Þjóðviljinn - 11.09.1958, Síða 12

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Síða 12
I Þeir töpuðu ,stríðinu’ fyrsta daginn Hersklpín virSa engar siglingaregiur ~ halda aS þeir séu i striSi, segir Þórarinn Björnsson skipherra á Ægi Varðskipið Ægir kom hingað til Reykjavíkur um há- degisbilið í gær eftir að hafa verið við landhelgisgœzlu við Vestfrði í rúma viku. Þjóðviljinn náði tali af skip- herranum, Þórarni Björnssyni, og innti hann frétta af viðureigninni við brezku landhelgisbrjótana. — Við Jögðum af stað héðan frá Reykjavík laugardaginn 30. ágúst o" vorum á sunnudag út af Dýrafirði, um sama leyti og herskipið Russel kom þangað, segir Þórarinn. Á mánudags- morgun vorum við út .af Kögri, en þar var einnig herskipið Palliser, sem gætti eins togara, og var það togarinn Vacama frá Grimsby, sem var að veiðum 11/2—2 mílur fyrir utan gömlu landhelgisiínuna. Ákváðum við að taka hann, en þá kom Pall- iser og renndi sér fyrir stefnið á Ægi, milli togarans og okk- ar. Sá ég þá strax hvað þeir höfðu í hyggju. Skipstjórinn á Palliser spurðist fyrir um með Ijósa- morsi, hver væri þarna á ferð. Eg svaraði því til og áminnti hann um að gæta siglinga- reglnanna, en hann svaraði því engu — þeir halda víst að þeir séu í stríði! Togarinn hélt áfram að toga í skjóli herskipsins, en við lét- um reka í námunda við hann og kölluðum til hans, að hann yrði kærður fyrir landhelgisbröt, en hann sinnti því ekki. Þá var taugastríðið hafið. Til 4. september skrifuðum við upp 6 togara, sem gerzt höfðu brotlegir. 4. september komum við aftur á svæðið út af Dýrafirði og stóðum þá togara að verki innan landhelgislínunnar. Ætluðum við að leggja að honum, en þá kom herskipið Russel á fullri ferð fyrir okkur. Sagði skipstjórinn þá að við hefðum ætlað að sígla herskipið niður, en fyr- ih sitit snarræði, liefði hann bjargað skipinu! Annars töluðum við ekkert við Bretana nema með Ijósmerkjum — en þeir voru stundum að bjóða góðan daginn. Byrjuðu að tapa fyrsta daginn — Hvernig haldið þér að þetta endi? —> Það er ómögulegt að segja, em það er mitt álit að þeir hafi byrjað að tapa fyrsta daginn, og því lengur sem þeir halda þessu áfram, þvi meir tapa þeir og því meir verða þeir að athlægi. Með tímanum gefast þeir áreiðanlega upp. — Það gæti varað í nokkr- ar vikur; þetta er taugastríð sem við vinnum. — Er ekki farið að bóla á óá- nægju hjá þeim? — Jú, við hlustuðum oft á þá og heyrðum í þeim gremjutón. Hásetarnir eru áreiðanlega ekki ánægðir, því þeir hafa aldrei frið. Þeir verða alltaf að vera á varðbergi, enda kölluðu þeir óðara í Russel, ef við ná'.guð- umst þá. Þegar þeir koma heim eiga þeir eflaust erfitt með að manna skipin aftur, því afli þeirra er miklu minni en eðli- legt má kallast. Svo þegar haust- ar að, þá er ekki gott fyrir þessa menn að leita til lands, eins og skiljanlegt er. Svo þykir mér trúlegt að skipstjórarnir vilji vera frjálsir ferða sinna þegar til lengdar lætur. Framhald á 2. síðu Ægir á eftirlitsferð á Húnaflóa innanum gríðarstóra borgarísjaka. íslendingar andvígir sérstakri róðstefnu um landhelgismál Enn einu sinni ósannar fréftir i Morgun- blaÓinu um landhelgismál Islendinga Eftir nokkurra daga hlé birti Morgunblaðið í gær fals- fregn um landhelgismál íslendinga. Segir það í aðalfrétt á forsíðu að ríkisstjórnin vilji leggja landhelgismál ís- lendinga undir nýja alþjóöaráðstefnu. Þessi frétt geng- ur beint í berhögg við sannleikann; ríkisstjórnin telur slíka ráðstefnu tilgangslausa og er andvíg pví að hún verði haldin. Morgunblaðið birti einnig á forsíðu fregn um það að fiski- málaráðherra Breta hefði flutt tillögu um slíka ráðstefnu, og virtist vera reyna að gefa í skyn að þarna opnuðust enn möguleikar á hinum langþráðu „samningum". En eins og áð- ur er sagt hefur ríkisstjórn Kínverjar aðvara Bandaríkin vegna hernaðarlegra ögrana Bandaríkjastjórn reiðubúin að leggja út í styrjöld við Kínverja ! Brezka blaðið Manchester Guardian sa"ði í ritstjómargrein í gær, að sennilegt sé að fyrir- hugaðar viðræður kínversku stjómarinnar og Bandaríkja- stjórnar fari út um þúfur. Blað- ið telur að innrás verði óhjá- kvæmilega gerð á Kvemoj fyrr eða síðar. Bandaríkjastjóm virð- ist vera reiðubúin að leggja út í stríð við Kínverja á tveimur forsendum: í fyrsta lagi vegna þess að hún telur að styrjöld á Formósusundi muni ekki breið- «st út og í öðru lagi heldur hún að Rússar muni ekki skerast í leikinn. Síðan segir blaðið að ef önnur forsendan reynist röng sé heimsstyrjöld á næstu grösum, og ef báðar reynast rangar er heimsstyrjöld skollin á. Sendiherra Kína í Varsjá, Vang Ping-Nan, fór í gær af stað áleiðis til Póllands að loknum fimm daga viðræðum við stjóm sína í .Peking. Sendiherran fer nú til fundar við hendiherra Bandaríkjanna í Varsjá. íslands lagzt gegn. hugmynd- inni um slíka ráðstefnu á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn, og Islend- ingar munu ekki vera til við- tals um það að stækkun ís- lenzbu landhelginnar sérstak- lega verði rædd af nokkurri stofnun. Hins vegar hafa ís- lendingar alltaf talið sjálf- sagt að Sameinuðu þjóðirnar kæmust að niðurstöðu um al- mennar réttarreglur á hafinu og munu sætta sig við þær nið- urstöður sem hljóta allsherjar gildi. Utanríkisráðuneytið sendi 1 gær frá sér eftirfarandi frétta- tilkynningu vegna ósanninda Morgunblaðsins: Allgódur alSi reknetabáta Relcnetabátar við Faxaflóa öfluðu samtals um 3000 tunn- ur síldar í gær. Til Akraness komu 14 bátar með um 700 tunnur og var Svanur afla- hæstur með rúmar 100 t. Níu bátar komu til Sandgerðis með um 425 tunnur og var Mummi aflahæstur með 116 túnhur. „Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í New York 16. þ.m., og mun utanríkisráð- herra Guðmundur 1. Guðmunds- son sækja þingið ásamt öðrum fulltrúum Islands. Meðal mála á dagskrá þings- ins er Genfarráðstefnan um réttarreglur á hafinu, og kem- ur landheigismál íslendinga því til umræðu. Af þessu tilefni vill ráðu- Framhald af 8. síðu. ájfir Torgairs Anderssen-Rysst gerð í gær Bálför Torgeirs Anderssen- Rysst, ambassadors Norð- manna á íslandi, var gerð í kyrrþey liér í Reyk.ja\ ík í gær. Er fregnin barst af andláti sendiherrans sendi forseti Isj- lands Ólafi Noregskonungi sam úðarskeyti á þessa leið: „Eg votta yðar hátign einlæga og djúpa samúð vegna andláts ambassadors Noregs, Torgeir Anderssen-Ryssts. Hann hefur verið traustur vinur Islands um 30 ára skeið os: ís’enzka bióðin f'nnur til saknaðar við fr^fall hans. Ásgeir Ásgeirs- son“. Ólafur Noregskonungur hef- ur þakkað sam úða r k v eð j u n a með svohljcðandi símskeyti: „Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð. Eg veit að ekk- ert liefði getað glatt ambassa- dor Anderssen-Rysst meir ea að vita að starfs hans sem sendiherra Noregs á íslandi yrði minnzt með gleði og þakk- læti af íslenzku þjóðinni. Ólaf- ur R“. 160 þúsuRdir á námer 42763 í gær var dregið í 9. flokki Happdrættis Háskóla Islands, Dregir voru út 893 vinningar, samtals að fjárhæð 1135000 krónur. Hæsti vinningurinn 100 þús. kr. kom á miða nr, 42763, hálfmiða í umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur og Jóns Arnórssonar, Bankastræti. 50 þús. kr. vinningurinn kom á nr. 44596, hálfmiða í umboði á Ak- ureyri. 10 þús. kr. komu á þessi nr.: 5724, 14875, 26854, 28525, 35083, 40962. 5 þús. kr. 2283, 3539, 7454, 11048, 20297. 29917, 34695, 38929. (Birt án ábyrgðar). Hammarskjöld á leið til New York Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri SÞ lauk S gær viðræðum við stjórnarvöldin í Líbanon en Hammarskjöld hefur umboð Allsherjarþingsins til að undir- búa brottför bandariska her- liðsins frá Líbanon. Fráhvaríið írá verðstöðvunarsteínunni: ¥erdsú; í gær kom til fi’amkvæmda stórfelld verðhækkun á mjólk og mjólkurafúrðum, í dag er nýtt verð tilkynnt á fiski. Nýr þorskur kostar nú með haus kr. 3,15 pr, kg., en hausaður 3,80 kr. Kíló af nýrri ýsu kostar 3,60 og 4,30 og má þó bæta 50 og 60 aurum ofan á það verð á tímabilinu fram til 15. okt. n.k. þar sem sérstakir erfiðleikar eru á öflun hennar. Flakaður þorskur og ýsa án þunnilda kostar nú kr. 8,50 kílóið. Stórlúða kost- ar 14 kr. kílóið (16 kr. beinlaus), heil' smálúða 9 kr. kg. og sundurskorin 11 kr. Kilóið af saltfiski kostar nú 9 kr. og fiskfarsi 12 kr. lUÖOVUJtNN — Fimmtudagur 11. séptember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.