Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1, október 1958 — 23. árgangur — 220. tbl. Þjéðwiljann "T vantar börn og unglinga til blaðburðar víðsvegar um bæ- inn. Sjá auglýsingu á 5. síðu Skriðuföll eyðilögðu hús á Seyðisf irði í gær Tvö íbúSarhús ónýf, eiff stórskemmt þrœr slldarverksmiSjunnar fullar af aur, gripahús, hlaSa, frjá- og mafjurfagarBar eySilögS í gærdag urðu mikil skriðuföll á Seyðisfirði. Eru 2 hús talin ónýt, hið þriðja stórskemmt. Geymar síldarverk- smiðjunnar fylltust af aur, gripahús og garðar eyði- lögöust. Engin slys urðu á mönnum því fólk var komið á fæt- ur er skriðuföllin hófust og forðaði sér undan, sumt á síðustu stundu. Samkvæmt upplýsingum er| IÞjóðviljinn fékk í gærkvöldi hjá bæjarfógetanum á Seyðis- firði rigndi afskaplega á Seyð- isfirði í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. Nokkru eftir fóta- ferð byrjuðu lækir að hlaupa fram. Þrjú íbúðarhús Mest var hlaupið í læk sem rennur niður hjá húsinu Skuld, en það er steinhús er stendur á skriðunni er lækurinn hefur myndað neðan við hliðina. Hljóp lækurinn á það um kl. 10 og tvö hús önnur. Var annað þeirra Hörmung, timburhús, og bjó enginn í því. Hitt var hús Haralds . Jóhannssens kaup- manns. Talið er mjög vafasamt að tvö fyrrnefndu húsin verði hægt að gera við, ,en skrið- an rann gegnum annað húsið og brauzt inn í hitt. Þar sem áður var trjágarður er nú stór- grýtisurð, Hús Jóhannssens er stórskemmt. Gripahús — hlaða — garðar Á sömu skriðunni stóðu einn- jaltkjorio 1 Félagi skipsmiða Skipasmiðir héldu fund í gser til að kjósa fulltrúa á alþýðu sambandsþing. Helgi Arnlaugs son var sjálfkjörinn aðalfulltrúi og Jens Mortensen sjálfkjörinn varafulltrúi. Brezki Verkamannaflokkurinn krefst upptöku Kína í SÞ Bretland má engan hlut eiga að styrjöld til að verja hersetu Sjangs á Kvemoj Þing brezka Verkamannaflokksins, sem nú situr í Scarborough, hefur einróma samþykkt ályktun þar sem þejss er krafizt að Kína verði veitt upptaka í Sameinuðu þj^ðirnar. ig gripahús og hlaða nær fjall-«>' inu, og eyðilagði skriðan þau. | Ennfremur eyðilögðust mat- jurtagarðar Jóhannssens kaup- manns, er voru þar á skriðunni og lagðist stórgrýti og aiir yfir allt saman. Lækurinn sem þessu tjóni olli hefur oft hlaupið áður. Fyllti geymana Þá hljóp skriða úr læk er rennur hjá síldarverksmiðjunni og fyllti þrær síldarverksmiðj- unnar af aur og grjóti. Þriðji lækurinn, sem rennur fyrir innan simstöðina, hljóp einnig, fyllti farveginn, rann yfir brúna og veginn og bar grjót og leðju yfir lóðirnar í kring. Önnur brú er á læknum niðri við sjó og var hun fær eftir hlaupið. Mikið eignatjón Hlaupið kom á heppilegum tíma að því leyti að fólk var komið á fætur og gat því forð- að sér. Þó var hlaupið hafið þegar fólkið forðaði sér úr fyrrnefndum húsum — á síð- ustu stundu. Þá flutti fólk einnig úr húsum úti á strönd- inni, í varúðarskyni. Eftir hádegið fór að draga úr hlaupunum og rigndi ekki síðdegis í gær. Skriðuföllin hafa valdið mjög miklu eigna- tjóni og verður gífurlegt verk að hreinsa skriðurnar burtu. íi ályktuninni er tekið fram að i Bretland megi á engan hátt verða aðili að styrjöld sem háð væri til að verja Kvemoj. Leið- togi flokksins, Gaitskell, fylgdi ályktunartiDögunni úr hlaði og sagði að Bretar ættu ekki á neinn hátt að hjálpa leppnum Sjang Kajsék til að haJda eyjum þeim sem Verkamannaflokkur- inn teldi vera óaðskiljan^egan hluta Kínaveldis. ,.Við v.erðum að koma í veg fyr- ir að það sem í rauninni er ekki annað «n eftirstöðvar borgara- stríðs verði upphaf þriðju heims- styrjaldavinnar", sagði hann. Sameinuðu þjóðirnar ættu að taka við stjórn Formósu og íbú- Fulltrúar Brvnju á Siglufirði Verkakvennafélagið Brynja á SigJufirði kaus fulltrúa sína á alþýðusambandsþing á fundi í gærkvöldi. Aðalfulltrúar voru kjörnar Sigríður Þorleifsdótt- ir formaður félagsins, og Þóra Einarsdóttir varaformaður. Vara- fulltrúar: Sigríður Guðmunds- dóttir og Ásta Ólafsdóttir. - unum Þar síðan gefið tækifæri til að ráða sjálfir framtíð sinni. í gær var kjörið í stjórn flokksins. Eina eftjrtektarverða breytingin sem gerð var á henni var sú að dr. Edith Summerskill, sem eitt sinn var formaður flokksins, náði ekki kjöri. Arif herforingi sendurúrlandi Arif hershöfðingi, einn af frumkvöðlum byltingarinnar í írak, sem fyrst eftir hana var talinn voldugastur hinna nýju stjórnarherra hefur nú verið sviptur öllum völdum. Hann var í gær séttur úr embætti vara- forsætisráðherra o» gerður að sendiherra i Bonn. Myndin er tekin á gotu í Nicosia, höfuðborg Kýpur, fyrir nokkr- nm dögum. Brezkir hermenn handtóku þá 1000 Grikki í borg- inni, eftir að einn af liðsforingjum þeirra hafði verið skotinu til bana á götu þar. t Allsherjarverkfall á Kýpur og búizt við mildum óeirðum þar Verkfall hófst víða á Kýpur í gæi' og allsherjarverk- fall Grikkja á eynni hefur verið boðað þar í dag. Búizt er við óeirðum í dag og næstu daga. 1 dag kemur til framkvæmda á eynni breyting sú sem Bretar tilkynntu í sumar að þeir ætl- uðu að gera á stjórnarháttum á eynni. Grikkir, sem eru mikill meirihluti eyjarskeggja, og gríska ríkisstjórnin hafa ein- dregið lagzt gegn þessari „stjórnarbót", sem er í því fólgin að Bretar hafa eftir sem áður öll ráð landsmanna í sín- um höndum, en hafa sér til ráðuneytis menn úr hópi Grikkja og Tyrkja. Macmillan, forsætisráðherra Breta, hafnaði í gær tillögu Ríkissfjórnin eini heif sín og vísi hernum úr lcmdi ¦ ísafirði í gærkvöldi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Samtökin Friölýst land hafa haldið þrjá fundi hér á Vestfjöröum og sá þriðji veröur hér á ísafirði í kvöld. Friðlýst land hélt 2 fundi s.l. 1100 manns. Fundarstjóri var sumiudag, hinn fyrri kl. 2 e.h. Kristján Júlíusson kennari. á Suðureyri og sóttu hann 60 j Fundurinn í Bolungavík sam- manns, er það góð fundarsókn , þykkti einróma eftirfarandi á- þar. Fundarstjóri var Hermann Guðmundsson stöðvarstjóri. Síðari fundurinn var á Flat- eyri um kvöldið, en þótt mikil vinna væri þá við afgreiðslu togara var fundurinn allvel sóttur. Fundarstjóri var Hjört- ur Hjálmarsson kennari. Á mánudaginn var fundurinn í Bolungavik, sóttu hann um lyktun: „Almennnr fundur haldinn í Bolungavík 29. sept. 1958 að frumkvæði samtakanna Friðlýst land hvetur alla landsmenn til að standa ein- huga saman um þá kröfu að ríkisstjórnin taki nú rögg á sig og vísi bandaríska hern- - un\ úr landinu. í þessu sambandi leggur fundurinn sérstaka áherzlu á að vegna þess ákvæðis herverndarsamningsíns, þar sem gert er ráð fyrir 18 mánaða uppsagnarfresti ern nú þegar síðustu forvöð fyr- ir stjórnarvöldin að taka til við endurskoðun hans og efna heit sin um brottvisun Jiersias, áður en kjörtímabil- inu lýkur." Ræðumenn á öllum fundunum hafa verið þeir Jón Hannibals- son, Jónas Árnason og Ragnar Arnalds, en á ísafjarðarfundin- um ennfremur þeir sr. Baldur Vilhelmsson og Gunnar Dal,- Makariosar erkibiskups um að Kýpur verði sjálfstætt ríki án stjórnarfarslegra tengsla við Grikkland. Svar Macmillans var afhent í Aþenu á hádegi í gær og strax þegar af því fréttist á Kýpur lögðu Grikkir þar niður vinnu, en samtök þeirra boðuðu allsherjarverkfall í dag. Bretar búast við miklum ó- eirðum á eynni. Brezkir her- menn eru hvarvetna á verði með alvæpni, og margfaldur vörður er um bústað tyrkneska ræðismannsins í Nicosia, en. hann hefur fallizt á að veiu ráðunautur brezka landstjór- ans. I fyrradag særðust tveír brezkir hermenn og sex Grikk- ir hættulega í viðureignum á. ýmsum stöðum á eynni. 14 veiðiþjófar út af Vestf jörð* um í gærdag Um tíma í gærdag voru fjórt— 'án brezkir togarar að veiðum um og innan við tólf mílna mörkin út af Vestfjörðum þeg- ar þejr voru fiestir, en ¦ þeim hafði - fækkað verulega undir kvöldið. — Eigi var vitað um togara á öðrum stöðum að veið- .um inrian fiskveiðilandhélginnar^.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.