Þjóðviljinn - 11.09.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. september 1958 ÞlÓÐVlLJINN Útsefandl: Bamelnln»arflokknr alÞfBn — SÓBÍallstaflokkurlnn. — RltatJórari Magrnús KJartansson (Ab.), SlíurCur OuCmundsson. — FréttarltstJörl: Jón BJarnason. — Qlaöamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Quðmundur Vlgfússon. ívar H. Jónsson, Macnús Torfl Ólaísson, Sigurjón Jóhannsson. Slgurður V. FH5t>j6Í88on. — AuglýsingastJórl: Ouðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- sreiðsla. auglýslngar, prentsmiðJa: Skóla.örðustíg 19. — Síml: 17-500 (ö linur). — ÁskrlftarverO kr. 30 á mán. í Reykjavfk og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaOai. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmlðja ÞJóðvllJana. Með lögum skal land byggja Sakbomingur — ekki samningsaðili T?ramkoma Breta í landhelgi íslands hefur nú þegar orð- ið þeim til varanlegrar smánar. Ofbeldi þeirra er fordæmt um allan heim, heiður og álit brezku þjóðarinnar hefur ver- ið dregið í sorpið. Sökin er í- haldstjórnarinnar og togaraeig- endanna sem ekki geta hugs- að til að láta af ránfiski sínu á íslandsmiðum og leggja því of- urkapp á að brjóta niður land- helgi íslands. En það er ekki einungis að Bretar hafi bakað sér varanlega smán með fram- komu sinni á íslandsmiðum nú í september, heldur hafa þeir einnig gert sig skoplega í aug- um heimsins. Munurinn á stærð þjóðanna sem þama eig- ast við er of mikill til þess að framkoma stórveldisins verði ekki um leið dálítið bros- leg. Munurinn á einu mesta herveldi heimsins og þjóð sem engan her hefur og ekki vill eiga her er einnig á þá lund að hann gerir árás Breta ekki einungis smánarlega heldur og dálitið skoplega. Og ýmis við- brögð Breta síðustu dagana benda til þess að þeim finnist ekki síður erfitt að búa við skop heimsblaðanna en að lifa við smán. Þó mun alvara málsins verða brezku íhaldsstjórninni þyngri í skauti en skopjið. Brezk blöð eru enn að reyna að láta líta svo út að land- helgismál ísiendinga sé enn þann dag í dag á einhverskon- ar óútkljáðu deilustigi, tala um að skjóta þessari „deilu“ til einhvers dómstóls eða þá að Is- lendingar muni einhvern næsta dag setjast að samningsborði með sjóræningjastjórninni brezku og taka að semja um undanhald frá tólf mílna land- heiginni eða um meiri eða minni sérréttindi til handa brezku veiðiræningjunum. Væri æskilegt að Bretar færu senn að gera sér ljóst að ákvörðun íslendinga um stækkun land- helginnar er ekki framar á neinu deilu- eða umræðustigi, heldur gerður hlutur, stað- reynd sem ekki verður hagg- að. Setji Bretar traust sitt á einhverja íslenzka stjórnmála- menn í landhelgismálinu, eins og mjög oft. hefur verið ympr- að á í erlendum blöðum nú í sumar, er ekki siður nauðsyn að gera sér það ljóst, að eftir árás brezkra herskipa á ís- lenzku landhelgina er enginn sá íslenzkur stjórnmálamaður til sem þyrði að ganga til samninga við Breta eða neina •aðra um undanhald frá 12 mílna Iandhelgislinunni eða nein fríðindi innan hennar fyr- ir erlend veiðiskip. Bretum er því jafngott að hætta strax að gera sér vonir um að eiga eftir að mæta íslendingum fyrir ein- hverjum dómstóli eða á ein- hverri ráðstefnu þar sem dæmt verði um eða makkað hvort landhelgi íslands skuli vera tólf mílur eða ekki. Því máli er ráðið til lykta og við’ á- kvörðun íslendinga í málinu verður ekki haggað. IJretar eiga hins vegar eftir ** að mæta íslendingum í þessu máli. En það verður ekki til þess að makka um undan- hald, Brezk stjómarvöld munu þar fá að svara til sakar fyr- ir hina svívirðilegu árás gegn landhelgi og fullveldi ísiands. Allir fslendingar sem það nafn eiga skilið ætlast til þess að sökum verði lýst á hendur brezku ofbeldismönnunum og þess krafizt að þeir bæti fyrir afglöp sín og tjón sem unnið hefur verið. Brezka íhalds- stjórnin ætti að gera sér Ijóst að á íslandi er litið á hana sem sakborníng en ekki samnings- aðila. Og henni er rétt að gera sér ljóst að þannig er litið á málið af fslendingum í öllum stjómmálaflokkum landsins, og enginn stjórnmálaforingi treyst- ir sér til að ganga gegn því geysiöfluga og einhuga almenn- ingsáliti sem skapazt hefur á ís- landi í málinu, jafnvel þó hann hafði tilhneygingar til að taka að þvæla um landhelgismálið við erlenda aðila eins og því væri enn ekki endanlega ráð- ið til lykta. TT'undur Sósíalistafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld samþykkti einróma kröfuna um að ofbeldisverkum Breta yrði svarað með því að kalla heim ambassador fslands í London og kæra Bretland fyrir Sam- einuðu þjóðunum, Jafnframt benti fundurinn á þá fáránlegu staðreynd að það skuli vera forusturíki Atlanzhafsbanda- lagsins sem hagi sér þannig, og sanni framferði Breta nauð- syn þess að íslendingar segi sig úr því þokkalega hernaðar- bandalagi. Þessar kröfur, ein eða fleiri þeirra, hafa hljómað í samþykktum félagssamtaka um allt land og eru bomar fram af vaxandi þunga. Það er raunar ein og sama krafan, í ýmsum myndum: Að íslenzk stjórnarvöld sýni í framkvæmd þann þjóðarvilja að litið sé á brezku íhaldsstjórnina sem sak- borning en ekki samningsaðila. Vér íslendingar stöndum nú frammi fyrir þeirri sárbeizku staðreynd að eitt af bandaiags- ríkjum okkar (og vinaþjóð) hefur framið á okkur réttar- brot, beitt okkur vopnuðu of- beldi í krafti hervalds síns og stærðarmunar — og fyrir hvað? Fyrir það eitt að vilja vera þjóð, hafa sjálfsákvörðun- arrétt um íslenzk mál og mega lifa áfram í frjálsu landi, eiga framtið og sögu. Það er viðurkennd staðreynd að okkur sé lífsspursmál að vemda fiskstofn vorn. Það er líka viðurkennd staðreynd að íslendingar byggja lífsafkomu sína að 97% á sjávarafurðum. Þó býst eitt stærsta herveldi heims til að ræna okkur lífs- björginni, velur sjálfu sér þjófsorð og niðingsheiti til við- bótar í afbrotasögu sína, Og hvað gera hin bandalagsríkin til verndar vopnlausri þjóð í baráttu hennar fyrir tilveru sinni og sjálfsákvörðunar- rétti? Ekkert, hreint ekkert; Hvað sannar það? Það sannar að hemaðarbandalög eru stofn- uð til verndar hagsmunum stórþjóðanna á kostnað smá- ríkjanna, en ekki þeim til verndar. Vér höfum hér erlendan hér á vegum þessa sama bandalags, höfum léð þeim land vort til dvalar til þess eins að þeir vemduðu oss fyrir ofbeldis- og kúgunaraðgerðum hvaða þjóð- ar sem væri, en jafnvel þeirra marglofaða vernd bregzt al- gerlega þegar á reynir. Þá kúra þeir sem rottur í gorkúlum sínum suður á Miðnesheiði og hafast ei að, en til að sýna okkur mátt sinn og megin, hóta þeir Kínverjum stríði til að verja Kvemoj. ^ Við íslendingar vissum að þeir voru aumingjar, en við trúðum ekki, að þeir væru blauðir líka, en nú er Það lýð- um ljóst. Vér íslendingar kær- um okkur ekki um vopnaða vemd frá neinni þjóð, hvorki nú né endranær, það samrým- ist ekki hugsjónakerfi okkar, menningu eða sögu, en við krefjumst málefnalegrar vernd- ar bandalagsþjóða vorra og því fremur sem rétturinn er skýlaust okkar megin. Ef stór- þjóðir viðurkenna tilverurétt smáþjóða hlýtur það nú að verða að koma í )jós, svo al- gerlega sérstætt er þetta mál og skírskotar til réttarvitund- ar og siðferðisþroska allra þjóða heims. Það skeði fyrir nokkrum ár- um að Rússar færðu út land- helgi sína í 12 sjómílur. Hvað gerðu Bretar þá? Þeir stein- þögðu, voru þeir hræddir við björninn? En nú gegnir öðru máli, hér eiga þeir allskostar við lambið. Með gapandi fallbyssukjöft- um og æðandi vígdrekum skal kunngera okkur réttlætið, menninguna, frelsið eins og Bretar þekkja það bezt. Með hervaldi skal stela frá okkur, með hervaldi skal ræna mönn- um frá skyldustörfum og fang- elsa þá, landsréttindum og arfleifð, allt í nafni friðar, lýðræðis, frelsis og mannrétt- inda. Skyldi ekki Bretum vefj- ast tunga um tönn er Þeir vilja taka sér þau orð í munn í framtíðinni, skyldu þeir kinn- roðalaust geta gælt við þau hugtök framan í okkur íslend- inga hér eftir sem hingað til? Það á eftir að koma i Ijós, en hitt hefur oft komið í ljós að Bretar kunna ekki að skamm- ast sin. Torvelt mun Bretum verða að má þennan sinn smánar- blett af spjöldum sögunnar, hann mun standa svo lengi sem heimur verður byggður, himinhrópandi um ódrengskap siðleysi og vanþroska Breta, mitt í mannréttinda- og lýð- ræðisskrumi þeirra, byggðu á aldagamalli nýlendukúgunar- stefnu. Þeir eru svo fastheldn- ir Bretar (og stoltir af því) að það mun sennilega taka þá aldir að skilja að sú stefna tilheyrir löngu liðnum dögum. Hafi brezkir stjórnmálamenn búizt við því að beygja okkur íslendinga með því að beina að okkur fallbyssum og víg- drekum áttu þeir að kynna sér betur sögu vora: Allir slikir tilburðir hafa orðið til þess að gera okkur að einni sál, einum anda, einni hönd. Við höfum lifað af aldalanga kúgun, barizt við eld og ísa, sult og drepsóttir tómhentir, rúnir inn að skinni af öðrum í skjóli hervalds og andlegs þroskaleysis, og sigrað, ekki með fallbyssum, heldur rökum. Tungan er okkar vopn, hún er hvassari brezkum fallbyssum, stækri brezkum vigdrekum, há- leitari brezkum þjóðarremb- ingi; gegn henni er brezka her- veldið vopnláust, og eftir því sem þeir heimska sig lengur verður skömm þeirra meiri, ó- sigurinn stærri. Vér íslendingar svíkjum aldrei hugsjón vora, vér mun- um framkvæma hagsmunamál vor og byggja upp framtíð vora án samráðs við Breta, alveg eins og vér höfum skaþað sögu vora, menningu og bókmennt- ir án hjálpar frá þeim. Véú munum ekki sýna þeim fjand- skap, aðeins lítilsvirðingu; vér munum ekki sækjast eftir vin- fengi við þá eðá samskiptum, vitum ekki af þeim, enda eru þeir nú orðnir svefns þurfi eft- -■ ir hetjudáðirnar og múnu að sjálfsögðu hvílast um Stund á sigurmottum sjórsehingja sinhá', vonlegt þeir "hSfi hægá' drauma. Bretar segjast vera iilbúnh’ til samninga um landhelgismal- ið;1 um hvað aela þeir að semja?' Þeir segja þetta lögleysu; eru Bretar vanir að semja um lög- leysur? Mig undrar ekki þó fjaðrirnar hafi rúizt heimsveld- ■ inu fyrst grundvöllurinn var-' samningur, byggður á lögleys- um. Vér íslendingar erum vanir öðru; við krefjumst réttar vorá af djörfung og festu hver sem í hlut á, beitum lögum og réttind- um, því að með lögum skal land byggja en ólögum éyða. Þetta er aldagamalt spakmæli hér uppi á Islandi, sem sagan hefur geymt og hefur endurnýj- azt með hverri nýrri kynslóð, og eru einkunnarorð hvers ein- asta sanns íslendings, greipt í sál hans og hjarta, hymingar- steinn framvindu vorrar og til- veru. Það er brynjan sem Bret- ar þurfa’ í gegnum og hún er traust sem Sygnýjar hár, Ingólfur Sigurðsson. Jóhann J. .E. Kúld: Hvað tossar nú jneistarí Hvítur 7 Ég var að róta í gömlum skjölum, og rakst. þá á gulnað pappírsblað dagsett 7,: júlí 1945. Þetta er vottorð með þökkum fyrir að hafa starfað í björgunarliði brezka sjóhers- ins frá 20. okt. 1942. Þegar ég lít nú á þetta vottorð og rifja upp í huganum ýmsa atburði sem skeðu á þessu tæplega þriggja ára tímabili, þegar ég ásamt nokkrum öðrum íslend- ingum starfaði að því að bjarga öllum sem bjargað varð úr helgreipum Ægis og víg- véla, mönnum, skipum og verð- mætum, þá fer ekki hjá því, að hugurinn leiti út á íslenzku fiskimiðin í dag, þar sem brezki fiotinn er að traðka á íslenzk- um lögum og vernda veiðiþjófa í landhelginni. Á hverja treystu brezku for-. ingjarnir í björgunarliði sjó- hersins þegar mikið lá við? Voru það brezkir sjóliðar? Nei, það voru hinir fjórtán íslend- ingar björgunarsveitarinnar, sem fyrst og fremst var treyst á. Ég kynntist ýmsum brezkum sjóiiðsforingjum á þessu tíma- bili, og lærði að meta marga kosti þeirra, og sé einhver þess- ara manna nú um borð í brezku vígdrekunum við að vernda veiðiþjófnað á íslenzk- um fiskimiðum, þá trúi ég ekki öðru en áð þeim líði illa við þau störf. Enda munu þeir gera sér fuila grein fyrir þvi, eftir fyrri kýriní, að þetta starf er vónlaust verk. Hvað hugsar nú meistari Hvítur sé hann ofar moldu, þegar hann heyr- ir fregnirnar af íslandsmiðum, þar sem vígfloti hennar hátign- ar hefur ráðizt inn í íslenzka landhelgi til að stunda þar ræningjastörf. Einmitt innan þessarar land- helgi var meistari Hvítur mik- ið að störfum á stríðsárunum, og vaidi sér þá jafnan til fylgd- ar íslendinga björgunarsveitar- innar. En það voru ekki ræn- ingjastörf sem þá voru unnin hér í landhelginni heldur björgunarstörf. Enda er það svo, að kynni brezkra og ís- lenzkra sjómanna hafa löngum verið tengd björgun úr háska. „Ég tek mína menn“, sagði meistari Hvítur jafnan ef hann hugðist ieggja út til stórræða. En þessir „minir menn“ það voru íslenzku sjómennimir í liðinu. Ef nú meistari Hvítur, sem er mikilsvirtur Grímsbæjarbúi, er staddur sem atvinnuforingi hennar hátignar á íslandsmið- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.