Þjóðviljinn - 28.09.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1958, Síða 1
Sunnudagur 28. september 1958 — 23. árgangur 218. tbl. Blikksmiðir kjósa fulltrua sinn Félag blik'ksmiða hélt fund í gær og kaus fulltrúa á Al- þýðusambandsþing. Aðalfúlltrúi var kjörinn Magnús Magnús- son, varafulltrúi Ólafur Á. Jó- ihannesson. Þeir biðu aðeins skipunar að sigla landhelgisbrjótnum til haínar Bretar réðust að íslenzhu löggtezlumönnunum með hníium3 júrnhöll- um ag heitum sjjó. hiðu samt iœgri hlmt«— en til hrers rar barizt? í íslenzku varðskipsmennirnir sem tóku landhelgis- brjótinn Paynter úti fyrir Vestfjörðum á fimmtudaginn og voru að því komnir að sigla með hann til hafnar, vissu ekki hvaðan á sig stóö veðrið þegar þeim bárust þau fyrirmæli frá yfirstjórn landhelgisgæzlunnar að þeir skyldu fara frá borði. Þá höfðu þeir staöið í stymping- um við togaramenn, sem réðust gegn þeim með hnífa, járnkalla og heitan sjó að vopni, og hiifðu borið þá ofur- liði. Það er ekki að furða að einn skipverja á Maríu Júlíu komst svo að orði við Þjóðviljann í gær að þeir varðskipsmenn hefðu verið bæði „sárir og leiðir yfir málalokum". f gærmorgun kl. 7 kom María Júlía til Akureyrar og' setti þar á land Hrein Þorkelsson 2. vél- stjóra á skipinu. Hreinn kom hingað til bæjarins með eftirlits- flugvélinni Rán og náði frétta- maður blaðsins tali af honum á heimili hans að Lokastíg 15, seinnipart dags. Hreinn er nú að hefja nám í Vélstjóraskólan- um. Hann varð góðfúslega við beiðni fréttamanns að segja les- endum Þjóðviljans frá hinni sögulegu viðureign við brezka togarann Paynter. Forsagan Frásögn Hreins Þorkelssonar er svohljóðandi: „Þetta byrjaði með því að skipherrann á Díönu hafði sam- band við Maríu Júlíu og bað leyfis um að fara með sjúkan mann af togaranum Paynter til hafnar. Skipherrann svaraði því til að togaranum væri velkom- ið að fara inn með manninn og skyldi varðskipið fylgja honum inn. Segir þá skipherrann á Díönu að maðurinn þoli ekki flutning aftur yfir í togarann. Var þá Jeitað álits ráðuneytisins og gaf það herskipinu leyfi að sigla inn. Þetta gerðist á tíunda tímanum á fimmtudagsmorgun. Eftir þetta siglir herskipið til nálægs togara og iætur hermenn um borð í hann og siglir síðan inn til Patreksfjárðar, en hafði áður gefið togurunum skipun um að fara út fyrir fiskveiðitak- mörkin. Þeir hlýddu því misjafn- lega fljótt og síðastur var tog- arinn Paynter er kastaði vörp- unni áður en hann sigldi út fyr- ir mörkin. Við fórum nú að togara sem var þarna ekki langt undan. Óðinsmenn íara um borð Óðinn aftur á móti siglir að Paynter og kemur skipsmönnum þar að óvörum og tekst að koma mönnum um borð án mótspyrnu. Skipherrann á Óðni hefur þá samband við okkur, pn við vor- Brezka herskipið á PsfreksfirSi um 10 mílur undan, og biður okkur að veita sér liðsauka. Óðinsmenn höfðu komizt um borð án þess að vera veitt mót- spyrna, og skipaði skipstjórinn á brezka togaranum mönnum sínum því að hafast ekkert að. Hann hefði ekki fyrirmæli um annað en varna íslenzkum varð- skipsmönnum uppgöngu. Hlýddu ekki fyrir- mælum Hásetarnir lilýddu ekki þess- lun fyrirmæluin lieldur hófu á- rás á varðskipsmenii. Við það lilaut einn skipverji á Óðni nokkur meiðsli og' var hann séinna flutlur inn til Patreks- fjárðar. í þvi vorum við komnir og þar sem togárinn hafði látið akkerið falla þá var hægur vandi fyrir okkur að komast um borð. Við tókum vélarrúmið í okkar hendur og mættum þar nokkurri mótspyrnu, þeir voru með hnífa, spanna, járnkarla, heitan sjó og fleira. Biðu aðeins skipunar Urðxi nokkrar stympingar og átök en við gátum hrakið þá úr Herskipið Diana bíður rétt fyrir utan höfnina er kastað upp í fjöru, --------------- vélarrúminu og náðum því al- gerlega á okkar vald og biðum aðeins skipunar um að sigla af stað. En þá vorum við allt í einu kallaðir frá borði. Vissum við eiginlega ekki livaðau á okk- ur slóð veðrið og vakti þetta mikla reiði. Um leið og við vorum að ganga upp úr vélarrúminu reyndi einn Bretinn að ráðast á þann er aft- ast fór með hníf að vopni, og bjóst til að stinga hann. En ís- lendingurinn Varð hans var í tæka tíð og sparkaði aftur fyrir sig og hitti kauða í andlitið og er þar trúlega um sama mann að ræða og Reuter sagði frá að slasazt hefði í átökunum. "■ Allan þann tíma sem þetta stóð yfjr voru varðskipsmenn í stöðugu sambandi við Land- helgisgæzluna. Fréttamaður spurði nú um Framhald á 11. síðu í Patreksfirði meðan sjúka togaramanninum — Ljósm.: Guðbj. Gunnarsson. Landhelgi og „hervernd44 Samtökin -Jriðlýst land" halda almenna fundi á Vestfjörðum Samtökin „Friðlýst land“ halda 4 fundi á Vestfjörðum nú um helgina. Umræöuefnið er, eins og á öðrum fund- um samtakanna að undanfömu: Landhelgin og „her- verndin“. Tveir fundir verða í dag, á Suðureyri kl. 2, og á Flateyri kl. 5. Annað kvöld verður fundur á Bolungarvík, og á þriðjudags- kvöld verður fundur í Alþýðu- húsinu á ísafirði Ræðumenn á þessum fundum verða: Séra Baldur Vilhelmsson, Ragnar Arnalds, Jón Baldvin Hannibalsson og Jónas Árnason. Austfirðingar og Norðlending- ar lýstu stuðningi sínum við þá baráttu í sjálfstæðismálum,' sem Tilræði við verkalýðssamtökin nú er hafin að frumkvæði sam- takanna „Friðlýst land“, með mikilli fundarsókn og einarð- legum ályktunum þar sem skor- að var á stjórnarflokkana að efna heit sitt um að láta herinn fara, — og er ekki að efa' að svo muni einnig verða um Vest- firðinga. Þakkir til braut- ryðjandans i Alþýðublað’.ð birtir grein- ar lessa daga sem virðast skri l'aðar fyrir útlendinga eða einhverja sem enga liug- mynd lutfa iun það sem ger- ist í íslenzku þjóðlífi. Þann- ig' virðist blaðið lialda að samsæri lvægri krata og Sjálfstæðisílokksins um að hrifsa vöidin í Alþýðusam- handinu sé enn eitthvert latuuingarmál og óhætt sé að láta eins og engin slík sani- vinna eigi sér stað! Nev, þetta samsæri er upp- víst, jietta tilræði hægri- manna Alþýðuflokksins við verkalýðssamtöikin er ölliim augljóst. Engum inanni sem þekkir til verkalýðshreyf- ingarinnar kemur til lvugar að Morgunblaðið haldi uppi liosningu Alþýðuflokks- manna á Alþýðusambands- |\ng í því skyni að efla lveildarsamtölc verkalýðsins. Engiim verkainaður, sem veit nolduið um baráttu verkalýðsfélaganna á Is- land'i, trúir því að Morgnn- blaðið, málgagn svartasta afturliaidsins í landinu, herj- ist fyrir því að koma íhalds- mönnum í stjórnir verka- lýðsfélaga til að efla sam- tök verkamanna! 1 g^er mælir Morgunblað- ið t.d. inni'.ega með þvi að^ siglfirzkir verkamenn kjósi \ Alþýðusambandsþing í- haldsmenn og hægri krata, til að „freistá að hnekkja valdi kommúnista í félag- inu“. llér fyrir sunnan vælir Alþýðublaðið uin það dag eftir dag að „einangra" þurfi „kommúnista" í verka- lýðsfélögunum. Þeir rilja það sama ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins og ráðainenn Alþýðufloltksins. Sjálfstæðisflokkurinn veit hvað hann \ifl. En væit Al- þýðufiokkurinn h\-að haiui er að gera? Framkvæmdanefnd Sósíalista- flokksins kom í gær saman við leiði Þorstein Erlingssonar. Lagði Einar Olgeirsson krans á leiði Þorsteins Eriingssonar. „Kveðja og þökk til brautryðj- andans frá Sameiningarflokki; alþýðu — Sósíalistaflokknunv." Fulltniar bíl- ' stjóra á Akureyri 1 Sjálfkjörnir fulltrúar Bif- reiðaetjórafélag Akureyrar á ASÍ-þing urðu þessir: Höskuld- ur Helgason og Jón R'ögnvalds- son. Til vara: Garðar Svan- laugsson og Baldur Svanjaugs- son.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.