Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. október 1958 C r Ur ýmsum áííum Bæjarbíó í Hafnarfirðí hefur nú sýnt ítölsku stórrayndina „Útskúfuð kona“ hátt á fjórðu viku. Myndin gerist í fyrri heimsstyrjöld og fjallar einkum um tvær konur sem falla í hendur óvinaliermanna er flelta þær. Menn þeirra eru á sama tíma á vígvellinum, o.g er þeir koma heim þurfa þeir að gera upp við sig hvort þeir vilja lifa framvegis með ,,útskúfuðum“ ltonum sínum. ★ Fernandel i nýrri kvikniynd Næsta kvikmynd, sem hinn frægi, franski leikari Fern- andel leikur í verður gerð eftir allkunnum gamanleik, er kalla mætti á íslenzku „Víngarð Drottins". Þó að gamanleikur þessi sé kominn til ára sinna, nýtur hann enn víða vinsælda, en kvikmynd byggð á honum, var síðast gerð á árinu 1931 og fór þá Victor Boucher með hlutverk það, sem Fernandel á nú að leika. Sagt er að hlutverk þetta veiti Fernandel gullið tækifæri tij að sýna alhliða hæfiJeika sína. ~k Spennandi ,. sakamálamynd Nótt í Hamborg á stríðsár- unum. Siagsmál á veitinga- húsi einu, þar sem nokkrir liðsmenn úr brezka hernáms- liðinu sitja að drykkju og dást að fótleggjum þýzkrar dægurlagasöngkonu. Ejnn her- mannanna, Leonard Vole, verður ástfanginn í henni, kvænist henni og flytur með sér heim til Englands. í Lonck on vinnur Vole trúnað auðugr- ar ekkju, Mrs. French, sem hann vonast til að veiti sér íjárhagslegan styrk til að koma á framfæri og hefja framleiðslu á uppgötvun einni sem hann hefur gert. Kvöld eitt finnur vinnukona ekkj- unnar húsmóður sína myrta, grunur fellur á Vole og hann er handtekinn, ákærður fyrir morðið. Þannig er upphaf þeirrar sakamálamyndar, sem einna mesta athygli hefur vakið á síðustu árum og sýnd hefur verið víða um heim að und- anförnu við mjög mikla að- sókn. Kvikmyndar þessarar var eitt sinn getið lítillega hér í þættinum, en hún er sög'ð svo spennandi að áhorfendur sitji með öndina í hálsinum allan sýningartíma hennar og endir hennar svo óvæntur að engin ]eið sé að gizka á hvernig hann múni verða. Hinn ákærða, Leonard Vole, leikur Tyrone Power, en þýzku söngkonuna Marlene Dietrich. Þó að Dielrich sé orðin 56 ára gömúl og amma fyrir Jöngu, er sagt að þeir sem stóðu fyrir gerð kvik- myndarinnar þurfi ekki á neinn hátt að afsaka val hennar í hlutverk söngkon- unnar ungu, svo vel heldur sú fuJJorðna sér víst! Aðalhlutverk kvikmyndar- innar er í höndum ClrarJes Laughton, sem Jeikur Sir Wil- frid B*>barts, lögmann, verj- anda Voles. Þykir Laughton sýna afburðaleik í hlutverki þessu. Hinn frægi sakamálasagna- höfundur Agatha Christie samdi söguna, sem kvikmynd- in er byggð á. Sagt er að hún hafi fengið hugmyndina í kollinn, er hún var eilt sinn að baða sig í kerlauginni heima hjá sér, en höfundar- launin talin skipta milljón- um króna. •k Hvort á ég hcldur að gera? Margir Jesendur þáttarins munu vafalaust kannast við bandaríska kvikmyndaleik- konu sem heitir MaJa Powers. Nýjasta sagan, sem um hana er sögð, er bundin frumsýn- ingu á síðustu kvikmyndinni sem hún hefur leikið í. Áður en hún fór til frumsýningar- innar í bílabíóinu (kvik- myndasýningar undir berum himni, áhorfendur aka í bíl- um sínum inn á afgirt svæði og sitja í þeim meðan á sýn- ingunni stendur; þykir mjög fínt í Bandaríkjunum.) var Jiún sem sé í miklum vaía um, hvort liún ætti heldur að. kaupa sér nýjan kjól eða láta þvo bílinn sinn! ★ ChurchiII og Greta Garbo Tólfta ágúst s.l. bauð gríski útgerðarmaðurinn AristotJe Onassis tveim frægum gestum til hádegisverðar um borð í snekkju sinni „Kristínu“, sem lá í höfninni í Monaco. Gest- ir skipakóngsins voru Sir Winston ChurchiU og Greta G.arbo. Mörg útlend blöð hafa iátið sér tíðrætt um þetta hádegis- verðarboð Onassis og segja (án þess þó að tilgreina nokkrar heimiidir), að ChurclrilJ hafi orðið mjög hrifinn af leikkonunni og hvatt hana eindregið til að hefja leikstörf að nýju. Sagt er að þau hafi aftur hitzt í byrjun síðasta mánaðar og þá hafi Churchill enn haft orð á þessu, en Onassis tekið undir og talið sig reiðubúinn að leggja fram fé til kvikmynda- gerðarinnar. Sama kvöld sótti Greta Garbo samkvæmi kvik- myndaframleiðandans Sam Spiegel í Monte Carlo. Þar lét hún taka af sér ljósmyndir og hafði þá tekið ofan dökku gleraugun sem hún er orðin fræg fyrir og greitt hárið frá andlitinu. Og svo er eftir að sjá hvernig málaleitan Churchills gamla tekst. ★ Kvenlegur Yul Brynncr í HolJywood ér hu kominn. fram. á sjónarsviðið einskonar' kvenlegur Yul Brynner, það er að segja hin tuttugu og tveggja ára gamla Nathalia Darryl, sem mynd er af hér á síðunni. VafaJaust mun fáum finnast hún fögur eins og hún litur út á myndinni, gnda víst ekki ætlun hennar að sigra í fegurðarsamkeppni á næst- unni heldur fyrst og fremst vekja á sér athygli, verða umtöluð og kannski fræg. Nathalia Darryl er stað- gengill leikkonunnar Zsa Zsa Gabor í nokkrum atriðum kvikmyndarinnar ..StúJka í KremJ"; með öðrum orðum: hún leikur i þeim atriðum sem sýna aðalkvenpersónuna bersköJJótta. Eins og nafn kvikmyndarinnar bendir til, fjallar hún um rússneska Nathalia Darryl ásanit leikstjóra myndarinnar stúlku, sem gerjst brotieg við flokksagann og er refsað, m. a. með snoðklippingu. Viðstaddir töku þess atriðis kvikmyndarinnar, sem sýnir hár NathaJiu falla fyrir skær- unum, voru fjölmargir biaða- snápar og Ijósmyndarar, svo .að hún fékk ósk siria um að verða umtöluð og mynduð uppfyllta. Já, hvað gera menn ekki fyrir frægðina! Stjörnubíó sýnir mn þessar mundir iranska mynd „Lög götunnar“ er fjallar um stórborgarlífið og mann- eskjurnar, sem verða að framfleyta lífinu með góðu eða illu. Mynd þessi er bæði vel gerð og vel leikin, en efnið er ekki nýstárlegt. Það er Sylvana. Pampanini, er sést bér á myndinni, í hlutverki gleðikonunnar. I Bretinn neitar um sjúkrahjálp Tveimur brezkum sjómönn- um hefur nú verið veitt lækn- ishjáJp og sjúkrahúsvjst af| hálfu íslendjnga, síðan land- helgin var færð út í tólf sjó- mílur. Báðir þessir menn voru af skipum úr fiski- og herskipa- flot.a þeim er Bretar hafa nú hér við land til þess að brjóta )ög' og traðka á rétti okkar í sambandj við stækkun land- helginnar. Bretar hafa sent hingað her manns á skipum — vel búna að vopnum og verjum. Þessi her ásamt íiskimönnum á togara- ÍJota þeirra hér við land er það mannmargur að það er al- gerlega óforsvaranlegt af Breta hálfu — gagnvart þessu liði — að hafa ekki sjúkra-eða spít- alaskip, með þessum fiota hér á íslandsmiðum. Það ljggur i augum uppi að það er skylda Breta að sjá þessu liði far- borða, jafnt sjúkum mönnum sem heilbrigðum. Væri þess vegna nauðsynlegt að íslenzk yfirvöld leiddu athygli Breta að þessari hlið málsins, jafnvel þó það sé ekki skyJda íslendjnga að passa upp á trassaskap og menningarleysi Breta í þessum málum. í þessu sambandi er vert að minnast þess að meðan Frakk- ar stunduðu fiskveiðar hér við Jand, höf.ðu þeir oft spítala- skip til þess að veiía fiski- mönnum í flota þeirra sjúkra- hjálp þegar nauðsyn krafði. Þeir Jétu einnig byggja hér sjúkrahús, sem eftir öJJum að- stæðum voru bæði stór og góð, og þess eru dæmi að fsJend- ingar fengju þar sjúkrahjáip ef brýn nauðsyn krafði. Sýndu Frakkar í öllu þessu bæði mannúð gagnvart fiskimönnum sínum, og manndóm gagnvart okkur ísJendingum er þeir reyndu eftir mætti að vera hér ekki til átroðnings og traf- ala vegna veikinda franskra íiskimanna. En reyndin hefur orðið nokk- uð á annan veg hvað Bretann snertir. Fyrr og siðar hefur þessi Jeiðindaþjóð legið upp á íslendjngum, með mesta, ef ekki alla sjúkrahjálp og spít- alavjst er Bretar hafa þurft á að halda hér á ísJandsmiðum, og svo vjrðist sem ísJendingar séu orðnir þessu svo vanir, að sjáJfsagt og eðlilegt sé að líia á Bretann sem hjálparvana aúmingja og skynskjpting, sem standi ráðalaus uppi, þegar á bjátar og einhverrar hjálpar þarf með, hvort heldur það kann að varða sjúka menn, eða eitthvað annað sem aflaga má fara á sjónum. Þann 25. september síðastljð- inn var veikur maður settur á Jand á Patreksfirði. Læknir var fjarverandi og fór yfirvald staðarjns því þess á leit við s.jó- herskaptejn og; yfirkommandör viðkomandj herskjps úr fiota hennar hátjgnar, að hann leyfði aJJra náðarsamlegast að brezkur herlæknir frá skipsfjol, annaðist uppskurð er gera þurfti á manninum þá strax á stundinni. Hinn enski sjóhers- kapteinn þverneitaði sJíki'i málaleitan hins íslenzka yfir- valds, og fór skipið með hinri enska lækni innánborðs,. jafn- skjótt og hinn veikj maður hafði verið settur á land, Slík var umhyggja Bretans fyrir lífi ejns manns er þjónar í flota hennar hátignar. Nýlega gat að lesa hér frétt Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.