Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. september 1958 — ÞJÓDVILJINN — (7 Einar Olgeirsson: & . Islenzk verklýðshreyfing þarf eið liði til harátlu um lífskjör sín! Fyrsta grein. Jslenzk verklýðshreyfing og samtök hennar á stjórnmálasviðinu hafa síðustu fjóra mánuðina einbeitt • sér að því að knýja fram fram- kvæmd á mikilvægasta efna- hagsmáli framtiðarinnar, stækkun landhelginnar, og sameina alla þjóðina um að standa fast á rétti íslands í því máli. Sú sameining þjóðarinn- ,ar hefur tekizt og sigurinn í þessu sjálfstæðismáli er fyrir einhuga atfylgi þjóðar vorrar nú í höndum vor Islendinga sjálfra. Eina hættan er nú að þeim sdgri yrði gloprað úr höndum vorum. á „hærri stöð- um" með undanhaldi vegna viðsjárverðra tengsla við Atl- anzhafsbandalagið eða með hiki á því að halda áfram á alþjóð- legum vettvangi slíkri sókn fyrir málstað fslands sem ensku auðvaldi og bandamönn- um þess kæmi verst. Sósíalist- isk verklýðshreyfing íslands mun standa vörð um þetta sjálfstæðismál vort og fylgja því eftir með öllum þeim mætti, sem henni er veitturj eins og hún hefur barizt fyrir öllum þjóðfrelsis- og sjálfstæð- ismálum lands vors hingað til. En það er jafnframt tíma til kominn að verkalýður íslands einbeiti nú 'orku sinni og sam- taka sinna að því að hugsa um eigin kjör. Svo viðsjárverð er sú mynd, er nú blasir við um þró- un lífskjaranna, að eigi rætast aðeins öll þau varnaðarorð, sem verklýðshreyfingin mælti í vor, heldur er og auðséð að tafarlausra aðgerða er þörf, bæði til þess að bæta þau lifs- kjör yerkalýðsins, er nú hafa rýmað, og svo til hins :að knýja fram algera stefnubreytingu í efnahagsmálum þjóðfélagsins. Það þarf ekki að lýsa fyrir alþýðu manna því ástandi, er við blasir í dýrtíðaraukningu. Það finnur hyer á sjálfri sér. Þróunín í þessum málum staðfestir alveg álit miðstjórnar Sósíalistaflokksins á efnahags- ráðstöfununum, er hún setti fram með þessum orðum í á- lyktun á fundi sínum 24. apríl: 4,Miðs|t.iórn Só4íalisÍ.aflokksins lýsir yfir því, að hún telur fjár- öflunaraðferðir Þær, sem rætt hefur verið um í ríkisstjórninni enga lausiv á efnahagsvanda- málum þjóðarinnar, þar sem þær hafa í för með sér mjög hættulega verðbólguþróun og brjóta í bága við stöðvunar- stefnu þá, sem verkalýðssam- tökin og ríkisstjórnin hafa haft samvinnu um." Forustuma(nn verkalýðssam- takanna í Reykjavík mörkuðu afstöðu sína á sömu lund í vor. Þeir sögðu í sinni ályktun: „Þær ráðstafanir sem nú er hugsað að gera, hafa á ýmsan hátt hliðstæð áhrif og gengis- lækkun." Og síðar: „Greinilegt er að þessar ráðstafanir í efna- hagsmálunum munu leiða til frekari • verðbólguþróunar og eru" því......fráhvarf frá þeirri stefnu, er 25. þing A. S. í 1) fyrir ao\vernda það, sem vannst, 2) um að ná aítur því, sem tapazt hefur, 3) og fyrir að knýja fram þær aðgerðir, sem eru forsendur alls heilbrigðs stjórnarfars og farsœls þjóðarbúskapar á íslandi. fagnaði og lýsti fylgi sínu við ^og efnahagsmálanefnd og mið- stjórn A. S. í. síðan hafa ítrek- að, þ. e. að stöðva verðþensl- una. Ráðstafanirnar brjóta því i bága við þá stöðvunarstefnu, er verkalýðssamtökin og ríkis- stjórnin þá tóku höndum sam- an um". Á grundvelli. þessa lögðu verkalýðssamtökin í Reykjavík og forustumenn þeirra til að vísa þessum tillög- um frá. saman höndum, hvar i flokki sem þeir standa. Verkalýður íslan.ds þarf allur að gera sér það Ijóst að allt, sem á vinnst, verður ætíð og er verk hans sjálfs, afleiðing. af hans eigin baráttu. Það er allt- af komið undir einbeittni hans, harðfylgi og varðstöðu um mál- efni sín og málstað hvað vinnst og hvað tapast. í þeim átökum, sem fram- undan eru, jafnt í kaupgjalds- baráttunni sem í Alþýðusam- bandskosningunum, er sigur verkalýðsins: endurbætur á lífskjörum hans, undir því kominn, hve vel hann fylkir sér um málstað sinn: um að ná aft- ur því, sem tapazt heíur, og hrinda öllum frekari árásum á lífskjör sín. Sósíalistaflokkurinn skorar á verkalýðinn, hvar sem er, að sameinast í þessari hagsmuna- baráttu sinni: sameinast um að rétta sinn hlut og láta ekki á ha.ii.il ganga frekar. Það er reynsla íslenzks verkalýðs þá tvo áratugi, sem Sósialistaflokkurinn hefur lif- að og starfað, að verkalýðurinn hefur alltaf getað treyst honum til þess að berjast allt hvað hann mætti til að bæta kjör verkamanna og yelja til þeirrar baráttu þann tíma, sem líkleg- astur væri verkalýðnum til sigurs. Það var Sósíalistaflokkurinn, sem reis upp gegn gerðardóms- lögum íhalds og Framsóknar 1942 og skipulagði skæruhern- aðinn, er braut þau lög á 'bajt aftur, þegar verkalýðssamtök- in sjálf voru í fjötra færð og máttu ekki berjast fyrir kjara- bótum með löglegum hætti. Það hefur verið hlutskipti Sósí- alistaflokksins þessa tvo ára- tugi að hafa forustuna í þeirri stéttabaráttu, sem háð hefur verið, og gerbreytt hefur lifs- kjörum íslenzks verkalýðs frá þvi, sem var fyrir stríð. Sósíalistaflokkurinn hefur allan þennan tíma leitazt við að sameina' verkalýðinn í þessari hagsmunabaráttu hans, fylkja saman öllum þcim, sem vildu berjast fyrir má'stað verka- manna, án tillits til pólitiskra skoðana þeirra að öðru leyti. Og það er reynsla islenzks verkalýðs af allri þessari bar- áttu, að Sósía'istaflokknum og þeim, sem með honum hafa barizt hverju sinni, hefur hann getað treyst. Eins hefur verkalýðurinn æ- tíð átt það víst að afturhalds- öflin, hvar i borgaraflokkun- um sem þau hafa verið, hafa æ'áö rcynt að skríða saman til óþurftarverka gegn verkalýðn- um, ef þau aðeins hafa i^or- að það með tilliti til valds verkalýðsins, baráttuþróttar hans og einingar. Hvar sem afturhaldið er að verki, hvort það er í n'kisvald- inu eða atvinnurekendavaldinu eða báðum, bá barf verkalýður- ínn að sameinast gegn því, án tillits til annars en málstaðar- ins, málstaðar hins vinnandi fólks. Sósíalistaflokkurinn hefur ætíð litið á það sem hlutverk sitt að skapa slíka sameiningu um málstað fólksins, þar sem vinnandi menn fylki sér saman til baráttu fyrír bættum kjör- um, án tillits til skoðana þeirra að öðru leyti. Svo gerir flokk- urinn enn. Slik eíning ttl! stiknar og varnar er vei.?ames'ia verkefni íslenzkrar verklýðshreyfingar í dag. «- íholdið getur ekki flúið fiortíð sína í lciiidhelgisiiiáliiiu Kinar Olgeirsson Það vantaði hvorki aðvar- anir né rök í vor, en afturhald- ið í Framsókn sinnti ekki að- vörunum og rök bitu ékkí á það. ÖII afturhaldsöfl á íslandi óskuðu þess heitast að skriða sanian um að fella gengið og binda kaupið: hækka gengi er- lends gjaldeyris um 114%, banna um leið kauphækkanir og festa vísitólu, þannig að raunveruleg kauplækkun hefði orðið um. 17%. Undír þessum kringumstæðum og með hliði- sjón af þvi að bjarga þurfti landhelgismálinu áfram, fóru átokin um efnahagsmálin fram í vor. Því sem þá tókst að afstýra: — ægilegri gengislækkun með kaupbindingu og festingu vísi- tölu er jafngiltu 17% ' kaup- lækkun, —• verður að afstýra á- fram. Verklýðshreyfingin verð- ur að vera á verði og kveða niður öll þau öfl, sem að sliku vilja vinna. Það sem þá tapaðist, — þá lífskjararýrnun, sem hlauzt af efnahagsráðstöfununum í vor, — verður að vinna upp nú, með ráðstöfunum, sem verka- lýðurinn knýr fram á sviði kaupgjaldsins og á sviði stjórn- málanna. Um það verða allír góðir verklýðssinnar að taka Leiðtogar, Sjálfstæðisflokks- ins vildu gefa mikið fyrir það að framkoma þeirra í land- helgismálinu hefði verið önnur en sú sem öll þjóðin þekkir og fyrirlítur. Því er nú reynt að klóra í bakkann með þvi að halda því fram í Morgunblað- inu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vissulega stutt aðgerðir rikisstjórnarinnar allan tíman; seinast í gær segir blaðið að flokksforustan' hafi víst viljað láta ákveða 12 mílna stækkun í vor, hún hafi aðeins lýst „því yfir hinn 21. mai, að verja bæri enn örfáum vikum til að skýra lífshagsmuni íslendinga fyrir bandalagsþjóðum þeirra"!! Af þessu tilefni er rétt að rifja upp í örstuttu máli hvað gerðist síðari hluta maí í vor. Þá var um það eitt að ræða hvort íslendingar ættu að taka ákvörðun um stækkun land- helginnar í 12 mílur eða hvort þeir ættu að hefja samninga um undanslátt á vegum Atl- anzhafsbandalagsins. Formleg krafa hafði komið fram um það frá Atlanzhafsbandalaginu, að samningar yrðu teknir upp, eftir för Guðmundar utanrík- isráðherra á ráðherrafundinn í Kaupmannahöfn og viðræður sendimanna hans við NATO- leiðtoga í París. Alþýðubanda- lagið krafðist þess þá að öllu samningamakki yrði hafhaðl en ákvörðun tekin án tafar um stækkun landhelginnar. Al- þýðubandalagið bar þessar kröfur sínar formlega fram, og vissi öll þjóðin að framtíð rík- isstjórnarinnar valt á svörun- um. Framsóknarflokkurinn féllst fljótlega á tillögur Alþýðu- bandalagsins, en Alþýðuflokk- urinn vár hikandi. Sjálfstæð- isflokkuiinn tók hins vegar af skarið fyrir sitt Ieyti 21. maí og lagðist gegn því að á- kvörðun yrði tekin um stældc- unina; vildi hann fallast á kröfur NATO um samninga, „verja bæri enn örfáum vik- um til að skýra lífshagsmuni! íslendinga fyrir bandalagsþjóð- um þeirra" — eins og það er s J Framhald á 9. síðu. Lét f loti úr höf n Lét floti úr höfn — en freyddi dröfn — með feiknasöng og flagg á stöng. Á björtum trón ið brezka ljón gaut bölspáum brúnaskjáum. Stefndi óyígt lið á Islandsmið, margt hreystiorð þá hraut um borð. Skyldi kögurþjóð og kotablóð kenna herlaga og ijónsaga. Er brezkra för sem bezt var gjör og fley bar undir Færeyjar skall ofsahrið frá eyjalýð á lordakroppum úr „landkoppum". Varð nepja á sjó er norðar dró og alda grett með illan skvett. Lagði váleg ský og veðragný af hraunsnösum og hreggnösum. 1 einum kór með Óðni og Þór reis heimasjót gegn helgibrjót. Beit stefjahjör fló stuðluð ör á flaugaþingi af fjölkynngi. Varð brezkum fátt um fínan drátt og sigldu brott. með sigin skott. Tók upp sín net Elísabet. Lauk svo fundi — ljón varð að hundi. I. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.