Þjóðviljinn - 11.09.1958, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Síða 9
Fimmtudagur 11. september 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9 ÍNtÖTTlR tnrsTJOKh nitiAnn niicjcsan I— iiii. n. i. ii —i— Dómarinn var sýkn- aður af ákæru Vals Keppni í frjálsum íþróttum á Akureyri á sunnudag Það er kunnara en frá þurfi að segja, að störf knattspyrnu- dómara eru vanþakklát og að þeir verða oft fyrir aðkasti á- horfenda og leikmanna, stund- um að ástæðulausu og stundum ekki. Stundum af því að á- horfendur hafa ekki næga þekkingu á knattspyrnuiögun- um og túlkun þeirra. Stundum er það vegna þess að dómarar eru ekki í nógu góðrí æfingu til að dæma, og hafa ekki tekið nógu lengi þátt í leiknum sjálf- um og þekkja hann því ekki eins og æskilegt er. En hvað um það, dómarinn verður að hafa frið til að sinna stíirfi. sínu meðan á leik stendur og það er eitt af lalutverkum hans að halda uppi aga i þeim leik sem hann dæmir. Leikmenn eiga líka að vita, að þeir hafa ekki leyfi til að gagnrýna dóm- arann og ávarpa hann 'ókur- teislega á leikvelli, og er það eðlileg og ágæt regla. Vegna þessa lenda dómarar oft í hálf- gerðum illdeilum og mála- rekstri utan vallar. Eitt slíkt mál hefur fyrir nokkru hlotið afgreiðslu sér- ráðsdómstóls KiRR, og hefur Knattspyrnudómarafélag Rvik- nr sent Iþróttasíðunni útdrátt úr málasatvikum og óskað þess að það væri birt, og fer það hér á eftir: Knattspyrnufélagið Valur gegn Guðbirni Jónssyni. Sunnudaginn 15. sept. 1957 fór fram'leikur milli Vals og Fram sem var einn liður í haustmóti m. fl. Mættur var þar dómarinn Guðbjörn Jóns- son, ásamt tveim línuvörðum. 1 fyrrgreindum leik varð dóm- arinn fyrir miklum óþægindum af hálfu leikmanna Vals en það leiddi til þess að hann varð að nota. vald sitt, sem leyfir honum, ef hann telur með þurfa, að vísa leikmönnum af leikvelli. Var þrem leikmönn- um frá Val vikið af leikvelli, og aðrir tveir hlutu áminningu, einnig hlutu tveir leikmenn frá Fram áminningu. Þetta hafði í för með sér miður heppilegar blaðagreinar í garð dómarans, þó sérstak- lega í tveim dagblöðum borg- arinnar, og einnig sýndu áhorf- endur almennt mjög mikla ó- kurteisi í garð dómarans með miður heppilegu orðbragði, og einnig með því að gera aðsúg að herbergi þvi er K.D.R. hefur afnot af á íþróttavellinum. Dómur hefur nú fyrir skömmu fjallað um mál þetta, og allir þeir er ákærðir voru af hálfu dómara játuðu sekt sína með því að staðfesta skýrslu. dómarans í málinu. Mál þetta var tekið fyrir af sérráðsdómi K.R.R. miðviku- daginn 5. marz 1958. Málið er nr. 9 1958. Birting dómsskjala drógst dálitið, en þau eru sjö vélrit- aðar arkir. Dómsorð eru sem hér segir: Knattsþymuleikurinn Fram- — Valur sem fram fór 15. sept. 1957 í haustmóti meistarafl. skal gildur' og úrslit hans standa óbreytt. Dómarinn Guð- björn Jónsson skal sýkn vera af ákæru Knattspyrnufélagsins Vals. (Kn.fél. Valur kærði leikinn og óskaði eftir að hann dæmdist ólöglegur og dómar- inn yrði víttur). Gunnar Gunnarsson leikmað- ur Vals skal vittur fyrir fram- komu s!na í ofannefndum leik. (Sbr. 8. gr. tl. 2 dóms- og refsiákvæða Í.S.Í.). Halldór Halldórsson (sbr. 12. gr. liður L og 12. gr. liður O. Knattsp,- lög K.S.Í.) og Magnús Snæ- björnsson (sbr. 8. gr. tl. 1 dóms- og refsiákvæða Í.S.Í.) — leikmenn Vals skulu sæta áminningu fvrir framkomu sina í ofangreindum leik. Áminningar veittar Björgvin Daníelssyni Val, Birni Júlíus- syni Val, Guðmundi Guðmunds- syni Fram og Dagbjarti Gríms- syni Fram á leikvelli af dóm- ara, skulu teljast þeim næg refsing fyrir framkomu sína 5 ofannefndum kappleik." Eins og fram kemur í dóms- orðum gat Sérráðsdómurinn ekki fallizt á kröfu Vals, þar sem ekkert kom fram er bryti í bága við Knattspymulög K. S.í. og Reglugerð K.S.Í. um knattspyrnumót, og að aðgerð- ir dómarans til að halda aga í leiknum hafa verið byggðar á ákvæðum Knáttspyrnulaga K. S.í. Að lokum leyfum vér oss að birta eftirfarandi úr niðurstöðu Sérráðsdómsins: Dómarinn var beðinn að upplýsa, hvern hann skoðaði sem fyrirliða á leikvelli og hver væri aðalreglan. Kvað hann fyrirliða vera þann sem kysi mark í upphafi leiks. Skv. leikreglum skal fyr- irliðj koma með leikskýrslu til dómarans fyrir leik, en sá hátt- ur er ekki viðhafður. Gunnar Guhnarsson kaus mark í upphafi leiks. Halldór Halldórsson upplýsti að hann hefði ekki skrifað nafn sitt undir leikskýrsluna lieldur hafi einhver félagi úr Val fyllt skýrsluna út og skrifað ,,Hall- dór Halldórsson" fyrir sig. Eftir niðurstöðum dóms var Gunnar Gunnarsson fyrirliði Vals á leikvelli í þessum leik. í Sérráðsdómi K.R.R. eiga sæti eftirtaldir menn. Hjörtur Hjartarson, Ari Jónsson og Sveinn Helgason. Með uppkvaðningu dóms þessa vill stjórn K.D.R. vekja athygli á að allur sá orðrómur er barst um borgina í sambandi við störf dómarans og einnig línu- varða í ofangreindum leik er ómerkur, og þær niðrandi blaðagreinar er birtar voru, al- gerlega úr lausu lofti gripnar. F.h. K.D.R. Virðingarfyllst. Grétar Norðfjörð. ÞINGEYSKUR bóndi skrifar: „Þegar hlé virðist vera a vitissprengjukasti Bandaríkj- anna, auglýsa Bretar að þeir ætli að taka til á ný, og til- kynna siglingabann á svo og svo stóru svæði. Það virðist eins og þeir hafi allt í einu gleymt frelsinu á úthafinu, sem þeim er svo hjartfólgið í sambandi við útfærslu fisk- veiðilögsögu við ísland. Það skyldi þó aldrei vera að þeim sé hjartfólgnari aðstaða til rána frá sér minni máttar, en hið raunverulega frelsi? Hin árlega keppni i frjálsum íþróttum milli íþróttabanda- lags Keflavíkur, íþróttabanda- lags Akureyrar, Ungmenna- sambands Kjalarnesþings, Ung- mennasambands Eyjafjarðar, fór fram á Akureyri sunnudag- inn 7. sept. 3.1. í góðu veðri. Keppt var í 10 greinum og voru tveir keppendur frá hvor- um aðila í hverri grein. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m hlaup: 1. Höskuldur Karlss. ÍBK 11,1 2. Þóroddur Jóhs. UMSE 11,3 3. Bjðrn Sveinsson ÍBA 55,6 4. Birgir Hermánnss. ÍBA 12,0 400 m hlaup: 1. Jón Gíslason UMSE 53,3 2. Guðm. Þorsteinss. ÍBA 53,3 3. Bragi Hjartarson ÍBA 55,6 4. Stefán Árnason UMSE 55,8 1500 m hlaup: 1. Jón Gíslason UMSE 4:21,3 2. Stefán Árnas. UMSE 4:21,9 3. Guðm. Þorst.s. ÍBA 4:21,9 4. Steinn Karlsson ÍBA 4:35,0 4x100 m boðhlaup; 1. Sveit ÍBA 46.2 2. Sveit UMSE 47,0 3. Sveit ÍBK 47,7 4. Sveit UMSK 48,4 Kúluvarp: 1. Gestur Guðm.s. UMSE 13,72 2. Þóroddur Jóh.s. UMSE 13,48 3. Halldór Halldórs. ÍBK 13,07 Og svo er verknaðurinn: vít- sprengjukastið. NÚ er það marg sannað og viðurkennt að hver ný sprengja sem sprengd er, eykur og margfaldar þau djöfullegu áhrif sem ógna öllu lífi á þessari jörð. Það er því með opnum augum og fullri vissu að verið er að eitra fyrir allt líf á jörðinni og myrða hver veit hve mik- ið af lífi, með sprengingunum og ekki eingöngu það, sem nú er lifandi, heldur allt líf á komandi öldum, kynslóð eft- 4. Björn Jóhanness. ÍBK 12,69 Kringlukast: 1. Halldór Halldórs. ÍBK 39,11 2. Gestur Guðm.s. UMSE 37.66 3. Þóroddur Jóh.s. UMSE 37,09 4. Árm. J. Lárus. UMSK 36,54 i Spjótkast: ' 1. Halldór Halldórs. ÍBK 56,17 2. Ingim. Skjóldal UMSE 51,24 3. Björn Sveinsson ÍBK 49,00 4. Artúr Ólafsson UMSK 47,46 Langstökk; 1. Helgi Valdimars. UMSE 6,41 2. Björn Jóhannesson ÍBK 6,14 3. Skjöldur Jónsson ÍBA 6,12 4 Höskuldur Karlss. ÍBK 5,88 Þrístökk: 1. Helgi Valdim. UMSE 13,38 2. Ingólfur Herm. ÍBA 12,92 3. Páll Stefánsson ÍBA 12,90 4. Einar Erlendsson ÍBK 12,85 Hástökk: 1. Helgi Valdim. UMSE 1,70 2. Hörður Jóh. UMSE 1,65 3. -4. Páll Möller ÍBA 1.60 3.—4. Rúnar Sigm. ÍBA 1,60 Ungmennasambad Eyjafjarð- ar vann mótið, hlaut 134 stig. íþróttabandalag Akureyrar varð nr. 2, hlaut 103 stig. íþróttabandalag Keflaví'kur nr. 3, hlaut 96 stig og Ungmenn- samband Kjalarnesþings varð nr; 4 hlaut 48 stig. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar sá um mótið. Mótstjóri var Hreiðar Jónsson, Akureyri. ir kynslóð verður gerð að lílc- amlegum og andlegum aum- ingjum. HVAÐA nafn er hægt að gefa þeim er ráða því að þessi svi- virða er framkvæmd, annað en morðingja. Morðingja, sem af kaldri og útreiknaðri djöf- ulmennsku stunda fjöldamorð. Máski hafa þeir þá afsökun að þeir séu brjálaðir, en hvort sem heldur er eiga þeir ekki heima annarsstaðar en innan fangelsisveggja, eða geð- veikrahælis. Og vísindamenn þeir, sem leggja vit sitt og þekkingu fram til að þetta eé hægt, eru verri en lyfsali sem afhenti eitur, sem liann vissi að ætti að nota til að myrða fleiri eða færri með. Þeir hafa með þessu athæfi sínu fyrirgert öllum vísindaheiðri sínum. Það er ekki hægt að líta á þá nema sem vesæla Framhald á 11. síðu. Vítissprengjukast — Morð að yfirlögðu ráði — Hvenær opnast augu þjóðanna? haukur morthens syngur amerssk rock- og calypsolög WMR MY RING AROUND YOUR NECK (Lóa litla á Brú) Lagið sem Elvis Presley gerði frægt, og allir hafa beðið eftir! WHEN ROCK 'N ROLL CAME TO TRINIDAD. (Rock-Calypsó i réttunum) áður dönsuðu menn ræl nú er það Rock-Calypsó. BUZZ BUZZ BUZZ (Stefnumótið) * LOLLIPOP (Lipurtá). Kór og hljómsveit Jörn Grauengaards aðstoðar söngvarann af sinni alkunnu snilld. kESSAR ÓVIÐIAFNANLEGU HLJOMPLÖTUR ERU NÚ LEIKNAR LANDSH0RNANNA A MILLI FÁLKINN h.f. HLJÓMPLÖTUDEILD.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.