Þjóðviljinn - 05.10.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagm* 5. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hrni' Boðvarsson:
Kann ísíenzkan íramhurð
nær gallalausan
- en hefur jbó ekki haft tœkifœri
til að tala málio fyrr
. Binn hinna þriggja sovézku
-vísindamanna sem þessa dag-
•ana eru í heimsókn hér er ís-
lenzkufræðingurjnn Mihaíl ív-
anovitsj Stéblin-Kaménski frá
Leningrad, en hann er ýmsum
íslendingum að góðu kunnur
fyrir störf sín í þágu íslenzkra
fræða í heimaborg sinni. ís-
lendirigar sem tóku móti hon-
um a Reykjavíkurflugvelli við
komu hans hingað heyrðu hann
.segja fyrst af öllu: „Það er
gaman að vera kominn til ís-
lands". Er það raunar ekki svo
merkilegt í sjálfu sér að tit-
lendur málfræðingur sem hefur
lagt' stund á íslenzku geti tal-
að hana málfræðilega rétt, en
hiít er furðulegra að hann kann
íslenzkan framburð nær galla-
lausan og hefur þó ekki haft
tækifæri til að tala málið fyrr.
-Af íslenzkukunnáttu sinni hef-
ur prófessorinn skilið að ættar-
nafn hans er hæsta erfitt fs-
Jendingum, enda stakk hann
iiPP á því að þeir nefndu sig
eftir íslenzkum siðvenjum og
kölluðu sig skírnarnafni sínu*''
<og föðurnafni —¦ í íslenzkri
þýðingu Mikjáll Jónsson.
Prófessor Mikjáll Jónsson
•Stéblin-Kaménski er maður
hálfsextugur að aldri. Hann hóf
nám í tæknifræðum, en sneri
sér síðar að ensku og lauk
doktorsprófi í fornesku á stríðs-
árunum. Ritgerðina skrifaði
hann í Leníngrad meðan um-
sátur Þjóðverja bannaði vista-
flutninga til borgarinnar og
fólk. hrundi niður úr hungri.
Fyrir stríð hafði hann unnið
um sex ára skeið að orðabók-
um, ensk-rússneskri og rússn-
•esk-enskri sem báðar eru stórar.
Ýmislegt "er' líkt með forn-
• enskum kveðskap og fornís-
lenzkum. eða norrænum, ehda
tók pvóí. Mikjáll að kynna sér
:ýmis atriði og einkenni nor-
ræns kveðskapar í sambandi
við rannsóknir sinar á forn-
¦ enskum kvæðum. Þann veg
:kynntist hann kenningum forn-
skálda íslenzkra og lærði ís-
:ienzkt fornmál, síðar nútíma-
íslenzku og gerðist einn hinn
færasti landa sinna í þeim
fræðum. Hann fór fljótlega að
skrifa .ýmislegt um íslenzk
fræði, en hið fyrsta .frá hendi
hans um það efni mun vera
;yfirlit yfir íslenzka bókmennta
:sögu frá upphafi, 50 blaðsíðna
kver er út kom 1947. Næst gef-
tir hann út .allmikið rit um
sögu nprrænna mála (1953) og
rekur þar í stórum i dráttum
þróunarsögu þeirra frá fornöld
og er sú bók ætluð rússneskum
háskólastúdentum í norrænum
yfræðum. 1955 kemur svo út
, kennslubók hans í forníslenzku
einnig ætluð stúdentum í nor-
rænumfræðum. Og s.l. ár kom
út eftir hann stór málfræði
norsks- nútímamáls (bókmáls)
íslenzk fræði, meðal annars
Þá hefur hann unnið mikið að
kynningu íslenzkra bókmennta
í Sovétríkjunum og m. a. verið
ritstjóri íslelnding.asagnabindis
sem kom út í Moskvu 1956, en
þar er í einu bindi Gunnlaugs
saga, Egla, Njála og Laxdæla.
Sjálfur þýddi hann Gunnlaugs
sögu og skrifaði formála bind-
isi.ns og skýringar. Hann hefur
einnig gert skýringar við Þýð-
ingu V. Bérkovs á bók Einars
Olgeirssonar um „Ættarsam-
félag og ríkisvald í þjóðveldi
íslendinga" og gert það vel en
slíkar skýringar gerir enginn
að gagni nema vel kunnugur
maður. Sú þýðing kom út 1957.
Og áður en hann hélt til fs-
lands nú, flutti hann fyrir-
lestur í Moskvu um Þorstein
Erlingsson og skáldskap hans.
Hann hefur ekkert tækifæri
látið ónotað til að kynna sér ís-
lenzku, meðal annars tekið á
segulband framburð íslendinga
sem til Leningrad hafa komið.
Auk alls þess hefur Mikjáll
Jónsson ritað fjölda greina um
bæði hljóðkerfi íslenzkrar
tungu í íornöld og þróun eða
breytingar þess, einnig um
dróttkvæði og fleira.
Hér á landi hefur Mikjáll
Jónsson eignast marga vini og
lagt sig fram um að kynnast
íslendingum. Daginn eftir kom-
una til landsins var hann við-
staddur bókmenntakynningu
Máls og menningar á verkum
Þorsteins Erlingssonar í Gamla
bíói, og munu aðrir ekki hafa
hlustað fastar. Þrátt fyrir æf-
ingarleysi tað skilja talaða ís-
lenzku taldi hann sig hafa
getað fylgzf með ræðu Jóhann-
esar úr Kötlum, og kvæðaupp-
lestrinum fylgdist hann vel
með, „ég- kunni sum kvæðin".
Austur í Hlíðarendakoti hlust-
aði hann á það sem fram fór,
komst heim undir bæ á Hlíðar-
enda og Ij'sti því yfir .að hann
furðaði sig ekkert á því þótt
Gunnari hefði þótt Hlíðin fög-
ur forðum. Og íslenzkan leið-
sögumann sinn í þeirri ferð
spurði hann hvort þetta væri
Kamenskí prófessor.
„kálgarður utan við túníð á
Þjótanda", og má af þessu
nokkuð marka þekkingu hans á
íslenzku máli.
•
Prófessor Mikjáll hefur full-
an hug á að koma hingað til
lengri dvalar og verða þá einn
á ferð til að læra málið, helzt
að komast upp í sveit þar sem
enginn talar annað en íslenzku.
Mun hann hafa von um að geta
fengið sig lausan frá starfi sínu
í nokkra mánuði í þessu skyni.
Er það og sannast sagna að á ,
betri og heiðarlegri menningar-
skipti verður ekki kosið en
að þeir menn sem til þess hafa
þekkingu og áhuga, ky; j.i-t
öðrum þjóðum af eigin vaun. '
Og þegar þessi mer.ningaivið-
skipti hafa Jeitt til þess að
lektor í íslenzku er annars veg-
ar tekinn til starfa við sov-
ézan háskóla — og þá helzt í
Leningrad, þar sem aðalstöðv-
ar norrænna fræða eru í Sov-
étríkjunum •— og lektor í rúss-
nesku við Háskóla íslands hins
vegar, þá hefur verið stigið
verulegt skref til aukþmar
þekkingar íslenzkra manna á
þeim hlutum heims sem Sovét-
ríkin ná yfir.
s;>/.::;r;scr''
Ív
•ia&i^A>é^Aiií^3t«i!ii(á
Vinnuskálar öryrkja — aðalbygging Reykjalundar til hægri .
[eykialancli er enn
sem Jyrr til fysririiiYndar
Framleiðsluvörur öryrkja þar 7,3 millj. kr. sl ár
S.Í.B.S. — Samband íslenzkra berklasjúklinga — hefur
nú starfaö í 20 ár, og það með þeim ágætum að starf
S.Í.B.S er eitt af því fáa sem vakið hefur eftirtekt og
aðdáun erlendra manna á íslandi.
Tuttugasti berklavarnadagurinn — fjársöfnunardagur
S.Í.B.S. — er í dag.
Stjörn S.f.B.S. ræddi við blaða-
menn í fyrradag. Þar skýrði Árni
Einarsson, framkvæmdastjóri
Reykjalundar, frá því að auk
hinna venjulegu framleiðslu-
vara S.f.B.S., en það hafa vefið
leikföng úr tré og plasti, vinriu-
sloppar, stálhúsgögn eldhús-
áhöld, veggflísar plasthúðaður
rafmagnsvír, vatnsrör úr plasti
o.fl. hafi Reykjalundur hafið
framleiðslu _ á _¦ góJfljstum úr
plasti,, og er' það í fyrsta sinn
að þeir eru frámleiddir hér á
landi, en mikilvægari nýung er
þó að hafih hefuf verið fram-
leiðsla á éinangrunarpípum fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur o.fl.
Hvergi unnið
annarstaðar
Pípur þessar eru framleiddar
úr polyethylene, efni sem tærist
ekki og er jafnframt einangrun-
arefni. Framleidd eru tveggja
tommu plaströr, sem stálrörun-
um er heita vatnið er leitt í
er stungið inn í, og eru stálrörin
þannig í senn einangruð og kom-
ið í veg fyrir að þau tærist. Hef
Ur þetta hvergi verið gert nema
hér á landi.
•^
7,3 millj.
A sl. ári var framleitt á
Reykjalundi fyrir 7,3 millj. kr.
— én eins og flestum mun ljóst
er þarna hagnýtt vinna fólks
sem ella myndi fara forgörðum,
vinna öryrkja sem ekki gætu
unnið á almennum vinnumark-
aði, og er þetta því fundið fé
fyrir þjóðfélagið.
Sldpuleggur vinnu
öryrkja almennt?
Síðasta Þing S.Í.B^S. heirnil-
aði stjórninni að taka almenna
öryrkja á Reykjalund til allt að
fjögurra mánaða dvalar. Mun
hafa komið til. orða að S.Í.B.S.
skipuleggi vinnu öryrkja al-
mennt.
Vistmannafjöldinn
óbreyttur
Oddur Ólafsson læknir Reykja-
lundar, skýrði frá því að þrátt
fyrir minnkandi fjölda berkla-
sjúklinga í landinu og þótt auð-
um rúmum í berklahælunum
fjölgaði væri vistmannatalan á
Reykjalundi óbreytt. Er það
vegna þess hve margir berkla-
sjúklingar verða öryrkjar. sem
ekki geta stundað almenna
vinnu. Vistmenn eru nú 70—80,
en alls er rúm fyrir 91.
Enn byggt
Reykjalundur er nú orðinn
myndarlegt og snoturt byggða-
hverfi, og enn eru byggingafram-
kvæmdir á döfinni. Eru það enn
nokkrar stórbyggingar eins og
vinnuskáli, skrifstofubygging og
vörugeymsla svo og þvottahús.
Annað Iiðsinni
S.Í.B.S. hefur veitt berkks.iúk-
lingum margt og margháttað lið-
sinni, annað en dvöl á Reykja-
lundi. Margir berklasjúklingar
hafa búið í bröggum og öðru
slíku húsnæði. Af 20 fengu 17
inni í Gnoðarvogshúsunum, en 7
höfðu áður komizt í raðhúsin.
1— allir fyrir milligöngu S.Í.B.S.
Frá því fyrsta hefur. 250 berkla-
sjúklingum verið h.iálnað um
smálán, aðallega i sambandi við
húsnæðismál.
Reykjalundur
Tímaritið Reykjalundur krm-
Framhald á 3. síðu.