Þjóðviljinn - 23.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.09.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Alger stéttarleg eining verkalýðsins getur ætíð hindrað eínahagsráðstafanir afturhalds En sú eining hans þarf einnig að geta knúð fram þjóðfélagslegar slupulagsbreytingar, er geri það mögulegt að standa undir hækkuðum launum og bættum lífskjörum alþýðunnar Verkalýðurinn er sterkasta stétt íslands, ef hann stendur sameinaður. f- fýrsta lagi af því hann framleiðir mestöll verðmæti, sem ""- þjóðarbúskap- ur;nn byggist á. í öðru lagi af því hann er fjölmennasta stétt þjóðarinnar, raunverulega um helmingur hennar. í Alþýðu- sambandi íslands ei-u nú um 30,000 vinnandi manns. Með fjölskyldum þess verkafcT.ks er þar samankominn meirihluti þjóðar vorrar. Ef þessi fjöldi kemur fram sem einn vilji, eitt afl, fær ekkert vald á íslandi bugað hann, þessvegna er ekki hægt að stjórna íslandi á móti því valdi verkalýðsins, sem birtist í samtökum hans, ef þau koma fram sem einn aðili. Þessvegna er ekki hægt að gera efnahags- legar ráðstafanir gegn verka- lýðnum, til þess að rýra lífs- kjör hans, ef hann er sammála um að láta ekki rýra þau. 1942 stóð verkalýðurinn einróma gegn því að láta gerðardóms- fjötrana eyðileggja samtaka- mátt hans og hindra kjarabæt- Ur hans. Þess vegna var gerð- ardómsfjöturinn rofinn. Slík þarf eining verkalýðsins að vera til sigursællar sóknar. En hver verður þá afle;ðing- in, ef verkaiýðurinn stendur einhuga gegn efnahagslegum ráðstöfunum afturhaldsins, til að rýra lífskjör hans, eða ein- huga um afrknýja fram kjara- bætur sér til handa? Stöðvast þá ekki atvinnulífið,. sem aftur- haldið talar oftast um að standi ekki undir lífskjörunum? Nei. Á því er engin nauðsyn,^ ef annaðhvort atvinnurekend- ur sjálfir hafa vit á að skipu- leggja 'þjóðarbúskapinn skyn- samlegar eða verkalýðurinn bendir þeim á, hvernig skuli gera það, ef þeír taka það ekki upp hjá sjálfum sér. Það verður ætíð að lita á íslenzkan þjóðarbúskap sem eina heild, þegar verið er að taka ákvarðanir um hvort verkalýðurinn getur fengið betri kjör eða ekki. Kröfur verkalýðsins um betri lífskjör og kraftur hans til að knýja þau fram, er höf- uðframfaraaflið í þjóðfélagi voru. Þegar verklýðshreyfingin er nógu samhent og sterkt, til að knýja fram kjarabætur, neyðist atvinnurekendavaldið og ríkisvaldið til þess að gera ráðstafanjr til að standa und- ir þeim kjarabótum. Og það er altaf hægt: Atvinnurekendur geta séð um að fá ný og afkastameiri tæki, skipuleggja betur vinnuna, gera framleiðsluatvinnuvegun- um auðveldari afkomu á kostn- að verzlunarauðvalds (t. d. olíu- félaga o. s.í frv., banka (t d. vaxtaupphæðar etc. og annarra slíkra aðila, sem oft reita til sín ljónspartinum af gróðanum, sem vinna verkalýðs'ns skapar þjóðfélaginu í heild. Ríkisvaldið getur skipulagt ríkisbáknið miklu betur, spar- að fé við að samema ýmsar einkasölur, lagt niður óþarfa banka og aðrar stofnanir, sem vax.'ð hafa eins og villiskógur í rí.kisbákninu, hætt vinnunni á herstöðinni á Keflavíþurvelli, dregið úr ýmsum veíklegum framkvæmdum, sem mega bíðaj þegar útflutningsatvinnuveg-^ ina vantar vinnuafl, en mæ^ti aftur auka, ef hætta væri ,á atvinnuleysi. En allt þetta þýðir að það verður að ráð- stafa fé þjóðarinnar með til-. liti til heildarhags, en ekki út frá því sjónarmiði að í'eyna að hafa áhrif fyr> ákve<5na póli- tíska flokka me$ því að ausa ríkisfé í einstök kjördæmi án tillits til þjóðarhags. En afturhaldsöfl í þjóðfélag- inu reyna oft að koma sér hjá því að láta undan kröfum verkalýðsins á þennan hátt, er skapa framfarir í þjóðfélaginu, ¦— og reyna þá að „snuða" aí- menning og þjóðfélagið í heild með því að auka í sífellu álög- ur á þjóðinni, fella raunveru- legt gengi krónunnar, verðmæl- inn í þjóðarbúskapnum. Þetta hefur gerzt í ríkum mæli hér á fslandi, vegna þess að voldugustu fésýslufyrirtæki íhalds og Framsóknar hafa haft allt að vinna, en engu að tapa við sífellda gengislækkun! Svikamilla afturhaldsins ,. er þessi: . , Bankarnir eru rikisbankar. Ríkið og almenningur eiga veltufé þeirra. Fésýslumenn Framsóknar og íhalds tryggja sér með flokksvaldi yfirráð þessara banka. Siðan lána þeir fyrirtækjum sínum fé ríkis- bankanna og almenmngs. Fyr- irtækin festa síðan féð í fast- eignum og framleiðslutækjum. Síðan er gengið látið falla, stundum rólega, stundum ört. Og borgi viðkomandi fyrirtæki yfirleitt nokkuð af skuldunum, Þriðja gresn Ein- ars Olgeirssonar þá í stórlækkuðum krónum. — Þannig græða þau fésýslufyr- irtæki, sem eru í náðinni, — en almennir sparifjáreigendur tapa, og ríkisbankarnir reyna að ná sínu tapi upp með háum vöxtum, sem svo sí;'ga at- vinnulífið. — f auðvaldslönd- unum í kringum okkur myndi þessi leið stöðugra gengislækk- anna, til að afskrifa lán og arð- ræna sparifjáreigendur ekki vera fær, vegna þess að þar eru flestir stórbankanna einka- bankar auðmanna, er vilja fá jafngóða peninga til baka og þeir lána út. Vera má og að viss voldug fésýslufyrirtæki hér á landi hefðu ekki látið pólitiska flokka sína vinna eins að gengislækkun og þau hafa gert, ef þau hefðu átt bank- ana og verið að lána almenn- ingi sitt eigið fé! Verkalýðurinn þarf að stöðva þessa svikamyllu fésýslumann- anna. Láta hætta því að auka í sífellu álögurnar, hækka fjár- lögin, fella gengið, — og knýja fram skipulagsbreytingar í þjóðarbúskapnum og ríkiskerf- inii, sem geri þjóðfélaginu fært að standa undir síbatnandi lífskjörum. Verkalýðurinn má ekki láta afturha'dinu haldast uppi að nota jafnt alþýðuna sem ríkiskerfið sem féþúfu. Og það gildir e.'nu máli í þessu efni hve marga „hagfræðinga" slík fésýslufyrirtæki kunna að taka á leigu, til þess að sanna að ekki sé hægt að bæta lífs- kjörin. Jafnvel hagfræðingarn- ir munu taka að kenna bæði atv'nnurekendum og ríkisstjórn hvar og hvernig sé hægt að reka þjóðar- og ríkisbúskapinn betur, er þeir reka sitt lærða höfuð í þann óbrotgjarna múr, sem einhuga og víðsýn verk- lýðssamtök eru. Alþýðusamband fslands, sam- tök meirihluta þjóðarinnar, þess vinnandi fólks, sem stend- ur undir þjóðarbúi íslands, heíur einróma krafizt þess á 25. þingi sínu: — að hætt sé þeirri stefnu að minnka i sí- fellu kaupmátt launa, — að höfð séu full samráð við verk- lýðshreyfinguna um lausn efnahagsmála þjóðfélagsins, — að tryggð sé -full atvinna allra fslendinga við þjóéhagsleg nytjastörf, — að grundvöllur sé lagður að batnandj Jífskiör- um hins v nnandi fólks, — að keyptir séu hinir lög- ákveðnu 15 togarar til lands- ins, — að fjárfestingu þjóðar- innar sé fyrst og fremst varið til þess, sem þjóðhagslega séð er nauðsynlegt, — að tekin sé upp heildarstjórn á þjóðarbú- skapnum. Það er íími t'I kominn að alger stéttarleg eining verka- lýðsins sé sköpuð uin þcssi málefni, svo verklýðssamtök- Íb getí sein ein, sterk heild knúið' allar þessar kröfur sínar íiwiii og það tafarlaust. <*-- Hálfscsnitleikui* Loftur Bjarnason útgerðar- maður skrifaði í fyrradag mikla iofgrein um Þórarinn Ol- geirsson í þrjú blöð, átaldi blöð fyrir að gagnrýna þann ágæta mann og sagði: „Þórarinn hef- Ur aldrei verið framkvæmda- stjóri við togaraútgerð Rinovia félagsins. Það er því tilhæfu- laus rógur að kenna Þórarni um ágengni og árekstra togara þessa félags við islenzku varð- skipin undanfarnar vikur." Þetta er því miður aðeins hátf- sanníeikur hjá Lofti Bjarna- syni. Þórarinn er einn af fram- kvæmdastjórum Rinovia-fé- lagsins; að vísu ekki „við tog- araútgerð" heldur við landan- ir. Sú staðreynd er því óhögg- uð að hann er einn af helztu Framhald á 10. síðu. •¦¦:y-ngT^?"*TJi| :- '.^W-Imhp'ui w.wim. "^•¦w.ii^iy.T"--*¦¦¦¦ Sföan forsœtisráðherra Kína, Sjú En-lœ, birti heima hernum yfirlýsingu sína um frelsun Formósu á fjöldafundi í Peking 7. september er talið að yfír 212 milljónir Kínverja hafi lýst stuðningi við yfírlýsinguna á fjöldafundum um land allt. — Myndin hér fyrir ofan er frá fjöldafundinum við hlið hins himneska friðar í Pebing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.