Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. október 1958 Nokkrir fulltrúanna á þing Iðnnemasambandsins (Ljósm. S.J.) Iðimeinagambancls Isl. EstCULÝbS Ritstjórar: Eysteinn Þorvaldsson og Sigurjón Jóhannsson. Fyrsta félagsmálanámskeið Æ. R.Í. var lialdið um síðustu helgi Afhyglisvert byrjunarstazí, en léleg þátttaka Fyrsta félag-smálanámskeið Æskulýðsráðs íslands var haldið í Reykjavík dagana 26. til 28. september sl. Frá 16. þingi Eins og- skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum, var 16. Jjing Iðnnemasambands íslands haldið í Reykjavík dagana 27. til 28.. sept sl. I stjórn I.N S.f. voru kosnir: Þórður Gíslason formaður, Birgir Dýrfjörð varaformaður, Sigurjón Pétursson, Lúther Jónsson og Gunnlaugur Jóns- son meðstjórnendur. í varastj. \oru kosnir: Trausti Finnboga- son, Jónas R. Guðmundsson, Sigurður Einarsson og Jóhann- es B, Jónsson. Eftirtaldar þrjár ályktanir voru meðal þeirra, sem þingið samþykkti; TJm iðnskóla 16. þing Iðnnemasambands íslands lýsjr megnri óánægju með það fyrirkomulag, sem viðgengst hér, að reka samtals um 18 ófullkomna iðnskóla á landinu. Vill þingið benda á að með því að fækka skólunum skapast betri skilyrði til auk- innar verklegrar kennslu í skólunum og telur að tveir til þrír fullkomnir verknámsskól- ar mundi vera lausn á því óvið- unandi ástandi, sem ríkir í l'ræðslumálum iðnskólanna. ViII þingið beina því til Al- þingis. að það veiti þegar i stað fiármagn til byggingar tveggja til þriggja iðnskóla ut- nn Reykjavíkur og viðbótar- byggingar til verklegrar kennslu við Iðnskólann í Reykjavík, (Samþykkt samhljóða). Um Æskulýðsráð íslands 16. þing Iðnnemasamband fs- lands vítir harðlega þá ákvörð- un 1. ráðsfundar Æskulýðsráðs íslands ,að feila inntökubeiðni Iðnnemasambandsins í ráðið. Bendir þingið á, að með því hefur Æskulýðsráðið brotið lög sín. Jafnframt tekur þingið fram, að á meðan einu fjöímennasta aeskulýðssambandi landsins er meinuð þátttaka í ráðinu, get- ur Iðnnemasambandið ekki lit- ið á Æskulýðsráð íslands sem heildarsamtök íslenzkrar æsku. (Samþykkt með ÖUum þorra atkv. gegn tveim.) Um landlielgismálið 16. þing Iðnnemasambands íslands lýsir fullum stuðningi við útfærslu fiskveiðilögsög- wnnar og fagnar því að þær þ.ióðir, allar, sem veiðar stunda hér við land, hafa viðurkennt þa útfærslu í verki, nema Bret- ar. Sökum ránsveiða Breta í skjóii hervalds skorar þingið á ríkisstjórnina að svara þess- tum ribbaldahætti með því að kæra formlega þessa fram- komu Breta til Sameinuðu þjóðanna, Einnig vítir þingið harðlega ríkisstjórn íslands fyrir að leyfa brezkum herskipum að leita hafna með sjúka togara- sjómenn í stað þess að hafa ,,Okkur kemur ekkert við hvað skeður utan Keflavík- urflugvallar, hann er okkar litla New York“. Svo spaljega mælti banda- ríkjamaður nokkur í húsi í Keflavík, þegar landhelgis- málið bar á góma. Þessi orð eru nakin og sönn, að því leyti að Bandaríkjamenn hafa aldrei ætlað sér að verja ís- land, heldur nota það sem stökkpall til árásar, eða skjöld til að bera af sjálfum sér þyngstu höggin á kostn- að tilveru allra fslendinga. Svo ljós ætti þessi sannleik- ur að vera öllum fslendingum að hér þyrfti enginn að vera í vafa um hvað gera ber. En ógæfa íslands eignaðist góð- an liðsmann í Bjarna Ben og og hefur hún ekki átt slík- an, síðan Gissur Þorvalds- son leið, og enn stjórna ut- anríkismálum menn, sem gjarna vilja kyssa þann vöndinn er sárast bítur. Atburðir síðustu daga hefðu orðið flestum þjóðum vakn- ing, til að gera hreint fyrir sínum dyrum, en islenzkir ráðamenn virðast ætla að halda dauðahaldi í sína blekk- ingu og forðast að gera neitt nema bera fram máttlaus mótmæli og helzt myndu sumir þeirra vilja kaupa sér persónulegan frið og gjalda þar við sjálfstæði þjóðarinn- ar og líklegt er að margir ráðandi menn séu svo fjár- hagslega tengdir örlögum herliðsins að þeir telji sig ekki hafa efni á að missa það úr landi. Öllum ætti og að vera orð- ið Ijóst að „vestræn sam- vinna“ þýðir raunverulega ok smáþjóða og að leiðandi þjóðir NATO eru gömul ný- lenduveldi, með aldagamlan blóðferil að baki og sem enn þann dag í dag haga sér eins og miðaldir standi í fullum blóma. Fasisminn heldur inn- reið sína i Frakkland, með nýlendukúgarana í Alsír að ba.khjarli og Englendingar eru í bófahasar á íslandsmiðum stelandi þorski og aðfarir þeirra á Kýpur og í Kenya myndu koma dómurum rann- sóknarréttarins spánska til sama hátt og verið hefur, að togararnir leiti sjálfir hafnar með þá. Þingið vonar að íslenzka rík- isstjómin komi ekki framar í veg fyrir að löggæzlumenn framfylgi íslenzkum lögum. að roðna ef þeir mættu vitna þar. Inn í þetta bandalag voru íslendingar teymdir, eða réttara sagt barðir fyrir 9 árum og bera fyrir bragðið siðferðislega samábyrgð á ör- lögum þeirra þúsunda, sem hefur verið slátrað af herjum bandalagsins. Og á meðan NATO-ískar fallbyssur gína við varðskipum okkar, inni í okkar eigin landhelgi, lánum við NATO-ísku herliði bæki- stöðvar í landi okkar. Meðan NATO-liðar ræna íslenzkum löggæzlumönnum úti á sjó, standa aðrir ísl. löggæzlumenn í herstöðu bíspertir á her- sýningu NATO-liða á Kefla- ví'kurflugvelli. Er hægt að hugsa sér viðbjóðslegri tví- skinnung í utanríkismálum ? ,,Varnar“-liðið hefur nú sýnt gagnleysi sitt í verki. Bretar hafa sýnt sitt rétta eðlj á sannfærandi hátt og NATO stendur uppi silkislæð- um svift, en samt er ekkert lát á undirlægjuhætti utan- ríkisráðherra og fylgifiska hans. Eftir hverju er verið að bíða? Hversvegna erum við ekki losuð úr hlekkjunum ? Getur verið að persónulegir fjötrar sumra séu orðnir svo traustofnir, að þeir geti ekki losað sjálfa sig, hvað Jiá þjóðina? Höfum við kannski eignast nýjan Alberti? Sé svo, eru fjötrarnir væntan- lega gullnir og þægilegir. Engum íslendíngi ætti að dyljast sú hætta, sem af her- liðinu stafar og það að fáum mönnum s'kuli haldast uppi að leiða vitandi vits slíka tortímingarhættu yfir landið er þijóðarhneyksli og fram- koma þeirra hrein landráð, því enginn getur ætlað þeim þann gáfnaskort ,að þeir viti ekki hvað er í húfi. Banda- menn þeirra eru að sanna öllum Islendingum að allur þeirra áróður og fagurgali séu klárar lygar, sem hljóta að svíða þeirra þriflega bjór, þegar þjóðin vaknar til vit- undar um verk þeirra, Þeir hljóta að falla á verkum sín- um og sagan mun dæma þá réttilega, sem einhverja mestu Framhald á 8. síðu Þátttaka í námskeíðinu var lítil og mættu ekki þátttak- endur frá öllum meðiimasam- böndum Æ.R.l. og er það skaði að þau skuli ekki í verki reyna að efla starf- semi þess. Þátttakendur voru frá eftirtöldum samböndum: Æskulýðsfylkingunni, Banda- lagi íslenzkra farfugla, Is- lenzkum ungtemplurum, Sam- bandi ungra framsóknar- manna, Ungmennafélagi ís- lands og Bandal. ísl. skátá. Júlíus Daníelsson, formað- ur Æ.R.I. setti námskeiðið og ávarpaði þátttakendur. Magnús Óskarsson lögfræð- ingur flutti greinargóðar leið- beiningar um fundarstjórn og fundars'köp, og stjórnaði stuttum en fjörugum umræðu. fundi. Má segja að þetta hafi verið' gæfulegasti þáttur nám- skeiðisins þegar frá er skil- in kennslustund Einars Páls- sonar, sem vikið verður að síðar Kennsla Helga Tryggvason- ar í meðferð skuggamynda- véla var því miður lakari en skyldi. Það er ekki nóg að hafa liðugan talanda og geta sjálfur tekið myndir og sýnt þær. Nemendur ætlast til þess af leiðbeinanda að hann reyni að kenna þeim hlutina en eyði ekki öllum tímanum 1 að sannfæra þá um sina eig- in kunnáttu með orðum. Séra Árelíus Níelsson háfði með höndum leiðbeiningar um tilhögun og stjórn les- hringa. Einnig tók hann að sér að sýna fram á leshring í framkvæmd. Þá hafði hann og leiðbeiningar urn almenn- an söng á fundum og sam- 'komum og auk þess flutti hann nokkur stutt ávörp. Árangurinn af leiðsögn séra Árelíusar var ekki i neinu hiutfalli við þann tíma, sem í hana fór og er það mjög miður því að á slíku nám- skeiði sem þessu ríður á að tíminn sé vel notaðui-. Leiðbeiningar urn leshring í framkvæmd verður t.d. nauðsynlega að hyggja á því að gera þátttakendur að sem virkustum aðilum. Þess- vegna var afar óheppiiegt að taka fyrir nokkrar línur 1 jafn óaðgengilegu og óþekktu riti og Biblíunni og þaðan af verra að leiðbelnandinn skyldi eyða tímanum í hugleiðingar um þessar fáu línur. Það var framkvæmdaleysið, sem ein- kenndi þennan „leshring í framkvæmd11. Auk þess verður að álykta að séra Árelíus hafi alls ekki virt hlutleysi Æskulýðsráðs Islands í stjórnmálum og trúmálum. Hann talaði of mikið sem þjónn kirkjunnar og boðberi kristinnar trúar þótt hann væri að leiðbeina um jafn veraldleg efni og leehringa- starfsemi eða söng. Það er ekki síður varhúgavert að draga fram sérstaka trúar- stefnu en sérstaka stjórn- málastefnu á vettvangi Æ.R.I. Það er augljóst að því hefði ekki verið tekið með þegjandi þögninni ef einhver fulltrú- anna frá pólitísku sambönd- unum hefði hampað sinni stjórnmálastefnu eins og séra Árelíus kirkju og kristni á þessu námskeiði. *c- Þessi mistök er þeim mun verri, þar sem vitað er að séra Árelíus Níelsson er mað- ur einlægur og af öllum vilja gerður. En það verður ekki hjá þvi komizt að minna á að kristin trú er ekki nein kenning, sem hægt er að hefja yfir allt hlutleysi í lýð- ræðisþjóðfélagi. Gagnlegasti og skemmtileg- asti kafli námskeiðsins var leiðsögn Einars Pálssonar leikara í framsögn. Á einum stuttum klukkutíma tókst honum að miðla námskeiðs- fólki slíkum fróðleik að furðu sætir. Raddbeiting er geysi- mikilvægt atriði fyrir hveni og einn sem lætur til sín taka i félagsmálum og þarf oft að koma fram í ræðustóli. Þetta sýndi Einar rækilega fram á. Hann rakti helztu málgalla fólks og leiddi nám- skeiðsfólk í allan sannleika um galla þeirra eigin radd- beitingar. Eftir þessá kennslu- stund, sem var alltoí stutt, hafði maður virkilega aflað sér furðulegrar þekkingar á því að tala rétt. Kennsluað- ferð Einars og framkoma öll er slík að sérhver hlýtur að hrífast af efninu og fylgjast með af áhuga. Þetta fyrsta námskeið Æ. R.I. er merkilegt átak og á stjórn ráðsins heiður skilinn fyrir að koma því í fram- kvæmd. Það sem miður fór á námskeiði þessu er ekki minnsta ástæða til þess að liægja gönguna á þessari braut. Reynslan er lærdóms- rík og námskeið á þessu sviði geta gert félagsiífi æskunnar mikið gagn. Það er vel að það sjáist að Æ.R.I. er ekki formið tómt, heldur starfandi aðili, sem ætlar sér að fá einhverju áorkað. Eftir hverju er verið að bíða?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.