Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.10.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (í >f ÍÞRðTTIR mrSTJORh nhiAHK USLG&S&& Frá enskri knattspyrnu U • • • 1 sumar var lieimsmeistarakeppn- rieimsmeistari ii, j hjólreiðum háð í borginni Reinis í Frakklandi. Tóku nú konur í fyrsta skipti þátt í keppni þessari, en fyrsti heimsmeistari kvenna í hjólreiðum á þjóðvegum úti varð Elsy Jacobs frá Lúxemborg. Hér á mynd- inni sést Elsy Jacobs konia að marki, en hún hjólaði 59,313 kílómetra á liðlega 50 mínútum. Þess má geta, að fjórir bræð- ur hennar eru líka hjólreiðakappar. Danir gerðu jaínteíli við Þjóðverja Það er mikil barátta um efsta sætið í fyrstu deild ensku knatt- spyrnunnar um þessar mundir, og félögin skiptast á um for- ystuna. Það segir líka vel til um hinn jafna styrkleika félaganna að það er aðeins 2 stiga munur á fyrsta og' niunda liði. Það er einhvernveginn svo, að þegar Lofthouse leikur með Bolton gengur liðinu betur. Hann var veikur um daginn en nú lék hann um síðustu helgi aftur, þegar lið hans sigraði Nothing- ham Forest, og hann skoraði 2 af mörkunum, og sá um að Bolt- on heldur nú forystunni í deild- inni. Forest hafði 2:1 í hálfleik, en Lofthouse undirbjó markið sem var jafnað úr, og skoraði sigurmarkið. Bolton hefur með sigri þessum einu stigi meira en Arsenal eða 13 st. Arsenal vann Manchester City með 4:1, og Luton sem er ofarlega náði jafntefli við Burnley. Á eftir liðum. þessum koma sex lið með 11 stig. Manchester United sem er í fjórða sæti með 11 stig, hefur keypt sér nýjan framherja sem heitir Albert Quixall og greitt fyrir hann meira en gert þefur verið á Bretlandseyjum til þess og er upphæðin talin vera nokk- uð á þriðju milljón ísl. króna eftir skráðu gengi. Quixall þessi er frá Sheffield W. Mesta upp- hæð fyrir þessi kaup var greidd af Tottenham fyrir Cliff Jones. Quixall er 24 ára gamall og hefur leikið nokrum sinnum í enska landsliðinu. Hann lék í fyrsta sinn fyrir M. U. Hann átti góðan leik og frábærlega góða sendingu til þess sem skor- aði fyrra mark M. U., en þeim tófet að'ná jafntefli við Totten- ham eftir að Tottenham hafði 2:0 í hálf'eik. M. U. sótti ákaft í lok leiksins, og sýndi Quixall þá hvað í honum býr, en hinn snjalii markmaður Tottenham, Hollowbrend. varði af tsnilld. Arsenal átti mjög góðan leik Cénsolini í kvikmynd 1 fréttum nýlega var frá því sagt, að hinn frægi ítalski kringlukastari Adolfo Consolini hefði í hyggju að breyta svolít- ið til og reyna nýjar leiðir, ekki sem íþróttarnaður, heldur sem leikari, þegar hann tæki að eld- ast. Ekki mun hann þó hugsa sér að leggja leiklistina eingöngu fyrir sig. Consolini hefur gert samning við kvikmyndafélag eitt sem ætlar að gera kvikmynd um gömlu Róm, og mun ætlunin vera sú að hann taki að sér að leika gladiator. Er ekki að efa að Consolini getur orðjð hressi- legur gladiator. í sambandi við fregn þessa segir Consolini að hann muni halda áfram íþróttaæfingum og keppni í íþróttum, með það fyr- ir augum að koma fram fyrir hönd ítaliu á O.L. í Róm 1960. móti Manchester City. Voru það sérstaklega framvörðurinn 3 ommy Docherty og miðfram- herjinn David Herd sem höfðu góð áhrif á 'samherja sina til mikillar gleði fyrir hina tryggu áhorfendur Arsenal. Herd skor- aði tvö mörkin. Það kom mikið á óvart að sig- urvegarinn frá því í fyrra, Wolverhampton, skyldi tapa á heimavelli fyrir NewcasTle 3:1. Það heppnaðist ekkert fyrir þeim en Newcastle var heppið og lék betur en það hefur gert i lang- an tíma. West Bromwich gerði jafntefli við Leicester 2:2 og Preston ,;burstaði“ Birmingham með 3:0. Everton náði fyrsta sigri sínum á þessu keppnis- tímabili heima, og var í rauninni heppið að sigra, því að sigur- markið kom úr sjálfsmarki frá öðrum bakverðinum, en Leeds átti betri leik. Everton er stöðugt neðst á töflunni ásamt Aston Villa. Fulham er efst í annarri deild, vann Derby 4:2 eftir að hafa verið 2:1 undir í hálfleik. Ful- ham og Luton í fyrstu deild eru einu liðin í fyrstu og annarri deild sem ekki hafa tapað leik enn sem komið er eftir 9 leiki. Fyrir skömmu varð einn af þeim leikmönnum Þjanchester Unþed, er lentu í flugslysinu við Múnchen, að hætta allri knattspyrnu. Þetta er hinn ágæti Jackie Branchflower frá írlandi og sem leikið hefur fyrir frland og einnig í hinu fræga liði. Hefur hann tilkynnt þetta, að liann muni' hætla allri knatt- spyrnu, og eru meiðslin orsökin. Þetta gengur ekki, sagði Blanch- flower hryggum rómi, ég verð að horfast í augu við það að ég get ekki leikið knattspyrnu meira, en það höfðu ýmsir von- að. I slysinu brotnuðu mörg rif- bein í honum, hægri handleggur- inn nær ónýttist, auk annarra meiðsla. Hanri dvaldi á sjúkra- húsi í Múnchen í 6 vikur, og hefur síðan verið undir læknis hendi, en allt kom fyrir ekki. Fyrir nokkru fóru fram úr- slitaleikir í handknattleiksmeist- aramóti Noregs úti. í úrslitum kvenna var Grefsen, liðið sem hér var fyrir nokkrum árum í heimsókn, og vann hylli hand- knattleiksfólks hér. Var liðið af öllum talið líklegra til að sigra í úrslitaleiknum, en hann var við félagið Skogn, Fór leikurinn fram í samnefndum bæ og var ákaflega skemmtilegur og tví- sýnn. Þegar í byrjun kom Gref- sen-stúlkunum á óvart hinn mikli hraði sem Skogn-stúlkumar sýndu og eftir 5 mínútur stóðu leikar 3:0 fyrir Skogn. Kom fyrsta markið eftir 30 sek. Grefsen hafði þó lagað stöðuna í hálfleik þannig að leikar stóðu 4:3 fyrir Skogn, og leit út fyrir í síðustu viku kepptu í knatt- spyrnu landslið Dana og Þjóð- verja og fóru leikar þannig að jafntefli varð 1:1. Hafa þessi úr- slit vakið mikla athygli. Þjóð- verjar urðu 4. á HM í Sví- þjóð í sumar, og í liði þeirra að þessu sinni léku 8 menn af þeim sem þar léku, auk þess sem flestir þeirra eru atvinnumenn. Það var hinn frægi Helmuth Rahn sem skoraði fyrir Þjóð- verja í fyrri hálfleik, en það var Enoksson sem jafnaði fyrir Dani í siðari hálfleik. Voru bæði mörkin gerð með skalla. Nokkru eftir að Þjóðverjar höfðu skorað, skoruðu Danir annað mark, en hinn tékkneski dómari vildi ekki telja það gilt, og olli það mikilii reiði á áhorfendapöllum. Danir náðu mjög góðum le-ik að þær væru að taka leikinn í sínar hendur. En eftir leikhlé héldu Skogn-stúlkurnar uppi sömu sókn og fyrr og skoruðu. Grefsen skorar líka, en á síðustu mínútu leiksins eru það Skogn- stúlkurnar sem gera síðasta markið. Lauk leiknum með 6:4 fyrir Skogn-stúlkurnar. O. I. vann Norstrand 16:10 Þetta var í þriðja sinn sem O. I. vinnur Norgesmeistaratitil í handknattleik. Það sigraði handknattleiksfélagið Nordstrand með 16:10. O. I. tryggði sér þegar í byrj- un 6:1 og eftir það hélt það yfir- höndinni í leiknum; síðari hálf- leikur var mun jafnari. og þýzkir blaðamenn sögðu eftir leikinn, að þeir hefðu aldrei séð danskt knattspyrnulið leika eins vel og þetta lið gerði, Sænskur íþróttablaðamaður tekur undir þetta og bætir við, að hann hafi ekki áður séð danskt landslið leika svo vel í síðari hálfleik eins og í leik þessum. Hver mun eftir leikinn, segja að Dani vanti úthald af því að þeir eru á- hugamenn, eða að þeir séu of veikir til þess að leika við sænska atvinnumenn? Danir eru sem kunnugt er mjög harðir á áhugamennsk- unni og halda fast við það at- riði, og er það því athyglisvert hve vel þeir stóðu sig. Sannar það að áhugamenn geta, ef þeir leggja vinnu í það að æfa sig, og skilja leikinn, staðizt at- vinnumönnum snúning'. Hinn frægi þýzki þjálfari, Sepp Herberger, sagði eftir leik- inn: Fyrir leikinn dró ég enga dul á það, að í þrjátíu ár hef ég borið fyllstu virðingu fyrir danskri knattspyrnu, og uggur minn kom áþreifanlega í Ijós. Eg verð þó að seg'ja að ég er von- svikinn, að ellefu danskir áhuga- menn skyldu koma til síðari hálfleiks með 1:0 tap og virðast i lok þess síðari „búnir“, en geta þó stöðvað beztu ellefu menn okkar svo rækilega, að þeir verðskulduðu að vinna leikinn aðeins fyrir það að þeir höfðu getu til að ákveða hraðann. Það var glæsileg frammistaða hjá hinu danska liði, sem gefur okk- ur tilefni til umhugsunar. Eins og leikurinn gekk, get ég verið ánægður með jafntefli. Hinn hraði sóknarleikur Dan- anna i síðari hálfleik lék sér að vörn okkar og þeir sköpuðu sér hvert marktækifærið eftir ann- að. Kennaraskólinn Frambald af 12. síðu. spái ég neinu um hvenær sú stund kemur að flutt verður í það, reynslan undanfarinna ára hefur hvekkt mig nokkuð, sagði skólastjóri. Þær hreytingar verða 5, kennaraliði skólans að dr. Broddi Jóhannesson tekur aftur við starfi sínu, en Bjarai Vilhjálmsson, Jóhánn Briem og Gunnar Ragnarsson hætta, en í staðinn kemur Óskar Hall- dórsson. Þá vék Freysteinn skóla- stjóri að því hvort þcrf væri meiri menntunar, ýmsir mjmdu kannski spyrja hvort ekki væri frekar of en van. Hann kvað aldrei hafa verið meiri þörf menntunar en nú á okkar dög- um og því þarf þjóðin marga og góða kennara. Til þess þarf fullkominn kennaraskóla, til að þjálfa þá. Eg hef ekki trú á því að þeir komi af sjálfu sér, þótt sumir haldi því fram að slíkt sé meðfætt, sagði rakólastjóri, og ekki helidur trú á því að aðrar stofnanir ali upp kennara. 1 sambandi við þetta og húsnæðismálin mælti hann: Til þess eru örðugleikar að mæta þeim og sigra þá. Hét hann síðan á alla sem þar mættu eitthvert lið til leggja að vinna að því að starfsskil-- yrði ekólans yrðu bætt stór- lega og skírskotaði til skiln- ings stjórnarvalda á þörfuiu skólans. Þá afmælisósk færði hann skólanum að þar yrði ætíð starfað af forsjá og full- um skilningi á því hlutverkx sem skólinn á að gegna og bað honum loks blessunar æðri máttarvalda. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra tók næstur til máls. I ræðu sinni sagði hann m.a. ,,Ýtarleg umhugsun hef- ur komið mér á þá skoðun ,að kennaramenntunina eigi að auka, hana ' verði að bæta. Starf 'kennarans er eitt hið vandasamasta sem unnið er í þjóðfélaginu". Menntamálaráðherra kvað nú þrennskonar stúdentspróf, sera kennd væru við mál, stærð- fræði og verzlun og kvaðst þeirrar skoðunar ,,að brýnasta nauðsyn beri til að auka fjöl- breytni stúdentsmenntunarinn- ar á þann hátt, að bætt yrði við deild sem miðaði námsefni sitt við þarfir þeirra sem ætla að verða 'kennarar, en hefði það jafnframt svo almennt að það væri jafngóður undirbún- ingur undir háskólanám og veittur er í liinum mennta- skóladeildunum". Að lokum. mælti hann á þessa leið: ,,Menntun er ekki hið sama og aukin kunnátta. Ef nýr fróðleikur skerpir ekki skiln- inginn, ef hann víkkar ekki sjóndeildarhringinn, ef hann glæðir ekki ástina á sannleik- anum, þá menntar hann ekki“. Ávörp fluttu þeir Ásmundur Guðmundsson biskup Islands, Helgi Elíasson fræðslumála/- sjóri, Gunnar Guðmundsson form. Sambands ísl. baraa- kennara, Guðjón Jónsson for- maður Nemendasamb. Kenn- araskólans, Ágúst Sigurðsson fonn. Kennarafélags skólana og Hallgrímur Jónasson kenn- ari. — 1 gær kom út afmælis- rit skólans, 285 bls. bók, er Freysteinn Gunnarsson hefur, tekið saman. j Grefsenstúlkuraar töpuðu í árslitum Noressmótsins í handknattleik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.