Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. september 1958 GiÐfln LYI>S Ritstjórar: Eysteinn Þorvaldsson og Sigurjón Jóhannsson. Meístarínn hélt að ég værí að grínast Rabbað við unga málaranema og einn svein. Stúlkan I mál- aragallanum Uppi á efstu hæð í stór- hýsinu númer 26 við Klappar- stíg, hittum við unga, bráð- laglega stúlku' að máli þar sem hún stendur í málara- • gallanum með kittisspaða í hendinni og er að vinna und- irvinnuna á hurðarkarmi. Þetta er Helga Magnúsdótt- ir, eina stúlkan sem er að læra málaraiðn. Það er hreint ekki algengt að stúlkur taki sig til og læri iðn sem útheimtir tals- vert líkamlegt erfiði og smá- vegis óhreinindi. En hér hitt- um við eina, sem lætur sér slíkt ekki fyrir brjósti brenna. Og við spyrjum náttúrlega strax hvað hafi komið henni til að læra að mála. — Eg sá anglýst eftir mál- aranema í blöðunum og ákvað I að sækja um. Meistarinn hélt fyrst að þetta væri grín þeg- ar ég hringdi. —¦ Hefur starfið nú reynzt eins og þú bjóst við? — Það er dálítið öðruvísi en ég helt í fyrstu, enda þekkti ég ekki iðnina áður en ég byrjaði. En mér finnst starfið mjög skemmtilegt, Eg er hæstánægð með það. — Þú myndir semsagt ekki kæra þig um að skipta á störfum við einhverja skrif- stofustúlku eða afgreiðslu- stúlku. — Nei, þetta er miklu betra en að afgreiða á einhverri sjoppu eða svara í síma. Eg hef unnið á skrifstofu, Það var 'drepleiðinlegt. i ¦— Hvaða liti velur fólk helzt á íbúðir sínar? — Grátt og hvitt eru helztu tízkulitir á íbúðum núna. Þetta yar allt öðruvísi þegar ég byrjaði að læra fyrir tæp- um þremur árum. Þá voru eterkir litír mest notaðir, — rautt, svart óg dökkgrænt. Er við siyrjum Helgu, hvort hún telji að aðrar stúl'kur muni feta í fótspor hennar og læra málaraiðn, telur hún það alls ekki óhugsandi. Við vitum líka að í sumar aug- lýsti einn málarameistari eft- ir lærlingi og tók fram, að þnð mætti hvort sem er vera piltur eða stúlka. Þetta sýnir að útlærðir málarar telja stúlkur fyllilega hlutgengar í iðninni. Helga, sem er Reykvíking- ur að ætt, öðlast sveinsrétt- indi eftir rúmt ár. Hún er gift Árna Vilhjálmssyni raf- vrrkja. Við spyrjum, hvort hún ætli sér að halda áfram að mála að námi loknu samliða bú- skapnum. — Já, áreiðanlega. Eg álít starfið mjög hentugt til að grípa í það þegar tími gefst frá heimilisstörfunum. >4ð lœra á verkamanna- la unum í áama húsi h?'ttum við 19 ára gamlan málaranema, Rún. ar A^ústsson, þar sem hann er að mála glugga af mikilli kostgæfni. Hann byrjaði að læra málaraiðnina síðastliðið vor og okkur sýnist hann furðu.'ega leikinn í kúnstinni eftir svona skamman tíma. -— Mér iíkar þetta prýði- lega — seg.r Rúnar, þegar við spyrjum hvernig honum Helga; grín lítist á sig sem málara. — Eg Lélt að þetta væri miklu verra þegar ég byrjaði. — Hvað er vinnutíminn langur hjá þér? — Eg vinn aðeins 39 stund- á viku núna végna þess að ég tek þátt í undirbúhings- námskeiði fyrir Iðnskólann, sem ég byrja í nú í haust. 1 sumar vann ég annars 49 stundir á viku. Þá var vinnan aðalleja útivinna. — Er kaupið ekki býsna lágt ? —• Eg hef verkamanna- 'kaup. Það er vonlaust að ætla sér að lifa á byrjunar- launum. Þar sem Rúnar er vinnu- félagi Helgu, þá skjótum við að honum spurningu um það hvernig hún standi sig. — Hún gefur karlmönnun- um í engu eftir í faginu. Rautf - hvltf Inn við Hálogaland er mesti athafnastaðurinn í byggingai-* Starfsmaður Álþjóðasambancls æskunnar á f erð á Islandi Ætti viðræður við íslenzka æskulýðsleiðtoga Jörgen Lindgren, starfsmaður hjá Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðrar æsku var á ferð hér á landi í vikunni sem leið. Æskuiýðssíðan hitti Lindgren að máli skömmu fyrir brott- förina frá Islandi. Hann kvaðst hafa dvalið hér í eina viku til að kynna sér starf- Jörgen Lindgren semi æskulýðsfélaga og á- hugavnál æskunnar yfirleitt. — Og hvernig er árangur- inn? — Eg er mjög ánægður með förina, segir Lindgren. Eg hrf átt hér mjög ánægju- legar viðræður við æskulýðs- leiðtoga og vona að vinsam- leg samskipti okkar á milli muni halda áfram. Eg átti t.d. mjög ánægjulegar við- ræðvj við stjórn Æskulýðs- ráðs íslands. Ennfremur ræddi ég við Hannibal Valdi- marsson félagsmálaráðherra. Eg minníst á það að Æskn:ýðsráð lslands sé aðili að WAY ( World Assembly of 5fouth) en ekki að Al- þjóðasambandi lýðræðissinn- aðrar æsku (World Federat- ion of Democratic Youth). — Mér er fullkunnugt um það, segir Lindgren. Það er ykkar að ákveða hvaða sam- bandi þið tilheyrið En það hindrar ALÆ ekki í að vilja hafa vinsamleg samskipti við heildarsamtök íslenzks æsku- lýðs. Eg vona að með ÆRl og ALÆ verði góð vinátta og vinsamleg jamvinna fram- vegis byggð á skilningi á málífnum hvors annars. Þorsteinn: enginn skaði iðnaði hér í bænum. Þar eru hús af öllum hæðum, stærð- um og gerðum. Fáein eru þeg- ar fullgerð en flest eru enn í smiðum og komin misjafn- lega langt á veg. 1 Álfheimum 15 er verið að mála snotra kjallaraíbúð, sem Ragnar Örn trésmiður á. Þarna rekusmt við á korn- ungan málara, sem byrjaði að læra iðnina fyrir rúmu ári. Hann heitir Þorsteinn Guð- björnsson, o'g var svo ungur þegar hann hóf nám að hann varð að sækja um undanþágu- leyfi, þar sem lágmarksald- ur byrjenda er 16 ár. Við innum hann eftir áliti hans á kjörum iðnnema. — Eg held að meistararn- ir myndu ekki skaðast á því þótt kjörin yrðu betri. Það eru allir iðnnemar jafn ó- ánægðir með þau. En hvað um þá algengu aðferð að læra á verkamanna- kaupi ? — Það getur verið hæpinn hagnaður. Þá er t.d. ek'ki borgað fyrir þann tíma sem skólinn stendur yfir, og ekki heldur fyrir vinnutap. — Og hvernig er nú kenn- slan hjá meisturunum? ¦— Hún er auðvitað mjög misjöfn. Sumir hugsa aðeins um að láta nemann vinna sem mest og græða á þeim — gleyma hinsvegar að ségja þeim . vel til í faginu, svo að nemarnir verða sjálfir að káfa sig áfram. Annars held ég að kennsl- an fari yfirleitt batnandi. — Er ekki oft erfitt fyrir málara að gera íbúðareig- endunum til hæfis? ' — Sumum gengur illa að ákveða hvernig þeir vilja hafa litina, og stundum er fjöl- skyldan ósammála. Fyrir skömmu var ég látinn- mála hvítt yfir herbergisvegg, sem ég var fyrst látinn mála rauð- an. Svo þegar dóttirin á heim- ilinu kom heim, fannst henni hvítt ekki eins fallegt og rautt og nú er ég beðinn að mála vegginn rauðan einu sinnj enn. Sveinspróf í nœsta mánuSi » Að lokum lítum við inn hjá Hákoni Oddgeirssyni á heimili hans á Rauðalæk 4. Hákon er nú að Ijúka náms- ferli sínum í málaraiðn og tekur sveinspróf í næsta mán- uði. Kúnar: líkar vel — Hvernig fer nú þetta. sveinspróf fram —, spyrjum. við af mikilli fáfræði? — Maður er látinn vinna málningarvinnuna á einhvérri mublu að fullu og látinn skreyta hana. I öðru lagi Hákon Oddgeirsson málar maður viðarstælingu t.d. eik. I þriðja lagi málum Framhald á 10. síðu. HvaS segja sveinarnir? Til þess að kynn'ast sjón- armiðum málarasveina áttum við stuttar samræður við Lár- us Bjarnfreðsson, formann Lárus* Bjarnfreðsson Málarafélags Reykjavíkur. —¦ Hvað segirðu um laun málaranema? — Taxtinn er alltof lágur allan námstímann — á fyrsta ári aðeins 25 prósent og á síðasta ári aðeins helmingur sveinakaups. Það er útilok- að að nemar lifi af slíku. Það er óllklegt að nokkur hefði fengizt til að læra iðnina ef Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.