Þjóðviljinn - 14.09.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.09.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. september 1953 Sjöunda íulltrúaþing r*"'~ p Landssambands framhaldsskólakennara verður haldið í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti 3 iReykjavík dagana 19.—21. sept. Dagskrá: 1. Erindi: a) Magnús Gíslason, námsstjóri: Nýjar leiðir í skólamálum. b) Sigurður Ingimundarson, Verzlunarskólakenn- ari: Skólamálanámskeið Evrópuráðsins í Sigtúna. 2. Skýrsla stjórnar og reikningar sambandsins. 3. Lagabreytingar . 4. Endurskoðun skólalöggjafar. 5. Kjaramál. 6. Kosningar. 7. Önnur mál. Sambandsstjórn. r----- r.1 f Auglýsing Athygli foreldra og forráðamanna bama skal hér með vakin á eftirfarandi ákvæði 19. gr. lögreglusamþykkt- ar íteykjavíkur: Unglingum innan 16 ára er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og öl- drykkjustofum. Þeim er óheimill aðgangur að al- mennum kaffistofum eftir kl. 20, nema í fylgd með fullorðnum, sem bera ábyrgð á þeim. Unglingum ber að sanna aldur sinn með vegabréfi, sé þess krafizt af eigendum eða umsjónarmönnum þessara stofnana. Vegabréf fást afgreidd ókeypis hjá kvenlögreglunni, Klapparstíg 16, III. hæð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. september 1958. Sigurjón Sigurðsson. Frásögn fanganna á Eastboume Framhald af 1. síðu. þrjár á hitt, en með stýri. Er þetta Æ'erðist mun herskipið hafa legið um hálfa sjómílu út af Keflavík. Breíarnir útbjuggu bátinn með radarendurvarpsspegli, því að þeir sögðust ætla að fylgjast með ferðum hans í ratsjártækj- um þar til að landi væri kom- ínn. Einnig voru blys í bátnum og mannaður var vélbátur, sem til taks skyldi hafa, ef með þyrfti. Það mun hafa tekið íslendinga tæpar 20 mínútur .að róa til lands, því.að á lögregluvarðstof- unni í Keflavík voru þeir komn- ir kl. 3,18 um nóttina, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Þaðan héldu þeir syo eftir mjög skamma viðdvöl til Reykja- víkur í bílum, Fór vel um landana um borð íslenzku varðskipsmönnunum ber saman um að vel hafi farið um þá um borð í „Eastbourne“. Stýrimennimir tveir mötuðust með yfirmönnum skipsins og sváfu í matsal þeirra, en háset- arnir höfðu svefnstaði á tveim stöðum í skipinu og borðuðu með óbreyttum sjóliðum, þeim sem stóðu stýrisvaktir. Sjóliðarnir komu vinsamlega fram við varð- skipsmennina, en virtust bera lít- ið skyn á landhelgisdeiluna og tóku yfirleitt enga afstöðu í því máli. Tveir eða þrír blaðamenn voru um borð í „Eastbourne" m.a. frá United Press fréttastofunni svo og Ijósmyndarar og kvikmynda- tökumaður frá Pathé-news, Bjóst enginn við því sem gerðist Yngstir í hópi nímenninganna eru þeir Jóhannes Elíasson og Guðmundur Sörlason báðir 17 ára og Björn Baldvinsson 19 ára. Þeir skýrðu fréttamanni Þjóðviljans frá því í gær, að engjnn þeirra félaga sem sendir voru um borð í togarann North- ern Foam hefði búizt við því að eiga eftir að verða fangar brezka sjóhersins hátt á aðra viku. Þeir hefðu reynt að sigla togaranum til lands, en sjóliðarnir milli 20 og 30 talsins og allir vopnaðir kylfum hafi borið þá ofurliði. Skipstjórinn á Northem Foam virtist mjög hræddur, er is- lenzku varðskipsmennirnir voru komnir um borð í skip hans, „en það vantaði ekki kjaftinn á karlinn þegar sjóliðarnir voru komnir þangað lika“ bætir Jó- hann við, Læstir inni og settur vörður íslendingunum var leyft að fara nokkurn veginn frjálsir ferða sinna um borð í „East- boume“ og voru þeir þó ekki velkomnir á stjómpallinn. Fyrstu dagana eftir að þeir höfðu verið teknir til fanga fylgdi sjóliði þeim þó í hvert skipti sem þeir gengu út úr „messanum" sem þeir sváfu í, en er á leið var sú „öryggisráð- stöfun“ lögð niður. Eitt sinn vom allir sjóliðar á „Eastboume" kvaddir út. hver á sinn stað við fallbyssur o.þ u.l. og voru íslendingarnir þá lokaðir inni á meðan og sett- ur yfir þá gæzlumaður. í það skipti mun Hermóður og María Júlía hafa verið að leggja að landhelgisbrjót út af Sléttu- grunni. Soðningin reyndist óæti Viðurgjörning fengu íslending- arnir um borð í „Eastbourne" þann sama og brezku sjóliðam- ir. Fiskur var nokkrum sinnum á borðum, oftast „innbakaður“ í feiti. Einu sinni sást þó soð- in ýsa á borðum en hún var óæt, hrá og hafði ekki verið saltað í soðpottinn, „ýsuna hafa þeir sjálfsagt veitt innan 12 mílna línunnar", segir Björn og kímir við, „enda höfðum við enga lyst á henni“. Slapp ómeiddur í fyrradag valt jeppabifreið út af veginum milli Raknadala og Sels, i brattri hlíð innan við Patreksfjörð. Jeppinn tók margar yeltur, ,pjí stöðvaðist |kki fyrr en í fjörunni. Bif- Seiðin stórskemmdist, en bif- reiðarstjórinn, Einar Sturlu- son, bóndi á Hreggsstöðum á Barðaströnd, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeiddur. Mír-fundur Félagið Menningartengsl ÍS- lands og Ráðstjórnarríkjanna heldur fund í dag í MÍR-saln- um, Þingholtsstræti 27, og hefst hann kl. 2. Fundarefni er félagsmál og kosning fulltrúa á ráðstefnu MÍR. Félagar eru hvattir til að mæta. Einkaumboð: / • . Mars Trading Co. Klapparstíg 20. Sími -17373. Tékkneskar asbest- sement plötur Byggingarefni, sem hefur marga kosti: ★ Létt Sterkt it Auðvelt í meðferð Tærist ekki. Hvikað verði hvergi frá náð- um áfanga og settu marki Eftirfarandi ályktun í land- helgismáli íslendinga var gerð á fundi bæjarstjórnar Sauðár- Hvikum hvergi, t>á er sigur vís Á fundi í Umf. Skallagrími, s.l. mánudag var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur haldinn í Ung- mennafél. Skallagrími, Borgar- nesi, 8. september 1958 fagnar útfærslu fiskveiðilögsögu ís- lands í 12 sjómílur og þakkar ríkisstjórninni forystu um fram- kvæmd málsins. Fundurinn mótmælir harðlega ofbeldisað- gerðum Breta í garð Islend- inga, þar sem þeir reyna að brjóta á bak aftur löglega gerða og lífsnauðsynlega á- kvörðun smáþjóðar með valdi hins sterka. Jafnframt þakkar fundurinn landhelgisgæzlunni og áhöfnum varðskipanna prúða og einarða framgöngu, sem bæði er sjómannastétt landsins og þjóðinni allri til sóma. Fundurinn heit.ir á ungmenna- félaga landsinti og þjóðina alla, að standa sem einn maður um þennan rétt sinn og hvika hverg,i, enda er þá sigurinn vís“. króks s.l. mánudag. „Bæjarstjórn Sauðárkróks fagnar þeim áfanga, er náðst hefur í landhelgismálinu með útfærslu íslenzkrar fiskveiði- landhelgi í 12 sjómílur og tel- ur að sú ráðstöfun sé óhjá- kvæmilegt skref til verndar lífshagsmunum íslenzku þjóð- arinnar og í fyllsta samræmi við rétt hennar. . Þá fordæmir bæjarstjórnin harðlega þá framkomu brezku stjórnarinnar að beita herskip- um til verndar skipulögðum landhelgisbrotum brezkra tog- ara, ásamt freklegum ofbeld- isaðgerðum gegn óvopnuðum starfsmönnum landhelgisgæzl- unnar, sem sýnt hafa aðdáuu- arverða stillingu og festu í átökunum við landhelgisbrjót- ana. Jafnframt þ\ú sem bæjar- stjórn þakkar öllum jieim, sem unnið hafa að lausn málsins skorar liún á ríldsstjórnina að hvika hvergi frá náðum áfanga og settu marki“. OibreiðiÖ Þjéðviljann |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.