Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 11
Fimmiudagur 18. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (.Hi
Hans Scherfig:
Fulltrúi
rumn sem nvar
í
hátíðlega.
Ellefu
líka fram. —
Borðstofuklukkan slær. Hægt
högg.
— Það er orðið framorðið. En hér fer-svö vel um
mann. Hér er svo mikill friður. Það er svo dýrmætt. —
— Hvílið yður. Hvílið yður eins lengi og þér viljið.
Látið eins og þér séuð heima hjá yður. Eg skulda
yður svo óendanlega mikið-------yður og honum-------
— Hugsið þér aldrei um framtíó'ma, frú Amsted? —
Hann er búinn að grípa um hönd hennar og horfir á
línurnar.
— Eg veit ekki-------Getiö þér sagt mér eitthvað um
framtíðina? —
— Eg gæti sagt yður margt.--------Þér verðið ham-
ingjusöm. Hér á jarðarplánetunni. Mjög hamingjusöm.
--------Þér eigiö eftir að feröast yfir stórt úthaf. Og
þér kynnist ástinni. Hinni hreinu, flekklausu ást-------
Hann er álútur og horfir með áhuga á hönd henn-
ar og línurnar í lófanum. Það er alger kyrrð í stofunni.
Og svo hrökkva þau allt í einu við bæði tvö. Hvell,
skerandi bjalla rýfur kyrrðina og þau taka viðbragð
eins og þau væru hrædd.
Frú Amsted rís á fætur'; bg gengur að símanum. —
Hvað"getur þetta verið? Á þessum tíma?--------Eg
verð næstum hrædd. Bara ekkert hafi komið fyrir Leif!
Eg hef svo miklar áhyggjur af honum síðan hann
fór í heimavistarskólann. Það er ekki rétt að skil.ja
barn og móöur.--------En það varð ekki hjá því kom-
izt eins og ástatt var--------
— Já, Já. Halló! —
— Hver? — Hvað segið þér? Lögreglan? — Olsen
lítur kvíðandi á frú Amsted. Hann er staðinn á fæt-
ur og gengur háttvís fram í hina stofuna. En hann
hlustar með kvíðablöndnum áhuga.
— Lifandi?--------Það veit ég. Hann er lifandi. Það
er enginn dauði til!--------Hvað segið þér? Maðurinn
minn?--------Á Norður-Sjálandi? — Tekinn fastur á
Norðursjálandi?--------Gekk undir fölsku nafni? — i
— En — en--------Hvernig getur það verið? Ó, guð
minn góður, hvað eruð þér að segja! Æ — hjálpið mér!
— Olsen! — Olsen!--------Heyrið þér! Hjálpið mér!
— þaö hefur dálítið hræðilegt komið fyrir!_____
Hún er búin að missa símann og hleypur fram til
Olsens.
En hann er ekki lengur í stofunni. Hún heyrir hljóð-
legt fótatak hans frammi í anddyrinu. Og hún heyrir
útidyrnar lokast.
Miðillinn Einar Olsen hefur dregið sig í hlé.
XLV
Teódór Amsted fær ekki tíma til að hvíla sig eftir
ökuferðina gegnum Norðursjáland.
Það er svo margt sem lögregluna langar að spyrja
hann um. Þeir vilja fá að vita svo margt. í næstum
ár hefur verið unnið að því að hafa upp á honum. Og
nú, þegar hann er fundinn, verður hann að upplýsa
allt sem ennþá er leyndardómsfullt og torskilið.
Hann hefur ekki í hyggju að íeyna neinu. Hann er
vanur því að svara spurningum. Hann hefur tekið
mörg próf og vill gjarnan svara öllu rétt.
En hann getur ekki gefið skýr.mgu á öllu þótt harm
langi til þess. Margt er honum sjálfum torskilið. Hann
hefur fengið hugmyndir og atvikin leiddu til þess
að hann réö ekki við sig. Þetta hefur ekki verið eins
einfalt og undirbúið og lögreglan álítur.
— Hveir. vegna gerðuð þér það? — Hvers vegna vild-
uð þér hverfa? — Hvers vegna létuð þér alla halda
að þér hefðuð framið sjálfsmorð? —
Því er ekki auðvelt að svara. Það var sennilega dá-
lítil frelsisþrá, sem komst allt í einu upp á yfirborðið
þegar atvikin gerðu það kleift. Sjálfsagt hefur hann
langað til að stjórna sjálfum sér til tilbreytingar. Hann
hefur largað til að ráða yfir sjálfum ser og tíma sínum
og fötum sínum og máltíðum. En það er ekki hlaupið
að því a'ð útskýra þetta fyrir löoreglunni.
— Var hjónaband yðar þá ekki hamingjusamt? —
— Jú. Það var það víst. —
— Já. en það getur ekki verið! Það er ekki hægt aö
yfirgefa konuna sína sé maður hamingjusamur hjá
henni! —
— Nei: —
—- Hann hefur þá verið ástfanainn af anr.arri konu?
Hann heíur haldið framhjá konunni sinni? —
— Nei. Nei. — Það var aldœi um aðra konu að
ræða. —
— En annars hefur lögreglan fundið ljóð til kven-
manns — stúlku í blaðsöluturni. Það fannst við hús-
rannsóknina í íbúðinni í Herluís Trollesgötu. Hvaða
skýringar getur hann gefið á því? —
— Það er svo langt síðan. Það var svo barnalegt.
Það hefur enga minnstu þýðingu. Alls enga. — —
— Hvað hét sú stúlka? —
Því getur hann ekki svarað. Hvers vegna á alsaklaus
blaðsölustúlka nú að komast í óþægindi. Nei. Hann
man ekki hvað hún hét.
— En um hvað voru þau hjónin þá ósammála? Um
hvað greindi þau á?
Þau voru ekki ósammála. Þau hafði aldrei greint á
um neitt.
— Nú, svo að þetta hefur verið samkomulag. Konan
vissi um ráðagerðina. Það var til þess að fá líftrygg-
inguna greidda*! * -*-'
— Nei, nei. Konan hans hafði ekki hugmynd um
neitt. Og hann haíði alls ekki munað eftir líftrygg-
ingunni. ' ,;
— Heyrið mig nú, þér verðið að manna yður upp!
— segir Haderslev lögreglufulltrúi. — Þér verðið að
svara spurningum mínum rétt! Hugsið yður vel um! —
Og Amsted hugsar og hugsar. En hann getur ekki
upphugsað neina skýringu sem lögreglufulltrúinn get-
ur sætt sig við.
— Hve mikið unnuð þér í happdrættinu? —
— Happdrættinu? Vitið þér um happdrættið? —
— Já, við vitum miklu meira cn þér haldið. En vilj-
ið þér gera svo vel að svara! —
— Það kom 50.000 króna vinningur á miðann. —
— Já einmitt. Og það var há:fmiði. Þér fenguð þá
25.000. —
— Já. —
— Hvers vegna leynduð þér konuna yðar því? —
— Eg veit það varla. Það var svo undarlegt með
þessa peninga. Eg hafði engar ákvarðanir tekiö í sam-
bandi við þá. Eg geymdi þá bara. Eg lét þá liggja
Allsherjar
atkvæðagreiðsla
nm kjör fulltrúa félagsins á 26. þing Alþýðusam-
bands íslands hefur verið ákveðin laugardaginn
20. þ.m. kl. 12—20 cg sunnudaginn 21. þ.m. frá
kl. 10—18 í s'krifstofu félagsins að Skólavörðustíg
3 A Kjörskrá liggur frammi á sama stað föstu-
daginn 19. þ. m. kl. 16,30—18 og laugardaginn 20
þ.m. kl. 10—12.
Kiörsijórair..
FITTINGS
fittings fyrirliggjandi.
SIGHVATUR EINARSS0N & C0V
SJilplwltí 15 — Sfímar 24133 og 2413'í.
Sími 18-8-33.
Chevrolet '55
Skipti koma íil greii^;
Ford Períecl '57
Lítið keyrður,
Volkswagen '58
Skipti á 6 manna Mi-
reið koma til greinej,
Willy's iólksbifieið
Lítur mjög vel út,
Moskvitsj '57
Keyrður 7000 km,
Hillman '49,
Mercury '49,
Volkswagen %SS
Ford *47, '
Vörubíll,
Wosley *47,
Mercury '47,
-•—•—*-
Sími 18-8-33, Varð-
arhúsinu við Kalk-
oínsveg,