Þjóðviljinn - 11.09.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Page 7
— Fimmtudagur 11. september 1958 — ÞJ ÓÐVILJINN — (7 Hér kemur framhald frá- sagnar Snæbjamar í Her- gilsey um brottflutning þeirra Guðmundar sýslu- manns til Englands. Þegar hér lýkur sögunni eru eftir allfurðuleg eftirmál sem Snæbjörn segir frá. í bók sinni, en mdra verður ekki birt hér í blaðinu. Þjóðviljanum var ókunn- ugt um er fyrsti kaflinn var birtur að einmitt þessa daga er ný út.gáfa Snæbjarnar-; sögu að koma í bókaverzl- anir, frá Kvöldvökuútgáf- unni á Akureyri. Bókin hef- ur verið uppseld og margan langað að eignast hana.. Kaflarnir um brottflutning- inn verða lesnir af athygli 1 þessa daga, en margir fróð- legir og læsilegir kaflar aðrir eru í bókinni eins og ' hinir mörgu vinir hennar kannast rið. Við héldum norðan við Pet- landsfjörð, og fyrir horn Skot- lands og var ekkert að sjá nema einn togara þar í grjótinu við hornið. —■ Þegar við vorum móts við Aberdeen, var ég að leggja spil sem oftar, heyri ég þá allt í einu mikla mælgi uppi, hleyp upp stigann og heyri um leið að skipsvélin stöðvast; sé ég þá að annar togari er þar hjá okkur og eru skipstjórar að tala saman. Ekki skildi ég samtalið fremur en vant var, en áætl-aði að þeir væru að tala um okkur, því að mér heyrðist þeir nefna ísland og Breiðafjörð. Borið hafði á góma milli okkar sýslu- manns, að ef til vill myndi skipstjóri reyna að koma okk- ur af sér í annað skip, ef hann gæti, til þess að hafa okkur ekki innanborðs, er hann kæmi til Huli, þar sem skipið átti heima. Eg átti þessa tilgátu, svo ólíkindaleg sem hún var; höfðum við gert ráð fyrir að verjast eftir föngum ef í það færi. Fór ég svo niður í skyndi; lá þá sýslumaður uppi í rúmi. Sagði ég hopum, hvemig horfði við unpi, bað hann upp standa og skyldum við svo verja klef- ann. Hann kvað þetta ímyndun eina hjá mér, en kom þó nið- ur á gólfið. Eg iét svona óðs- lega af því að ég fann tii æs- ings á sama hátt og þegar ég riðaði á öldustokkunum við Stagley og sá öxina reidda yf- ir höfði vinar míns; flýtti ég mér úr stígvélunum og treyj- unni og sagði fyrir hvernig vörninni skyldi haga, — en það verður ekki skráð hér. Óskaði ég að skipstjórinn yrði fyrstur til þess að koma ofan stigann. „Ef þess þarf með, þá fyigj- umsf við að málum“, sagði sýslumaður, ,,en ég er nú ekki farinn að trúa því enn þá“ Við sátum litla stund og heyrðum hávaða uppi, en allt í einu sló í þögn og vélin var sett af stað; þá sagði sýslu- maður og brosti við: „Farðu nú upp og athugaðu, hvernig nú standa sakir; mig grunar að engin orusta verði úr þessum hávaða“. Sjálfsagt var að hlýða og fór ég upp; sá ég þá að hinn togarinn var að snúa á leið upp að Aberdeen. Sagði ég sýslu- manni þetta, en hann brosti og kvaðst hafa átt kollgátuna, — „og þótt'þú, Snæbjörn, haf- ir óþokka á skipstjóranum, þá verður stilling og rósemi ætíð Broftnám Snæbjarnar og Cuðmundar Björnssonar að ráða“. Mér þóttu þetta harð- ar ávítur og svaraði eitthvað á þessa leið: „Það er ekki allt unnið með góðmennskunni, til þess að halda rétti sínum, þeg- ar á móti blæs“. Hann brosti við og féll svo talið niður. Það vrar öðru hvoru þoka og krapi, þegar við fórum suður með Englandi og Skotlandi; varnaði það lándsýn og þótti mér það slæmt. Siðla á fimmta degi komum við að Humru- mynni; þá var austanvindur Og regn. Eg stóð í höm við skips- bátinn og var að hugsa um Egil Skallagrimsson, þegar hann braut skip sitt þar á söndunum, fór upp til Jórvík- ur og kvað Höfuðlaúsn. Eg varð hálfvotur, þvi að hvorug- ur okkar sýslumanns hafði neitt til hlífðar, ekki svo mikið sem vettlinga, hvað þá annað. Var nú haldið inn í fljótsmynnið, líklega til norðvesturs og var þá Grímsbær á vinstri hönd þar vúð oddann, fiskistöð mik- il. Innan skamms komum við til Hull og var þá ferðin til Eng- lands á enda. Togarinn iagðist fyrir miðj- um bænum að minni ætlun; kom þegar þilbátur fram til okkar. Formaður fór upp til skiptjóra og var þar um stund, svo komu þeir báðir aftur og var hlátur á andliti skipstjóra. Þá flaug mér í hug, að gaman væri nú að mega ganga til hans og reyna að sefa svoiítið hláturinn í honum, — en það mátti ég ekki. Sýslumaður gekk þá til formanns þilbátsins og bað hann um far til lands til) þess að finna danska ræðis- manninn. „Það má ég ekki“, svaraði hinn, „þvi að skipstjóri hefur bannað mér að flytja nokkum mann frá borði". „Þá vil ég‘, sagði sýslumaður, „biðja yður að skila kveðju minni til- ræðismannsins, og að mig langi til að 'finna hann“. „Það skal yður ekki bregðast“, sagði formaður og fór. — Við gengum um gólf á þilfarinu í tvo klukkutíma; kom þá bát- urinn aftur og skipstjóri okkar í honum; hló hann þá ekki neitt og var auðsjáanlega þyngra í skapi en áður. Ræðis- maðurinn var í bátnum líka og ritari hans með honum, danskur maður um tvitugt. Var okkur boðið til skipstjóraskýl- is og tóku þeir tal saman ræð- ismaður og sýslumaður og var greint frá öllum atburðum. Þegar þar var komið sögunni, er við greiddum uppgöngu á togarann, sagði ræðismaður við mig: „Er það satt, að þér hafið reitt járnstöng að skipstjóran- um?“ Eg játaði því. „Af hverju gerðuð þér það?“ Eg hugsaði óðara: „Nú verð ég að gá að mér, því að það sem ég segi nú, getur verið að tekið verði upp fyrir rétti siðar“, og ég svaraði á minni fallegu dönsku: „Af því að ég vildi ekki að hann gaeti drepið tvo menn í einu fyrir ekki neitt". Þá brosti ræðismaður og hélt svo tali sínu áfram við sýslumann. Þegar á land kom, var þar fyrir útgerðarmaður skipsins og eigandi; fóru þeir með okk- ur upp á veitingahúsið „Lond- on“ og settumst við þar að bjór. Fór þá útgerðarmaður fram á það, hvort hann megi senda skipið aftur til íslands á fiskveiðar. Því svaraði sýslu- maður á þá leið, að um það geti hann ekkert sagt; hann hafi gert sína skyldu, en nú sé það ráðherra íslands, sem því ráði. Útgerðarmaðurinn gat þess, að Edward West yrði ekki lengur skipstjóri á togar- anum en til morguns og færi alfarinn frá sér. — Um miðnætti fylgdu þeir okkur til sængur veitingamað- ur og ræðismaður og hugsaði ég eitt og annað, er hann skoð- aði allt í rúmum okkar Og þrejfaði um rúmbotnana, eins og til öryggis. Notalegt var það, að heitir steinar vafðir í dúk, voru til fótalags. Okkur hvarf fljótt veröldin, er í rúmin kom, enda þurftum við svefnsins með. Sýslumaður gat þess við ræðismann, að við værum alls- lausir þar komnir og föt okkar óhrein; kvaðst ræðismaður úr því bæta og bað okkur að koma klukkan tíu morguninn eftir á skrifstofu sína, er þar var nálægt. — Um leið og við komum á veitingahúsið, sendi sýslumaður skeyti til ráðherra íslands, er þá var staddur í Kaupmannahöfn og bað hann að ráðstafa okkur, en ekkert svar barst okkur aftur. Morguninn eftir, þegar við gengum á skrifstofuna, var snögglega stutt hendi á öx) mér. Var Þar kominn fregn- ritari blaðs í Lundúnaborg og baðst leyfis að taka myndir af okkur; kvað sýslumaður það velkomið. Alls komu fjórir slíkir menn til okkar þann dag, því að símskeytin höfðu flog- ið um allt landið, áður en við komum til Hull. — Eftir há- degi fórum við til klæðskera að tilvisun ræðismgnns, — Um þetta leyti fékk sýslu- maður dagblað með grein, sem höfð var eftir skipstjóra um ferð okkar. Þar segist hann hafa verið að fiskveiðúm á Breiðafirði en fjarri landhelgi; hafi þá komið lít’ll gufubátur, lagt að skipi sinu og upp hafi hlaupið tveir meirn, annar í einkennisbúningi en hinn ekki; hafi „fógetinn“ kveðið sig vera í landhelgi, skipað sér að draga inn vörpuna samstundis og elta gufubátinn til Flateyjar. Sér hafi verið óljúft að hlýða þessu, þar sem hann hafi verið á frjálsu svæði, og hafi hann boðið „fógeta“ tvo kosti, ann- að hvort að fara þegar aft- ur yfir í gufubátinn, eða að fylgjast með til Englands, því að nú fari hann þangað; „fó- geti“ hefði valið síðari kostinn og sagt sér að fara með þá til Englands, ef hann þyrði, og nú væri hann þangað kominn. „En hvernjg höguðu þeir sér á ferðinni?" spurði fregnritar- inn. Því svaraði E. West svo: „Fógetinn var grimmur og rostalegur þangað til af stað var komið, en úr því er ekkert illt um hann að segja?“ „Hvað er um liðsmann hans að segja?“ spurði fregnritarinn. „Ja — það er nú heldúr lakaira; ann- an eins skáik hef ég aldrei fyrr hitt, því að hann sýndi mér tvisvar sinnum banatilræði, — hann er nú svona!“ Skipstjóri kallaði mig undirforingja eða þessháttar í frásögn sinni, og er þar var komið sögunni, hló ég dátt og varð að orði: „Vel er Edward West að sér! Hér er ég kominn s.em fangi úr her'um á fslandi!" Við vorum tvo daga í Hull og komum hvorn daginn tvisv- ar til ræðismannsins; var hann að skrásetja skýrslu sýslu- manns m. fl. Seinni daginn sagði ræðismaður okkur, að nú gætum við farið að morgni sín vegna; var þá komið boð frá Thor Jensen i Reykjavík, að við mættUm fá' fár heim á togara hans „Snorra Sturlu- syni“, er þá var staddur í Grímsbæ. Varð að ráði að taka því boði. Ræðismaður réð okk- ur til að láta engan vita um þessa ráðagerð, því að kvöldið er við komum og togarinn var tekinn inn í kví til afferming- ar, hafði safnazt saman um þrjár þúsundir manna til þess að sjá okkur og ná í myndir; nokkrir hefðu spurt sig, hve- nær við mundum leggja af stað, en hann ekki sagzt vita það; væri því líklega réttast, að hann flytti okkur yfir elf- ina niorguninn eftir. Eg hef áður sagt frá hvernig skipstjóri bar okkur söguna. Síðari daginn kom grein í sama blaði eftir W. A. Craigie prófessor í Oxford, og kvað Framhald á 10. síðu. Jón G. Guðmann MinningarorS Jón G. Guðmann, bóndi að Skarði við Akureyri andaðist að Bifnöst í Borgarfirði 3. september s.l. þar sem hann var sem fulltrúi félags þess, er hann veitti formennsku, Bændafélags Eyfirðinga, á þingi Stéttansambands bænda. — Með honum er fallinn í valinn einn af sérstæðustu persónuleikum íslenzkrar verk- lýðshreyfingar á þriðja og f jórða tug aldarinnar, einn af eftirminnilegustu bardaga- mönnum íslenzkra alþýðu- stétta á þessari öld. Jón G. Guðmann var fædd- ur 14. eeptember 1897 á Sauð- árkrók og þar hófst og fyrsta barátta hans í verklýðshreyf- ingunni. Hann var forystu- maður Verkamannafélagsins á Sauðárkrók í einhverjum hörðustu átr’kum, sem það félag átti í og fylkti þá verka- mönnum sínum til baráttu og sigurs með allri þeirri festu og harðfylgi við málstaðinn, sem einkenndi hann allt hans líf, að hverju sem hann gekk. Þegar fundum okkar fyrst bar saman og vinátta okkar hófst, sem entist ævilangt, 1924 á Akureyri, var Jón Guðmann þar kaupmaður og leturgrafari, áreiðanlega ein- hver eá listrænasti og snjall- asti handverksmaður letur- gröftsins, sem við það hand- verk hefur fengizt á Islandi. Þegar við stofnuðum Jafn- aðarmannafélag Akureyrar 1924 varð Jón Guðmann strax í fyrstu stjórn þess. Þegar Verklýðssamband Norð- urlands var stofnað 1925 var Jón Guðmann í stjórn þess og var lengi. Og alltaf tók hann að sér þau störfin sem heimt- uðu mestan dugnaðinn og at- orkuna, og oft þykja hvim- leiðust, en eru undirstaða alls félagsskapar: gjaldkerastörf- in. Og þegar við keyptum Rétt 1926 og gerðum hann að tímariti marxismans á Is- landi þá var það Jón Guð- mann sem tók að sér af- greiðslu hans og fjárhald allt með þeim ágætum að engir aðrir þurftu að hafa af hon- um fjárhagsáhyggjur, meðan hans naut við á Akureyri. Að öllum þessum störfum ve’k- lýðshreyfingarinnar vann hann af þeirri einstöku at- orku og ósérhlífni, sem var hans verklag — og á þeim tímum þekktust ekki á þeis- um sviðum hreyfingarinr.ar launuð störf. Öll pólit'sk störf hans voru unnin af h'.ta sósíalistískrar sannfæringar, af þeirri viljafestu að vinna alþýðu landsins allt hvað hann mætti. Og fjarri fór þvi að störf hans í sósíalistiskri verklýðshreyfingu Akureyrar takmörkuðust við fjármá’.a- störfin, er flestum finnst erfiðust. Árum saman var hann ritstjóri Verkamannsins. Og þá reyndi ekki hvað sízt á hina miklu mannkosti, er hann var formaður Kommún- istaflokksins á Akureyri og stéttarbaráttan var hörðust, eftir að heimskreppan hófst Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.