið í þessu slysi og margir særðust. Næsti forseti Alls- herjarþingsins Stjórnmálanefnd arababanda- lagsins samþykkti á fundi sín- um í Kairó í gær að styðja utanríkisráðherra Súdans til fj’rradag hafi skipverjar á tog- j kjörs sem forseta næsta alls- aranum Stelle Canopus hrund- herjarþings Sameinuðu þjóð- í brezku freigátunni East- bourne, sagði í fréttum sínum í gær, að skipverjar á Öðni hefðu kastað harðfiski i skip- verja á togaranum Lock Fleet út af Vestfjörðum, en togara- menn hefðu svarað í sömu mynt. Þá segir fréttaritarinn að í Framhald á 11. síðu. 1 anna. Fráhvaríið frá stöðvunarstefnunni: Stórfelld verðhækk- un á mjólk og mjólk- urafurðum í dag Fráhvarfið frá stöðvunarstefnunni segir til sín í stöðugt hækkandi verðlagi. I dag kemur t.d. til fram- kvæmda stórfelld verðhækkun á mjólk og mjólkuraf- nrðum. Þannig hækkar nýmjólkurlítrinn (flöskumjólk) úr 3,68 kr. í 4,23 kr. eða um 15% og óniðurgreitt rjómabússmjör úr 62,50 kr. kg. í kr. 75,70 eða . tæp 20%, Mjólk i lausu máli kostar nú kr. 4,03 lítrinn, rjómi í lausu máli 37,20 lítrinn, rjómi í flöskum 37,40 lítrinn, niðurgreitt rjómabússmjör kr. 55.00 kílóið. Miðvikudagur -10. september 1958 — 23. árgangur — 203. tbl. „Versta asnastrik sem / irezkmn diplómötum hef- u r tekizt að gera44 Þess sjást mörg merki. aö herferö brezku íhaldsstjórn- arinnar og togaraeigenda gegn íslendingum mælist illa fyrir meðal brezks almennings. Til dæmis er meirihluti les- |birt um málið, Islendingum endabréfa, sem brezk blöð hafa jhliðhollur. -----—-------- I Manchester Evening News ' birti 4. sept. svohljóðandi bréf frá J. Stuttard: „Það ástand, sem nálgast skrípaleik, að brezk herskip skuli látin halda vörð yfir togurum sem veiða við Island er vissulega versta asnastrik sem brezkum diplómötum —- sem nú eru í sumarleyfi — hefur tekizt að gera, Þeim verður ekki flökurt af því að sóa milljónum í tilgans- laus ævintýri í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs, en þeg- ar nágrannar okkar á Islandi eiga í hlut gloprum við frum- kvæðinu í hendur Rússa. Þeir hjóða lán samtimis því að við sendum fallbyssubáta til að ógna og hvekkja þjóð, sem eitt sinn var okkur vinveitt." Hull-útgáfa Daily Mail birtir bréf frá J. S. P. Agg Large, sóknarpresti í Longparish, Andover, Hants. Hann segir m.a.: 1 „Eg get ekki orða bundizt um hve ólíkt Bretland og Is- land hafa hafst að í fiskveiði- deilunni sem nú er háð. Island hefur gert það sem í þess valdi stóð til að komast að vinsam- legu samkomulagi, en Bretland hefur sýnt hreinræktaðan ruddaskap og stSfni. Þar að auki hefur Island mikið til sins máls. Það er til æði mikils mælzt, að það eigi að halda að sér höndum og horfa á skip annarra þjóða sigla á brott hlaðin fiski sem hefst við á miðunum rétt við strönd þess .,.. Tími er til kominn að brezk- ir útgerðarmenn taki meira til- lit til þessa eyríkis, sem hefur verið í vinfengi við okkur öld- um saman .... Komið er í óefni, þegar við eigum engin önnur úrræði en að senda flota Hennar Hátign- ar til að koma fram vilja okk- ar við smáríki, sem hvorki ræð- ur yfir flota né her.“ Framhald á 8. siðu. F or sætisráðherrar ræðast viS í Delhi Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans, þeir Nehru og Chundrigar hafa rætt saman . Nýju Dehli um landamæra- skærur, er nýlega áttu sér stað á landamærum ríkjanna. Tilkynnt var í Karachi, höfuðborjg Pakistans, að stjórn- ir ríkjanna hafi skipzt á föng- um, er teknir hafa verið í áð- umefndum skærum. Forsætisráðherrarnir munu haMa viðræðum. sinum áfram ,í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.