Þjóðviljinn - 23.09.1958, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.09.1958, Síða 9
Þriðjudagur 23. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (ð Um 150 ungir drengir iðka knaffspyrnu í Hafnarfirði Félagsheimili í smíðum, margar áætlanir á döíinni # ÍÞRÓTTIR mrSTJORt,» rnlHAHH UELGASOS Frá enskri knattspyrnu: Á laugardaginn var bauð Knattspyrnuráð Hafnarf jarðar fréttamönnum úvarpe og blaða, þeim er íþróttaskrif annast, að koma til Hafnarfjarðar og kynnast af sjón og raun því sem er að gerast þar í sam- bandi við knattspyrnumálin. Tóku þeir Albert Guðmundsson, þjálfari Hafnfirðinga, og Axel Kristjánsson formaður Knatt- spyrnuráðs Hafnarfjarðar á móti fréttamönnum sem stefnt var saman á knattspyrnuvell- inum. Þegar fréttamennirnir komu upp á völlinn mátti sjá að þar var töluvert um.að vera. Margt manna var þar ungra og gamalla. Veittu menn því fljótt athygli, að þar var hús í smíðum og að því unnið af kappi miklu. Margir menn stóðu á þaki hússins og negldu niður nýjar plötur á pappalagt þakið. Kom nokkuð kynlega f-yrir að risið var þarna af grunni nýtt hús, þvi að fynr fá.um vikum var þarna óenert jörðin. En það var ekki um að vill- ast, hér var orðið til nærri fok- helt 65 fermetra hús. Nýtt félag'sheimili Þegar inn í húsið kom heyrð- ist ekki mannsins mál fyrir hamarshöggum allra „smið- anna“ sem á þakimi unnu, og varð Albert að gera ráðstaf- anir til þess að þagga niður f þeim þegar hann fór að lýsa framkvæmdum. Hér er að rísa af grunni fé- lagslieimili okkar knattspyrnu- manna í Hafnarfirði, sagði AI- 'bert. Að því hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og eingöngu af félagsmönnum og áhuga- mrnnum. Eins og þið sjáið, heldur hann áfram, er heimili þetta sambyggt við búningsklef ana sem við reistum fyrir tveim árum. Hann bendir á stað í byggingunni og segir að þar eigi að vera eldhús, og þar verði möguleikar til þess fyrir félagana að njóta til,- verunnar. Við gerum okkur vonir um að smíði húss þe'ssa verði lokið um næstu mánaða- mót (eða um áramót, ekaut . Axel inní brosandi) og þá ger- um við ráð fyrir að í þvi verði bókasafn fyrir ungu mennina að leita sér fræðslu í. Við æti- umst einnig til þess að hér verði þreytt tafl og spil. Hér verður líka fundarstaður fyrir knattspyrnumennina fyrirfundi sem er í öllum flokkum, en ekki sízt til umræðna um knatt- spyrnumál. I króknum sem myndast milli heimilisins og KR vann Val og Fram vann Þrótt Á sunnudaginn fóru fram tveir leikir í meistaraflokki. Úrslit urðu þau að KR vann Val með einu marki gegn engu. Höfðu KR-ingar nokkra yfirburði yfir Val. Síðari leik- urinn endaði með sigri Fram 4:2. Nánar verður sagt frá leikj- unum á morgun. búningsklefans er ætlunin að gera stórar svalir, þar sem mjög er skýlt og tilvalið til að fá sér sólböð í góðu veðri. I heildarbyggingunni verður svo eitt herbergi fyrir þann sem sér um heimilið og bún- ingsklefana. Við höfum undan- farið haft á leigu félagsheimili í bænum, segir Albert, og það hefur sýnt sig að áhuginn fyrir því hefur eiginlega fætt þessa framkvæmd áf sér. Það er líka að verða vaxandi stór hópu'r ungra. drengja sem leggur leið sína á völlinn og bæjarstjórnin hefur sýnt mikinn áhuga fyrir því að styðja okkur og taka á móti þeirri æsku sem til okk- ar kemur og veita henni að- stoðú til tómstundaiðju, og erum við mjög þakklátir fyrir það. Við viljum líka að pilt- arnir eýni í verki að þeir vilji einnig eitthvað á sig leggja til þess að skapa aðstöðu. 1 fáum orðum sagt: Það er það uppeldislega sem við viljum leggja höfuðáherzluna á. Sem kunnugt er liggur knatt- spyrnuvöllurinn í Hafnarfirði uppi á holtinu fyrir sunnan bæ- inn og til hliðar við annan enda hans er bvgging sú sem sagt liefur verið frá. Stendur hún hátt og er víðsýnt yfir bæ og fjörð. Þegar menn höfðu skoðað og heyrt lýsingar á því sem þarna átti að gerast, var gestum boð- ið til kaffidrykkju í Alþýðu- húsinu. Þar voru og komnir bæjarráðsmennirnir Krístjáa Andrésson og Kristinn Gunn- arssson. Þar ávarpaði Axel Kristjánsson gestina. og bauð bá velkomna. Sagði hann að í augnablikinu væru knatt- spyrnumenn Hafnarfjarðar staddir á einskonar vegamót- um, og okkur er ljóst að við verðum að herða. róðurinn. Tarðvegurinn er fyrir hendi, bað er aðeins að plæg.ja hann. Þá tók Albert til máls og sagði. m.a.: í haust eru 3 ár liðin síðan tveir menn úr Hafnarfirði báðu mig að koma og kenna knatt- spyrnu. Á fyrstu æfinguna mættu 10 piltar. Aðstaðan var ekki góð, við urðum að nota búningsklefana við fimleika- húsið og stundum að vera. í Sundhöllinni og fá bað þar. Þá var horfið að því að þyggja búningsklefana sem þið sáuð áðan, og það gerðu piltarnir sjálfir. En við vorum heppnir. Bæjarstjórnin og einstaklingar stóðu með okkur, og skilningur almennings kom líka á þörf- um fyrir aðstöðuna og starfi okkar og nauðsyn þess að hafa hér góðan knattspymuflokk. 411t þetta gerði okkur svo bjartsýna að ráðast í það að byggja félagsheimili. Nú er svo komið að við höfum í kringum okkur hátt á arrnað hundrað ungra drengja. Ráðinn ]>,jálfari Til þess að annast leiðbeining- ar fyrir þessa drengi hefur ver- ið ráðinn skozkur þjálfari til 5 ára, en það er Murdo Mc- Dougall, og hefur hann getið sér góðan orðstír hér á landi áður fyrir kemislu og leiðsögn meðal ungra drengja, og á sín- um tíma naut ég kennslu hans. Hann hefur verið hér í tvo mánuði og hefur þegar skráð 150 til 160 drengi til æfinga.' Allt hefur þetta út- gjöld í för með sér, en við von- um að það blessist. Albert Guðmundsson Á völlinn uppfrá verður komið fyrir ýmiskonar tækjum til æfinga, sem öll miða að því að auka leikni drengjanna. Má þar nefna skotpalla, fastar stengur til þess að leika í kringum, gálga fyrir knetti sem hanga í bandi til að skalla og sparka, skotkassa, svo eitthvað sé nefnt. Balc við allt þetta og aðal- atriðið í þessu öllu saman er það uppeldislega, að við getum átt þátt í því að skapa góða menn, nýta borgara, hvort sem þeir halda áfram að iðka knatt- spyrnu eða þeir hverfa frá þá verði hin góðu áhrif og góðu minningar efst í huga þeirra. Nýr keppnisvöllur knattspyrnumanna ? Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að við hér eigum að reisa sérstakan knattspyrnu- völl þar sem aðeins er leikin knattspyrna, og hann byggðúr sem slíkur. Ég hef athugað sérstakan stað úti í hrauninu sem mér finnst alveg tilvalinn fyrir knattspyrnuvöll, og sennilega gæti það orðið gróða- fyrirtæki að reisa hann, sagði Albert og brosti. Mér er það Ijóst, hélt Al- bert áfram, að þetta kostar mikið, en ég hef hugsað mér að gera tilraun til þess að stofna „Velunnarafélag" knatt- spvniumálanna hér í Hafnar- firði. Þar á ég við að safna eins stórum hóp áhugamanna og mögulegt er, helzt einum manni úr liverju húsi þar sem ungur drengur á heima, og fá þá til að vinna með okkur að þvi að ska.pa. drengjunum skil- yrði, eins fljótt og kostur er. Arsenal efst í Fyrra laugardag höfðu flest liðin í ensku deiidakeppninni leikið 7 leiki. Það lítur út fyrir að hið fræga lið Arsenal ætli að verða sigursælt að þessu sinni, eða að minnsta kosti byrjar það vel, því að eftir þessa sjö leiki er félagið efst með einu stigi meira en Luton. í fyrra var sem lið Arsenal næði sér aldrei veru- lega upp. Það þótti því lofa góðu er það vann Tottenham, sem er Lundúnahð líka, en oft hefur verið mikil keppni milli þessara félaga. Arsenal vann með 3 : 1. Það var vinstri út- herjjnn, Gordon Nutt, sem byrj- aði að skora fyrir Arsenal, þeg- ar nærri 40 mín. voru af leik og litlu síðar skorar miðherjinn David Herdsem aftur fyrir Ars- enal. Hann skoraði einnig ann- að mark nokkru fyrir leikslok. Mark Tottenham kom í fyrri hálfleik. Um 60 þúsund áhorfendur sáu leikinn, sem fór frani á High- bury-velli Arsenals. Velunnur- um félagsins þykir vel horfa að félagið skuli vera efst eftir að hafa verið í mörg ár á neðri hluta listans í fyrstu deild. Luton er næst efst, náði jafn- tefli við Bolton heima og lauk leiknúm án þess að mark yrði skorað. Bolton hafði mörg tæki- færi til að skora og sigra, en Nat Lofthouse var ekki með, hann er meiddur og var því um kennt að ekki hefði tekizt betur með að skora en raun varð. Wolverhamton þrengdi sér meðal efstu félaganna með því að vinna Blackburn 2:1, heima hjá Blackburn. West Ham, sem kom frá ann- arri deild í fyrra, er meðal þeirra liða sem hafa 9 stig, en það fór illa í leik þess við Notthingham Forest, þar sem það tapaði með 4 : 0. Virtust leikmenn West Ham tregir og ekki vel fyrir kallaðir. Chelsea hefur átt góða leiki og byrjað yfirleitt vel í sumar. Það vann Aston Villa með 2:1, sem var litill sigur, því að Aston Vjlla er annað Ijðið að neðan. Fyrir leiknum í Newcastle var mikill áhugi, og voru það gest- irnir sem „drógu“, en það var Manchester United. Viðureignin fór á þá leið að jafntefli varð 1:1. Newcastle skoraði fyrst Yrði helzt um að ræða vinnu- framlag. Með hinum vaxandi skilningi Hafnfirðinga á starfi okkar er ég bjartsýnn á að al- menningur veiti drengjunum sínum þann stuðning, sem þarf til þess að koma þessu í fram- kvæmd. Formaður bæjarráðs, Krist- inn Gunnarsson tók og til máls. Kvaðst hann hafa fylgzt með því sem væri að gerast í knatt- spyrnumálum bæjarins og vera mjög þakklátur þeim Albert Guðmundssyni og Axel Krist- jánssyni fyrir starf þeirra. Hann kvað hinn alrnenna á- Framhald á 11. síðu. 1. deild rétt fyrir lejkhlé, en aðeins 2 mín. síðar hafði M.U. jafnað, og var það Bobby Charlton sem skoraði. Það hefur gengið heldur jlla fyrir Everton það sem af er og er liðið neðst á listanum. Til þess að hressa upp á liðið keypti félagið ungan leikmann frá skozka félaginu Celtic, Bobby Collins að nafni. í fyrsta leik sínum með þessum nýliða tókst Everton að vinna Manchester City með 3 : 1. Var þetta fyrsti sigur liðsins á- þessu nýbyrjaða keppnistímabili. Collins skoraði eitt markið. Er talið að sigur þessi boði gott fyrir liðið. Staðan í deildakeppninni fyrra laugardag, var þessi: I. deild: L U J T M S Arsenal 7 5 0 2 29- 9 10 Luton 7 2 5 0 9- 5 9 Bolton 7 3 3 1 15-11 9 Wolverhamton 7 4 1 2 15-12 9 Westham U. 7 4 1 2 16-14 9 Chelsea 7 4 1 2 22-21 9 Manchester U. 7 3 2 2 19-10 8 West Bromw. 7 2 4 1 15- 8 8 Blackburn 7 3 2 2 19-11 3 Preston 6 3 2 1 12- 7 8 Blackpool 7 3 2 2 10- 8 3 Nottingham F. 7 8 2 2 15-12 9 Leeds 7 1 5 1 6- 9 7 Newcastle 7 3 1 3 13-16 7 Portsinouth 7 2 2 3 13-16 6 Leicester C. 6 2 2 2 8-13 6 Burnley 7 2 1 4 12-15 5 Manchester C. 7 1 3 3 12-18 5 Birmingham 7 1 3 3 5-13 5 Tottenham 7 1 1 5 11-19 3 Aston Villa 7 1 1 5 12-23 3 Everton 7 1 0 6 7-21 2 II. deild: L U J T M Fulham 7 6 1 0 23- 9 13 Sheffield W. 7 5 1 1 18-10 11' Brislol City 7 5 0 2 20-12 10 Middlesbrough 7 4 1 2 19- 8 9 Leyton Orient 7 4 1 2 16-11 9 Grimsby 7 3 2 2 17-15 8 Stoke 7 4 0 3 14-17 8 Austur-þýzkt körfuknattleikslið væntanlegt 5. október n.k. er vænanlegt hingað til lands austurþýzkt körfuknattleikslið frá I.eipzjg. Er það frá félagi nemenda í í- þróttaháskólanum þar í borg'. í flokknum verða 10 Ieikmenn. 2 fararstjórar og 1 þjálfari. Liðið mun dvelja hér 10 daga og leika fjóra leiki við ÍR. í- þróttafélag stúdenta, sem er^ Reykjavíkurmeistari, íþróttafé- lag Keflavíkurflugvallar, sem er Islandsmeistari, og svo við úr- vaislið. Þetta er fyrsta evrópska körfu- knattleiksliðið, er hingað kem- ur og er það eitt af beztu liðum í Austur-Þýzkalandi. Það kemur hingað í boð.s ÍR og mun ÍR fara utan í boði þess í ágúst næsta sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.