Þjóðviljinn - 14.09.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1958, Blaðsíða 1
Birgðaskip kom } til Kvemoj í gær í Sneir.ma í. gærmorgun t.ókst! fjórum skipum Formósustjórn- ar að komast til Kvemoj með vopn og vistir. Bandarísk her* skip vernduðu skipin. Myndin hér fyrir ofan var tekin uin hádegisbilið í gær af nínienningunum. í fremstu röð frá \instri eru: Jóliann Elíasson, Hörður Karlsson og Karl Einarsson. Aftari röð: Björn Baldvinsson, Guðmundur Sörlason, Ólafur Gunnarsson, Guðmundur Karlson, Hrafnkell Guðjónsson og Ólafur Valur Sigurðsson, (Ljósm. Sig. Guðm). Hin myndin var tekin mn svipað leyti í gær og sýnir bátinn, sem fsleiul ingarnir reru á til lands, bundinn við eina bryggjuna í Keflavík. (Ljósm. Þjóðv. S. J.). Herskipið sigldi lcmgt inn í landhelgi og skildi við íslendingcuta í órabát hálfa sjómílu frá landi Frásögn fanganna á nEasibourne" um komuna i land og dvölina um borS Eins og skýrt var írá í annarri útgáíu Þjóðvilj- ans í gær, eru íslenzku varðskipsmennirnir níu, sem sjóliðar aí brezka herskipinu „Eastbourne” beittu ofbeldi við skyldustörf og tóku til fanga þiiðjudaginn 2. september sl., komnir í land. Sigldi herskipið með þá upp undir Keflavík í fyrrakvöld og .þar voru þeir settir í léttbát, sem þeir urðu að róa að landi. Fréttin, sem Þjóðvi’jinn birti í gær einn biaða um landtöku fanganna af ,,Eastbourne“, vakti að vonum mjög mikla athygii, enda voru þá liðnir nær ellefu sólarhringar frá því þeir voru þeittir ofþeldinu um þorð í tog- aranum „Northern Foam“ út af Norðfjarðarflóa og margar hug- myndir um hvernig Bretarnir hyggðust iosna við þá. í frásögu Þjóðviijans í gær um aJö>urð þennan voru að- eins rakin lielztu atriðin, en hér fer á eftir nánari lýsing. byggð á frásögnum fanganna sjálfra: Hrafnkels Guðjóns- sonar 2. stýrimanns á Þór, Guð'mundar Karlssonar 2. stýrimanns á Maríu Júlíu, liásetanna Björns Baldvins- sonar, Guðmundar Sörlason- ar, Harðar Karlssonar, Jó- lianns Elíassonár, Karls Ein- arssonar, Ólafs Gunnarssonar og Ólafs Vals Sigurðssonar. Tók ákvörðun á sitt . eindæmi . - . Þeir félagar skýra svo frá, að Anderson. skipherra á „East- þourne“-hafj-hvað' eftir annað óskað eftir þvi við brezku flota- málastjórnina að hún gæfi hon- um fyrirmæU um það, hvað gera ætti við íslenzku fangana. Hann hafi ekkert svar fengið og því tekið þá ákvörðun upp á sitt eindæmi að koma þeim einhver- staðar í land á léttbát. Anderson mun hafa spurt is- lenzku stýrimennina hvar þeir j teldu heppilegast að fara i land og hafi þeir þá einna heizt bent á Þoriákshöfn. Foringinn hafi síðan vaiið Kefiavik án sam- ráðs þeirra. Togarinn kominn til Englands Fréttamaður Þjóðviijans spurð- ist fyrir um það hjá iandhelgis- gæzlunni, hvort varðskipsmenn- irnir hefðu fengið nokkur ný fyrirmæii um það hvernig þeir mættu yfirgefa Eastbourne eft- ir að skipherrann á Þór hafi neitað að taka við þeim og kraf- izt þess að þeir yrðu aftur látn- ir um borð í togarann Northern Foam, þar sem þeir voru að gégna skyldustcirfum er ofbeld- * ið vár' frámiö. Þeirri spurningu var svarað neitandi, en varð- skipsmennirnir bentu á að togar- inn hefði verið fyrir löngu far- inn til Englands og því i raun- inni þýðingarlaust að dvelja á- fram um borð i herskipinu í þeim tilgangi að þeir yrðu þaðan settir aftur um borð til starfa þar sem frá var horfið. Reru á tæpum 20 mín- útum til lands mermingunum íslcnzku var skip- aft að fara í bátinn og honuin slakaft niftur skipshliðina i davíðu. Bátur þessi er lítill, byggftur úr tré og fimniróinn, Klukkuna mun hafa vantaft 5! tvær árar á annaft borðift og; mínútur í 2 í fyrrinótt, er ní- Framhald á 10. siðu. Dagsbrúnarmenn ganga ekki að afarkostum atvinnurekenda Verkamenn hafa þraufreynt samningaleiÖina en atvinnurekendur engan samningsvilja sýnf Fjölmennið á fundinn í Iðnó kl. 2 VerkamannafélagiÖ Dagsbrún heldur fund í IÖnó í dag og hefst hann kl. 2. Verða þar rædd samningamálin og hverjar skuli verða næstu ráöstafanir félagsins til að ná viöunandi samningum. Þjóðviljnn átti í gær tal við Eðvarð Sigurðsson, ritara Dags- brúnar, og spurði hann urn samningamálin, — Eins og öllum er kunnugt hafa staðið yfir samningaumJeit- anir milli Dagsbrúnar og at- vinnurekenda siðan í sumar. Fyrst beint mil:i samninganefnda aðilanna, án þess að samningar næðust. Hinn & ágús't ákváðu samningsaðilar að vísa deilunni til sáttasemjara. Hann hefur haft málið til meðferðar síðau og var síðasti sáttafundurinn haldinn nú á fimmtudaginn, En íundimir hafa allir orðið árang- urslausir. — Hver hefur verið afstaða atvinnurekenda? — Auk beinna krafna urn kauphækkun liefur Dagsbrún gert kröfu til ýmissa lagfæringa á samningunum og .annarra mik- ilvægra atriða. Afstaða atvinnu- rekenda hefur verið sú, að bjóða smávægilega kauphækkun eina, og aftekift allar aðrar breytingar á samnin&unum. Samningaprenn Dagsbrúnar hafa ekki viJjað sæta - þessum kostum, en teljá sig nú hafa þrautreynt .allar leið-; ir til þess að ná samningum á fri&áman hátt, og ijóst' sé ' áð semjist ekki á næstu dögurrii verði að grípa til annarra ráð- stafana. Um það niun fundurinnl fjalla. — Hvað viltu segja um máli<3 almennt? — Það ætti að vera hverjurr>| manni ijóst, ekki sízt nú þcssai síðustu daga þegar berast dag hvern fréttir af nýrri verðhækk-. un, hve nauðsynlegt og sjálfi sagt það er að verða við kröf- um Dagsbrúnar um verulcgal kauphaekkun til verkamannc, og að Dagsbrúnamienn muni ekkil sæt'á sig vift aft gauga að n ;-inn uni afarkostum atvinnurekenda^ Dagsbrúnarmenn þurfa að sýnal samheldni sína og styrk með þvij að fjölmenna á fundinn i Iðncl í dag og standa fast að baki stjóniár sinnar í þeim átökuirg sem frainundan eru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.