Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. október 1&58 — ÞJÓÐVILJINN (7 iSllii ■ I... ijjgSvlþ Nsv § s\ S •I S.i; vSV' ý XI: |p::;;5liiippispipip V/ ** Á þessu ári var stofnað Kvangsí-Sjúang sjálfstj ó r n a rs væði ð í vesturMuta Kína. Það byggja 19 milljónir raanna. Fjölmenn- astá þjóðarbrotið nefnist Sjúang. Myndin sýnir blómarósir af því þjóðerai í skrúð- göngu á stofndegi sjálfstjórnarsvæðisins í höfuðstaðnum Nanning. Júeh Jasjin (t. h.) og Iísú Paómei stunda nám við flugtækniskólann í Sían. Þær eru í verkstæði skólans að mæla smiðis- gripi sína. Nemendur í þessiun skóla og ýmsuin öðrum í Kína hafa sett sér það mark að standa undir öllum kostnaði við stofnunina með framleiðslu skólaverkstæð- isins. Fyrsti rafeindaheilinn sem Kínverjar hafa smíðað er kominn í notkun í Vísindaaka- demíu Kína í Peking. Hann er notaður við veðurspár, kjarnorkurannsóknir, Ioft- rannsóknir, við árej nsluútreikninga þegar verið er að teikna st.íflur og flóðgarða og til margs annars er hann nytsamlegur. Um aldaraðir hefur Kína verið land bænda og handverksmanna. Sú var tíðin að atvinnu- iíf Kínverja stóð á hærra stigi en annarra þjóða, en lengi vel .fylgdust Kínverjar ekki með tækniþróun síðari alda. Atvinnuhættir í Kína drógust því afturúr því sem tíðkaðist víða annarsstaðar, og þetta varð til þess að á síðustu öld og fyrstu áratugum þeirrar aldar sem nú er að líða varð fjölmennasta þjóð jarðar að sætta sig við að langtum fá- mennari þjóðir í fjarlægum löndum træðu henni um tær. Keisarastjórnin var ófær um að hefja Kína úr niðurlægingunni og á sömu leið fór fyrir stjórnunum sem tóku við fyilst eftir að keisarastjórninni var steypt af stóli. Veruleg breyting varð ekki á fyrr en með sigri byltingarherjanna í Kína og stofn- un alþýðustjórnarinnar. Hún var sett á lagg- irnar fyrir réttum níu árum, 1. október '■ 1949, og síðan hefur sá mánaðardagur verið þjóðhátíðardagur Kínverja. Með sigri byltingarinnar var allt megin- land Kína sameinað undir einni stjórn í fyrsta skipti í marga áratugi, innanlands- friður var tryggður á meginlandinu. Þar með voru sköpuð skilyrði til að hefjast handa að færa atvinnuvegi Iandsins í nútimahorf. Að því hefur síðan verið unnið sleitulaust og árangurinn er slíkur að vekur furðu og aðdáun útlendinga, sem fengið liafa tækifærj til að kynnast bæði hinu gamla og nýja Kína. Þungaiðnaðurinn er undirstaða annarra atvinnuvega i þjóðfélagi sem tekur véltækn- ina í þjónustu sína. Járn og stál eru ómiss mdi þjóð sem hyggst endurbæta fram- leiðsluaðferðir sínar. Stáliðnaður Kína var til skamms tíma hverfandi lítill, og enn er Kina eltki komið hátt á blað meðal stálframleiðsluþjóða, en fram- farirnar hafa verið stórstígar síðustu árin. Árið 1953 var stálframleiðsla Kín- verja 1,770.000 lestir og framleiðsla hrájárns 2.240.000 lestir. I ár mælir framleiðsluáætlunin svo fyrir að fram- leiða skuli sjö milljónir lesta af stáli og átta milljónir lesta af hrájárni. Nú þegar þykir sýnt að þessi áætlun muui standast og meira en það. Áætlunin gerir ráð fyrir 30% aukningu á stálfram- leiðslunni og 35% aukningu á hrájárnsfram- Ieiðslunni á þessu eina ári. Svo ör aukning þessara framleiðslugreina er meiri en dæmi eru til í iðnvæðingarsögu annarra landa, Hraðinn í framleiðsluaukningunni er því að þakka að allir möguleikar á aukningu stál- og járnframleiðslu eru hagnýttir til hins ýtrasta. EkkJ er látið við það sitja að reisa voldug stálbræðsluver með fullkomnasta nú- timasniði. Auk þeirra er lögð áherzla á að koma upp smá- um og meðalstórum bræðslu- ofnum hvarvetna þar sem skilyrði eru hagstæð Kínverska ríkið lætur nú reisa tvö stór stál- og járn- iðjuver, annað í Paotá í Innri Mongólíu og hitt í Vúhan í Mið-Kína. Jafnframt er unn- ið að því að stækka og endur- bæta stærsta jám- og stál- iðnaðarver sem fyrir er í Kína, Anshan í þeim lands- hluta sem áður nefndist Man- sjúría. Áuk þessará stórfram- kvæmda er svo unnið að því á vegum fylkisstjórna, bæjar- stjóma og sveitarstjóma víða um Kína að koma upp járn- og stáliðnaðarmannvirkjum sem minni eru í sniðum. Á þessu ári eru framkvæmdir hafnar eða eiga að hefjast við smíði 350 bræðsluofna af smærri gerðum viða um land- ið. Sá minnsti mun afkasta 3000 lestum af hrájárni á ári en sá stærsti allt að 50. 000 lestum. Frá júnibyrjun í sumar til jafnlengdar næsta ár á að hefja smíði 200 bess- emer-bræðsluofna með hliðar- blæstri af meðalstærð og smærri. Afköst þeirra full- gerðra verða tíu milljónir Framhald á 11. síðu. Smíði flugvéla er hafin í Kína. Þetta er fyrsta flu;>- vélin sem Kínverjar liafa smíðað til almennra nota, An-2. Hana er með smávegis breytingum hægt að nota jöfnnm höndum til þess að drcifa áburði og skordýra- eitri, sáningar, landmælinga úr lofti og loftljósmyndunar. Járn- og stáliðjuverið í Paotá í Innri-Mongóliu á að taka til starfa á næsta ári. Myndin sýnir hluta af fjórðu koksofnasamstæðunni í smiðuiu. Fppskera snenmisprottinna hrísgrjóna í Kvangtúng í Suður-Kína varð i simiar 60% meiri en í fyrra. I»að er von að vel liggi á Húang Hsíensjúan, 75 ára. göml- um bónda í Kvanlúng í Sénghai-sýslu, þegar hann virðir fyrir sér uppskeruna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.