Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. septemhér 1958 — ÞJÓÐVIWINN — (7 Artnan daginn minn í Stokk- hólmi, svalan vordag, sól á lofti,* !mikið skýjafar, komst ég með hjálp borgarkortsins alla leið til Upplandsgatan 4, en í hverfinu þar í kringum Barn- husgatari eiga alþýðusamtökin sænsku hvert stórhýsið öðru glæsilegra og eru enn að "byggja Jþar í stórum sniðum. í í-eirini þessara stórbýgginga, í þrýðilegu húsnæði, er Al- þýðusafnið, Arbetarrörelsens Arkiv, sameign sænska Al- þýðusambandsins og Alþýðu- flokksins, flutti hingað 1940. Hér var einn sá staður sem ég hafði sagt sendiherranum s.ænska. eftir vandlega umhugs- nn aðég þyrfti að kynnast í Svíþjóð. Lidén ritstjóri, í Tílaðadeild sænska utanrikis- ráðuneytisins, hafði beðið starfsfólkið að vera mér inn- anhandar, en ég held að óhætt væri að koma þangað ókynnt- -ur. Þarna í safninu eins og hvarvetna þar sem ég leitaði' "til trúnaðarmanna sænsku -verkalýðshreyfingarinnar átti ég að mæta bróðurlegu orði og ;viðmóti, alúð og hjálpsemi. i.Mér virtist þjóðsagan um istirfni Svía við ókunnuga á- líka vel grunduð og þjóðsagan er sundurgreint og .skráð all.t : það efni Sém til^afnsíiíá kém- i ur, og þar er geymd skráin i mikla, sem. ná mun yfir allt að 400 þúsund safnmuni af ýmsu tagi- ÍJénni ér fyrst rað- að eftir löndum, og síðan marg- skipt innan hvers lands, svo mjög fljótlégt er og greiðlegt að ganga'' að hverju því sem safnið á ' várðandi verkalýðs- hreyfingU' hv.ers lands eða éin- •staka þæ'tii hénnár. Til vinstri við ganginn er svo lestrár-'og vinnusalur og eru þar 12 víhnuborð og rúm fyrir. fleiri. Þar eru í hillum fyrir stafni handbókasafn, upp- sláttarrit um sænska verka- lýðshreyfingu og alþjóðlega, orðabækur (þar á meðal Blön- dalsorðabók) o.fl. Annar vegg- ur salarins er nær samfelldir gluggar en á þeim veggnum sem að ganginum snýr eru f jór- ar langar skáhillur með tíma- ritum um verkalýðshreyf- ingu og sósíalisma á fjölmörg- um Evrópumálum. (mér töldust tímaritin vera talsvert á ann- að hundrað). Hér eru tímarit sósíaldemókrata, kommúnista, anarkista og verkalýðsfélaga víðsvegar að úr heiminum, svo enginn vandi virðist að fylgjast Sigurður Guðmiuidsson: Dr. Tage Iindbom Sögusaín alþjódlegrar shreyíingar ¦. Önnur grein um Alþýðusafnið, Arbetaírörelsens Arkiv, í Stokkhólmi um nízku Skota — ég varð herinar aldrei var, fáa útlend- ingá hefur mér reynzt auðveld- ara að tala við og skilja en Svía. Kynnin af fólkinu í Al- i þýðusafninu, ég nefni sérstak- lega dr. Tage Lindbom, dr. VWanda Lanzer og hr. Peter Pöpþel, eru mér ein bezta minningin frá Svíþjóð. ^ Upplandsgatan 4 er nýtízkt ;stórhýsi, strangt í línum, með stórum og miklum gluggum. iSafnið er á neðstu hæð. Kom- ið er fyrst inn í alllSngan gang, og eru þar á veggjum mynd- ir af brautryðjendum sósíal- ismans og meðfram veggjun- virn sýningarkassar með mun- um . og handritum vmdir gleri. Til hægri við ganginn eru ¦ vinnuherbergi starfsfólksins, einnig þau stór og björt. Þar með því helzta sem gerist í verkalýðshreyfingunni bara af þessum skáhillum. Langmestur hiutí safnsins er svo geymdur á tveimur kjall- arahæðum, bókasafnsdeildin á efri hæðinni og á þeirri neðstu handritasafnið og dýrmætustu safnmunimir. Er bókum og handritum þar haganlega og tryggilega, komið fyrir, öllu á járnhillum til að draga úr elds- hættu. Eru hilíurnar svipaðar og hillurnar, í Skjalasafni Reykjavíkurbæjar. Stærð safns- ins, eins *og það er nú, má marka af því að þar eru í notk- un meira en 7000 hillumetrar, á öllum þremur hæðunum. Til samanburðar má geta þess, að hið nýja Skjalasafn Reykjavík- ur hefur rúm fyrir 600—800 hillumetra. Gengið er niður í €> bókasafnsdeild Alþýðusafnsins. kjaliarana, en lyfta til að flytja bækur og aðra safnmuni milli hæða og léttir hand- vagnar til að flytja á bækur og blöð. Ekki verður annað sagt en að eigendur safnsins hafi búið prýðilega að því, bæði til geymslu og nota. Kostnaði við safnið er nú þann- ig skipt milli eigendanna, að Alþýðusambandið ber hann að þrem f jórðu hlutum en Alþýðu- flokkurinn að einum fjórða. * Nú skal vikið að þeim tíma- mótum í ævi safnsins er urðu 1938, er stofnandi þess og fað- ir, Oscar Borge, féll frá. Safn- ið var þá orðin gróin og mik- ils virt stofnun með talsverðu starfsliði, verkalýðshreyfingin sænska orðin mikils megandi. Nýi forstöðumaðurinn var val- inn úr hópi 37 umsækjenda. Ungur menntamaður dr. Tage Lindbom, varð fyrir valinu, og hefur hann stjórnað safninu í 20 ár með þeim skörungsskap að augljóst er að vel var valið. Hann kom heldur ekki ókunn- ugur að safninu, hafði setið þar löngUm stundum að rann- sóknum og notið starfs fyrir- rennara síns í ríkum mæli. Þá þegar hafði dr. Tage Lindbom ritað margt varðandi sögu sænskra alþýðusamtaka. Sama árið og hann var ráðinn for- stöðumaður safnsins varði hann doktorsritgerð við Stokk- hólmsháskóla, gagnmerkt rit um fyrstu áratugi verkalýðs- hreyfingarinnar í Svíþjóð (Den svenske fackföreningsrörelsens uppkomst och tidigare historia 1872—1900), Efnið í það rit fann hann langmest á Alþýðu- safninu. „Doktorsritgerð mín væri líklega óskrifuð ef ég hefði ekki haft þetta safn upp á að hlaupa, og sama máli gegnir um þær tvær doktors- ritgerðir aðrar sem fjalla um sænska verkalýðshreyfingu", hefur hann látið hafa eftir sér. * Nýi forstöðumaðurinn var maður nýrra tíma og gustur þeirra fylgir honum inn í Al- þýðusafnið. Hann hefur verið óþreytandi að boða verkalýðs- hreyfingunni hvílíkt vopnabúr og reynslusjóður sagan er al- þýðusamtökunum, og hann á það til að verða óþolinmóður og hvassyrtur ef honum finnst það sjónarmið ekki eiga nægi- legum skilningi að fagna. Hann virðist hafa sett sér það mark að gera Alþýðusafnið að al-' hliða rannsóknar- o^ vinnu- stofnun um sö^u verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíalisma, en ekki einungis hinn sænska þátt þeirar miklu sögu, held- ur einnig alþjóðlega, 'jafnframt því sem trútt eru hafðar í heiðri hinar frjálslegu megin- reglur Öscars Borge: í blaða- viðtali á fyrsta ári 'síriu í sem forstöðumaður safnsins segir dr. Tage Lindbom m.a.t , Það er me^inatriði varðandi safnið að það er hlutlaust, flokkspólitiskt séð, kbmmúnist- ar og syndikalistar hafa auðg- að það engu síður en sósíal- demókratar; og víst er að það gefur nú heildarmynd af sænsku verkalýðshreyfing- unni". Ári síðar se^ir dr. Tage Lind- bom í blaðaviðta'i við Social- demokraten, að , sá misskiln- ingur hefur grafið um sig að Alþýðusafnið sé safn þar sem ríki grasasafnssjónai-T-ið, að við sitjum hér og grúfum okk- ur yfir forngripi. Hlutverk okk- ar er að vera til verklegrar aðstoðar þeim sem vifna að hinum ýmsu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar, og við erum reiðubúnir til hjálp- ar hverjum þeirra sem er". Tilgangurinn með- stofnun Alþýðusafnsins var að sjálf- sögðu sá að koma upp skjala- og minjasafni fyrir sænsku verkalýðshreyfinguna, og safna einnig öllu því máli prentuðu sem tiltækilegt væri um það efni. Óhætt er að fullyrða að þeim tilgangi hafi verið náð svo vel að einstætt megi teljast. En brátt varð til talsvert bókasafn um verkalýðshreyf- ingu annarra landa, fyrst aðal- Framhald á 10. síðu. í-i"-''¦¦<¦*¦¦¦ 2/*. ¦ ' •*' , *v ^ét i»^<««^É»j ^W^Jíe ~^fm-'i: ¦JK**!^?* Bréf frá Leriái til óþeklctra viðtakenda í Stokkhólmi eru með- al handrita Alþýðusafnsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.