Þjóðviljinn - 05.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.10.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. október 1958 •OÐVILJ ÚtKefandl: gi&meinin^^rTloitai- albÝffa - BósiallBtaflokkurlnn. — Ritstjórar: MaKnús KJartaneson áb.), SlgurBur Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Ri&Samenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfásson, ívar H. Jónsson. nlagnús Torfi Ólafsson, SlgurJón Jóhannsson. öigurður V. í^SWófsson. — AuglÝslngastJóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af- írreiðsla, auglýsingar, prentsmiðJa: Skólavöröustíg 19. — Sími: 17-500 (ö iínur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. '27 annr arsstaðax. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvilJans. Sigur þjóðarinnar ! nr>ilburðir Sjálfstæðisflokks- ( ins í landhelgismálinu ! í-ru í senn ósvifnir og fárán- legir. Ráðamennirnir eiga erfitt með að þola það hversu berstrípaðir þeir standa frammi fyrír almenningi, rún- ir æru og mannorði. Þess vegna er nú hvert tækifæri gripið til þess að reyna að vega upp með áróðri það sem 1 tapaðist í verki, og eru í- * haldsblöðin þá ekki vönd að aðferðum. Þannig hrópa þau 1 nú hástöfum, að íhaldið hafi tekið forustu í málefnum landhelgisgæzlunnar; það hafi eagt Hermanni Jónassyni dómsmálaráðherra fyrir verk- um um það hvernig haga skyldi flutningi sjúkra veiði- þjófa til lands og hann hafi : síðan hlýtt! Þannig hafi Sjálf. stæðisflokkurinn raunveru- jega með höndum yfirstjórn íandhelg'sgæzlunnar. t ’ T-jetta er einstaklega barna- * legur áróður og sýnir ' glöggt hvernig leiðtogum Sjálfstæðisflokksins er innan- örjósts. Og enn fáránlegri verður hann þegar málavext- ir eru rifjaðir upp. Ilermann Jónasson gerði hin alvarlegu mistök sín á fimmtudag í fyrrj viku. Daginn eftir birti Morgunbíaðið aðeins frásagn- ír landhelgisgæzlunnar en hafði engá skoðttn á mála- vöxtum. Laugardagsblað Mor.gunblaðsins kom úf, og þar var ekki heldur orð að finna sem sýndi að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði aðra af- stöðu en Ilermann Jónasson. Og í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins stóð ekki heldur eitt einasta orð um það að Sjálf- stæðisflokkurinnn hefði ein- hverja sjálfstæða skoðun á -tarfsaðí'eðum landhelgisgæzl- itnnar, aðra en dómsmálaráð- herrann sjálfur, Þessa þrjá daga var það Þjóðviljinn einn af aðalmálgögnum stjórn- málaflokkanna, sem gagn- rýndi harðlega framkomu yf- irstjórnar landhelgisgæzlunn- ar og sýndi með skýrum rö h um fram á að þar hefði varið mjög illa og hættulega á mál- um haldið. Það var ekki fyrr en síðari hluta sunnudags, að Ólafur Thörs formaður Sjálf- stæðisflokksins flutti ræðu í Stúdentaféjagi Reykjavíkur og tók þar fyllilega undir þær röksemdir sem birtzt höfðu i síðustu þremur blöðum Þjóð- viljans. En Morgunblaðið tók i-kkí við sér fyrr en á þriðju- claginn var — fimm dögum eftir að átburðirnir gerðust — og prentaði þá upp rök- semdir Þjóðviljans. Væri gangur málsins sá sem Morg- unblaðið vill vera láta, ætti það þá að halda þvi fram að fyrst hefði forusta Sjálf- stæðisflokksins hlýtt Þjóð- viljanum og síðan hefði dóms- málaráðherra hfýtt forustu Sjálfstæðisflokksins! ¥jví fer mjög fjarri að Þjóð- viljinn vilji halda því fram að áhrifavald hans sé slíkt að hann leiki sér að því að snúa leiðtogum ihaldsins og Framsóknar í kringum sig með þvl að beita réttum og góðum röksemdum. Þjóðvilj- inn hefur langa reynslu af því að sannar röksemdir hrína ekki á þeim herrum, nema þeir séu til neyddir. Og það var einmitt það sem gerðist eftir mistök Hermanns Jón- assonar. í landhelgismálinu er áhugi þjóðarinnar sem bet- ur fer svo ríkur, að hver einasti maðiir fylgist af lif- andi athygli með öllu sem gerist og híkar ekki við að láta skoðanir sínar í ljós á greinilegasta hátt. Þjóðin gagnrýndi og fordæmdi ein- um rómi þær ráðstafanir dómsmálaráðherra, að leyfa herskipum að stunda sjúkra- fiutninga fýrir veiðiþjófana og láta þá vera friðhelga- á meðan, og sá dómur var kveð- inn upp af mönnum án tillits til stjórnmálaskoðana, aðeins af umhyggju fyrir íslenzkum hagsmunum. Það var þetta almenningsálit sefti olli því að Ólafur Thors öðlaðist skoðanir eftir þrjá daga og Morgunblaðið eftir fimm. Það var þessi samhljóða dómur sem olli því að Hermann Jón- asson setti loks reglur um þjónustu þá sem íslendingar veita sjúkum veiðiþjófum Það eru slíkir atburðir sem sýna í verki lifandi og virkt lýðræði, setn er meira en nafnið tómt. |"|g það er þessi einbeitta ” samstaða, þessi skeleggi vilji Islendinga sem er for- senda þeirra stórsigra sem unnizt hafa í landhelgismál- inu. Það er þessi lifandi og virki áhugi sem veldur því að uppgjafarmennirnir eru þagn- aðir og þora ekki að hreyfa legg né lið. Einmitt með þess- ari óbilandi aðgæzlu mun þjóðin tryggja að fullnaðar- sigur vinnist, að allar undan- haldstilraunir séu andvana fæddar, að þau orð sem vold- ugir menn hvísla í eyru ís- lensikra sendiboða erlendis komist aldrei lengra. Örlög landhelgismálsins eru í hönd- um íslendinga allra, og þjóð- in má aldrei slaEit^a varð- gæzlu sinni, unz fullnaðar- sigur er unninn. » SKÁKÞÁTTBR a Ritstjóri: jjf Sveinn Knstinsson «W.“ |V«V <*> Öánægjuraddir Ýmsir skákmenn og skák- unnendur hafa komið að máli við mig síðustu dagana og látið í Ijós vanþóknun sína á vali sjötta manns í oly'mp- íusveitina í stað Friðriks Ól- afssonar. * Þótt þátturinn telji það að mestu utan' síns vettvangs að endurvarpa óánægjuröddum um störf íslenzkra skákfor- göngumanna finnst honum þó rétt að hinir sömu geri sér 1 jóst, að þeir eru jafnan und- ir smásjá almenningsálitsins og þess vegna varhugavert að taka ákvarðanir, sem beinlínis hljóta að framkalla óánægju, ef hægt er að sigla fyrir slíkt. í síðasta þætti voru orð lát- in falla að því að það væri jafnan vanþakklátt verk að velja menn til utanfarar til alþjóðlegrar keppni, 'þegar ekki væri talið fært að fara eftir skipan landsliðsins eins og hér var um að ræða. Þar kemur aðallega til greina. Annars vegar óánægja lands- liðsmanna sjálfra yfir því að fram hjá þeim skuli gengið, jafnvel þótt menn fyrirfinnist utan landsliðsins, sem að allra dómi eru sterkari, og hins- vegar metingur og óánægja manna utan landsliðsins ýfii’ því að framhjá þeim skuli gengið við mannaöflun þar. Mun mjög erfitt að komast hjá ágreiningi út af slíku. En hér hefur skáksam- bandsstjórnin sýnt það æðru- leysi að stofna til þriðja á- greiningsatriðsms, að því er virðist að nauðsynjalausu. — Hún hefur valið mann í ol- ympíusveitina, sem er ekki ágreiningslaust sterkari en sumir þeir sem völ var a í landsliðið. Skal í þessu sam- bandi ekki gert lítið úr Arin- birni Guðmundssyni. Hann er góður skákmaður og góður félagi, og er ekki við hann að sakast í þessu máli. En hann skortir þó enn þá reynslu og eldvígslu er skipi honum skör ofar íslenzka landsliðinu, jafnvel þótt þar sé ekki valinn maður í hverju rúmi. 1 landsliðinu eru þó menn eins og Lárus Johnsen, fyrrverandi skákmeistari Is- lands, sem um árabil hefur verið talinn einn af fremstu skákmönnum okkar, Haukur Sveinsson skákmeistari Hafn- arfjarðar, sem er sterkur sóknarskákmaður á islenzkan mælikvarða, Kári Sólmundar- son, sem a.m.k. tvisvar hefur verið í öðru sæti á Haust- móti Taflfélags Reykjavíkur, að ógleymduro. Eggert Gilfer, sem að vísu má muna sinn fífil fegri, en er þó alltaf hættulegur skákmaður. Ekki vi! ég gleyma að geta Páls Jónssonar, fjórða manns í landsliði, sem að vísu er ung- ur og lítt reyndur, en hinn efnilegasti skákmaður. Má auk þess ætla að hann hafi verið í dágóðri æfingu, þar sem hann hafði nýlokið níu skáka einvígi við Jón Krist- jánsson, einmitt um sæti í olympíusveitinni. Tapaði hann að vísu því einvígi en með litlum mun svo sem getið var í síðasta þætti, og með tilliti til þess, hve mjög hann hafði lagt sig í líma til að ná sæti í sveitinni, þá hefði ekki verið Paelimann ósmekklegt að eftirláta hon- um sjötta sætið, er Friðrik ekarst úr leik. Hér skal ekki gert að um- talsefni, hvort unnt hefði reynzt að fá mann utan lands- liðsins, sem líklegur hefði ver- ið til að ná betri árangri 'en Arinhjörn. Heyrzt hefur að þeir Ba’udur Möller og Guð- Á þessum haustdögum eru menn minnugir þess að fyrir hundrað árum fæddist Þor- steinn Erlingsson. Það er varla hægt að nefna nema tvö eða þrjú skáld önnur sem hafi notið slíkrar ást- sældar fyrir ljóð sín sem Þor- steinn: Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson og Sig- urð Breiðfjörð. Allir þessir menn voru misvel liðnir af sinni samtíð eins og títt er um þá sem bera af öðrum mönnum á einhvern hátt, og hafa þá oft sínar eigin skoð- artir á málefnum. En menn erfa það ekki lengur við Þor- stein þó hann segði eitthvað misjafnt um danska val/dið eða íslenzku kirkjuna og aðra þá hluti sem honum þóttu vera til óþurftar hér. Þor- steins verður sennilega ekki lengst minnzt fyrir ádeilur hans eða baráttukvæði, líklega ekki fyrir ástarkvæðin heldur. Eg held við eigum Þorsteini mest að þakka fyrir þá alúð sem hann lagði við allt gott og fagurt í ljóði sínu, bæði formi þess og boðskap. Skáld nítjándu aldar áttu það til að báðir hafnað slíku boði. Hvort leitað hefur verið til fleiri, veit ég ekki, enda er það ut- an þess málsvettvangs, sem hér hefur einkum verið um fjallað. Það er leiðinlegt þegar á- greiningur sem þessi kemur upp. Fátt skaðar meira fé- lagslíf skákmanna og sannan íþróttaanda. Skákmenn þurfa að geta staðið samati að fé- lagsmálum sínum og borið traust til þeirra manna, sem þeir hafa valið til. stjórnar- starfa. Hefði • skáksambands- stjórnin valið landsliðsmann í stað Friðriks, segjum Pál Jónssort, hefði hún sjálfsagt sloppið við alla gagnrýni. Menn hefðu að vísu getað deilt um styrk'eika lians, en um réttmæti þess að senda hann hefði naumast verið unnt að skapa ágreining, Hér eru hinsvegar af furðu- legri öforsjálni opnaðar allar gáttir gagnrýni og óánægju og sú ákvörðun Friðriks Ól- afssonar að draga sig út úr sveitinni gerð að enn meira vandræðamáli en náúðsyn var til. Þrátt fyrir þetta vonuro við að olympíusveitinni í heild megi farnast sem bezt á mót- inu og við brottför hennar fylgja henni árnaðaróskir allra skákunnenda. MOSKVA 1956 Sem kunnugt er var síðasta láta ýmislegt fjúka í skáld- ekap sem varla getur talizt fagurt eða vel vandað. Kröf- ur þær sem Þorsteinn gerði til listar sinnar voru svo strangar að þar komast fáir í hálfkvist við hann. Og skáld- ið náði því valdi yfir skáld- skap sínum, að við þekkjum hvert Ijóð lians og hverja stöku frá annarra skáldskap. Þorsteinn skildi svo ákaflega vel hvað það er í Ijóðlist sem gildi hefur og hverju er of- aukið þegar yrkja skal, Þegar vetrar ]>okan grá þig viíl fjiitra inni svífðu burt og setztu hjá sumargleði þinni. Þessi látlausa vísa lýsir vel viðhorfi skáldsins til þess umhverfis er honum var bú- ið'. Að sönnu gat Þorsteinn einatt verið beizkur í orði og jafnvel grimmur; hann var svo næmur fyrir öllu ranglæti. En honum var það eflaust ljúfara að sitja hjá sumar- gleðinni og gleyma hríð og þoku. Áhrif Þorsteins í trú- málum, stjórnmálum, Ijóðlist Framhald á 10. síðu. Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.