Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 LögfræðlkennsBa á Fluttur verður flokkur opinberra erinda um lögfrœSileg efni í dag eru lið'in rétt 50 ár frá því að lögfræöikennsla hófst á íslandi. t Á Alþingi 1903 flutti Jón Islandi 50 ára Steí'án. Sveinsson með annað bindiö af biblíunni frá 1747 í höndunum. — (Ljósmynd Sig. Guðm.) Lítið inn í bókaútsölu Stefáns Sveinssonar, Ingólfsstræti 8 Flest er komiö á markað, og nú eru bókamarkaðir meira að segja í tízku. En líklega hefur aldrei verið haldinn hér eins fjölbreytilegur bókamarkaður og nú er á borðurn og hillum og í kössum í Ingólfstræti 8, en þar hefur Stefán Sveinsson útsölu á þúsundum bóka cg þar er hægt aö gera góö kaup, bæði fyrir safnara og þá sem bara vantar góöa bók að lesa. Magnússon frumvarp um stofn- 'tin lagas'kóla. Hafði lagaskóla- snálið þá verið flutt á flest- um þingum á ofanverðri 19. öld, en eigi náð fram að ganga vegna andspyrou danska kon- 'ungsvaldsins.'.Frumvarpið hlaut samþykki Alþingis og náði staðfestingu konugs hinn 4. marz 1904. Nokkur bið varð þó á því, að Lagaskólinn tæki til starfa, enda var gert ráð fyrir því í lögunum, að það yrði ekki fyrr en fé yrði veitt til hans á fjárlögum. Var Skólinn settúr í fyrsta sinn 1. október 1908. Fyrsti forstöðumaður skól- ans var skipaður Lárus H. Bjarnason en Einar Arnórsson var kennari við skólann frá öndverðu. Á næsta ári bættist þriðji kennarinn við, Jón Kristjánsson, er skipaður var aukakennari. Er skólinn tók til starfa höfðu sex stúdentar verið innritáðir. Skólinn var til húsa í Þingholtsstræti 28 er eyðilagðist í bruna á jóla- nótt á síðastliðnum vetri. Lagaskólinn starfaði einung- 3s í fá ár, því að hann var lagður niður eins og hinir embættismannaskólarnir, er Háskóli íslands tók til starfa 1911. Tók lagadeild Háskólans þá við hlutverki hans. Var hún beint framhald af Lagaskólan- um, og kennarar Lagaskólans urðu fyrstu prófessorar laga- deildarinnar. Vegna þess hve skammur starfstími Lagaskól- ans var, brautskráði hann aidrei neina kandidata. Fyrstu Fulltrúar Félags uuddkvenna Félag nuddkvenna hefur kosið Kristínu Fenger fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing. lögfræðingarnir, sem luku emb- ættisprófi hér á landi, voru brautskráðir frá Háskólanum árið 1912. í dag kl. 10 munu kennarar í lagadeild og lögfræðistúdentar koma saman í Háskólanum og verður þá þessa hálfrar aldar afmælis lagakennslunnar minnzt innan deildarinnar. Þá hefur lagadeildin ennfremur í tilefni af afmælinu ákveðið meðal annar§ að efna til flokks opinberra fyrirlestra um lög- fræðileg efni á þessu kennslu- misseri. Þegar er ráðið, að eft- irtaldir raenn flytji fyrirlestra: Bjarni Tómasson, málari, bauð í gær fréttamönnum að .Laugar- nesvegi 100 og kynnti fyrir þeim Kaffisala Berkla- varnar í Hafnar- firði á sunnudag Berklavarnadagurinn er á suhnudaginn og verða þá að vanda seld merki og blöð til á- góða fyrir starfsemi S.Í.B.S. Berklavörn í Hafnarfirði hefur á undanförnum árum einnig efnt til kaffisölu þennan dag og verð- ur svo einnig nú. Kaffisalan verður í Alþýðuhúsinu í Iiafnar- firði á sunnudaginn frá kl. 3— 11,30 síðdegis. Er fólki vinsam- lega bent á að tekið verður á móti kökum og öðrum framlög- um í Alþýðuhúsinu milli kl. 3 og 6 síðdegis á laugardag og á sunnudaginn frá kl. 10 árdegis til 3 síðdegis. Prófessor Ármann Snævarr, Bjarni Benediktsson alþingis- maður og dr. jur. Þórður Eyj- ólfsson hæstaréttardómari, sem báðir voru um skeið prófessor- ar við lagadeildina, og prófess- or dr. jur. O. A. Borum frá Kaupmannahafnarháskóla, sem kemur hingað í boði lagadeild- ar. Er hann þekktur fræðimað- ur í heimalandi sínu og ís- lenzkum lögfræðingum vel kunnur. Fyrsti fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólanum n.k. þriðjudag kl. 17.30. Fyrirlesari verður próf. Borum. Fjallar fyrirlestur hans um samræm- ingu norrænnar erfðalöggjafar. nýjungar i málningu innanhúss. Bjarni, er dvalizt hefur um árs skeið í Þýzkalandi, hefur feng- ið hingað til lands þýzk máin- ingarefni og svokallað oliuspartl. Þetta olíusparti þykir hentugt á grófmúraða veggi Sg við það sparast bæði fínpússning og önnur undirvinna fyrir máln- ingu. Þegar búið er að spartla þarf miklu minna magn af málningu eða lakki en venju- lega. Einnig var Bjarni með nýtt efn, sem kaila mætti máln- ingarherði, auk nokkurra iakk- tegunda, sem hafa fallega á- ferð og þola mikið hnjask. Bjarni Tómasson kveðst sann- færður um að þessi málningar- efni ættu eftir að ryðja sér til rúms. Hann mun kynna þessar nýjungar meðal málara hér og þá fæst væntaniega úr því skor- ið hvort hentugt þykir ,að flytja þessi málningarefni inn, eða jafnvel hvort reist verður hér rerksmiðja til framleiðslu þess- ara efna. Bókamenn og fleiri kannast við Stefán Sveinsson, sem haft hefur og hafa mun fornbóka- verzlun á horninu á Hverfisgötu 108. Mun það reynsla manna sem einhver skipti hafa átt við Stefán, að fáa menn hafi þeir hitt fyrir grandvarari og betri í viðskiptum. Hann er sjálfur mikill bókamaður og hefur afl- að sér staðgóðrar þekkingar um bækur. Hvað hefurðu fengizt iengi við bókasölu? spurði ég í gær, er ég rak inn nefið í matartím- anum á útsöluna i Ingólfsstræti. — Tíu ál*. Ég kom norðan: úr landi, var þar við búskap. Ég gat ekki unnið lenguf sveita- vinnu, og lagði þá út i þetta. Og ég hef haldið mér uppi á því, bæði haft ánægju af og dálít-ið í aðra hönd. — Hvernig hefur þér fallið þessi vinna? — Mér hefur faiiið hún vel. Ég hafði alltaf gaman af bókum, og þær voru það eina sem ég gat hugsað mér að gutla við þegar ég flutti úr sveitinni. — Hvernig nærðu í. allar þess- ar bækur? —■ Ég kaupi þær, bæði ein- stakar bækur og heil söfn, af dánarbúum og hverjum sem er. Fólk biður mig oft að koma og líta á bókasöfn sem það vill láta af hendi. Verst er hvað maður kaupir mikið af rusli sem mað- I ur losnar aldrei við, það eru oft ekki nema fáar bækur í safni, sem eru vel útgengilegar. — Hvað hefurðu helzt hérna á útsölunni? — Það er allt mögulegt, öll lifandi ósköp af algengari bók- um, á lágu verði. Sitthvað er hér líka verðmætara, t.d. safn Fræðafélagsins allt, þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, „Vajsen- hus“-biblian svonefnda frá 1747, mjkið af Ungers-útgáfum, Járn- síða, Hauksbók, Eirspennill, — og svo nútímahöfundarnir, mik- ið af Kiljansbókum og Þórbergs, geysimikið af kvæðabókum, barnabókum og skáldsögum, hér eru t.d. niu fyrstu kvæðabækur Jóhannesar úr Kötlum, allar bækur Guðmundar Böðvarssonar og margt annað eftirsóknarvert. — Hvað stendur útsalan lengi? -— Hún stendur til laugardags, Laugardagurinn verður síðasti dagurinn, en þá verður opið .hjá mér allan daginn. ni> or r « r Vigdis symr a Skólavörðustíg Sýning Vigdísar Kristjáns- dóttur á listvefnaði, er haldin var í Sýningarsalnum, var það vel sótt undir lokin, að rétt þótti að gefa fleirum tækifæri að sjá verk listakonunnar og var sýn- ingin þess vegna flutt í salar- kynni Mokka kaffistofunnar að Skólavörðustíg. Nú eiga allir kost á að horfa á sjónvarp ,,Sá hlær bezt. . . er nafn á gamanleilc eftir tvo Bandaríkjamenn, Howard Teich- mann og Georga Kaufman. I ráði er að leikrit þetta verði fært upp hér í Þjóðleik- húsinu síðari liluta októbermánaðar og | verður þriðja nýja viðfangsefni Þjóðleik- hússins á þessu leikári. Leikritið var frumsýnt í New York 1953, Það hefur verið kvikmyndað með Judy Holliday í aðal- hlutverki. Ástæðan til að þetta leikrit er gert hér að umtalsefni er sú að væntanlegum leikhúsgestum mun gefast kostur á að | sjá nýstárlegt atriði á leiksviðinu. í um það bil 10 mínútur munu leikhúsgestir fylgjast með persónum leiksins í sjón- varpi bæði utan húss sem innan. Ævar Kvaran, sem er leik- | stjóri, sagði við fréttamann blaðsins að líklega hefði þess- ari tækni ekkj verið beitt áður í leikhúsum á Norðurlöndum. Á stærri myndinni sjást Ævar Kvaran og Öskar Gíslason kvikmyndatökumaður og á hinni Þorgrímur Einarsson og Bragi Jónsson er leikur sjónvarpsþul. Mjmdirnar eru tekn- ar í Þjóðíeikhúsinu í fyrrakvöld er verið var að kvikmynda þau atriði þegar sjónvarpsþulir lesa fréttir i sjónvarpið. (Ljósm.; S. J.). Nýjungar í innanhússmálningu Bjarni Tómasson, málari, hefur fengið hingað' þýzk málningarefni, er hann telur spara mikla vinnu og minnka kostnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.