Þjóðviljinn - 11.09.1958, Page 10

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. september 1958 — Brottnám Snæbjarnar og Guðmundar Björnssonar Framhald af 7. síðu. )>ar við annan tón. Sumrinu áður hafði prófssorinn komið með frú sinni hingað til ís- lands; dvöldu þau þá um tima að Stað á Reykjanesi hjá síra Jóni Þorvaldssyni og Óiínu dóttur minni og undu vel hag sínum; tvo daga voru þau hjá mér í Hergilsey, er þau voru á leið til Patreksfjarðar, en er þangað kom, bauð Guðmund- ur Björnsson þeim hjónum að dvelja hjá sér, á meðan þau biðu eftir skipsferð. — f grein sinni skýrði prófessorinn frá því, að hann hefði verið á ís- landi næstliðið sumar að Stað; kvaðst hann þekkja þessa menn, sem blaðið gæti um, að öllu góðu; væri illa gert að taia illa um þá, er þeir kæmu til Engiands, þegar þeir hefðu ekki annað til sakt unnið en að gegna skyldu sinni með djörfung og hugprýði. Meira lof var í greininni en hér er skráð, bæði um okkur og hjón- in á Stað, jafnvel vafi, hvort ekki var ofmælt. En greinin sýndi, að þai-na áttum við vin, sem þagði ekki við áiasti um okkur. Ræðismanni þótti vænt um grein þessa; kvað hann okkur þar eiga hauk í horni og mundi lægra talið eftir en áður í okkar garð. — Sama daginn fengum við heimboð frá prófessor Craigie, að koma til Oxford og dvelja þar hjá honum nokkra daga, en því miður máttum við ekki sinna því. Þekkja margir þennan mæta íslandsvin. Það var samkomulag þeirra ræðismanns og sýslumanns, að við vorum fluttir yfir elfina á hjólbát um fótaferðartíma þ. 15. október; frá lendingar- staðnum fórum við á járn- braut til Grímsbæjar. Höfnin þar er grafin inn í sandbala fremst við fljótsmynnið að vestan, og er lokuð að fram- an með stórum járnhlera. Um kvöldið fór „Snorri Sturluson“ frá Grímsbæ og bar ekkert til tíðinda á ferðinni. Við lifðum við gleði og glaum, fengum nógan bjór með mat, enda hafði Thor Jensen lagt svo fyr- ir við skipstjóra, Bjöm Ólafs- son, er þá var með ,,Snorra“, er einn af eldri eða elztu togara- skipstjórum okkar og drengur hinn bezti. Á því skipi sýndust mér skipverjar hver öðrum röskvari; taldi ég hverja hæfa öðrum, yfirmenn og undir- gefna. Við fórum fram hjá Vest- mannaeyjum að næturlagi; var bjart veður og þótti mér slæmt að geta ekki séð þær til hlít- ar. Hefði mér þótt gaman að lenda þar og fá að sjá hvar Ingólfur mætti þrælunum áð máltíð sinni. — Þegar til Reykjavíkur kom, kvöddum við bræður okkar á „Snorra Sturlusyni"; — ég kalla þá bræður okkar, af því að á skipum, þar sem friður og ein- drægni ríkir, finnst öllum skip- verjum þeir vera bræður; há- setar telja yfirmenn sína elztu bræðurna og trúa þeim og treysta í hvivetna. Við létum ekki bíða að fara til Thor Jensen og þakka hon- um fyrir farið. Drukkum við þar 'whiskyglas, það fyrsta í ferðinni, því að í Englandi höfðum við sammæli um það að koma ekki nærri veitinga- stöðum; þar vorum við skyld- ir til að skoða alla mótstöðu- menn, sem vísir væru til að gera úlfalda úr mýflugunni — Frá Reykjavík komumst við von bráðar heim, og hafði ég þá verið 17 daga í ferðinni. Mér er fyrir minni bros konu minnar, er ég kom og heilsaði. En svo var henni meðfædd stilling og þrek, að enginn sá henni bregða, þegar hún frétti að ég væri horfinn út á hafið; aðeins hafði hún verið lítið eitt fálátari. Sími 11864. RAFMAGNSPERUR Verö á perum hefir ekki fylgt eftir dýrtíS verö- bólgu, gengislækkun, tollahækkunum, nýjum gjöldum og álögum. Frá 1938 hefir veröið tæplega þrefaldazt, en á sama tíma verð iðnaöarvara 10-15 og 20 faldazt. TESLA-perur hafa staöizt endingarprófun hjá Rafmagnseftirliti ríkisins . Heilsölubirgðir: Tsrra Trading h.f. Jón G, Guðmann % Framhald af 7. síðu. 1930, og baráttan náði há- marki sínu í hinum sögulegu- legu átiökum Novu-slagsins. Það var ætíð vilji Jóns Guðmanns að vera öllum öðr- um óháður, en geta, óhindrað- ur af öðrum, unnið sinni hug- sjón það, sem hann orkaði Það ásamt fleiru mun hafa valdið því að hann gerðist bóndi að Skarði við Akureyri, tók á því sviði sem öðrum að brjóta nýjar brautir að eigin hyggjuviti, vann þeirri jörð „æfiverk á hálfum aldrr' og gerðist einn bezti bóndi íslands. Hann, sem lagði svo gjörfa hönd á allt, er hann kom nærri , dró sízt af sér, en verkefnið, er hann valdi sér, var að breyta klettum og mýrarflákum fósturjarðarinn- ar, í 'frjósama móðurmold. Arnór Sigurjónsson kvað upp þennan eftirminnilega dóm um afrek hans sem bónda - Frev 1951; hve drengilega þú barðist i hennar Laugaskarði, er mest á reyndi og tvísýnast var um sigurinn. Megi gæfan fylgja þínum förunaut í lífinu, — við vin- ir þínir vissum hve hamingja þér var það að eiga slíka konu sem frú Guðlaugu, — megi minningin um svo góð- an dreng og traustan sem þú varst, létta ástvinum þín- um harminn, sem að þeim er kveðinn. Við vinir þínir og félagar kveðjum þig minnugir þess „að orðstír deyr aldrei hveim sér góðan getur“. Einar Olgeirsson Tilkynning Nr. 21/1958 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi | hámarksverð á fiski í smásölu. j: Nýr þorskur, slægður: T Með haus ................... Kr. 3,15 pr. kg. !í Hausaður ..................... —- 3,80 — —■ Ný ýsa, slægð: Með haus..................... Kr. 3,60 pr. kg. Hausuð ....................... — 4,30 — ■— '1 „Að endingu verð ég að gera þá játningu að hinn ágæti búskapur Jóns Guð- manns hefur á einn veg vald- ið mér áliyggju, er ekki vill við mig skilja: Er ekki arfur okkar Islendinga í búskap til byrði einnar saman? Á ekki Jón Guðmann afrek sín og gæfu í búskapnum mjög því að þakka, hve óbundinn hann er af íslenzkri búskaparerfð því að hann varð ekki bóndi ungur á föðurleifð, heldur fullorðinn og margreyndur maður, óháður og víðsýnn, er tók búskapinn sem nýtt við- fangsefni á nýrri jf'rð?" Hvar sem Jón Guðmann var og vann, skóp atorka hans og harðfylgi honum foringjaað- stöðu. Því var hann og síðari hluta ævi sinnar löngum for- ingi stéttarsamtaka bænda í Eyjafirði. Allt líf hans og starf ein- kenndist af þeirri festu og þrautseigju, sem eru þeir eðl- iskostir íslendingsins, er gera oss fært að vinna flesta vora sigra. Og samfara þessu var hann gæddur þeirri ótakmörk- uðu ósérhlífni, sem er aðal sósíalistískrar verklýðshreyf- ingar. Hann var raunsær að hverju sem hann gekk, „batt eigi bagga sína sömu hnút- um og samferðamenn“, en „skörungur var hann í gerð“ og því hlaut hann atfylgi þeirra, er honum kynntust, þótt hann ætíð færi sínar eig- in götur, bryti nýjar brautir, en hirti lítt um hleypidóma eða troðnar slóðir. Hann var maður, er Bjarni Thorarensen eða Grímur Thomsen hefðu viljað yrkja um, ef þeir hefðu hann lifað. Vertu sæll vinur! Þakka þér fyrir samfylgd- ina og samstarfið. Það var gott að fá að ryðja með þér jarðveginn, þegar hann var grýttur, — gæfa að fá að berjast með þér, þegar bar- daginn var erfiðastur. Alþýð- an þakkar þér að þú barst gróðurmoldina á kalda kletta kapitalismans, svo jarðvegur- inn mætti batna fyrir sós- íalisma og verklýðshreyfingu. Sósíalistísk verklýðshreyfing vor mun ætíð minnast þess Á tímabilinu fram til 15. október n.k. má ný báta- ýsa seljast sem hér segir hærra verði en að framan ' greinir, þar sem sérstakir erfiðleikar eru á öflun hennar: Með haus .................... Kr. 0,50 pr. kg. 1 Hausuð ....................... — 0,60 — — Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þver- skorinn í stykki. ! Ný fiskur( þorskur og ýsa): Flakaður án þunnilda ....... Kr. 8.50 pr. kg. Ný Iúða: V Stórlúða ................... Kr. 14.00 — — Stórlúða, beinlaus ...........— 16.00 — — Smálúða, heil ................— 9.00 — — ’ Smálúða, sundurskorin .... — 11,00 — — Saltfiskur (miðað við 1. flokks fullþurrkaðan fisk, ! að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs): Smásöluverð ................. Kr. 9,00 pr. kg. j Verðið helzt óbreytt þótt saltfiskurinn sé afvatn- ' aður og sundur skorinn. Fiskfars ...................... Kr. 12,00 pr. kg. | Reykjavik, 9. sept. 1958, ! VERÐLAGSST J ÓRINN. ] Haf nf irðingar Vegna brunatjóns verður kjörbúð vor að Strand- l! götu 28 lokuð næstu daga. Það eru eindregin til- mæli vor til félagsmanna og annarra viðskiptavina, að þeir beini viðskiptum sínum til annarra kaup- ' félagsbúða eftir því sem við verður komið. Vér viljum sérstaklega vekja athygli á kjörbúð vorri að Kirkjuvegi 16, en sú búð er búin fullkomn- um frysti- og kælitækjum til matvælasölu. Vér höfum aukið starfslið í útibúum vorum og skipulagt öruggar heimsendingar frá Kirkjuvegi 16. , PÖNTUNARSÍMI 50-159. Einnig má panta í síma 50-684. Iíaupfélag Hafnarfjarðar. Erlent sendiráð óskar eftir húsi í eöa nálægt raiðbænum. Tilboö sendist á skrifstofu mína. Ragnar Oiafsson, hrl. Vonarstræti 12.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.