Þjóðviljinn - 23.09.1958, Page 1

Þjóðviljinn - 23.09.1958, Page 1
Inni í blaðinu Þriðja grem Einars Olgeirssonar á 7. síðu. Dagsbrún samdí i gœr - án verkfalls i fyrsta skipfi i 14 ár: 9,5 prðs. gnmnkaupshækkuiL Jafzifrcimt voru gerðar mjjög mikilvægar breyting- ar á mánaðarkaupi og sértöxtum félagsins Dagsbrún samdi við atvinnurekendur í aær án^ þess að til vinnustöðvunar kæmi. Var samið um það að grunnkaup verkamanna hækki um 9,5% í al- mennri dagvinnu; tímakaupið hækkar þannig um kr. 1,02 í grunn eða um kr. 1,89 miðað við nú- gildandi vísitölu. Jaíngildir þessi hækkun tæpum 400 kr. á mánuði miðað við fulla dagvinnu. Jafn- framt var samið um mjög verulegar breytingar til batnaðar á mánaðarkaupi verkamanna og hinum ýmsu sértöxtum Dagsbrúnar. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1944 — fyrir 14 árum — að Dagsbrún nær heildarsamningum án verkfalls, og þær kjarabætur sem nú hafa fengizt eru í hópi þeirra mestu í sögu félagsins. Þeir sömdu uut kjarahætur verkaaiiaiina Fundur var boðaður í Dagsbrún kl. 10 í gærkvöldi og liófst litlu síðar, en fyrr hafði ekki verið endanlega gengið frá hinum nýju samningum. Eftir að samningarnir höfðu verið skýrðir og stuttar umræður farið fram voru hinir nýju samningar ein- róma samþykktir af fundarmönnum. Fundurinn var mjög fjölsóttur, eins og Iðnó frekast leyfði, og má hik- laust segja að Dagsbrúnarmenn hafi veriö ánægðir með þann árangur sem náðst hefur án vinnustöðvunar. Eins og áður er eagt nemur almenn grunnkaupshækkun 9,5%, en að öðru leyti eru hreytingarnar á samningunum þessar í megin atriðum: Mánaðarkaup var nú sam- ræmt meira tímakauninu og hækkaði nokkuð við það. há var ákveðið að kaup mánaðarkaupsmanna skuíi hækka um 5% eftir tveggja ára starfstíma, þannig að fvrir verkamenn með þann starfs- tima eða lengri verður um mjög verulega kauphækkun að ræða nú þegar. Menn sem starfa á stórv:rk- um vinnuvélum eru hækkaðir úr 6. flokki í 8. flokk, og frek- ari ákvæði eru sett um skipti- vinnu og stjórn vélanna. Vinna við fóðurblöndunarvél- ar, loftþrýstitæki, vinna í frystiklefum og frystilestum og störf næturvarðmanna i skip- um eru nú greidd með talsvert hærri taxta en áður. Verkamenn eem vinna í járn- iðnaði og bifreiðaviðgerðum fá nú vinnutíma sinn samræmdan vinnu iðnaðarmannanna, og Samninganefnd Dagsbrúnarmanna. Sitjandi frá vinstri: Eðvarð Sigurðsson, Hannes Stephen- sen, Guðmundur J. Guðmundsson. Standandi frá vinstri: Jónas Hallgrffmsson, Tryggvi Emils- son, Kristján Jóhannsson, Tómas Sigurþórsson, Hjálmar Jónsson. verða nánari reglur um kaup- greiðslur settar síðar. Uppskipun á fiski úr bátum er hækkuð upp í sama flokk og uppskipun á fiski úr togurum. Urdirritaðar voru yfirlýsing- ar um bættan aðbúnað á vinnu- sf'ðvum og um bætt fyrir- komulag á ráðningu hafnar- verkamanna. Nokkrar aðrar smærri breyt- ingar, hagkvæmar verkamönn- um, voru gerðar á samningun- um. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæzlunni þá hafa um 60 brezkir togarar verið staðnir að veiðum innan land- helgislínunnar. Eiríkiu- Kristófersson, skip- herra á Þór tijáði fréttamanni að Þór hefðd skráð 42 togara að ólöglegum veiðum. Þar af eru 28 frá Hull, 11 frá Grims- by, 2 frá Fleetwood og 1 frá London, Sjá nánar viðtal við skipherrann á 3. síðu. Sáítanelntl Ffklssljóirnariniiar Frá vinstri: Gunnlaugur Briem, Torfi Hjartarson, Lúðvík Jósepsson, Jónatan Hallvarðsson. Sjávarútvegsmálaráðlierra starfaði með sáttanefndinni á lokasprettinum þar til .samningar tókust. Hinir nýju samningar gilda til 15. október 1959. Atvinnurekendur vildu skammta Eins og kunnugt er hefur Dagsbrún átt í samningavið- ræðum við atvinnurekendur í ailt sumar. Báru Dagsbrúnar- menn fram kröfur um 9%' hækkun á grunnkaupi sínu.. ýmsar lagfæringar á sértöxt- um, og 1% framlag af kaupi- verkamanna í félagssjóð til hús- byggingar og menningarstarf- semi. Atvinnurekendur neituðit hins vegar gersamlega aði semja um annað en í hæsta lagi 6% grunnkaupshækkun og. aJgerlega ófullnægjandi breyt- ingar á sértöxtunum. Var lagt mikið kapp á að reyna 0,1! knýja verkamenn til að sæí t v sig við 6% kauphækkun;' Morgunblaðið og Alþýðublaðiö ■ heimtuðu dag eftir" dag aá IDagsbrún undirritaði samninga upp á þessi býti og send’.ar atvinnurekenda í Dagsbrún báru fram sömu kröfur af miklum hávaða. Verkfall boðað En Dagsbrúnarmenn vissiig^| Framhald á 8’. síðu-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.