Þjóðviljinn - 11.09.1958, Page 1

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Page 1
VIUINN Fimmtudagur 11. september 1958 — 28. árgangur — 204. tbl. Lögreglan í Parfs handtók í gær 220 Alsírmenn í París og segir lögreglan að þeir séu grunaðir um að vera forustu- menn í Þjóðfrelsishreyfingu Al- sírbúa. Tilkynnt var að menn þessir yrðu leiddir fyrir rétt í Al- sírborg. ítrekaðar tilraunir brezkra togara að sigla íslenzku varðskipin niðnr I fyrrinótt reyndi ,.King Sol” í annað skipti á fáum dögum að sigla 1 „Óðin” í kaf; annar brezkur veiðiþjófur hugðist sigla á „Maríu Júlíu” í fyrradag var sagt hér í Þjóöviljanum frá því, aö brezki togaraeigandinn og flotaforinginn Jack Mawer hafi hvatt skipstjórann á togaranum Coventry City til að sigla varðskipið Óðin í kaf. í gærmorgun bárust svo þær alvarlegu fréttir, að togarinn King Sol frá Grimsby heföi þá um nóttina reynt að sigla á þetta sama varð- skip í annað sinn á vikutíma. Sömu nótt reyndi brezki tógarinn Cold Streamer einnig að sigla á íslenzkt varð- skip, Maríu Júlíu, en í bæði skiptin tókst varöskips- mönnum með snarræði að forða alvarlegum árekstri. Er engu líkara en brezkir togaramenn ætlj nú að hefja sama svívirðilega leikinn og I»eir léltu fyrst eftir að Islend- ingar færðu fiskveiðilandhelg- ina út í fjórar sjómílur árið 1952, en þá sigldu þeir skip- um sínum livað eftir annað á íslenzka vélbáta, einu sinni með þeim hönnulegu afleiðing- um, að nokkrir af áhöfn vb. Súgfirðings drukknuðu er bát- urinn sökk snögglega eftir á- keyrslu. Togarinn „King Sol“ var að ólöglegum veiðum innan land- helgi út af Vestfjörðum, er Ægir í höfn Varðskipið Ægir kom hing- að til Reykjavíkur laust fyr- ir hádegi í gær og hafði þá verið við landhelgisgæzlu fyr- ir Vestfjörðum liina viðburða- ríku daga, sem liðnir eru síð- an fiskveiðitakmörkin voru færð í 12 sjómílur. Frétta- maður Þjóðviljans hitti skip- henann á Ægi, Þórarin Björnsson, sem snöggvast að nváli í gær og birtist viðtal- ið við haJUi á 12. síðu. — Myndiu hér fyrir ofan er- af ! Þórarai Bjömssyni. framangreindur atburður gerð- ist í fyrrinótt. Er varðskipið Óðinn nálgaðist togarann reyndi hann allt i einu að sigla aftur á bak á varðskipið með þeim afleiðingum að skipin snertu hvort annað og skrapað- ist málning af einu borði í byrðingi Óðins. Önnur spjöll urðu ekki. Eins og fyrr segir er þetta í annað sinn á viku- tíma, eem þessi sami togari reynir að sigla á Óðin. Þá reyndi brezki togarinn „Cold Streamer“ einnig í fyrri- f nótt að sigla á varðskipið Maríu Júlíu, þar sem það lét reka á veiðisvæði brezku togar- anna innan landhelgi við Langanes. Varðskipinu tókst að vikja og forða þannig á- rekstri. Lýsina fréttamanns Reuters á atburðinum Fréttaritari Reuters, sem er um borð í brezku freigátunni Eastbourne, símaði í fyrrinótt að brezki togarinn King Sol frá Grimsby hafi í fyrrakvöld Þetta er togarinn King Sol frá Grimshy, sem hefur á fáeimmi dögum tvivegis reynt að sigla. varðskipið Óðin í kaf. siglt á varðbátinn Óðin undan norð-vesturströnd íslands. Skipstjórinn á King Sol hafði samband við Eastbourne og sagði að Óðinn hefði reynt að sigla. upp að King Sol. „Eg sigldi afturábak á hann“, sagði skipstjórinn, „og merkti hann rétt snoturlega á stefninu". Skipstjórinn sagði að Óðinn hefði sett út króka og reynt að skemma vörpu togarans. „Eg setti á fulla ferð aftur á bak, og ég hef krókana sem sönn- unargagn“, sagði skipstjórinn. Fréttamaður Reuters segir ennfremur að íslenzk varðskip hafi í fyrrakvöld reynt að taka togarann Kingstone Garnet og Cold Streamer, .en ekki tekizt. Varðskipin hafí^ofeint sterkum ljósk'isturum að togurunum undan norðurströndinni, en brezk herskip hafi komið á vettvang og ekki hafi verið gerð tilraun til að setja varð- skipsmenn um borð í togaraná. Tveir íslendingar skip- stjórar á King Sol Togarinn „King Sol“ hefur áður komið talsvert við sögu íslendinga. Hann var smíðaður af Rinovia-útgerðarfélaginu í Grimsby árið 1936 og var í stríðsbyrjun stærsti togari Englendinga. Tveir Islendingar hafa verið skipstjórar á þess- um togara, þeir Þórarinn 01- geirsson og Páll Aðalsteinsson. Þórarinn, ræðismaður Islands í Grimsby, er nú einn af fram- kvæmdastjórum Rinovia-út- gerðarfélagsins, sem enn á „King Sol“ og gerir togarann út, og þess má geta að dóttir Framhald á 3. síðu. Fangarnir eru enn um borð í „Eastbourne” Samkvæxnt upplýsingum L and hel gfisgæz 1 u n nar í gær voru sjö brezkir tíogarar þá um morguninn að veiðimi innan landhelgi fyrir Vest- fjörðum. Norður af Horni voru þrír innan en átta all- langt utan landhelgi, og loks var einn að veiðum í land- helgi út af Langanesi. Ilerskipið Eastbourne var í gærmorgun út af Vestfjörð- um. Voru íslenzku fangarnir unx borð í skipinu að því er bezt var vitað. Hvers vegna er SÞ ehki send skfrsla. um hernaðarárás Breta á Island? Hver er ahiaSa uianrikisráSherra fil kröiunnar um ' heimköllun sendiherrans i Lundúnum? Ekki er kunnugt að Guðmundur í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra hafi enn sent framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna skýrslu um hernaðaraðgerðir Breta í ís- lenzkri landhelgi, árás þeirra á fullveldi íslands og brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar er kunn- ugt að utanríkisráöherra hefur sent framkvæmdastjóra Atlanzhafsbandalagsins skýrslu um málið! Með vopnaðri árás brezka flotans á Island hefur land- helgismálið . gerbreytzt að eðli og inntaki. Það er ekki lengur almenn deila um þær reglur sem gilda á hafinu, heldur. er hér um að ræða hemaðarárás stórveldis á óvopnaða smáþjóð, skerðingu á sjálfstæði okkar og fullveldi. Framferði Breta innaji íslenzkrar lanhelgi er ná- kvæmlega sama eðlis og ef brezkur her réðist á lanri i Reykjavík og færi hér sinu fram þvert ofan í íslenzk lög og tilraunir íslenzkra löggæzlu- manna til að framfylgja þeim. Hér er um heraaðarárás að ræða og Sameinuðu þjóð irnar voru eimnitt stofnaðar til að konxa í veg fyrir slík- ar árásir og hrinda þeim Þess vegna \-ar það frum- skylda utanríkisráðherra :ul senda f ramk væmdastj ó i a Sameinuðu þjóðanna skýrsla um árás Breta, en ]>ar nieS niyndi árásin koma til ui. - ræðu í framsögu þeirri sei.x framkvæmdastjórinn flytur Allsherjarþiugimi þegar t upphafi. Slikri skýrslu ber síðan að fylgja eftir ineS því að kæra Breta íyrir Sameinuðu þjóðuniun, ogj, Framha'd á 3. síðu..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.