Þjóðviljinn - 23.09.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1958, Blaðsíða 6
'WX — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. september 1958 ÞIÓÐVIUINN Óttrefandi: Bamelolngarflokkur albíBu — Bósíallstaflokkurtnn. — Rltstjðrari Mannús KJartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. — Fréttaritstjöri: Jðn BJarnason. — BlaSamenn: Asmundur Slgurjónsson, OuSmundur Vlgfússen. ívar H. Jðnsson. Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, SlgurSur V. rHSbJðísson. — AuglísingastJórl: OuSgeir Magnússon. — Ritstjðm, af- creiSsla, auglýslngar. prentsmiðja: Skóla.örSusUg 19. — Bimi: 17-500 <B Unur). — ÁskrtltarverS kr. 30 á mán. í Reykjavik og nágrenni; kr. 27 ann- arssta&at. — LausasöluverS kr. 2.00. - PrentsmiSJa ÞJóSvlUans. Við vitimi hvað þeir óttast Tjmski ræningjaflotinn á ís- *-* landsmiðum beitir sífellt dólgslegri aðferðum í árásum sínum. Nú virðist það vera föst fyrirskipun til togara hennar hátignar að þeir skuli reyna að sigla í kaf íslenzku varðskip- in hvenær sem þeir hafi að- stöðu til og haf a varðskipsmenn orðið að gæta vel að til þess að forðast stórslys. Þessar að- ferðir gefa að vísu til kynna heift og örvæntingu þeirra manna, sem finna sig standa höllum fæti, en þær eru einnig vísbending um það, að því fer fjarrj að árás Englendinga sé að fjara út; þvert á móti má gera ráð fyrir enn siðlausari aðförum eftirleiðis en hingað til. Og þess ber einnig að minn- ast, að enda þótt við íslend.'ng- ar séum ekki í neinum vafa um frambúðarsigur okkar, hef- ur okkur ekki enn tekizt að hremma einn einasta lögbrjót síðan nýja fiskveiðilandhelgin tók lagagildi fyrir þremur vik- um. l^að geta verið góðir eigin- " leikar að sýna langlundar- geð og þolinmæði, þegar það á við; en er það ekki full mik- il mildi að láta Englendingum haldast það uppi að sýna hinn algerasta ránskap innan ís- lenzkrar lögsögu án þess að grípa til víðtækari gagnráðstaf- ana en gert hefur verið. Er að minnsta kosti ekki tíma- bært að fara að athuga gagn- ráðstafanir okkar nú, þegar sýnt er að aðgerðir Breta eru ekki stundarfyrirbæri heldur eru hugsaðar sem áætlun til langs tíma í þeirri fánýtu von að takast muni að þreyta okk- ur og kúga að lokum? Er t.d, ástæða til þess lengur að hafa íslenzkan sendiherra í Lundún- um meðan dag eftir dag er reynt vitandi vits ,að myrða íslenzka sjómenn? l?n hvaða ráðstafanir eru það *-* þá sem Bretum myndi koma illa? V;'ð vitum það af umræðum brezkra blaða. Brezka stjórnin myndi t.d. kveinka sér mjög við það, að íslendingar tækju hernaðarárás hennar fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og kærðu hana fyrir að ráðast með of- beldi á varnarlausa smáþjóð og fyrjr þverbrot á sáttmála Sam- e'nuðu þjóðanna. Menn segja að slík kæra myndi ekki verða árangursrík, Sameinuðu þjóð- irnar hafi ekki tök á að taka fram fyrir hendurnar á árásar- mönnunum. Engu að síður myndi slík kæra frá okkur skerða til muna álit og virð- ingu brezka heimsveld.'sins — sem var þó nægilega farið fyrir — og slíkur álitshnekkir getur orðið þungbærari en þorskar þeir sem missast á íslandsmiðum. Einn;g myndi slík kæra vekja athygli al- mennings um heim allan á þeim atburðum sem hér eru að gerast, og við þurfum ein- mitt á því að halda að ákalla almenningsálitið okkur til stuðnings gegn ofbeldi herveld- isins. T annan stað vitum við af *• brezkum blöðum, að brezk stjórnarvöld hafa áhyggjur af því að við kunnum að segja okkur úr Atlanzhafsbandalag- inu, eftir árás forusturikis þess á sjálfstæði okkar og frið- helgi. Og að sjálfsögðu hljót- um við að taka aðild okkar að því bandalagi til endurskoðun- ar ,af fúllu raunsæi. Okkur var tjáð að því bandalagi væri ætl- að að vernda frelsi okkar og öryggi gegn utanaðkomandi árás; nú vitum við að þau fögru orð voru hræsnin einber og að brezka stórveldið getur ein- mitt be;tt okkur ofbeldi í skjóli þess bandalags. Utanríkisráð- herra hefur skýrt svo frá að hann háfi sent framkvæmda- stjóra Atlanzhafsbandalagsins skýrslu um árásina á okkur — þótt hann hafi ekki sent fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna neina skýrslu enn svo vit- að sé — en bandalagið hefur auðvitað ekki hreyft hönd né fót tii að hefta árásarrikið. Og hvaða ástæða er þá til þess að láta eins og ekkert hafi gerzt og halda áfram að vera í ,,bandalagi" við ofbeldismenn þá sem reyna að sökkva skip- um okkar og myrða sjómenn okkar? "ITið höfum einnig séð það í " brezkum blöðum, að þau hafa áhyggjur af því að íslend- ingar muni víkja bandaríska „varnarliðhiu" af landi brott, eftir þá reynslu sem fengin er. Það er sannarlega ekki að undra þótt brezk blöð teldu það eðlileg og sjálfsögð við- brögð. Bandaríski herinn hét því hátíðlega að vernda okkur og verja gegn hvers kyns árás þegar hann tók hér bólfestu 1951. Öll þau loforð hafa nú verið sv.'kin á algerasta hátt. Hernámsjiðið hefur ekki_ að- eins látið ránsflota haldast það uppi að athafna sig innan 12 mílna lögsögunnar; það hefur ekkert skipt sér af mannránum hans innan fjögurra mílna markanna, og það hefur verið í vitorði með árásarmönnunum og heimilað herskipi þeirra að óvirða stjórnmálalandhelgi okkar gersamlega og vaða upp að þeirri herstöð sem sérstak- lega áttj þó að verja okkur (sé þá ekki gert ráð fyrir að „verndararnir" hafi allir sof- ið): Þessi viðbrögð sýna að bandarísk stjórnarvöld styðja Breta beinlínis í árásunum á okkur; hernámsliðið er ekki hér til að verja okkur heldur til Það er hægt að lasta menn á margvíslegan hátt og Islendingar hafa frá upphafi verið lærdómsmenn á því sviði. I hinum forna lagabálki Islendinga, Grágás, er t.d. langur kafli um skáld- skap, þar sem taldar eru upp hinar fjölbreytilegustu aðferð- ir til að lasta náunga sinn og greind viðurlög við hverri fyr- ir sig. Er þar m.a. að finna þessa setningu: ,;Skóggang varðar ef maður yrkir um mann hálfa vísu þá er löstur er í eða háðung eða lof það er hann yrkir til háðungar." Sú aðferð hefur þannig verið alkunn þá þegar að spotta menn með því að hlaða á þá óverðskulduðu lofi, og þrátt fyrir öll lagafyrirmæli hefur sú aðferð lifað góðu lífi og dafnar enn í dag. Eins og kunnugt er eru veður öll mjög válynd innan forustu Alþýðuflokksins. Þar keppa menn mjög ákaflega innbyrðis um metorðin og öf- unda hver annan af miklum skaphita. Kunnir andstæðing- ar í þeim hópi eru Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráð- herra og Benedikt Gröndal á- róðurestjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga; hefur sá síðarnefndi ékki farið neitt dult með þá skoðun sína að hinn fyrrv. væri öldungis ófær um að gegna embætti sínu, og þyrfti i það yngri mann sem þjálfaður væri af mörgum ráðstefnum í fram- andi löndum. Gengur Bene- dikt að iðju sinni af miklu kappi, og í fyrradag hefur honum tekizt að lauma inn í Alþýðublaðið heilsiðu grein sem öll er samfellt lof til háðungar um Guðmund 1. Guðmundsson. Gengur hann að verki sínu af mikilli læ- vísi, birtir t.d. mynd af Guð- mundi þar sem hann situr brosandi sem pater familias í skauti fjölskyldu sinnar, svo að fljótt á litið virðist grein- in vera eitt dæmi um persónu- dýrkun þá, sem mjög hefur verið rædd að undanförnu. En ekki þarf glöggan lesanda til að sjá hvað raunverulega urð og „lýsa íslenzkri stefnu" vakir fyrir greinarhöfundi. „í fyrsta og eina skiptið". «- þess að aðstoða erlenda ofbeld- ismenn. Og utanrikisstefna ís- lendinga væri sannarlega ein- kennileg ef ekki ætti að draga óhjákvæmilegar ályktanir af slíkum staðreyndum. ¥»að er mik;ll misskilningur * að halda því fram að ís- lendingar séu varnarlausir og eigi þess ekki kost að svara árásarmönnunum. Við eigum mörg vopn sem undan getur sviðið, og við eigum sannar- lega ekki að h;ka við að beita þeim eftir það sem gerzt hefur að undanförnu. Með því að halda að okkur höndum. erum við að setja okkur í mjög hæpna aðstöðu og efla árásar- mennina í þeirri trú að hægt sé að buga okkur og kúga. En við þurfum þá einnig að hafa djörfung til að marka stefnu okkar og aðgerðir út frá ís- lenzkum hagsmunum einvörð- ungu; þar mega eng.'n annar- leg erlend sjónarmið komast að. Við vitum hvað árásar- mennirnir óttast, og þá vitn- eskju eigum við að hagnýta okkur til hins ýtrasta. Gröndal hefur mál sitt á því að bregða upp mynd af utaniríkisí")5herra, er hann mætti á ráðherrafundi Atlanz- hafsbandalagsins í Kaup- mannahöfn í vor: „Svokvaddi hann sér hljóðs og flutti, hægt ea skýrt, ræðu sína .. Þetta var i fyrsta og eina skiptið, sem íslenzkur utan- ríkisráðherra hefur þurft að standa frammi fyrir ráðherr- um nágrannaríkjanna, stór velda jafnt sem smárra, og lýsa íslenzkri stefnu, sem gekk algerlega í berhögg við vilja þessara ríkja. Guðmund- ur gerði það af virðuleik og rökfestu, en með slíkri ein- urð, að engum gat blandazt hugur um, að íslendingar Gröndal setur hið neikvæða lof sitt upp af mikilli hug- kvæmni. Hann segir t.d. að Guðmundur eigi hið mesta hól skilið fyrir eftirfarandi: „Þá vildi Lúðvik færa út strax og* var að hugsa um smáútfærsl- ur hér og þar á ströndinni. Guðmundur hindraði þetta" (Leturbr. B. Gr.) Þarna reynir Gröndal sem sé að halda því fram að það sé utanríkisráðherra persóriu- lega sem hafi komið í veg* fyrir að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á grunn- línum jafnhliða stækkuninni' í 12 mílur. En ummælin um hindranir Guðmundar í land- helgismálinu eiga einnig að ¦. •; minna á að daginn áður eit,.. - .... -¦ ¦ væru staðráðnir í áformum sínum." Jafnhliðá þessari fag- uryrtu lýsingu segir Gröndal svo um þennan fund: „Blaða- menn féngu ekki að vera við- staddir, aragrúi ritara og ráðunauta varð að halda sig utan dyra. Ráðherrarnir voru einir með Spaak." Gröndal er þannig mjög mikið i mun að berja því inn í lesendur að Guðmundur sé einn til frá- sa,gnar um frammistöðu síína á fundi þessum, að það sé Guðmundur sjálfur sem hafi haldið því fram áð hánn hafi sýnt vifðuleik og rökfestu og einurð „í fyrsta og eina sldpt- ið sem islenzkur utanríldsráð- herra hefur þurft að .... lýsa íslenzkri stefnu". En það er ekki aðeins þetta hárftoa spott sem vakir fyrir Gröndal: hann er einnig vit- andi vits að minna lesendur sína á atburði þá sem gerðust eftir þennan sama ráðherra- fund en um þá eru fleiri til frásagnar en Guðmundur einn. Þá hófst sem kunnugt er samningamakk við Atlanz- hafsbandalagið. Þá gekk ekki á öðru en símhringingum og skeytasendingum milli utan- ríkisráðherra og embættis- manna hans í París. Þá kom formleg beiðni frá NATO um að íslendingar frestuðu stækk- un landhelginnar og tæ'kju upp samninga í staðinn. Þá lá við að stjórnin sundraðist vegna þess að Alþýðubanda- lagið neitaði öllum slíikum samningum og krafðist á- kvörðunar strax. Gröndal er vitandi vits að rifja það upp að það kostaði heillar viku stjórnarkreppu að fá utan- ríkisráðherra til að sýna virðuleik og rökfestu og ein- reglugerðin var gefin út í sumar, lagði utanríkisráð- herra til að útgáfu hennar yrði frestað. Sú hindrun tókst að víisu ekki, en söm var gerðin. Lýsing Gröndals á baráttu Guðmundar fyrir því að afla erlendar viðurkenningar á landhelginni er einstaklega ill- kvittin. Hann segir: ,,Nú hófst þrotlaust starf utan- ríkisráðherra .... Sendimenn ræddu við ríkisstjórnir, sendi- berrar voru kallaðir fyrir, ritlingar voru gefnir út skeyti send, bréf send. Mótmæla-- orðsendingar bárust og voru harðorðar." Með þessu er Gröndal að minna á að utan- ríkisráðherra kom því ekki í verk að svara einni einustu mótmælaorðsendingu sem: okkur barst. Hann er að minna á að ráðherrann hafði ekki framtak i sér til að láta útbúa upplýsingarit um málið handa útlendingum fyrr en rúmri viku áður en stækkunin kom til framkvæmda, en fram að þeim tíma stóðu sendiráðin uppi ráðalaus þegar blaða- menn og aðrir leituðu til þeirra og báðu um gögn. Og" Gröndal er sérstaklega að minna á að þegar erlendir- blaðamenn flykktust hingað til að safna vitneskju um rök- semdir Islendinga, lokaði ut- anríkisráðherra sig inni og neitaði að tala við nokkurn þeirra, en sjávarútvegsmála- ráðherra og forsætisráðherra. urðu að taka að sér verkefni hans, — auk Gröndals sjálfs. Sérstaklega hefur Gröndal glott þegar hann skrif aði þessa setningu: „Arangurinn Framhald á 10. siðu,.=

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.