Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.09.1958, Blaðsíða 12
Danir samþykkja smá Breta^ ekki Færeyingar Danir krafSir hófa fyrir aS hafa svikizf um oð sfœkka landhelgina 1. sepfember Þaö er nú staðfest að tilboð það sem brezka stjórnin gerði dönsku stjórninni um lausn fiskveiðideilunnar við Færeyjar er sama smánarboðið og hún vildi gera fs- lendingum. Að sjálfsögðu hafa Danir gleypt við því, en Færeyingar hafnað. 1 fréttaskeyti til Ríkisút- varpsins frá Þórshöfn í Fær- eyjum var i gær komizt svo að orði: Ákveðið hefur verið að kosn- ingar til Lögþingsins fari fram laugardaginn 8. nóvember. Færeyska landstjórnin hefur enn ekkj fengið málamiðlunar-' tillöguna brezku um fiskveiði- iögsöguna, en innihaldið er kumiugt og gagnrýnt mjög af stjórrtarandstöðunni (Þjóðveld- isflokknum) sem heldur því Skotnii* fyrir ss$ neita að víkfa fyrir ©pknveri :"W] Lögreglan í Norður-Rhode- siu skaut' í síðustu viku átta Afríkumenn til bana og særði 14, þegar þeir vildu ekki rýma heimili sín. Þorpið þar sem þetta fólk hefur búið, verður fært í kaf, þegar vatni verður hleypt í uppistöðu við vatns virkjun í Gwembe-dalnum. Þorpsbúum hafði verið skip að að flytja búferlum hærra upp í hlíðarnar, en þegar lög- reglusveit kom á vettvang til að sjá um að skipuninni væri hlýtt, snerust þeir til varnar. iSpjótum var varpað að lögregl- unni og hún svaraði með skothríð. Eftir bardagann voru 24 Afríkumenn handteknir en nokkrir komust á flótta. fram að samþykkt Lögþingsins um 12 sjómílur sé ófrávíkjan- leg lágmarkskrafa. Auk þess er þess krafizt að danska stjórnin .greiði bætur fyrir fiskveiðar erlendra manna innan 12 mílna markanna, þar eð hún lét hjá líða að lýsa yf- ir þessari fiskveiðilandhelgi 1. september, svo sem Lögþingið hafði þó samþykkt þegar 6. júní s.I. I öðru skeyti til Ríkisút- varpsins frá Kaupmannahöfn var hins vegar sagt að brezka tillagan um bráðabirgðalausn hefði verið send færeysku landsstjórninni og verði beðið álits hennar, áður en danska stjórnin hefji aftur viðræður við stjórnmálaflokka um mál- ið. í þessu skeyti var sagt að tillaga brezku stjórnarinnar um bráðabirgðalausn hefði verið rædd í gær á fundi dönsku stjórnarinnar og fulltrúa stjórnmálaflokkanna. I tillög- unni er gert ráð fyrir að Fær- eyingar einir hafi rétt til fisk- veiða innan sex mílna marka. 1 erlendum útvarpsfregnum var ií ,gær sagt að danska stjórnin hefði fyrir sitt leyti ákveðið að ganga að brezku tillögunni, en hun vildi þó fyrst þreifa fyrir sér um hvernig undirtektir hún muni fá í Fær- eyjum. Engar líkur eru taldar á því að faereyskir stjórnmála- flokkar muniyáræða að fallast á tillöguna, enda myndi hver slíkur flokkur eiga vísan ósig- ur í þingkosningunum í nóv- ember. Atlanzráðherrar á fund í París Tilkynnt var í aðalstöðvum Atlanzbandalagsins í París í gær að utanríkisráðherrar að- ildarríkjanna myndu koma þar saman á fund 16. desember n.k. Þetta er hinn venjulegi árs- fundur bandalagsins, en hann sækja að jafnaði einnig land- varna- og fjármálaráðherrar landanna. Frakkland Framhald af 1. siðu. um sem þrátt fyrir allt eru ó- fáir sem stutt hafa frelsisbar- áttu Serkja í orði og verki. Þá verður þess sjálfsagt ekki .langt að bíða að franskir kommúnistar, sem einir allra flokka hafa barizt fyrir friði og sáttum, verði sviptir mann- réttindum. „Hver sem er getur skotið Jhvern sem er" Fréttaritari sænska útvarps- ins í París, Knut Stáhlberg, ef- aðist 1 gær mjög um að þess- ar ráðstafanir frönsku stjórn- arinnar myndu bera tilætlaðan árangur. Að undanförnu hefur iögregla, her og öryggislið ver- ið á stöðugum verði um allt Frakkland. Það hefur komið fyrir ekki. Hver sprengiárásin hefur rekið aðra, vélbyssuskot- hríð hefur dunið á lögreglu- bílum, hermenn hafa verið skotnir niður á götum Parísar um hábjartan dag. Allur við- Jbúnaður hefur reynzt gagns- laus, sagði fréttaritarinn, enda aldrei að vita hvar næstu kúlu verður skotið. „Hver sem er getur skotið niður hvern sem er, engar öruggar varnir eru til." „Horft af brúnni44 hefur nú verið synt 50 sinnum Verður sýnt í Þjóðleikhúsinu 26. og 28. þ.m. Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt leikrit Arthurs Millers „Horft af brúnni" alls 50 sinnum víðsvegar um land. Á síðasta leikári var leik- ritið sýnt 22 sinnum hér í Þjóð- leikhúsinu, en síðan hefur það verið sýnt 28 sinnum úti á landi. Fimmtug- asta sýning leikritsins var í BJóhhöllinni á Akranesi í gær- kvöld. Ekkert leikrit alvarlegs efnis og eftir erlendan höf- und hefur ver- ið sýnt jafn oft eða oftar á vegum Þjóðleikhússins, enda hefur leikurinn hvarvetna hlot- ið mjög góðar undirtektir. Arthvr Miller astoi á veguiH Islands! Bretar auglýstu í gær eftir tilboðum í smíði flotastöðvar sem byggja á við Clyde á veg- um Atlanzbandalagsins. Brezka útvarpið sagði að flotastöð þessi yrði sameiginleg eign allra þeirra þjóða sem í Atlanz- hafsbandalaginu eru og myndi notuð í þeirra þágu ef til styrj- aldar kæmi. —-n ¦ ¦ Samkvæmt því erum við Is- lendingar eiffeiuiur að flota- stöðvum þar sem herskip Breta halda 181 meftan þau eru ekki notuð til ái-ása á okkur. Þegar sýningum á lei'kritinu úti á landi er lokið, verður það sýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu, föstudaginn 26. og sunnudag- inn 28. september n.k. Sýning- arnar geta ekki orðið fleiri, vegna þess að Ólafur Jónsson, sem fer með eitt hlutyerkið, er á förum til söngnáms í Aust- urríki á næstunni. HIÖOVUJIN Fimmtudagur 18. september 1958 "3. árgangur ¦— 210. tbt. Nofe boði [aíriiin nemum doöie gjaf- vist í Tóelisíarskólaiiiii! í vetur Fyrír ganga nemsndur í blástarshljóðiæra- katéiiðlu- og bassaiið!ulc!k Stjórn Tcnlistarskólans í Reykjavík hefur ákveðið að veita nokkrum hæfum nemendum í blásturhljóðfæra- og knéfiðlu- og bassafiöluleik gjafvist í skólanum á kom- andi vetri. Ennfremur munu tveir söngnemendur að auki fá að njóta sömu kjara. Frá þessu skýrðu Árni Krist- jánsson skólastjóri, Páll Isólfs- son formaður skólaráðs og fleiri forráðamenn Tónlistar- skólans blaðamönnum í gær. 29. starfsveturimi að hef jast Hinn 1 .okt. n.k. hefst 29. starfsvetur skólans. Hann var stofnaður og er enn starfrækt- ur af Tónlistarfélaginu, sem í upphafi setti sér það mar'k að koma hér upp með tíð og tíma sinfóníuhljómsveit, og skyldi hlutverk skólans vera það fyrst og fremst að ala upp hljóð- færaleikara í slíka hljómsveit. Jafnframt skyldi ungu fólki séð fyrir nauðsynlegri aimennri tónlistarfræðslu í' skólanum og þannig undirbúinn jarðvegurinn til þess að heilbrigt tónlistar- líf gæti þróazt og þrifizt hér í Reykjavík, er fram i sækti. Enda þött tónlistina megi kalla unga hér á iandi og Tónlistar- skólann enn í bernsku, þarf ekki að fara í grafgötur um áhrif hans til þessa á tónlist- arlífið. Páll ísólfsson var skólastjóri Tónlistarskólans fyrstu 25 starfsárin eða allt þar til Árni Kristjánsson tók við fyrir þrem árum. Hlutverk skólans það sama og í upphafi Á blaðamannafundinum í gær komst Árni skólastjóri m. a. svo að orði: Hlutverk Tónlistarskólans er enn í dag hið sama og það var í upphafi, aðsins í líkara mæli, þar eð aukin menning gerir auknar kröfur til uppeldisstofn- ana þjóðarinnar. Við höfum eftir megni reynt Sð fylgjast með, bæta og betra skólann, og er okkur það mikið kapps- mál að hann geti orðið að «em mestu liði í menningarlegu til- iiti. '. 1 sumar hefur verið unnið að því að endurbæta skólahús- ið. Þar er nú kominn æfinga^ salur og hefur hljómsveit Tón- listarskólans þar loks eignazt varanlegan samastað. Þetta, út af fyrir sig, er alveg ómetan- legt, því hljómsveit þesssi er eins konar starfsskóli Sin-> f óníuhljómsveitarinnar. Þarna vex nýgræðingurinn upp, æfir sig í samleik og nemur hljóm- sveitartónverk undir hand- leiðslu stjórnanda síns og kennara, Björns Ólafssonar konsertmeistara. Það er kennt á fleiri hljóðfæri en píanó I námsáætlun Tónlistarskói- ans, sagði skólastjóri ennfrem- ur, er gert ráð fyrir kennslu á öll hljómsveitarhljóðfæri er hér tíðkast, en þó hafa því miður aðeins örfáir nemendur lagt stund á önnur blásturs- hljóðfæri en klarinettu. Þetta er því bagalegra sem enn parf að leita til útlanda um nýja hljómsveitarmenn á þessu sviði, Sama er að segja um nemend- ur í knéfiðlu- og bassafiðluieik, þeir eru alltof fáir. Til þess Framhald á 5. síðu. esri fiskur utan 12 mílna landhelginna B/oð brezkra fogaraeigenda viourkennír heimskulegt framferSi veioih'iófanna Blað brezkra togaraeigenda, Fishing News, hefur nú viðurkennt, að vísu óbeinlínis, að framferði brezku veiði- þjófanna hér við land sé heimskulegt. Blaðið hefur það eftir stýrimanni á brezkum togara sem nýlega er kom- inn heim af íslandsmiðum að meiri fisk sé áö fá utan 12 mílna markanna en innan þeirra. Stýrimaðurinn, Charles Henry Taylor á togaranum Rossella frá Hull, segir í viðtali við blaðið: „1 síðustu veiðiferðum höf- rnn við veitt allan okliar fisk utan hinna nýju 12 mílna tak- marka, í alit að 36 míhir frá landi. Það er meiri fiskur 36 mílur frá ströndinni en á 12 mílna svæðinu." En hann skýrði blaðinu jafn. reyndi ekki að veiðá innan framt frá því að aflabrögðin við Island hefðu verið mjög léleg, og „hefði hann aldrei kynnzt þeim lélegri. Fóm ekkí inn. fyrir mörkin Rossella- var úti i 19 daga og kom heim.með um l.OOO.kitt. Síðasti aflinn fékkst daginn sem landhelgin .var stækkuð og næsta dag, en togarinn hennar, þótt hann væri alveg á sömu slóðum og veiðiþjóf- arnir. ! Betri veiði í Hvítahafinu í sömu grein í Fishin.g News er sagt frá aflabrögðum nokk- urra togara sem seldu afia sinn í Hull laugardaginn eftir að landhelgin var stækkuð. Tveir þeirra höfðu verið" að veiðum við ísland. Þeir höfðu verið úti í um 20 daga o,g seldu aflann fyrir 4.091' og 4.714 sterlingspund. Sá þriðji hr.fði hins vegar verið svip- aðan tíma í veiðiferð til Hvíta- hafs og seldi fyrir 5.926 sterl- ingspund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.