Þjóðviljinn - 11.09.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. september 1958 Eskulyds Ritstjórar: Eysteinn Þorvaldsson og Sigurjón Jóhannsson. Æ.F. fagnar stækkun landhelg- innar, mótmælir ofbeldi Breta t ísland segi þegar í stað skilið við Norður-Atlanzhafsbandalagið Kjörum iönnema er mjög ábéfavant ' Stutt sarntal við ritara Iðnnemasambands Islands í tilefni séxtánda þings I.N.S.L Dagana 27. og 28. þ. m. ver'ður 16. þing Iðnnemasam- bands íslands háö hér í Reykjavík. í tilefni þess átti Æskulýðssíðan stutt viðtal við Lúter Jónsson ritara INSÍ. — Það verða rúmlega 30 fulltrúar frá 9 iðnriemafélög- um, sem munu sitja þetta þing. — Og hver verða svo helztu viðfangsefnin á þinginu? Sambandsstjórnarfundur Æskulýðsfylkingarinnar var haldinn 1 fyrradag og voru þá rædd ýmis þau mál, sem nú eru efst á baugi. Rætt var um væntanlegt þing Æ.F. og 20 ára afmæli samtakanna. Einnig var landhelgis- deilan viö Breta tekin til rækilegrar umræðu og gerö eftirfarandi ályktun um það mál: Stjórn Æskulýðsfylkingarinn- ar, Sambands ungra sósíaJista, fagnar ákvörðun ríkisstjórnar- innar um útfærslu fiskveiði- landheiginnar í 12 sjómílur og telur að með því sé náð merk- um áfanga í efnahags- og .sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. Sambandssljórnin álítur að ekki komi til greina neinn und- ansláttur eða samningar við önnur ríki um þetta máJ. Sambandsstjórnin fordæmir harðlega ofbeldisaðgerðir brezku ríkisstjórnarinnar í ís- lenzkri landhelgi, Með þeim hefur brezka stjórnin ráðizt gegn brýnustu hagsmunum íslenzku þjóðarinnar og troðið fótum fullveldi hennar. Þeirri árás ber að svara með því að slíta tafarlaust stjórnmála- samband við Bretland. Sambandsstjórnin telur að nú hafi enn einu sinni ásann- azt að fyllsta ástæða sétil að ísland segi skilið við Norður- Atlanzhafsbandalagi. Eftir að ísland hefur verið beitt vopn- uðu ofbeldi af einu helzta bandalagsríkjanna, ætti hverj- um manni að vera ijóst, að að- ild íslands að Atlanzhafsbanda- laginu er ósamrýmanleg hags- munurri og öryggi þjóðarinn- ar. Stjórnin vottar Jöggæziu- mönnum Jandheiginnar þakkir og traust fyrir einurð og djörf- ung í hinu þýðingarmikla starfi þeirra. Ákveðið var að næsta þing Æskulýðsfylkingarinnar skuli iha’dið í Reykjavík dagana 18. til 20. október næstkomandi. Þetta verður afmælisþing samtakanna, þar sem Æsku- lýðsfylkingin verður 20 ára nú í haust: Sambandsstjórn undir- býr nú afmælishátíðahöldin. I eumar er Æ.F.R.-salurinn opinn á þriðjudögum, föstu- dögum og sunnudögum frá klukkan 20.30 til 23.30. Sambandsstjórn beinir því til allra deilda Æ.F. að hefja nú þegar undirbúning undir þing- ið og vinna ötullega að því að þeirra þátttaka verði eem bezt. Nýtt hefti Iðn- nemans komið lít 1. tbl. 24. árgangs af Iðnnem- anum, málgagni Iðnnemasam- bands IsJands, er nýkomið út. í blaðinu er meðal annars grein um Rafmagnsdeild Iðn- skólans í Reykjavík eftir Jón Sætran. Þá er þar greinin: Iðn- nemasambandinu meinuð þátt- taka í Æ. R. í. Alllangar grein- ar eru um starf sambandsfélag- anna úti á landi. Þá eru þar greinarnar: Prenískólinn markar tímamót í iðnfræðslunni og Eru Iðnskólanir of margir? Nokkrar fleiri smærri greinar eru og í blaðinu. Annað hefti af Iðnnemanum mun vera væntanlegt í lok þessa mánaðar. Hvernig er ástandið í iðn- fræðslumálunum? — Iðnfræðslunni er enn mjög ábótavant. Einn höfuð- gallinn við iðnfræðsluna hér á landi er sá, að iðnskólar eru alltof margir og kennslan þar af leiðandi léleg. Menn læra iðngreinar á óteljandi stöðum, og víða á þessum stöðum eru raunverulega engin skilyrði til iðnfræðslu. Þess eru dæmi að í þorpi einu úti á landi var bakarinn á staðnum Játinn vera prófdömari við sveins- próf bifvélavirkja. Þéita ér dæmi um það að dómnefndic eru víða óhæfar. Iðnskólar ættu ekki að vera nema þrír á Jandinu — og það virkilega góðir skólar. Þetta yrðu að vera heimavistarskólar og ættu meistarar að kosta dvöl lærlinganna þar. Þá gætu allir iðnnemar notið dag« kennslu, eins og gert er ráð fyrir í lögum og trygging ættí að vera fyrir því að kennslan yrði góð ef skólarnir yrðu svo fáir. Við ljúkum þessu stutta rabbi við ritara INSÍ og árn- um iðnnemum heilla og vonum að væntanJegt þing þeirra verði merkilegur áfangi í baráttu verkalýðsæskunnai'. Lúter Jónsson — Kjaramálin og iðnfræðsl- an verða aðalumræðuefnin eins og oftast endi'anæi’. Kjörum iðnnema er ennþá mjög ábóta- vant. Launin eru svo lág, að iðnnemar á fyrsta, öðru og þriðja ári geta alls ekki lifað af þeim. Á fjórða ári eru þetta líka sultarlaun, í prentnámi t.d. aðeins 600 krónur eða helmingur af sveinskaupi. í vor skrifaði stjórn Iðn- nemasambandsins öllum sveinafélögunum, þegar þau sögðu upp samningum, og bað þau að taka okkar ki'öfur upp í sínar kröfur. Sveinafélögin ui'ðu ekki við þessum óskum okkar og hafa ekki gefið okk- ur neitt svar í máJinu. Æ.R.Í. efnir til námskeiðs fyrir forystumenn æskulýðsfélaga Hið nýstofnaða Æskulýösráö íslands, Æ.R.f., hefur á- kveðið að efna til námskeiðs fyrir forystumenn og stjórn- endur hinna ýmsu æskulýðsfélaga í landinu dagana 26.—28. september n. k. Á námskeiði þessu verða kennd heiztu fundarsköp og fundari’eglur, leiðbeint um fé- lagsrekstur almennt, þ.e. skipu- lagningu og heppilegar starfs- aðferðir í því efni. Þá verður einnig kennd og æfð að ein- hverju leyti starfsemi leshringa og ýmislegt annað, sem stuðlað getur að öflugu og fjölbreyttu félagslífi. Tíminn, sem námskeiðið er haldið á, er valinn með tilliti til þess, að þá eru skólarnir um það bil að hefja starfsexni sína og búast má við að margir af forystumönnum æskuiýðsfé- laga úti á landi verði staddir í Reykjavík. Efirtalin sambönd, eiga nú aðild að Æskulýðsráði Lslands: Ungmennafélag íslands, Sam- band bindindisfélaga í skólum, Bandalag íslenzkra farfugla, Stúdentaráð Háskóla íslands, Islenzkir ungtemplarar, Sam- band ungra Sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylkingin. Öllum forystumönnum og stjórnar- meðlimum í þeim einstöku fé- lögum, sem aðild eiga að sam- bfndum þessum er heimil þátt- taka í námskeiðinu. Þátttöku ber að tilkynna í pósthólf 390 eða síma 33580 fyrir 22. sept. n.k. Þátttöku- gjald verður kr. 50. Æskulýðssíðan sneri sér til framkvæmdanefndar Æskulýðs- fylkingarinnar og spurðist fyrir um væntanlega þátttöku fylkingarfélaga. Æ.F. hefur fengið bréf um þetta mál frá Æ.R.I. og undir- býr nú þáttöku af sinni hálfu. Eru þeir, sem áhuga hafa á námskeiðinu hvattir til að snúa sér til skrifstofunnar í Tjarn- argötu 20. Fyrsta alþjóðaráðstefna ungra verkamanna háð nýlega í Prag Ályktim um kröfur verkalýðsæskunnar í júlímánuði s.l. hittust 600 ungir verkamenn og verka- konur frá 65 löndum í Prag til þess að ræða vandamál verkalýösæskunnar og baráttuna fyrlr bættum lífskjör- um ungs verkafólks. Til ráðstefnunnar var boðað af Alþjóðasambandi verkalýðsfé- laga og mættust þarna ungir verkamenn hvaðanæva úr lieim- - inum með ólíkar stjórnmála- skoðanir og trúarskoðanir. En ráðstefnan sannaði glögglega að þrátt fyrir slíkan skoðanamis- mun hefur verkalýðsæskan um aJJan heim mikilvæg sameigin- leg áhugamál, sem hún verður að berjast sameiginlega fyrir. Margar mikilvægar samþykkt- ir og ákvarðanir voru gerðar á þinginu. Ein sú merkasta er á- lyktun um kröfur verkalýðsæsk- unnar. í henni er skýrt tekið fram að baráttan fyrir bættuni lífskjöi'Um sé órjúfanlega tengd baráttunni fyrir friði og sjálf- stæði hinna einstöku þjóða. Rétturinn til atvinnu op hress- ingar, hærri atvinnuleysisstyrk- ir, sömu laun fyrir sömu vinnu, sanngjörn laun fyrir lærlinga, frjáls aðgangur til að mennta sig á hvaða sviði sem er, — eru nokkur af þeim atriðum sem krafizt er í þessari ályktun. Nokkrir fulltrúanna á ellefta þingi Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, sem lialdið var á Akureyri 1952. 17. þing Æskulýðsfylkingarinnar verður haldið í Reykjavík dagana 18. til 20. októðer nœstkom- andi. Sambandsstjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.