Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. september 1958 — ÞJÓDVTLJINN — (3 Unnið er við tvö stór holræsl Kringlumýiarræsið hið stærsta í Reykjavík — Háskóla- hverfið hefur nú loks fengið frárennsli til sjávar Á þessu ári hefur verið unnið við gerð tveggja mik- illa holræsa hér í bæ, eru það Kringlumýrarræsið og ræsi frá Háskólahverfinu. Ingi Ú. Magnússon, deildarverkfræðingur holræsadeild- ar og samstarfsmenn hans sýndu blaðamönnum mann- virki þessi í gær og létu í té eftirfarandi upplýsingar: Vatnasvæði Kringlumýrar- ræsis er um 232 ha. að flatar-- máli eða heidur minna en vatnasvæði Laugardalsræsis, sem er um 256 ha. Er þetta næst stærsta svæðið í bæjar- landinu, sem tekið hefur verið fyrir til holræsagerðar. Takmörk vatnasvæðisins eru: Höfði — Rauðarárholt og Hlíð- ar að vestan, Golfskálahæð að eunnan og Grensás, Múlahverfi og Kirkjusandur að austan. Á vatnasvæðinu hafa verið byggð- ar um 550 íbúðir og gert er ráð fyrir að eftir sé að byggja um 3000 íbúðir samkvæmt samþykktum skipulagsupp- dráttum. Á svæðinu má því gera ráð fyrir að búi um 20.000 ibúar, þegar það er full byggt. Auk þess er þar gert ráð fyrir iðnaðar- og verzlunarhverfi, sem er um 85 ha að stærð. IILiðarræsin Út frá aðalræsinu ganga mörg hliðarræsi, sem taka við vatninu frá hinum ýmsu göt- um. Samanlögð lengd þessara hliðarræsa verður um 28 km. Af þeim hafa þegar verið lagðir um 5 km. Eru það ræsin í hluta af Túnunum og Teigunum. Affalræsið Lega ræsisins fylgir í höfuð- dráttum gamla Kringlumýrar- læknum. Upptök hans eru í Kringlumýri* sunnan Mikiu- brautar og féll hann til sjávar í svonefnda Hálutjörn á Kirkjusandi. Ræsið er gert úr járnbentum pípum, sem steyptar eru í Pípugerð Reykjavíkurbæjar. I fremsta hlutanum upp frá sjónum eru pípurnar 1.6 m í þvermál og eru það víðustu holræsapípur, sem lagðar hafa verið hér á landi. Síðan ertf Tveir Islendingar á móti tónlistar- æsku í Lundi Samkvæmt uppl7singum Árna Kristjánssonar skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, tóku tveir | nemeridur. skóians, Ásdte Þorsteinsdóttir og Jakob Hallgrímsson, þátt í allsherjar- móti hljómsveitaræsku Norður- Janda, sem haldið var í Svíþjóð í sumar. Mót þessi eru haldin árlega og jafnan á sama stað, í Lundi, en þetta var í fyrsta sinn sem ungir, íslenzkir hljóð- færaleikarar tö'ku þátt í mót- inu. Væntanlega verður þetta ekki heldur í síðasta sinn sem íslendingar fara til móts- ins, sagði Árni, því okkur hafa þegar borizt boð um að senda hóp nemenda að sumri, en báð- jr' Islenzku þátttakendurnir voru svo heillaðir af að fá að leika með í sinfóníum eftir . Brahms og Beethoven að þeir vilja ólmir komast aftur utan á næstu tónlistarhátíð. pípurnar 1.2 m í þvermál suð- ur fyrir Miklubraut. Pípurnar hvíla á 10—15 cm þykkri und- irstöðuplötu, sem steypt er i skurðbotninn. Lengd alls ræs- isins er 1740 ni. Gert er ráð fyrir að mesta vatnsmagn, sem rennur um ræsið, geti orðið um 4500 1 á sek. en mestur vatnshraði fer ekki yfir 4.0 m á sek., til þess að koma í veg fyrir slit á pípunum. Á sjávarkambinum á Kirkju- sandi hefur verið byggður yfir- fallsbrunnur, sem veitir rign- ingar og leysingavatni fram í sjávarmál. Frá honum liggur pípa, sem flytur fjórfalt skolp- magn fram í stórstraums f jöru- borð. í framtíðinni er gert ráð fyr- ir höfn, þar sem útrás ræsis- ins er nú. Verður ræsið þá tengt við Laugardalsræsið, sem hefur útrás norðar á Kirkju- sandi og sú leiðsla framlengd út fyrir væntanlega höfn, þ.e.a.s. út fyrir Laugarnes- tanga. Flytti sú leiðsla fjórfalt skolpmagn frá báðum ræsunum og yfirfallsbrunnur yrði þá byggður á Laugardalsræsið til að taka við rigningar- og leys- ingarvatni. Gert er ráð fyrir að þessi yiðbót verði um 750 m á lengd. Vinna við lagningu aðalræs- isins hófst í febrúarmánuði 1957. Vann einn vinnuflokkur, um 20 menn, að ræsisgerðinni fram í októbermánuð s.l. Var þá lokið við útrásina, yfirfalls- brunninn og lagningu ræsis- ins upp að Sigtúni. Síðan lá vinna við ræsið niðri þar til um síðustu áramót. Var þá hafizt handa að nýju og unnu 3 vinnuflokkar að ræsisgerð- inni, eða um 60 menn, á kafl- anum frá Sigtúni upp að Soga- vegi fram á sumar eða þar til gatnagerð hófst. Þessi kafli er um 800 m á lengd. Ræsið ligg- ur í 3ja—6 m dýpi undir jarð- aryfirborði og að mestu í klöpp. Tekin hefur verið upp sú ný- breytni að hafa skurðinn það víðan, að hægt sé að láta jarð- ýturnar og vélskóflurnar ganga eftir sjálfum skurðinum til að vinná á og moka upp klöppinni, eftir.-að búið er að sprengja hana. Hefur þetta lækkað kostnaðinn til muna, þrátt fyrir aukið rúmmál á klöpp, sem sprengja þarf. Við verkið voru notaðir 5 kranar, 2 gröfur, 2 jarðýtur og 4 loftpressur. .. Áætlaður kostnaður við aðal- ræsið frá sjó og suður fyrir Miklubraut er um 8 millj. kr. og eru nú komnar um 6.5 millj. í þessar framkvæmdir. Aðalræsi frá Háskólahverf i Vatnasvæði ræsinsins er um 63 ha. að flatarmáli og nær það yfir Skildinganes og hluta af Grímstaðaholti, flugvelli og Háskólahverfi. Útrás ræsisins er í svokallaðri Þormóðsstaðavör. Þar hefur verið byggður yfir- fallsbrunnur, sem. veitir rign- ingar- og leysingarvatni fram í sjávarmál. Frá honum liggur útrásin, sem flytur fjórfalt skolpmagnið fram í stór- straums fjöruborð. Ræsið ligg- ur siðan stytztu leið upp að gatnamótum Njarðargötu og Reykjavíkurvegar og beygir síðan og tekur stefnu í áttina að Nýja-stúdentagarðinum. Lengd ræsisins er um 1180 m. Útrásin sem er 140 m á lengd er gerð úr 45 cm víðum pipum. Frá yfirfallsbrunninum og upp undir Reykjavíkurveg er ræsið gert úr 80 cm víðum járnbentum pípum. Síðan fara pípurnar mjókkandi og í efsta hlutanum á móts við Nýja- stúdentagarðinn eru þær 45 cm víðar. Vinna við ræsið hófst í ágústmánuði 1957, og hefur einn vinnuflokkur, um 15 menn, unnið að þessum fram- kvæmdum. Þann 15. þ.m. náðist að tengja götuæðarnar í Háskólahverfinu við þetta aðalræsi en frárennsl- ið frá hverfi þessu hefur um 10 ára skeið runnið í opna skurði niður i Vatnsmýri!! Á kafla var verk þetta eitt erfiðasta holræsaverk, sem Framhald á 5. síðu. Frá Hafnarfiröi (Sigfús Halldórsson) • ; Málverkasýiiing í Hafiiarfirði Um síðustu helgi var opnuð sýning á nálega 100 myndum í Iðnskólahúsinu í Hafnarfirði. Það er Höskuldur Skagfjörð leikari er séð hefur um að safna þessum myndum saman og sett upp sýninguna. Hösk- uldur sagði í viðtali við blaðið, að húsnæðið væri hið ákjósan- legasta og rómaði alla þá fyr- irgreiðslu, er hann hefði notið hjá skólastjóranum Sigurgeiri Guðmundssyni. Á sýningunni eru verk eftir Braga Ásgeirsson, Ásgeir Bjarnþórsson Eggert Guð- mundsson, Magnús Jónsson, Nínu Sæmundsson, Pétur Frið- rik, Sigfús Halldórsson, Svein Björnsson og Þorlák Haldórs- son. Yfirleitt eru þetta „nat- úralískar"myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, og liklegar til að geðjast öll- um þorra manna. Blómaverzlunin Sóley sýnir pottablóm á sýningunni og Húsgagnverzlun Austurbæjar húsgögn. Sýningin verður opin til 21. september frá kl. 2—11 dag hvern. 16 myndir hafa þegar selzt og aðsókn verið góð. UEtdlrhiínIngur hafinn að smíðl hlns nýja hafirannsóknasklps Sœnskur sérfrœðingur frá FAO lýkur lofsorBi á Islenzka fiskifrœ&lnga Sænskur skipaverkfræðingur, Jan-Olof Traung, sem starfar á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar SÞ, hefur lokið lofsorði á íslenzka fiskifræðinga eftir að hafa kynnzt undirbúningi þeirra að smíði hins nýja hafrannsóknaskips, sem veitt var fé til á síðasta þingi. Traung dvaldist hér í síð- asta mánuði, en fór héðan á ráðstefnu þá sem haldin var í London um ráðstafanir til að draga úr útgerðarkostnaði. Hann segir i viðtali við blaðið Fishing News að Islendingar séu komnir vel áleiðis í fiski- rannsóknum, og rómar mjög allan undirbúning að smíði hins nýja skips. Islenzku vísindamennirnir hafi þegar kynnt sér öll atriði í smíði sams konar skipa er- lendis og jafnframt gert sér fullnaðarákvörðun verður tekin um smiði þess. 1 þessum upp- drætti er gert ráð fyrir að skipið verði um 160 fet á lengd og um 500 lestir. Sjö rannsóknarstofur Þjóðviljinn átti í gær tal við Ingvar Hallgrimsson fiskifræð- ing sem einkum starfaði með Traung þegar hann var -hér. Skýrði Ingvar svo frá að í frumuppdrættinum hefði verið gert ráð fyrir að í skipinu yrðu sjö rannsóknarstofur, og ljóst^hvaða sérstakar kröfur myndu tveir—þrir meiin geta yrði að gera hér svo að sem mestur árangur yrði með sem minnstum tilkostnaði. Nýja hafrannsóknaskipið Tranng er yfirmaður þeirr- ar deildar FAO sem veitir að- stoð við smíðí hvers konar fiskiskipa og hann hefur á undanförnum árum aflað sér mikillar reynslu i smíði haf- rannsóknarskipa sérstaklega. Hann var því fenginn hingað til lands á vegum sjávarútvegs- málaráðuneytisins til að vera hinum íslenzku vísindamönnum til aðstoðar við undirbúninginn að smíði skipsins. Hann gerði hér frumupp- drátt að skipinu, sem að sjálf- sögðu kann að breytast þegar unnið á hverri þeirra. Tvær þeirra verða fyrir 7ms- ar mælingar og greiningar á fis'ki, mælingar á stærð og þunga, aldursákvarðanir o.s. frv. 1 einni verður tmnið að sjófræðirannsóknum, þ.e. rann- sóknum á seltu, hita, straum- um og næringarefnum í sjón- um. í þeirri fjórðu verður unnið að líffræðirannsóknum og öll- um nákvæmari athugunum á rannsóknarfiskum. Þar verður þannig unnið úr efnivið þeim sem síldarleitartæki afla, en síldarrannsóknir verða að sjálf- sögðu einar þær mikilvægustu. í fimmtu rannsóknarstofunni verða gerðar athuganir á smá- sæjum lífverum sjávarins, þ.á. m. greiningar á átu, en þær hafa t.d. undirstöðuþýðingu fyrir síldarrannsóknirnar. I þeirri sjöttu fara fram aflestrar á hina ýmsu mæla sem notaðir eru við sjávar- rannsóknirnar. Loks er gert ráð fyrir sjö- undu rannsóknarstofunni fyrir tæki og athuganir sem kunna að komast á dagskrá með breyttum aðstæðum og veiði- aðferðum. Má þar t.d. nefna veiði með rafstraumi sem til- raunir hafa verið þegar gerðar með erlendis. Tíu vísindamenn og aðstoðar- menn þeirra .Gert er "ráð-fyrif að skipið hafi kbjupláss fyrir tíu- vísinda- menn og aðstoðarfólk þeirra, auk áhafnarinnar, og má af því sjá að ætlunin er að hægt verði að anna umfangsmiklum rannsóknum um borð, auk þess sem að sjálfsögðu verður hald- ið áfram að vinna í landi úr gögnum sem aflazt á sjó, Megináherzla hefur verið lögð á það í undirbúningnum, að smíði skipsins að hægt verði að vinna sem allra fljótast úr gögnum þeim sem aflað er, svo að -fiskiflotinn geti hag- nýtt sér þær niðurstöður sem fyrst. Ingvar tók fram I ð síðustu að hér væri aðeins um frum- drög að ræða. Sérstök nefnd mun ganga endanlega frá til- lögum um gerð skipsins. ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.