Þjóðviljinn - 24.09.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.09.1958, Blaðsíða 10
2) ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUNDIN — (3 Alaugardaginn kemur eru liðin 100 ár frá fæðingu þjóð- skáldsins góða, Þorsteins Erlings- sonar. Hann var fæddur 27. sept- ember 1858 i Stórumörk und- ir Eyjafjöllum sonur Erlings Pálssonar og Þur- íðar Jónsdóttur. Mánaðar gamall fór Þorsteinn í fóstur til ömmu sinnar í Hlíðar- endakoti í Fljóts- hlíð. Þar átti hann heima þar til hann hafði lok- ÞORSTEINN ERLINGSSON ið stúdentsprófi og sigldi til Kaupmannahafnar til frekara náms. Fljótshiíðin og Hlíðar- endakot urðu Þorsteini tíð yrkisefni og munu allir landsmenn kunna kvæðið í Hliðarendakoti (Fyrr var oft í koti kátt). Þorsteinn elskaði sann- leika og réttlæti og bar kjör lítilmagnans fyrir br-jósti. Hann unni dýr- um og orti mörg sín feg- urstu ljóð um þau. Þið munið flest kunna kvæði eins og ,,Þér frjálst er að sjá“ eða „Sú rödd var svo fögur“ Og líklega ejga mörg ykkar bókina „Litli dýravinurinn“. Ekki er vegur að telja upp verk Þorsteins eða rekja æviferil hans í stuttu máli svo vel fari; Við viljum aðeins biðja ykkur að minnast hans með því að fletta upp í bókum hans og lesa. Þyrnar munu vera til á flestum heimilum. Það verður auðvelt fyrir ykk- ur að njóta listar hans, því hann orti svo einfalt að hvert barn skilur það, sem hann vill segja. Enda sagði hann sjálfur um skáldskap sinn: „Hitt þykir mér senni- legt, að ekki þurfi að leggjast djúpt til þess að finna það vit, sem ætl- ast er til, að sé í Ijóðum mínum, því ég hef oft varið miklum hluta af meðgöngutíma þeirra til þess, að allt yrði sem allra Ijósast og ótviræð- ast, helzt svo, að greind börn gætu skilið“ Þorsteinn dó 28. sept- ember 1914, daginn eftir 56. afmælisdaginn sinn. SIGGASAGA Siggi litli fékk einu sinni að ganga sér til skemmtunar um bæinn með henni frænku sinni. Á þeirri ferð sá hann margt, sem hann hafði gaman af,- en sérstaklega var honum starsýnt á mann, sem var að járna hest Þegar hann kom heim sagði hann: „Mamma, ég sá mann, sem var að smíða hest“. „Nei, sástu það? Það hefur víst verið tréhest- ur“, sagði móðir hans. „Nei, nei“, sagði Siggi. „Það var alveg lifandi hestur. Ég sá svo greini- lega, að maðurinn var að enda við að negla undir hann fæturna" „Sólskin“. SKRITLA Kennarinn: Þú hefur hagað þér svo illa, Jón, að þú átt ekki skilið að vera meðal siðaðra manna. Komdu hingað og stattu hjá mér. !•••••••••••••••••< Sigríður Einars. frá Munaðarnesi: Fyrsta langferðin Fyrsti dagur. Hún orgaði af öllum kröftum og sparkaði með báðum fótum, þar sem hún lá endilöng á gólf- • jnu. — Þið verðið að lofa stelpunni með ykkur. Hún heyrði, þrátt fyr- ir orgið, að það var Manni bróðir, sem sagði þetta, og þegar móðir hennar játaði því, stein- þagnaði hún og hlustaði með athygli. Jú, hún átti að fá að fara með þeim, það var afráðið. Hún vay klædd í nýja kjólinn, nýju, mjúku þelsokkana, skóna með hvítu eltiskinns- bryddingunum og þvengj- um, sem bundið var um öklana, Svo var hún sveipuð stóru sjali. Henni var nákvæmlega sama um allt þetta stúss. Það tók ekki heldur langan tíma. Móðir hennar var alveg tilbúin, komin í reiðfötin, sítt og vítt pils úr dökku efni og í samlita peysu, sem var hneppt með mörgum gljáandi svörtum hnöpp- um í hálsmálið og nið- ur að mitti Svo kallaðí faðir telpunnar inn 1 dyrnar: — Þið verðið að flýta ykkur. Hún heyrði það og var þæg meðan henni var þvegið og greitt og skældi ekki þótt það væri alltaf sárt að láta greiða hrokkna hárið. Hestarnir stóðu týgjað- ir, bundnir við hesta- steininn hjá traðarveggn- um. Þegar mæðgurnar komu út. í dyrnar, fór faðir telpunnar að leysa hestana og teymdi söðul- hestinn, sem móðir henn- ar átti að ríða að hárri bakþúfu. — Þú verður að kyssa Manna bróðir þinn, sagði móðir hennar, því það er honum að þakka að þú færð að fara með okkur, nú situr hann eft- ir heima svo þú getir farið, svona er hann góð- ur við þig. Telpan sagði ekki orð, en setti stút á munninn og kyssti Manna, sem fylgdi henni út á hlað og stóð þar með báðar hend- ur í buxnavösunum, dá- lítið hreykinn og ánægð- ur með sjálfan sig. Hann hafði gert það sem var hrósvert. Eiginlega lang- aði hann ekkert í þetta ferðalag og þó, — svolít- ið liafði hann hlakkað til, en stelpan orgaði og lét svo illa og hún hafði aldrei fengið að fara neitt en hann var oft áður búinn að heimsækja afa og ömmu. Hann var líka orðinn stór strákur og vildi vera mikill mað- ur. Hann ætlaði að sofa einn í litla rúminu sinu í ves’turendanum. Hann var ekkert smábarn. Það var bezt að lofa stelpunni . að fara núna. BÖRN ERU LlKA MENN Oftar en einu sinni hef- ur Bæjarpósturinn birt harðorðar langlokur um hve hegðun barna sé ábótavant í strætis- vögnum. Þau taka sæti frá fullorðna fólkinu. Miklu oftar verður mér á að hneykslast á fram- komu fullorðna fólksins við börn í strætisvögn- um. Börnum er oft skipað úr sætum á líkan hátt og stjakað er við hund- um, sem flækjast fyrir. Einhverju sinni var ég áhorfandi að því að stæðileg, miðaldra kona rak hálfvaxna stelpu, sem var að burðast með krakka, úr sæti með þessum orðum: „Farðu , .þarna frá, , stelpa“ Steípan hröklað- ist úr sætinu og átti erf- itt með að hemja krakk- ann í þrengslunum. Mörg dæmi þessu iík mætti telja upp, en ég vil aðeins minna fólk, sem undrast dónaskap barna, á það, að börnin læra það, sem fyrir þeim: er haft. Og bezta ráðið er að sýna bömum engu minni kurteisi en öðru fólki. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. september 1958 Framhald af 7. siðu. andi félögin sem þau mættu missa. Þá birti hann og á- skorun í blöðum til einstak- linga, sem eiga kynnu eða hefðu í fórum sínum heimild- ir um verkalýðshreyfinguna, að gefa það Alþýðusafninu. Um það ganga spaugilegar sögur hve ýtinn Borge var að herja slíkt út úr mönn- um, en margir voru — og eru enn — fastheldnir á þess konar minjar. Bf allt annað brást. var hann vís að minna hina þrjózku flokksfélaga á að „einkaeign er þjófnaður!" Þá kom Borge sér í samband við allar prentsmiðjur sem al- þýðusamfikin notuðu og fékk þœr til að senda eafninu aukaeintök af öllu prentmáli. Uppskeran varð furðumikil. Að þremur árum liðnum taldi hann í safni sínu um 12000 plögg og muni. En fáir vissu ran þetta yfirlætislausa elju- og trúnaðarstarf. Fyrsta ár safnsins, 1904, leituðu 43 til þess. Árið sem leið voru þeir 3000 sem Alþýðusafnið lið- sinnti, allmargir langt að komnir frá öðrum löndum. * Hvað var það þá sem Osear Borge lagði svo mikið kapp á að geymdist ? í greinargerð- inni með upphaflegu tillög- unni um skjalasafn verkalýðs- hreyfingarinnar lagði Borge áherzlu á að ekkert blaðsnifsi mætti álíta gagnslaust, „hversu lítið eða lítilfjörlegt sem það kynni að virðast11. Og eftir því var farið. Til safnsins streymdu funidar- gerðabækur verkalýðsfélaga og annarra alþýðusamtaka, allt aftur til hinna fyrstu í landinu, gjaldkerabækur og reikningar, bréf og flugmiðar, kaup- og kjarasamningar, veggauglýsingar, félagsmerki, félagaskírteini, aðgöngumiðar að árshátíðum félaganna, smátt og stórt. Smælkið og einstök blöð var lagt inn x opnur úr stifum pappír og þær aftur í pappaöskjur, bæk- lingar flokkaðir og bundnir milli pappaspjalda, allt vand- lega skrásett og fljótfundið. Þarna er t.d. allt varðandi sama fagsamband haft á sama stað, og því svo marg- skipt eftir félögum og félags- deildum. Þarna eru handrit að fyrstu lögum Alþýðuflokksins með hendi Axels Danielssonar, glæsilegs foringja sem féll frá á bezta aldri, og uppkast að fyrstu ríkisstjórnaryfirlýsingu flokksins, með hendi Hjalm- ar Brantings. Frá Branting fékk safnið að honum látnum stærstu gjöfina, bækur, bréfa- safn og önnur handrit, enda heldur safnið til haga hverju smáræði varðandi ævi hans og starf. k Og fleira var geymt en skrifuð og prentuð blöð. Gam- an er að sjá minjarnar um fyrsta sósíalistíska áróðurs- manninn í Svíþjóð sem nokk- uð kvað að, skraddarann August Palm, en hann hóf baráttu sína um 1880. Hér er ekki einungis heilt og gott eintak af blaði haris Folkvilj- an (Þjóðviljinn) fyrsta sós- íalistíska verkamannablaði Svíþjóðar er gefið var út í Málmey, heldur líka handrit að fyrsta fyrirlestri hans um sósíalismann, gleraugu sem brotnuðu í, stympingum eitt sinn þegar átti að henda honum niður úr ræðustóli í Stokkhólmi og tveir haglega gerðir teningar úr brauði sem hann dundaði við í fangelsi. Ýmislegt spaugilegt er líka geymt á Alþýðusafninu. Þar eru t.d. frumlegir sparibaukar frá þeim tíma að verið var að aura saman í blaðaútgáfu verkalýðshreyfingarinnar, — þá var það Socialdemokraten sem stofnað var til af fátæk- um mönnum með 108 króna höfuðstól. Þarna eru ávörpin, flugmið- arnir og hótunarbréfin úr verkfrllunum. miklu i Svíþjóð á fyrsta áratugi aldarinnar, og meira að segja ófrýnilegt safn af bareflum og hnífum sem verkamenn í Málmey tóku af stórri sveit verkfalls- brjóta þar í borg, og er ekki iengra síðan en 1926. Og þarna eru gamlir fánar verka- lýðsfélaga og flokksdeilda, komnir úr stríðinu, upplitaðir af hörðum veðrum. ★ Mörgu var safnað. Og furðulegt er hve miklu Borge hefur komið í verk. Ekki má gleyma úrklippubókunum, þar sem saman er komið óhemju efni úr blöðunum varðandi verkalýðshreyfinguna og ein- staka þætti hennar, einstök fagsambönd og félög. Einn af samstarfsmönnum Borge (dr. John Lindgren) segir frá því hve hann hneykslaðist á því fyrst í stað að sjá sjálfan forstöðumann safnsins sitja við það dag eftir dag að líma inn í úr'klippubækur og fannst að hann ætti að fá sér snún- ingastrák til þess. En þegar Lindgren komst að raun um að Borge lét sér ekki nægja að líma heldur skrifaði jjjfn- framt skýringar, tók afrit, dró saman efni, þýddi sumt úr öðrum málum, — þá hætti hann að hugsa um þetta sem verk fyrir snúningastrák. Annar samverkamaður segir frá því, að þegar Borge fór úr bænum í helgarfrí, hafi hann oft tekið með stóra tösku fulla af blaðaúrklipp- um, lími og papuír — til að dunda, við í fríinu, Þv! fer þó fjarri, að Öscar Borge væri neinn einsetukarl eða sérvitringur. Honum er lýst sem ástríkum eiginmanni og föður, sem átti lí'ka frístund- ir afgangs handa börnum sín- um, þó flestar færu þær i AI- þýðusafnið. \ Þegar Oscar Borge dó, 1938, var Alþýðusafnið orðið merk og mikils virt stofnun. Forystumenn sænsku alþýðu- samtakanna kepptust um að hylla hann sjötugan 1932, star.f hans öllum kært, hafið yfir deilur, metið jafnt af sósíaldemókrötum, kommún- istum og anarkistum. Um þrjátíu og sex ára skeið hafði hinn hægláti náttúru- fræðingur unnið verkalýðs- hreyfingu Sviþjóðar ómetan- legt starf. Alþýðusafnið f Stokkhólmi, Arbetarrörelsens Arkiv, geymir verk hans og og minningu. Fáir félagar hans úr Verdandi og fyrstu stjórnmálafélögum sænska Alþýðuflokksins munu eiga óbrotgjarnari minnisvarða. (meira) m j liggnr leiðiD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.