Þjóðviljinn - 24.09.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1958, Síða 1
IVIUINN Erienda? fréttxr á 5. síðu. Miðvikudagur 24. september 1958 — 23. árgangur — 215. tbl. Stórfelldir herflutningar á helztu þjóðveg- unum án alls samráðs við íslenzka aðila Vopnaðir bandarískir hermenn við umferðarstjórn á helztu vegamótum í nágrenni Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar á aðalumferðartímanum síðdegis í gær í gœr var skýrt hér í blaðinu frá óvenjulegum her- og vopnaflutnmgum bandaríska hernámsliðsins milli Keflavíkurflugvallar og Hvalfjarðar í fyrradag. Þessum flutningum var haldið áfram í gœrdag með peim hreytingum pó, að nú ók bílalestin hlaðin vopn- um (m.a. fallbyssum), skot- fœrum og sjálfsagt ein- hverju öðru dóti frá her- námsliðinu, auk hermanna, frá Hvalfirði til Keflavíkur, en hermenn með alvœpni gættu helztu vegamóta, sem um var farið í nágrenni Reykjavíkur, og stjórnuðu jafnframt umferðinni! I viðfali við Þjóðvilj- ann síðdegis í gær, sagði fóntas Arnason deildar- sijóri í svonefndri „varn- arntáladeild" utanríkis- ráðuneytisins, að her- námsliðið hefði hvoxki jhaft samráð við deildina um flutninqa þessa né fengið leyfi hennar til þeirra oq yrðu þegar gerðar ráðstafanir til að þetta endurtæki sig ekki. Eins og Þjóðviljinn skýrði stuttiega frá í gær, urðu menn sem leið áttu um þjóðvegina í nágrenni Reykjavíkur í fyrra- dag varir við mikla bílalest á leið frá Keflavíkurflugvelli til Hvalfjarðar. I lest þessari voru litlir og stórir bílar, svo og faUbyssuvagnar. Unnu her- námsbðar að því að koma þess- um fallbyssum fvrir við her- stöðina í Hvalfirði þá um kvoldið. Fallbyssur og skotfæri Síðdegis í gær var Þjóðvilj- auum svo skýrt Frá því, að mikil lest herflutningabíla (sennilega sama lestin og fór norður í fyrradag) væri þá | á suðurleið úr Hvalfirði. Jafn- framt væru vopnaðir verðir við helztu vegamót hjá Elliðaán- um, í Fossvogi og Kópavogi. Er fréttaJnáður kom að gatna- mótum Reykjanesbrautar og Nýbýlávegar í Fossvogi laust fyrir klukican hálf fimm síð- degis í gær, voru nokkrir bíl- afitna í herflutningalestinni að Ikomast að vegamótunum. Fremstir fóru litlir jeppabílar ffuilskipaðir hermönnum, e« á Vopnaður bandarískur her-1 maður við gatnamót Reykjanesbrautar og Ný- býlavegar laust fyrir klukkan fiinm í gærdag. (Ljósm. Sig. Guðm.) Bandaríski herinaðurinn lítur sem snöggvast upp i'rá umferðarstjóminni á Ilafnarfjarðarvegi. eftir þeiin óku nokkrir stórir grænmálaðir lierbílar (trukkar) með strigatjöld yfir vörupalli. Aftan í suma þessara bíla voru tengdar fallbyssur á lijólum en flutningavagnar j aðra; sumir bílanua voru hlaðnir kössuni og málað á hliðar þeirra orðin ,Explosive‘, ,Sprengiefni‘, aðr- ir virtust fullskipaðir liermönn- um. Á eiftir stóru bílunum konm svo fleiri jeppar og enn nokkrir stórir trukkar; virtist ffarmur þeirra hinn samj og þeirra sem á undan fóru. Hermenn við umferðar- stjórn Herflutningalestinni var ekið frá Elliðaánum um Nýbj'laveg í Fossvog, síðan eftir Reykja- nesbraut um Kópavog en sveigt út af henni við Álfaskeið inn á nýja veginn, sem lagður hef- ur verið fyrir ofan og austan Hafnarfjörð. Fóru herbílarnir saman í smáhónum, fíórir til sex bílar í hverjum að því er I bezt varð séð, en alls munu ! sjónarvottar liafa talið nokkra | tugi bíla, smárra og stórra, í lest þessari. Á vegamótiinum við Ell- iðaár, í Kópavogi og við Alfaskeið voru vopnaðir her- menn í græmini kakhi-bún- ingurn. Stjórnuðu þeir um- ferðinni á þessuih stöðmu, er herbílarnir óku framhjá, en bílaumferð var geysimik- il þarna sem væuta má á þessum tíma dags. Fjölmörg börn þyrptust kring- um hina vopnuðu Verði og að vegarbrún Reykjanesbrautar, er þau urðu hinna óvenjulegu flutninga vör. Má hrein mildi teljast að ekki urðu þarna nein slys af völdum hinnar gífur- legu umferðar. Án sambykkis ((varnar- tnáladeildar" Sumir halda því fram. að herflutningar bandarískra her- námsliðsins hér á landi síð- ustu dagana eigi beinlínis ræt- ur að rekja til verndaðra land- helgisbrota Bandaríkjamanna við Kínastrendur og á For- mósusundi en séu í engum tengslum við ,,vernd“ gegn of- beldi Breta í íslenzkri land- helgi. Má vel vei’a að þetta. sé rétta skýringin, en Þjóðviljinn taldi þó rétt að leita álits á- Framhald á 3. síðu. Skorað á stjórnarflokkana að efna heit sitt í haust Frá fréttaritara Þjóðviljans á Siglufirði. í gærkvöldi, mánudaginn 22. september, héldu sam- tökin „Friölýst land“ fund í Alþý'öuhúsinu á Siglufiröi. Ræöumenn voru séra Rögnvaldur Finnbogason, Ragnar Arnalds og Jónas Árnason rithöfundur, Fundarstjóri var Hlööver Sigurösson skólastjóri. - I fundarlok var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: „Almennur fundur haldinn á Siglufirði 22. september 1958 að tiihlutan samtakanna „Frið- lýst Iand“, hvetur Islendinga að sameinast um þá kröfu, að stjórnniálaflokkarnir þrír, er standa að núverandii ríkis- stjórn, efni lieit sitt um endur- skoðiui hen erndarsamningsins við Bandaríkin með uppsögn hans fyrir augum. I þessu sani- j bandi lill fundurinn íniniia á | það, að í samningnum er kveð- ! ið á lun 18 mánaða uppsagnar- ! frest, J annig að néfndir stjórn- inálaflokkar geta ekki efnt lieit sitt á yfirstandandi kjörtíma- I bi’.i og farið þar með að vilja j kjósenda siiuia, neina hafizjb | verði handa í þessum efnuiu. þegar á þessu hausti“. ^

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.