Þjóðviljinn - 14.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.09.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN —■ (7 Meðan ég beið í forsal leik- hússins horfi ég út um glugga, trén sveiflast dökk i vindin- nm, fugl flýgur snöggt upp eins og honum hafi brugðið við óvænt tíðindi, breiðir vængina og lætur vindinn kasta, sér út úr ramma mynd- arinnar eins og nótnablaði frá argsömu tónskáldi sem flýr hina óvægilegu kröfu og snýr sér að því að afla sér makræð- is með vafstri veraldarmálanna í staðinn fyrir að knýja á dyr ódáuðleikans. Þannig hirða vindar himinsins fuglinn og þeyta honum skáhalt yfir myndflötinn. líkt og skerandi sveigingarstefnu trjánna dökku, Og annar er að fljúga bak við trén, stundum sést hann gegnum hið granna strjála lim. Hreyfingar trjánna eru langar og mjúkar, hið neðra eru grænir runnar. Og hratt far á skýjum, dökkum bólstr- um er fleygt áfram af vindin- Th0j. VilhjálmSSOIi: um. En í glerklefa skammt frá .situr roskin kona með blágrátt hár skrúfað í hringi og krull- itr hárskreytingameistarans eru eins og hrúga af blámáluðum gardínuhringum á höfði henn- ar. Neðri vörin kemur fram eins og skúffa opin ef hringur skyldi detta. Augun hálflukt meðan hún hamast við að svara í síma við gríðarmik- ið skiftiborð, tekur titt með hangandi þræði úr einu gati og færir í annað og segir; takk- takk. Við höfuð hennar sveifl- ast svart símatól hangandi á þræði ofan úr lofti líkt og könguló sem spinnur sig nið- ur i eyra konunnar. Og þegar slotar símaköllunum gæti hún hafa notað tímann og horft út um gluggann á háan steinvegg og' séð lauf vafningsviðarins titra með gulu og grænu ið- andi líkt og speglað væri í ó- kyrru vatni. Og hún gæti líka séð. snjókorn slitið eitt og eitt út úr viðbui’ðasögu himin- hvolfsins, þó að hún sæi ekki :fuglinn fyrir handan. Loks kallar , hún tii niin með embættisleg- um ópersónuleika og segir: Gjörið svo vel, takktakktakk. Og þegar ég sit á tali við Ingmar Bergman skil ég bet- ur það sem mér hefur verið ságt að þessum manni sé um- fram flesta gefið að leysa leik- fólk sitt úr álagaham hvers- dagsleikans og leiða fram hin dýpri öfl í því til listrænnar þjónustu. Það er næstum eins og maður sjái taugar þessa manns spennast út í umhverfið og taka með svíðandi næmleik Við atburðum og geðhrifum þess. Græn og brún undarleg augu streymandi líkt og fljót sem tekur sífellt nýja mynd, hann er grannur mjög, dökkur, hold- skarpur, spenntur og strengdur og svo gagntekinn af verki sínu að hann vill helzt ekki tala um annað en það. Þó lýsir hann áhuga sínum á Sjálfstæðu Fólki eftir Laxness. Árum sam- an, segir hann, hefur mig lang- að til að gera kvikmynd byggða á fyrri hluta verksins. En það vantar peninga. Ég hef lengi reynt að fá peninga til þess en ekki tekist. Þvílík vansæmd er það að Atriði Úr li\ikmynd Ingmars Bergmanns „Sjöunda innsiglið". verið sýnd hér. Siðan hefur Sjöberg sjálfur ekkert mark- vert filmað nema Fröken Julie sem gjarnan hefði niátt koma hingað. Við höfum fengið alltof mikið af lélegri kvikmyndunum sænsku sem eru flestallar um u”gar sveitastúlkur fátækar sem eru flekaðar af syni ríka manns- ins og' hrekjast til borgarinn- ar, þar lenda þær á götunni og eru svo_ ýmist á götunni að bíða eftir manni eða að fara fram úr frá þessum. manni og út á götuna aftur til að ná í næsta. Þess vegna virðast ýmsir hérna halda að það sé alh á eina bókina lært i kvik- myndum Svía. Sjöberg fær nú ekki að kvikmynda. Skvldu ekki vera til peningar á íslandi til að bjóða Ingmar Bergman að kvikmynda Sjálfstætt fólk. Ef nokkur maður getur gert kvik- mynd sem kafnar ekki í bók- memvtalegri snilld þess verks, þá trúi ég því að sá maður sé Ingmar Bergman. 7. grein SVÍÞJOÐ hafa fé til þéss að framkvæma það sem honum þóknast að kvikmynda. En þannig gengur til í kvikmyndalistinni, apakett- ir fjármálalífsins þrjóskast við að fá snillingum fé til fram- kvæmda. Ég kynntist Fellini þegar hann var að gera Nætur Cabiriu, Þá var hann á þönum um alla Rómaborg að reyna að útvega fé til þess að þurfa ekki að hætta við kvikmyndina. Hann hafði sigrað með La Strada um allan heim. Samt gat hann ekki einbeitt sér að því að gera kvikmynd sína. Hvert fara þá peningarnir? Það er svo mikið bákn sem stend- ur utan um kvikmyndir, ótal aðilar sem þurfa að græða peninga og gefa skít í alla list, stundum er öngu líkara en þeim sé méinilla við að þurfa að gefa það efUr að listræn verðmæti fljóti með, jafnvel þó að þeir græði meiri pen- inga á því. Ingmar Bergman er eini kvikmyndahöfundur í Svíþjóð sem hefur alltaf farið sínu fram. Það hefur ekki orð- ið baráttulaust, það hefur sannarlega ekki skort letjend- ur og tómlæti en list hans er svo sterk og persónulega sjálf- stæð að það hefur ekki tek- ist að kveða hann niður, þrátt fyrir snilli hans. Eflaust hef- ur það ' styrkt mjög aðstöðu hans heimafyrir að hann hefur hlotið lof hjá þrosk- uðum kvikmyndaunnendum út- um heim. í dag er hann hylltur í París af gagnrýnend- um og því kröfuharða fólki sem ræður stefnu sumra film- klúbba þar í borg. Frakkar segja: Á síðustu árum höfum við kynnst þreiíi kvikmynda- höfundum sem hafa verulega sérstætt persónulegt svipmót í .slíkur afburðamaður skuli ekki listsköpun sinni, Fellini, Jap- ananum Kurosava (höfundur kvikmyndanna Rashomon og Ikiru) og svo Ingmar Berg- man. Það er mikið til af mönnum sem kunna vel til verks. En í kvikmyndum eru ekki ýkja margir sem rísa upp yfir hið stundlega og skapa verk sem rista djúpt og flytja sannindi sem varða hið var- anlega í manneskjunni. í verkum sínum er eins og Ingmar Bergman leitist við að þrýsta öllu í einn sprengipunkt, og hann leikur fram þáttum sínum þannig að þegar hann víxlar frá einu sviði til ann- ars verður óslitinn rafspennt- ur straumur um skynsvið á- horfandans. Mér hafa jafnvel komið í hug smásögur Tsék- offs þegar ég sá mynd eft- ir Ingmar Bergman: hvernig hann flutti myndavélina frá leik- anda rétt áður en tilfinninga- ferili einnar persónunnar nær fullnaði og túlkar síðan loka- sporin með snöggri mynd úr náttúrunni frammi fyrir aug- um þeirrár sömu persónu, í því hvað maðurinn sér og hvernig á ákveðinni stund, segir um tilfinningu hans það sem engin orð myndu ná. Hvers vegna fáum við ekki hér á landi að sjá kvikmyndir eftir Ingmar Bergman? Fylgj- ast stjórnendur kvikmynda- húsa ekkert með? Að vísu veit ég að það stendur til að Bæj- arbíó fái myndir eftir Bergman. Og fyrir nokkrum árum sá ég mynd eftir hann í Tjarnarbíói sem ég uppgötvaði af tilvilj- un því að það ágæta fyrirtæki Háskólans auglýsir ekki einu sinni höfundanöfn, það er á- móta sjðleysi eins og að gefa út Gamli maðurinn og hafið án þess að nefna Hem- ingway? Hve'rnig væri að byrja á því að sýna Sjöunda Innsiglið (Sjuonde Seglet) dæmisögu frá miðöldum sem hefur vakið geysihrifningu, sið- an Kvöld trúðanna (Gyclornas Afton) þar sem Anders Ek leikur aðalhlutverk, báðar þessar myndir fara mikla sig- urför um lönd og eru taldar til snilldarverka. Og siðan tvær síðustu myndir Ingmars Berg- man Æskuslóðir (Smultrons- stállet) með Victor gamla Sjö- ström og mynd sem gerist öll á fæðingarstofnun og segir af konum einum: Nára Livet. Þessi síðasta hlaut verðlaun í Cannes á þeSsu ári og þrjár leikkonur úr mjmdinni deildu með sér heiðurslaunum fyrir beztan leik. Ætli það sé ekki einsdæmi. En Æskuslóðir var verðlaunuð á kvikmyndahátíð- inni í Berlín í vor. Auk þess II Þennan dag í lejkhúsinu sat ég um stund hjá nokkrum leik- urum. Þá kemur ung stúlka með greindarlegan svip og mik- inn þokka og hún hefur verið á Islandi. Þetta er þá sú sem Iék um árið Sölku litlu í kvik- myndinni Sölku Völku. Nú var hún í leikskóla þarna og þótti ósköp gaman að tala um ísland og íslendinga sem hún hafði kynnst. Heátir Birgitta Pettersón Þarna voru ýmsir mjög fræg- ir leikarar svo sem Max von Schydow, hann leikur líka í Sjöunda Innsiglinu eftir Berg- man, talinn einn snjallastur meðal yngri lejkaranna, í kyn- slóðinni næst á eftir Anders Ek. Og æfingin á leiknum Sagan eftir Hjalmar Bergman var stórfenglegur viðburður sem sannfærði mig um að Ingmar Bergman er sérstæður leikhús- maður ekki síður en kvik- mynda sem helduy öllum þátt- um svo föstum tökum þar sem listrænn næmleiki og fágað int- ellekt láta ekki tilviljun ná að kippa í neinn spotta. Ingmar Ber.gmann hafa aðrar myndir eftir Berg- man fengið verðlaun og viður- kenningar á kvikmyndahátíð- um undanfarin ár. Ingmar Bergman hefur erft ríki Dreyers sem konungur norrænnar kvikmyndalistar. Hann er ungur maður en hef- ur gert nokkuð margar kvik- myndir sem ég kann ekki all- ar að telja. í bernsku gerði hann sér brúðuleikhús og samdi leikrit og setti þau á svið með brúðunum. Hann hefur líka fengist við að skrifa og að minnsta kosti eitt leikrit er til eftir hánn. f leikhúsinu hefur hann líka unnið mikil afrek sem leikstjóri, honum er ekki lagið að starfa undir annarra stjórn en í Málmey mótar hann listræna stefnu. Fyrstu afskipti hans af kvik- myndum munu hafa verið fyr- ir tilstilli Alf Sjöbei'g sem fékk hann til að semja , kvikm.vnda- handrit að Hetz, sem hefur Og svo fer ég frá Sviþjóð. Mér hefur líkað vel þessa daga í því landi, það eru mín fyrstu kynni af Svíum heimafyrir. Þar verður maður ekki fyrir þeirri taugaveikluðu ágengni sem sumstaðar er kallað gemyt og ýmsir virðast geta þolað af ókunnugu fólki. Svíar sjá mann í friði ef maður kærir sig ekki um að blanda geði við aðra. Ýmsum miklast foi-mfesta sænskra og titlatog. En ég held að Svíum sé ekkert sérlega vel við þetta sjálfum, unga fólkið kærir sig ekkert um þær form- úlur sem áður giltu. Mér þótti háttvísi og þægilegt viðmót einkenna fólkið og reynsla niín af þessari fyrstu heimsókn var þannig að ég hugsa gott til þess að kynnast því landi og þjóðinni frekar, og það er á- í-eiðanlega gott fyrir okkur ís- lendinga að hafa menningar- tengsl við Svíþjóð. ,Svo sit ég um borð í danskri ferju, enn er sól hnigin, sjór- inn blár, yfir lágum svörtum tanga þar sem furuskógur'nn Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.