Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. október 1958 ÞJÖÐVILJINN — (H H a n s S c h e r f i g : Fulltrúmn sem hvarf gott að lögreglan hefur haft sínar grunsemdir og kenningar, sem hún féll nauðug frá, og lítur nú serinilega á staðfestingu þeirra sem uppreisn æru. Og það er gott að hann er með þungan hamar í frakkan- um sínum. Sérstakan harnar sem engu venjulegu fólki dytti í hug að kaupa. Það er gott að hann getur líka játaö að hann hafi haft í hyggju að myröa Ohmfelt sknfstofustjóra. — Og hvers vegna gerði hann það ekki? — — Hverju á hann að svara til? — Hann getur reyndar sagt. að íbúð skrifstofustjórans hafi verið morandi í vopnum. Að ekki hafi verið unnt að fiamkvæma áætlun sína, þar sem maðurinn var svo mjög vel vopnaður! Þá hefur heimsóknin til skrifstofustjórans ef til vill ekki verið til einskis! Og nú veröur að skipuleggja hugsanirnar. Nú verður að undirbúa allt. Það er mikið sem stendur til. Það er yfirheyrsla og réttarhöld og rannsókn á andlegri heilbrigði og dóm- úrskurður. Þetta verður mesta og hættulegasta prófið á ævi hans. En hann mun standast það eins og hann hefm staðizt öll hin. Um kvöldið gefur Teódór Amsted sig fram á lög- reglustöðinni. Hann er fölur af taugaóstyrk. Hann gefur sig fram til lokaprófs. Og í yfirheyrslu að næturlagi játar hann á sig hræðilegan glæp. LII Frú Amsted siglir yfir haf. Því hafði verið spáð fyrir henni. Og nú rætist það. Og það er nú undarlegt þrátt fyrir allt. Hún er á leið til Árósa. Þar á hún ókvæntan bróður sem er eldri en hún og hún á að verða ráðskona hjá. Hann er lektor við ríkisskólann. Reglusamur og skyldu- rækinn maöur, sem í meira en 30 ár hefur útskýrt fyrir uppvaxandi kynslóðum mismuninn á laust og íast samsettum sögnum í þýzkri málfræði. Hann býr í einbýlishúsi í útjaðri bæjarins. Gömlu húsi með bogagluggum og dálitlum garði fynr framan með rósum og smásteinum. Og í stofunum hans standa gömlu húsgögnin frá æskuheimili þeirra. Frú Amsted hlakkar til að sjá þau aftur. Gamla heimilið með öllum minningunum. Og litla skattholið og empire-speglana tvo og gömlu klukk- una og allt hitt. Það er búið að leysa upp heimilið í Herlufs Trolles- götu. Það er búiö aö selja húsgögnin og dreifa þeim viðsvegar. Frú Amsted hefur aðeins tekið það sem hún þurfti nauösvnlega til að útbúa herbergið sem hún á aö Það er búiö aö taka myndina af Teódór Amsted úr ieðurrarqmanum. En rammann hefur hún með sér. Ef til vill er hæg-t að nota hann seinna. Hún er svartklædd. Hún er meiri ekkja en nokkru sinni fyrr. Hún er tvöföld ekkja ef svo mætti segja. Hún er gersamlega búin að missa manninn sinn. Ekki einu sinni sál hans getur hún lengur stjórnað. Það em önnur öfl sem ráða yfir honum núna. Hún ætlar að reyna að gleyma að hann hafi verið til. Hún ætlar að reyna að hlífa Leifi við þeirri smán og vanheiðri sem yfii þau hefur gengið. Hún og Leifur ætla að taka upp annað nafn. Þau geta ekki borið sama nafn og morðingi og tukthúslimur. Þau ætla að lifa sínu kyrrláta lífi í ókunnri borg þar sem enginn þekk- ir þau. Hún hefur gert upp sakirnar \nð fortíðina. Það er búið að selja húsgögnin. En í Árósum bíða hennar önn- ur húsgögn sem hún getur verndað og nostrað við. Blessuð gömlu æskuheimibshúsgögnin. Hún siglir yfir haf. En það er ékki ferðalag út í óvissu. Árósaskipið flytur hana aö vissu leyti heim. Og Leifur fær nýtt heimili. Það hefði ekki verið fjár- hagslega kleift að hata hann í heimavistarskólanum Stefán íslandi. r • • oper usonovari efnir til söngskemmtunar i Gamla bíói, fimmtudag- inn 2. október klukkan 19,15. Undirleik annast Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ejnnundssonar. Félag íslenzkra c? • KJÖR FLLLTRI A OG VARAFULLTRÚA Á 26. ÞING ALÞÝÐÚSAMBANDS ISLANDS Tillögum um einn fulltrúa og einn til vara ásamt skriflegum meðmælum 1/10 bluta fullgildra félags- manna skal skilað til formanns félagsins Framnes- veg 28 eða pósthólf 1338, Reykjavík fyrir kl. 7 e.h. fimmtudaginn 2. okt. n.k. og er þá framboðsfrestur útrunninn — Kjörstjórn. Frá matsveina- og veitinga- þjónaskólanum Matsveina- og veitingaþjónaskólinn verður settur föstudaginn 3. október klukkan 3 síðdegis. Skólastjórinn. Trúlofunarhrtngir, Steinhrtngir. Hálsmen, 14 og 18 kt. gull í lÍCTGi’r leiSÍD HöfuÖbúnaSur handa smáfe! pum Þegar kólna tekur í veðri, verða börnin að setja upp höf- uðföt. Trúlega verður „strokk- urinn“ einnig vinsæll í ár, enda er hann bæði hlýr og fer telpunum ágætlega. En telpum þykir líka alltaf fengur í að fá nýjan höfuð- klút og ef þið getið um leið kennt þeim að binda hann á sig á skemmtilegan hátt, er það öldungis víst að hann verð- ur notaður sem liöfuðbúnaður. 1 ldútinn á myndinni þarf stykki af mynstruðu eða köfl- óttu efni, 70x70 sm á hvern veg. Þið byrjið á að falda brún- irnar. í miðjan klútinn klippið þið síðan gat fyrir höfuðið. Varpið brúniraar svo að þær trosni ekki. Saumið síðan fald til að draga teygju í gegnum svo að opið verði mátulegt fyrir andlitið (Sjá teikning-j una). Klúturinn er nú tilbúinn og á teikningunni má sjá hvemig hægt er að binda hann á þrjá mismunandi vegu. Á einni teikningunni eru. aftari hornin bundin að fram- an og hornin sem vita fram bundin að aftan. Á næstu teikningu eru horn- in að framan látin hanga laus en hornin að aftan eru bundin saman í litla slaufu að fram- an. Á þriðju teikningunni er klúturinn settur á höfuðið aft- anfrá eins og kappi, þannig að hornin fjögur hanga laxis nið- ur. Svo er stykkinu sem hangir framfyrir andlitið smiið við og hornin fjögur síðan bundin saman í fallega slaufu uppi á hvirflinum. En vilji maður ekki hafa klútinn á höfðinu, má draga liann niður fyrir höfuðið og nota hann eem sjal, þannig að hora sé að framan og aftan og sitt á hvorai öxl. SMFAUTC.CRB RiKtSlfnSj E s ja vestur um land í hringferS hinn 5. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Akureyrar í dag. Far- seðlar seldir á föstudag. fer frá Reykjavík 6. okt. til Færeyja og Kaupmannahafnar. Tilkynningar um flutning ósh- ast sem fyrst. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN Sími 13025. Saumanámskeið hefst í Mávahlíð 40, mánu- daginn 6. október. Biynhildur lngvarsdóttirð Framhald aí 7. síðu. lesta af*stáli á ári. Nokkrir þessara ofna munu komast í gagnið þegar á þessu ári. Þessar framkvæmdir gera fært að framleiða milljós lestir af járni og stáli í smá- um málmiðjuverum á þessu ári, fjórum sinnum meira magn en í fyrra. Með sameinuðu framtaki ríkisstjórnarinnar, fylkis- stjórnanna og bæjar- og sveitastjórna, þar sem hver aðili sníður sér stakk eftir vexti, á að tryggja að allir möguleikar til að auka fram- leiðslu málmiðnaðaranis verði hagnýttir. Sama máli gegnir um aðrar iðngreinar. Rikið reisir stóriðjuverin en aðrir aðilar smærri verksmiðjur og verkstæði, allt eftir því hver kostur er á vinnuafli og hrá- efnum á hverjum stað. Þessi iðnfyrirtæki leggja þeim sem jörðina erja til verkfæri og vélar, við það losnar fólk frá landbúnaðarstörfum og þá eru tök á að fjölga enn iðnfyrirtækjunum og stækka' þau sem fyrir eru, Svfflsssg hyggjast Kínverjar gera iðn- byltingu í landi sínu. Klnverjar hafa sett sér mark til að keppa að. Þeir ætla sér að ná Bretlandi i framleiðslu iðnaðarvarnings og fara fram úr því á ekki lemgri tíma en fimmtán árum. Byrj- unin bendir til að þvi rnarki verði náð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.