Þjóðviljinn - 05.10.1958, Side 9

Þjóðviljinn - 05.10.1958, Side 9
Ástralía átti 48 heimsmet til staðlestingar á þingi F. I. N. H. AaS er ekki aSeins Herbert Elliot, sem Ástraliumenn geta veriS stoltir af Þegai- þing alþjóðasambands sundmanna kom saman núna fyri'r stuttu var eitt af verkum þess að staðfesta heimsmet í sundi. Þegar athugaðar voru metaskýrslur sem fyrir lágu, kom í ljós að hvorki meira né minna en 48 áströlsk met lágu fyrir og fengu staðfestingu sam- bandsins. Það talar skýru máli að ástr- alskt sundfólk er frábært og í sérflokki i heiminum í augna- blikinu. Fjörutíu og átta ný heimsmeí á einu bretti er bein- línis ótrúleg tala, en um þetta hefur verið út gefin opinber til- kynning', svo ekki er um að vill- ast. Land þetta fóstrar sýnilega af- reksmenn í fleiri íþróttagreinum en hlaupum, en lengi hefur John Landy vai-pað ljóma á hlaupara Ástralíu, og það beið ekki lengi, þegar hann hvarf, að annar kæmi sem varpaði töfraljóma á ástr- alska hlaupara og það svo skær- um, að aðrir standa alveg í skugga hans um þessar mundir, en það er undramaðui'inn Her- bert Elliot. Hinn frábæri Konrads Ef litið er yfir metalistann sem hér fylgir, vekur það athygli hvað hinn 16 ára Jon Konrads á mörg metanna í karlaflokkn- um. Á Evrópumeistaramótinu í Budapest um daginn var mjög um það rætt að Skotinn Ian Black væri undrabarn sunds- ins. Hann stenzt þó engan veginn samanburð við Konrads, sem er bæði yngri og ennþá miklu sterk- ari. Hann á hvorki meira né minna en 14 met sem einstakl- ingur, og hversu alhliða hann er sannar bezt að hann á met. allt frá sprettsundum til þolsunda eins og 1500 m, og þótt Japaninn Yamanaka hafi unnið hann á 1500 m, þá er tíminn 17,28,7 mín. ótrúlegur ef það er athugað að hann synþjr að jafnaði hverja 100 m á 1,10,0 mín. Jolin Monckton, baksundsmaðurinn í baksundinu er það fyrst og fremst John Monckton sem hef- ur náð sérlega góðum árangri, 3 ný Islandsmet Síðustu dagana hafa verið sett 3 ný ísLandsmet í frjálsum í- þrótfum og hafa þar verið að verki þeir Þórður B. Sigurðsson KR, Bjöi’gvin Hótm ÍR og Pétur Rögnvaldsson KR. Þórður setti nýtt met í sleggjukasti, varp'aði sleggjunni 52,30 m. Eldra metið átti hann sjálfur og var það 52,16, Björgvin setti nýtt met í fimmtarþraut og var árangur hans 3090 stig. Eldra metið átti Pétur Rögnvaldsson og var það 3010 stig. Pétur jafnaði svo met Björgvins s.l. fimmtudagskvöld, náði nákvæmtega sama stiga- fjölda. og Gathercole er líka mjög fram- arlega í bringusundinu, en aftur á móti eru það Japanar- og Bandaríkjamenn sem eru ráð- andi ú flugsundi. Ástralíumenn hafa einnig náð Jon Konrads nokkrum heimsmetum í boðsund- um og er árangur þeirra þar á- gætur. Dawn Fraser í kvennasundum er það Ðawn Fraser sem er sterkasta nafnið í sprettsundunum, en hún hefur bætt metin á 100 og 200 m. og er enn talin hafa mikla mögu- leíka til að bæta þessi met sín til muna. Hún er talin hafa mikla möguleika til að verða fyrsta konan sem syndir 100 m undir einni mín. Þetta er talið merkilegt fyrir þá sök, að yfir- leitt er álitið að konur nái til- tölulega betri árangri á vega- lengdum sem eru 400 m og þar fyrir ofan, en á þeim styttri. Áströisku konurnar sýna ekki eins mikla fjölhæfni og karlarn- ir, landar þeirra, en þar eru það Bandaríkjakonurnar sem láta mjög að sér kveða. Á listanum má þó finna austurþýzku stúlk- una Karin Beyer sem á 1,20,3 mín í 100 m bringusundi. Hér.fer á eftir listinn.yfir þau met sem FINA staðfesti um dag- inn, og' það bíður víst varla lengi að mörg þessara meta verði gömul og ný sjái dagsins Ijós, svo ör er þróunin í sundinu, Skriðsund, karlar: 200 m: Konrads, Ástralí,a,''2,04,8 og 2,03,2 og Yamanaka, Japan 2.03,0. 200 yardar: Konrads, Ástralía 2.04,8 og' 2.03,2. 400 m: Konrads, Ástralía, 4,25,9 og 4.21,8. 440 yardar: Konrads, Ástralía 4.25,9 og' 4.21,8. 800 m: Konrads, Ástralía, 9.17,7 og 9.14,5. 880 yardar: Konrads', Ástralía 9.17,7 og 9.14,5. 1500 m: Konrads, Ástralía 17.28,7 1650 yardar; Konrads, Ástra- iía 17.28.7. 4x100 m: Ástralía 3.46,3. 4x10 yai’dar: Ástrálía 3,47.3. 4x200 yardar: Ástralía 8.24,5. Boðsund karla: 4x100 m: Japan 4.17,8 og Astr- alía 4.14,2. 4x110 yardar: Ástralía 4.19,4, 4.14.2 og 4.10,4. Baksund karlar: 100 m: Monckton, Ástralía 1,01,5. 110 yardar: Moncktoa Ástralía 1.01,5. 200 m: Monckton, Ástralía 2.18,8 og 2.18,4. 220 yardar: Monckton Ástralía 2.18,8 og 2.18,4. Flugsund karla: , 100 m: Ishimoto, Japan, 1.01,2, J 1.01,0 og 1.00,1. ý|0 .yardar: Wilkinson, Ástralía 1.03,8 og Jecka Bandr. 1.03,2, Bringasmnd karla: 100 m: Minaschkin, Sovétr. 1.11.5. 110 yardar: Gatherole,, Ástralía 1.13.5. 1.13,0 og 1.12,4. 200 m: Gatherole, Ástralía 2.36.5. 220 yardar: Gatherole, Ástral- ía 2.40,5 og 2.36,5. Skriðsund konur: 100 m: Fraser, Ástralía 1.01,5 1.01,4 og 1.01,2. 110 yardar: Fraser, Ástralía 1.02,4, 1.01,4 og 1.01,2. 200 m: Fraser, Ástralía 2.17,7 og 2.14,7. 800 m: Konrads Ástralía 10.17,7 10.16.2 og 10.11,8. 4x100 yardar: Ástralía 4.18,9 og 4.17,4. Boðsund, konur: 4x100 m: England 4.54,0, Hol- land 4.52,9. 4x110 yardar: England 4.54,0. Ilsa Konrads Biingusund konur: 100 m: Karin Beyer, Austur- Þýzkaland 1.20,3. Flugsund konur: 100 m: Ramey, Bandar. 1.09.6 110 yardar: Ramey, Bandar., 1.11.3. 200 m: Ramey, Bandai’. 2.40,5. Baksund komir: 100 m: Gould, Nýja Sjáland 1.12,5, Edwards, England 1.12,4, van Nelsen, Holland 1.12.3, Grin- ham, England 1.11,9. 110 yardar: Gould, Nýja Sjá- land 1.12,5, Edwards, England 1.12.4. Gi’inham, England 1.11,9. 200 m: van Saltza, Bandar. 2.37.4. Sunnudagur 5. október 1958 —• ÞJÖÐVILJINN (ð ÍÞRðHIR nnrJOXh rnlMAHM UtUCASae ^i—■ .. ■ 1 —r Frj álsíþrótlaráð gengst fyrir dómaranámskeiði Fyrir skömmu hóf Frjáls- íþróttaráð Reykjavíkur undir- búning að dómaranámskeiði fyrir dómara í frjálsum íþrótt- um og hefur Benedikt Jakobs- son íþróttakennari verið ráðinn frámkvæmdastjóri námskeiðs þessa. Liðin eru allmörg ár síðan námskeið var síðast haldið fyr- ir frjálsíþróttadómara, enda er nú mjög mikill skortur á dóm- urum við frjálsíþróttamót. — Á þessu verður aðeins ráðinn bót með því að ekapa mögu- leika fyrir yngri og eldri á- hugamenn til að sækja nám- skeið eins og nú hefur verið undirbúið. Þá er einnig lögð áherzla á það að eldri dómarar sæki þetta námskeið til frek- ari upprifjunar. Námskeiðið mun verða stutt og fara fyrirlestrar fram í 2. ‘kennslustofu Háskóla Islands. Námskeiðið hefst miðvikudag- inn 8. október og eru þátttak- endur hvattir til að mæta strax í upphafi og hafa með sér reglur fyrir dómara I frjálsum íþróttum, Austur-þýzkt met sett í tugþraot Á móti sem haldið var ný- lega í Leipzig bætti Austur- Þjóðverjinn Walter Meier tug- þrautarmetið austur-þýzka og náði 7389 stigum sem er góð- ur árangur. Hann átti sjálfuxr fyrra metið, sem var 7314 stig, Árangur hans í einstökum greinum var: 100 m 10,9, lang- stökk 6,92 m, kúluvarp 13,96, hástökk 1,80, 400 m 49,3, grindahl. 15,3, kringlukast 44,71, stangarstökk 3,90, spjótkast 48,83, 1500 m hlauj* 4,19,7 Löng augnablik — Að bíða ,,í símanum” — Þeg- ar afgreiðslufólk er að tala í síma — BaráttaE við dýrtíðina. ÞAÐ ER ekki sjaldan ef mað- ur hringir á einliverja skrif- stofu og spyr eftir ákveðn- um manni, að símadaman seg- ir: augnablik, eða: viljið þér bíða augnablik. Þetta augna- blik verður oft býsna langt, maður bíður kannski í síman- um 5—10 mínútur án þess að sá sem spurt var eftir komi til viðtals, og er þá varla um annað að ræða en leggja tólið á, því að maður- inn, sem beðið var um hlýtur þá að vera eittlrvað vant við látinn eða glls ekki við. Nú er það svo að þeir sem ekki hafa síma heima, verða oft , að fá að hringja úr búðum eða að þeir sem geta komist í sírna á vinnustað freista þess að hringja þaðan. í slíkum til- fellum er mjög bagalegt að þurfa að bíða lengi í siman- um: maður heldur þá upp- teknum síma, sem aðrir þurfa að nota lika. Það er ekkert hægt við því að segja ef mað- ur fær það svar, að sá sem spurt er eftir sé ekki við í augnablikinu, þá leggur mað- ur bara á aftur. En að bíða í „augnablik“, sem getur orð- ið allt að tíu mínútum, það er annað en gaman. Það get- ur máske verið álitamál hvað hæfilegt er að augnablikið taki langan tíma; mér finnst t. d. að tíu minútur séu allt of langt augnablik. — Stund- um þegar maður kemur inn í verzlun eða skrifstofu og þarf að fá afgreiðslu, þá hittist þannig á, að sá eða sú sem á að afgreiða, er upptekinn í símanum, og verður maður þá oft að bíða góða stuncL Sjálfsagt eru þetta oft áríð- andi samtöl viðkomandi starf- inu, en etundum liefur mér heyrzt þetta vera einskis nýtt þvaður um bíómyndir, dansi- böll og þess háttar. Nær vit- anlega engri átt, að afgreiðslu- fólk láti viðskiptavini bíða eftir afgreiðslu, meðan það spjallar við kunningja sína í síma um eitthvað og eitthvað, sem eklcert á skylt við starf þess. — ★ .BARÁTTAN við dýrtíðina“ kvað vera í algleymingi enci þá. Og það er ekki nóg með að allar neyzluvörur stór- hækki í verði, m.a. almenn- ustu nej'zluvörur almennings, svo sem mjólk, fiskur og kartöflur, heldur virðist mjólk in hafa þynnzt um jafnmörg prósent og hún hækkaði i verði og undanfarið hefur ekki verið unnt að fá sæmi- legan fisk í fiskbúðum bæjar- ins. Það hefur löngum verið nefnt sem dæmi um fátæklegt viðurværi fólks áður fyrr, að það hafi orðið að borða tros og drekka blátæra undan- rennu. Nú virðist að því stefnt að þeir tímar komi aft- ur, nema hvað jafnvel tros- ið er að komast í sæmilegt. verð, og mjólkin er nú kölluð nýmjólk, og kostar mikla peninga, enda þótt hún sé lapbunn og ekki meiri ný- mjólk en það að greinilegt súrbragð er oft af henni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.