Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. september 1958 Held 'eir Kojufélagi minTi, hinn háset- inn, er í bélgjunum. Lágt skvamp heyrist um leið og hann fleygir þeim út fyrir. Net- in renna aftur af skutnum. Andskoti. veltur dollan! Allt í kringum okkur eru bát- Það er búið að setja í gang. Léttur titringur fer um báts- skrokkinn í takt við þægilegt mai vélarinnar. Stýrimaðurinn og ég stöndum fram á hvalbak og bíðum þess, að gefin verði skipun um að leysa. Ailir komnir? Órökuð ásjóna skipstjórans birtist út um opinn glugga í tarúnni. Hann er í bláum dugg- ara með sixpensara á höfði. Á bak við hann glittir í 1. meist- ara, er þurrkar kámugar hend- ur sínar með tvisti. Já, það eru vist allir komn- ir. Því er nú helvítis ver, hrýt- ur af vörum kokksins um leið og hann stekkur um borð með brauðkassa undir hendinni. Fá- um víst ekki frí þess vegna! Hann snýst á hæli og hverfur þusandi niður um lúkarsopið. Við stýrsi glottum. Það er búið að leysa að aft- an. Svo er gefið smá stuð á- fram og sjóétnir innviðir tré- bryggjunnar nötra er byrðing- urinn skellur á henni. Um leið stríkkar í springnum og bát- urinn mjakast hægt frá að aft- an, Hjálpsöm hendi losar springinn af bryggjupollanum um leið og hann slaknar á ný og við fljótum hægt frá bryggjunni. Við förum í hálfhring afturá- bak. Síðan er sett á fulia ferð ¦út úr hafnarmynninu. Skáhall- ir, ávalir boðar liða spegilslétta ílðtinn beggja vegna. Við sitjum í - lúkarnum og l'áum okkur kaffisopa. Margt er skrafað. Fyrsta mál á dagskrá: Landhelgisdeilan auðvitað! Helvítis Bretinn! Brýtur öll siglingalög. Re'ynir að keyra niður fyrir okkur varðskipin. Og hvað skyldi hann ætla með fangana? Var tekki svona bíræfinn þegar ver- íð var að drasla. 'onum hálf- dauðum upp Látrabjarg. En bann er búinn að tapa þessu máli, Hvurnin á að fiska undir lierskipavernd. Bretinn tapar alltaf. Aumingja Bretinn! Málið er rætt frá ýmsum hliðum. Hvað eigum við að gera? Kalla Kristinn heim? Já, og reka Giljakrist úr landi. Viðskiptabann á Breta. Og úr- sögn úr NATO. En þá miss- Tim við blessað „varnarliðið"!? Held 'eir megi missa sig. Vildu ekki verja okkur, helvítis aum- ingjarnir, eins og þeim bar þó skylda til samkvæmt samning- num Held 'eir megi fara. Við eigum eftir að gera belg- ina klára. Við skiptum með okkur verkum. Eg stend í stí- unni framundír og kasta belgj- unum afturá, þar sem hinir taka við þeim og raða þeim í miðhólfið og ofan á spilið. Einhver bölvar, því ég hafði nærri fleygt belg í sjóinn. Ann- ars segir enginn neitt. Þá er það búið. Meira eftir að gera? Taka saltið! Helvítis djö; . . . aldrei er friður. Og svo tökum við salt- ið. Tunnan fuli — og svo meg- um við sofa það sem eftir. er . af útstíminu. Klukkan er hálf fimm. Ég fleygi frá mér salt- í'ötunni og klifra niður lúkars- stigann og smýg í koju. Þríf dagblað og les eina grein um Jón bola áður en ég sofna. Helvítis Bretinn! Aumingja Bretinn! „En við munum ná rétti okk- ar ........" Og ég svíf inn í draumalandið. Það er kominn talsverður veltingur, er ég hrekk upp við ráma rödd, ér kallar niður um skelettið. Leggja, strákar! Það tekur. mig töluverðan tíma að ná almennilegu sam- bandi við efnisheiminn. Hálf- sofandi þríf ég etígvélin og þokukenndar verur svífa enn fyrir draumþrungnum sjónum mínum, er ég klöngrast upp um lúkarsopið. Hvaða djöfuls vitleysu var mig annars að dreyma. Merki! hrópar ráma röddin, sem nú er komin aftur í gang- inn stjórnborðsmegin. Það er komið myrkur. Klukkan er kortér yfir tíu. Ég er í kaplinum. Hann er hringaður upp framundir og ég rek hann aftur á milli fóta mér. Þegar ég kem að merki skjögra ég með það aftur eftir þar sem stýrimaðurinn, eig- andi rámu raddarinnar, tekur við því og heldur því uppi meðan 1. meistari hnýtir sért- ann á. Sértinn er bundinn í horn netsins. í hinum enda hans er auga og í það eru belgirnir bundnir. ar undir Ijósum. Sumir eru að leggja — aðrir' ennþá að stíma. Lóðar? kalla ég upp til skip- stjórans er stendur í brúnni og gefur áfram eftir því sem meir rennur út af trossunni. Tómur skítur. Smokkur og marglytta, Þegar búiðer að.leggja setj- um við fast að framan og bindum endann á kaplinum aftur á spilkoppinn. Báturinn snýr stefni í vindát.tina og Frans A. Gíslason, höfundur greinarinnar, er ung- ur menntamaður og stundar nú íeknetjaveiðar1 á vélbátnum Erni Arnarsyni í Hafnarfirði. dregur netatrossuna á eftir sér á rekinu. Framan á siglutrénu logar á ljóskeri. Svo förum við í lúkarinn og fáum okkur kaffisopa. Hvít- klæddur kokkurinn stendur með rjúkandi ketilinn og hell- ir í framrétta bolla okkar. í útvarpinu skilar gelgjuleg ungpíurödd kveðju frá Guggu og Gaja til mömmu og Maju. Alfreð Clausen syngur, gjöriði so vel. Hlustaði nokkur á tíu-frétt- irnar? Hverju spáð' 'ann? Allt- af sama blíðan. Nokkuð frá Portoroz? Déskoti er strákur-. inn seigur. Og landhelgin? Til hvers erum við eiginlega að stækka landhelgina? Til hvers landhelgi — til hvers skip? Ungir menn vilja ekki fara á sjóinn. Nenna því ekki. Vilja heldur vera á skrifstof- um. . Það vill enginn vera á þess- um reknétabátum, segir 2, meistari og litur á mig, land- krabbann um borð. Það er heldur ekki von. þetta eru skítakjör. Ekkert kaup og aldrei fiskirí. Svo brosir hann til mín íbygginn og heldur áfram: Það eru ung- ir menn eins og þú (ábyrgðar- tilfinningin svellur í brjósti mér). Ungir menn eins og þú eiga að lagfæra þetta. Betri aðbúnað og hærra kaup. Há- setarnir eiga að hafa hæsta kaupið á reknetum. Þeir vinna mest. Hann glottir út undan sér til skipstjórans. Formennirnir hafa sosum ágætis kjör. Ró- legt að vera við talstöðina, Athugasemdin vekur almenna kátínu. Og talið fellur niður. Ég, landkrabbinn um borð, segi ekki orð. Hver á fyrstu vakt? Mér er sama — c-g.á síðustu. Hvenær á að ræsa? Fjögur — og nú er klukkan ellefu. Sem sagt fimm tímar, deilt með þremur. látum okkur nú sjá —- jú, klukkutími og fjörutíu mínút- ur. Ég er farinn í koju. Nokkra þumlunga frá eyranu á mér heyri ég öldurnar gjálfra í lágu hljóðskrafi við byrðjnginn. Andartaki síðar hafa þær vagg- að mér í svefn. Klukkan er tuttugu mínútur gengin í þrjú, þegar ég hend- ist. upp í kojunnj með andfæl- um við það að hendi er lögð á öxl mér. Fyrst í stað finnst •mér ég hanga í lausu lofti; milli tveggja heima. Rödd, hroðaleg og liót, berst til mín utan úr djúpinu. f örvæntingu minni þríf ég angistartaki í annan þessara óræðu veruleika. Loks átta ég mig þar sem ég sit upp við dogg og rígheld mér báðum höndum í koju- brúnina. Kojufélagi minn brosir góð- látlega, þar sem hann stendur á lúkarsgólfinu. Það er víst þín vakt; góði, segir hann. Ha, mín vakt — jú. Aldrei er friður. Það er enn svartamyrkur, er ég paufast upp á dekk. Eg fer fram á hvalbakinn og gæti að hvort allt sé í lagi. Ég get ekki greint síðasta belginn, en kapallinn liggur strekktur beint út af stefninu. Og eftir að ég hef rýnt góða stund út í svart- nættið, kem ég auga á bauj- una í hinum enda netsins. Eg fer aftur í brú og kveiki á dýptarmælinum. Engin lóðn- ing, Líklega ætlum ' við ekki að fá hana í dag. Sama sag- an. Asskoti hvað hún er treg. Það var öðruvísi hér áður. Gaman hefði verið að vera maður með mönnum í Hval- firði hér um árið. Æi, já. En þegar ég lít út yfir lunn- inguna- sé ég að hún veður allt í kringum bátinn. Allur sjór- inn krökkir af sild. Það glamp- ar á silfurlitan kvið hennar í birtunni frá bátnum, Kannski við ætlum að fá hana! Annars segja sumir, að mað- ur fái hana ekkert frekar þótt hún vaði. Síldin er óútreiknan- leg. Fjöldinn allur af fræðing- um og allra handa reiknimeist- urum hafa árum saman strit- azt við að reikna út síldina —' og flestum mistekizt. Kannski er síldin bara á undan okkur í dæminu og hefur reiknað út mennina? Væri ekki ráð að við kæmum okkur npp nokkr- um drífandi síldarsálfræðing- um!- Og þá væntananlega síld- arspekúlöntum? Færi hefur verið bundið fast við lunninguna framanverða. Ég kippi í það. Ekkert á. Hann ætlar ekki að gera vart við sig, ufsinn. Eg reyni á ýmsum dýptum, dreg færið^upíp og at- huga beitúna, en hún er ósnert á önglunum. Bannsettur! Ég fleygi færinu út aftur' og fer niður í lúkar aftur, þusandi í barm mér um heimsku og þvermóðsku ufsans, sem af algjörri fyrirlitningu á fjár- öflunarþörf fátækra fúlsar við gómsætum síldarbita á skín- andi öngli og færi úr næloni frá Ameríku eða hver veit hvaðan. Niðri í lúkarnum hrjóta kokkurinn og kollegi minn. Djöfuls dýrin. Ég vaska upp, það sem ó- hreint er á borðinu. að því loknu sezt ég á hornbekkinn og fer að lesa þók, sem ég tók með mér að hejman. Öðru hvoru skrepp ég upp og at- huga hvort allt sé í lagi'. . , Og svo er klukkan allt í einu orðin fjögur, og ég fer-.afturí til að ræsa. Kokkinn hafði ég ræst nokkru fyrr og ylmandi kaffilykt leggur að vitum mér, er ég kem aftúr frammí. Smám saman tínast kailarnir geisandi niður í lúkarinn. Við sötrum kaffið þegjandi- Svo fara menn upp og í stakk- ana. Stýrimaðurinn fer fram á að leysa og við hinir skiptum með okkur verkum. Einn við spilið, einn að lempa kapalinn framundir, einn að hringa hann niður. En svo kemúr endasért- inn, kokkurinn fer í kapal- inn og við hinir röðum okkur á netið, nema skipstjórinn, sem' er á rúllunni. Það er ekkert í fyrstu netun- um. Ein og ein síld, sem við hristum úr með hálfgerðri ó- lund. Svo eykst svolítið í þeim, en samt er þetta bölvaður reyt- ingur. Taktu slakann, maður! Óendanleg, að því er virðist, rennur trossan inn af rúllunni. Fimmtíu net hvert ea. 22 metr- ar; allt svo rúmur kílómetri og tilbreytingaleysi óendanleik- ans nær tökum á okkur, þar sem við stöndum út við lunn- inguna og hristum og hrist- um og hristum ........ Framhald á 10. síðu. £SKULYI>S L! sionn Ritstjórar: Eysteinn Þorvaldsson og Sigurjón Jóhannsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.