Þjóðviljinn - 28.09.1958, Side 6

Þjóðviljinn - 28.09.1958, Side 6
|$>) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. september 1958 Þióðviliinn ÖtBeíanm; naineinínMWflokkar aihÝOu - Bóslallataflokkurlnn. - Rttstjóran MaKnús Kjartansson áb.), SlgurSur Guðmundsson. — Préttarltstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson, Ivar H, Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, SigurJón Jóhannsson, Sigurður V. FHðhjófsson. — AuglýslngastJóri: Guðgeir Magnússon. Ritstjórn, af- grexösla, augiýaingar, prentsmiðja: Skóla.örðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 llnur). — Askrlítarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðax. - Lausasöluverð kr. 2.00. - Prentsmiðja ÞjóðvilJansi. Lærir vonandi af reynslunni 'F-.að fór illa á því að dóms- * málaráðherra skyldi á- varpa þjóð sína með hroka eftir mistök sín s.l. fimmtu- dag. Hann sagði að þjóðin, sem einróma gagnrýndi á- kvarðanir hans, léti stjómast af ,,öldum óvildar og reiði“, en hann einn mótaði gerðir sinar af „dómgreind og yfir- vegun“. Þessu er öfugt far- ið. Afstaða þjóðarinnar er rökrétt og skynsamleg, en framferði ráðherrans hlýtur að hafa mótazt af einhverjum þeim tilfinningum sem sízt mega eiga aðgang að æðsta manni landhelgisgæzlunnar á vandasömum tímum. T?n þótt dómsmálaráðherra " skorti þrek til að viður- kenna mistök sín í orði er þess að vænta að hann viður- kenni þau í verki. Vísbend- ingu íím það má sjá í Tíman- nm í gær, en hann segir í forustugrein sinni um málið: „það virði.st lágmarkskrafa, að skipin komi sjálf inn með sína raenn er leita þarf lækn- Is, og alveg fráleitt að brezk hersldp flytji menn af lánd- helgisbrjótunum til hafnar, til þess að veiðiþjófarnir eigi ekkert á hættu og geti haldið iðju sinni óáreittir áfram . . . vart munu Islendingar þola það, að þetta verði leikið hvað eftir annað, enda er slíkt framferði að bíta hpfuðið af skömminni". Og á sama hátt er það „fráleitt" og „að bíta höfuðið af skömminni“ að fyrirskii>a að landhelgisgæzl- an skuli lögð niður ef eitt- hvað af árásarskipum brezka flotans forfallast vegna þess að maður hefur fengið botn- langakast. Slíkar aðgerðir verða ekki afsákáðar með neinum ótta við erlend róg- skrif, eins og dómsmálaráð- herra gerði; á slík rógskrif höfum við engin áhrif, enda er framferði ráðherrans nú skýrt isvo af hálfu flotamála- ráðuneytisins brezka að Is- lendingar hafi yfirgefið tog- arann vegna þess að þeir hati orðið hræddir um að herskip- ið Diana kæmi aftur á vett- vang! Tj’n gert er gert, og nú ekipt- ir mestu máli að ráðherr- ann læri af reynslunni og láti þvílíka atburði aldrei end- urtaka sig. Einróma gagnrýni almennings ætti að verða honum aðhald til þess. Enginn erlendur dómstóll má fjalla um íslenzk innanríkismál fírezki utanríkisráðherrann, " Selwyn Lloyd, hefur borið fram þá tillögu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, að Islendingar og Bretar skjóti landhelgisdeilunni sameigin- lega undir úrskurð alþjóða- dómstólsins í Haag. Guð- mundur I. Guðmundsson ut- anríkisráðherra, sem talaði á eftir Lloyd, virðist ekki hafa svarað þessari tillögu, og ætti þó að vera auðgert að hafna henni umsvifalaust, svo frá- leit isern hún er. Það er afstaða íslendinga að stækkun landhelginnar sé algert innanríksmál, sem eng- inn erlendur aðili hafi rétt til að fjalla um. Á þeim forsend- um hafa tslendingar hafnað því að sérstakltega verði fjall- að um landhelgismál tslend- inga á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, og með sömu rökum kemur það auð- vitað ekki til greina að er- Iendur dómstóll, þó alþjóðleg- ur sé og á vegum Sameinuðu þjóðanna, taki sérstaklega fyrir landhelgismál okkar. AI- þjóðasamtökin geta reynt að ná allsherjar samkomulagi um almennar rcttarreglur á haf- inu, og ef allar aðrar þjóðir hlíta þeim reglum munum við Islendingar gera það einnig, en hitt er ósvífrn að leggja til að mál okkar íslendinga einna verði tekið út úr og af- greitt sérstaklega. T) retar áttu þess kost að leggja aðgerðir okkar ein- hliða fyrir alþjóðadómstólinn í Haag 1. sept. Þeir gátu einfaldlega kært okkur fyrir brot á alþjóðalögum, ef þeir hefðu trúað á sinn eigin mál- flutning. En þeir kærðu okk- ur ekki, og sú staðreynd talar sínu skýra máli. I staðinn réð- ust þeir á okkur með vopnuðu ofbeldi, og hafa alla tíð síðan skert fullveldi okkar með herskipum sínum. Með þeirri árás hafa Bretar sjálfir kom- ið í veg fyrir að þeir ættu þess nokkurn kost einhliða að ekjóta landhelgismáli okkar fyrir Haag-dómstólinn; þess vegna kemur Selwyn Lloyd nú, og biður okkur tslendinga að hjálpa sér! Við ættum víst ekki annað eftir. Tvetta hefði utanríkisráðherra * Islands átt að segja skýrt og skorinort, því þess gerist sannarlega ekki þörf að velta þessari nýjustu hugmynd brezku árásarmannanna fyrir sér. Við semjum hvorki um eitt né neitt við Breta, ekki heldur það að láta erlendan dómstól fjalla um líf okkar og framtíð. Úr því sem komið er eigum við það eitt vantal- að við Breta á alþjóðavett- vangi að ákæra þá fyrir árás á ísland og brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. iV -V Cv SKAEÞÁTTCR Ritstjóri: Sveinn Knstinsson 4>- Olympíaskákmótið Ennþá er eftir mesti skák- viðburður ársins, en það er Olympíuskákmótið er hefst í Miinchen 30. þessa mánaðar og milli 30 og 40 þjóðir víðsvegar að úr heiminum taka þátt í. Mótið er liður í hátíðahöldum í tilefni af 800 ára afmæii borgarinnar og hafa Þjóðverjar mánuðum saman skorið upp herör til undirbúnings mótinu og einskis látið ófreistað til þess að vel yrði til þess stofn- að. Þarf vart að efa að hin góða skipulagsgáfa þeirra nýt- ur sín þar vel, enda hafa þeir áður haldið slíkt mót ein,mitt í sömu borg, og aðbúnaður ver- ið rómaður. Svo er til ætlazt, að hvert land sendi 6 mánna sveit til mótsins, 4 aðalmenn og 2 vara- menn. Af okkar fslendinga hálfu var fyrir alllöngu ákveðið, hverjir skyldu verða aðalmenn okkar og sömuleiðis með ann- an varamanninn. Aðalmennirn- ir voru þeir Friðrik Ólafsson, Ingi R Jóhannsson, Guðmund- ur Pálmason og Freysteinn Þorbergsson, en varamaður Ingimar Jónsson frá Akureyri sem er annar maður í landsliði. Skáksambandsstjórnin virtist lengi í allmiklum vafa með, hvernig ráðstafa skyldi öðru varamannssætinu, en að lokum varð það ofan á, að þeir Jón Kristjánsson og Páll G. Jóns- son sem eru nr. 3—4 í lands- liði skyldu heyja einvígi um sætið. Tefldu þeir síðan alllangt einvígi og gekk svo lengi að hvorugur bar af hinum eða réttara sagt báðir báru af báð- um, því fyrstu 8 skákirnar fóru svo að sá vann sem svörtu mönnunum stýrði. Að lokum leiddist Jóni Kristjánssyni þóf þetta, tók á sig rögg og vann 9. skákina á hvítt og þar með einvígið og ré.tt til Munchen- farar. Var þannig hið fyrirhugaða sex manna lið fuliskipað. Lengi má um það deila, hvort skáksambandinu hafi farizt val ólympiusveitarinnar vel úr hendi. Hún átti erfiða völ, erf- iðasta fyrir þá sök að lands- liðið er að þessu sinni ekki skipað beztu skákmönnum okk- ar, þegar Ingi R. Jóhannsson er undanskilinn. Taldi hún sig því ekki eiga annars úrkosta en að leita að verulegu leyti út fyrir raðir þess, enda verður því eigi mótmælt, að þeir Frið- rik Ólafsson, Guðmundur Pálmason og Freysteinn Þor- bergsson eru allt verðugir full- trúar íslendinga á erlendum vettvangi, þar sem skákkeppni er háð. Munu flestir mér sam- dóma um það. Hitt er svo annað mál, að það er slæmt að þurfa að snið- ganga landsliðið í svo ríkum mæli sem hér var gert. Lands- liðið var einmitt upphaflega stofnað í þeim tilgangi að létta þeim vanda, sem hér hefur ver- ið gerður að umtalsefni sem mest af herðum þeirra sem for- göngu skákmálanna annast. Mun þá ekki hafa verið gert ráð fyrir þeim möguleika, að velfiestir sterkustu skákmenn okkar stæðu nokkru sinni utan landsiiðsins. Sú hefur þó orðið raunin oftar en nú. En meðan svo er hlýtur jafn- an að verða vanþakklátt verk að velja menn til utanfara á erlend skákmót, og lítil von til að leysa það svo aí hendi að ailir te'ji sig geta vel við unað. En hvað um -það. Sveitin var fullskipuð, og með stórmeist- arann Friðrik Ólafsson í broddi fylkingar var ástæðulaust að örvænta að óreyndu um frammistöðu hénnar. Það urðu því eigi litil von- brigði, er sú fregn barst nú á dögunum, að Friðrik teldi sér ekki fært að taka þátt í mót- inu. Fylgdi engin skýring fregn- inni, en sú er þó sennilegust, að hann telji það of strangt program eftir orfahríðina í Portoroz. Hver Svó sem ástæð- an er, þá stendur skáksam- bandsstjórnih þarna frammi fyrir nýjum vanda, sem krefst skjótrar úrlausnaý Og í raun- inni er hann óleysanlegur í þeim skilningi að -í stað Frið- riks fæst aldrei. neinn, sem yrði meira en svö sem hálfdrætting- ur á við hann. Getur þetta því haff geigvænleg áhrif á heild- arframmistöðu sveitarinnar, ef ókleift reynist að fá stórmeist- arann til að breyta ákvörðun sinni. Sovétmeistarinn Tal er lík- lega mesti sóknarskákmaður, sem nú er uppí. Hvað hug- kvæmni hans og. sigurvilja á- hrærir minnif gánn helzt á Alj'echin þegar ...háYin v,ar upp á • sitt 'beztá,, „Fórnfýsi“ hans eru engin takmörk, sett. Hann fórpar frá peði óg állt upp í drottningu til að fá vilja sínum framgengt ef sá gállinn er á honum. í eftirfarandi skák er hann t. d. sérlega öriátur í þejm efnum. Skákin er tefld á Stúdentamótinu í Varna í vor. Hvítt: Bobotsov (Búlgaría) Svart: Tal (Sovétríkin) Kóngs-indversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Í3 0—0 6. Rg—e2 Venjulegra tlr að leika 6. Be3. 6.--------------c5 Tal breytir líka út af því al- gengasta sem er eð. 7. Be3 Rb—(17 8. Dd2 a6 Undirbýr b5, sem oft er lykil- leikurinn að mótspili fyrir svartan í; - kóngstindverskri vörn. 9. 0-0-0 Nu hótar hvítur að vinna peð með dxc5, dxc5, 11. Bxc5 o. s. frv. 9. -----Da5 Tal gerir þegar við þeirri hót- un og hefur jafnframt komandi fórn í huga 10. Kbl b5 11. Rd5! ? Þessi leikur lítur nógu vel út, þar sem bæði 11. — Dxd2 12. Rxe7f og 11. — Dd8 12. Rxf6 og síðan 13. dxc5 leiðir til peðstaps fyrjr svartan. Betra var þó að leika fyrst 11. dxc5. Nú kemur nefnilega tækifærið, sem Tal var að bíða eftir að iosa sig við drottningu sína. Svart: Tal. ' XICDRFGH c d m r Hvitt: Bobotsov. , -Rxd5! Víi 1 ÍIÖU.1 11.------ 12. Dxa5 Hvitur á ekki betri úrkost en að þiggja fórnina. Eftir 121 cxd5 kæmi 12. — Dxd2 Í3. Hxd2, c4 o. s. frv. væri 'tví- peðið honum til trafala og svartur ætti peðameirihlutái á 1 drottningarvæng --ws 12. — — Rxe3 13. Hcl Þetta er hinsvegar ekki bezti leikurinn. Deutsche Schách Zeítung, sem ég styðst að nokkru við í skýrihg|unum bendir á leiðina: 13. Hd3, Rxc4 14. Del og freista síðan sóknar á kóngsvæng með h4 o. s. frv. 13. -----Rxc4 14. Hxe4 í stað þessa leiks, sem íséiur þegar. af hendi hinn materí- alska ávinning, ráðleggur Chess Review 14. Del, cxd4 15. Rf4 o. s. frv. Nú opnasl hins- vegar b-línan til hagnaðar fýr- ir svartan. 14. ------ 15. Rcl 16. Bxc4 17. BbS 18. Dd2 bxc4, Hb8 Rb6 Bxd4 Bg7 Tal á nú hrók, biskup og peð á móti drottningunni og auk þess rífandi sóknarstöðu. Það þarf engan spámann til aðiSjjá fyrir úrslitin. 1 rn;)-; ; , 19. Re2 c4 20. Bc2 c3 21. Dd3 21. Rxc3, Rc4 21. -----cxb2 22. Rd4 Tx Bd7 23. Bdl Hf—c8 Svartur hefur nú boðið út öþu. sínu liði. Lokaatlagan er að hefjasti.'sÞ •'■ hn ;Iíítí? 24. BbS ;i RaA 25. Bxa4 Bxa4 26. Rb3 Uc3 27. Dxa6 Bxb3 28. axbS Hb—e8 29. Da3 Hclf 30. Hxcl Hxclt og hvítur gafst upp, erída.’ékki seinna vænna! íú

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.