Þjóðviljinn - 10.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. október 1958 ÞJÓÐVILJINN (3 Dagsbrúnarfundurinn í gærkvöldi Framhald af 1. siðu. haldið gef a út undir nafninu Verkamannablaðið og dreifa meðal verkamanna, þar sem segir að andstæðingar' Dags- brúnarstjórharinnar séu beitt- ir fullkominni rangsleitni í kosningum og verði að skrifa 60 nöfn. Hver er sannleikurinn? Það var einu sinni kosið þannig í Dagsbrún. Það var fyrir 1942 áður en stjórn Sigurðar Guðna. Hvað hefur unnizt Það er fjarri mér, sagði Eð- varð, að halda lofræðu um rík- isstjórnina, en skylt er að geta þess sem gert er. Það sem verkalýðssamtökin hafa áunnið með áhrifum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn er: Full atvinna og vaxandi at- vinna. Fleiri og betri atvinnu- tæki flutt inn í. landið. At- vinnutækin betur nýtt en áður sonar ták ,vjð og afnam þetta, var og komið í veg fyrir stöðv-j í kosningafyrirkpmulag, það giltij anir fiskiflotans, er Þegar vlð höfðum mál okk- ar ekki fram á þessum víg- stöðum snerum. við okkur að hinum vígstöðvunum og lögð- um til að samningum væri sagt upp. Lærdómsrík saga Eðvarð rakti síðan samninga- málin allýtarlega, en saga B- listamanna í þeim er mjög lærdómsrík fyrir Dagsbrúnar- menn. B-listamenn vildu fara slag strax s.l. vor, — sem aðeins meðan aðstandendur nú- verandi B-lista í Dagsbrún fóru þar með völd. Síðan hafa menn í Alþýðusambandskosningum aðeins þurft ;að merkja við A- eða B-lista — og báðir þannig staðið jafnt að vígi. — Þetta er aðeinS'<feitt'dæmi um sann- leiksgildi •'i'»„Verkamannablaðs- ins." Eitt sjönárrriið Við þessar kosningar þurfum við að hafa fyrst og fremst eitt sjónarmið í huga, sagði Eðvarð. Það er: hverjir eru hagsmunir Dagsbrúnar og Dagsbrúnar- manna ? Mælikvarðinn hlýtur að vera: hvað hafa þeir menn gert fyrir félagið sem eru á listunum. Barátta verkalýðssamtakanna er tvíþætt. Fyrst opin barátta fyrir kaupi og bætum kjörum — sem oft hefur orðið að heyja harða' verkfallsbaráttu fyrir. Og í öðru lagi að koma fram málum stéttarinnar með áhrif- nm á löggjáfarvaldið. Undanfarm ár eru rík af dæmum um hvorutveggja. Eðvarð drap síðan á verk- fallsbaráttuha 1955 og hvernig þáverandi ríkisstjórn stóð fyrir hefndarráðstöfunum til að taka af verkamönnum allt er þeir höfðu náð í verkfallinu. Við síðustu alþihgiskosningar beittu verkalýðssamtökin sér fyrir því að ná áhrifiihl á ríkisstjórn og Alþingi,- sem leiddi til þess að núverandi ríkisstjórn var mynduð. "''.'¦ ' voru ar- legar í tíð íhaldsstjórnanna. Orlof fiskimanna hefur verið hækkað úr 2% í 6% svo í stað þess að fá % af orlofi í áður fá þeir nú sama orlof og annað verkafólk. Veruleg lækkun tekjuskatts á lágum tekjum. Betri skipan. á lánum til hús- bygginga en áður' og aldrei meira fé veitt til þeirra. 2 millj. kr. veittar til orlofs- heimilis verkamanna. Tímakaupsmönnum veittur réttur til uppsagnarfrésts og greiðslu í veikindum sem er áragamalt baráttumál tverka- lýðsins. Landhelgismálið yærj ekki hefði þýtt að Dagsbrún hefði þurft að standa í löngu verk- falli. Þegar Hlíf samdi um 6% kauphækkun heimtuðu B-lista- menn að Dagsbrún sætti sig við að atvinnurekendur skömmtuðu þeim 6%- B-lista- mennirnir hófu þá harðan á- róður gegn Dagsbrún og stjórn hennar en á sama tíma sögðu B-listamennirnir aldrei styggð- aryrði um atvinnurekendur! Siðan lýsti Eðvarð hvernig B-listamenn hefðu reynt að sundra Dagsbrúnarmönnum meðan harðast stóð í samn- ingum, og er það kunn saga. Gerðu B-listamennirnir það af umhyggju fyrir Dagsbrún 1 atvinnurekenda gegn Dagsbrún. Var þessi gamli Alþýðuflokks- maður sannarlega aumkunar- verður sem þjónn íhaldsins og atvinnurekenda í Dagsbrún. Hvorki málflutningur Anu'.als, Jóhanns verkfallsbrjóts né annarra atvinnurekendasendla átti hinn minnsta hljómgrunn á fundinum. Dagsbrúnarmenn vorkenna þessum mönnum — og fyrirlíta þá. Fyrir sigri A-listans töluðu margir Dagsbrúnarmenn. Sér- staklega flutti Árni Ágústsson heita áminningu til Alþýðu- flokksmanna sem nú ganga er- inda þeirrar yfirstéttar sem alltaf hefur kúgað verkamenn, fengi hún því viðkomið, þeirr- ar yfirstéttar sem Alþýðuflokk- urinn var stofnaður til að berj- ast gegn. komið á þann rekspöl sem það| og kjörum Dagsbrúnarmanna ? er ef ekki hefði nptið ,við á- hrifa verkalýðssamtakanna. Hver var afstaða B.-lista- manna í þessum málum? Þeir voru ýmist gegn þeim eða þvældust fyrir eins og þeir gátu. Til þess skorti afl Hitt er rétt, að allt hefur ekki tekizt sem skyldi, sagði Eðvarð. Það tókst ekki að halda verðstöðvunarstefnunní, — til þess voru áhrjf verka- lýðssamtakanna ekki nógu sterk. og þau ekki nógu sam- stillt. Þegar efnahagsmálatillögurn- ar komu fram á s.í. vdri töld- um við, sagði Eðvarð, 'að verka- lýðssamtökin hefðu átt að neita þeim og snúast gegn þeim. Kjör fulltrúa á þing A.S.Í. Verkamannafélag Vopnafjarð- ar kaus fulltrúa sinn á Al- þýðusambandsþing að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu s. 1. þriðjudag ög' miðvikudag. Úr- slit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að A-listi hlaut 69 at- kvæði, B-listi 53, 3 seðlar voru auðir. Aðalfulltrúi félagsins er AntonJus Jónsson, varafulltrúi Stefán Helgason. Verkamannafélagið Árvakur á Eskifirði kaus fulltrúa sinn á fundi í fyrra'kvöld. Kjörinn Var Aifreð Guðnason, til vara Ölver Guðnason. Verkalýðsfélagið Afturelding á Hellissandi kaug fulltrúa sinn á fundj í fyrrakvöld. Aðalfull- trúi var kjörinn Aðalsteinn Jónsson, varafulltrúi Guðmund- Ur Gíslason. Verkalýðsfélag Dalvíkur kaus fulltrúa sinn á fundi í fyrra- kvöld. Aðalfulltrúar voru kjörnir Valdimar Sigtryggsson og Sveitín•' 'JóháWnsson, vara- fulltrúarl:ííérmáún Árnason og Kristinn- »JóMsoh. Verkakvennafélagið Fram- tíðin á Eskifirði hefur kjörið Ingibjörgu Kristjánsdóttur full- trúa sinn á þing A.S.I. Eða gerðu þeir það af þjón- ustu við atvinnurekendur? Svarið er augljóst. Á.tti engan hljómgrunn Hér er ekki rúm til að drepa á nema nokkur aðalatriði í ræðu Eðvarðs. Að henni lok- inni flutti Kristíhus Arndal framsögu fyrir B-listann og endurtók þar rök íhaldsins og Regn uhimtm^ Þá hefur Verkalýðsfélag Nesjahrepps i Austur-Skafta- fellssýslu kjörið Sigurberg Árnason fulltrúa sinn, og Verkakvennafélagið Báran á Hofsósi Guðbjörgu Guðnadótt- ur, til vara Björgu Guðmunds- dóttur. Verkalýðsfélag Hrútfirðinga kaus fulltrúa sinn á félags- fundi 6. þ.m. Aðalfulltrúi var kjörinn Kjartan Ólafsson Hlað- hamri og varafulltrúi Guð- mundur Matthíasson. 1 fyrrakvöld var útrunninn framboðsfrestur til fulltrúa kjörs á Alþýðusambandsþing í verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar og trúnaðarráðs og var hann sjálfkjörinn. Aðalfulltrúar eru Hólmfríður Jónasdóttir ög Guðrún Ágústsdóttir, Varafull- trúar Hulda Sigurbjörnsdóttir og Margrét Kristinsdóttir. Verkakvennafélagið Orka á Raufarhöfn hefu'r "kosið Aðál- björgu Pétur&déÉur ¦• aðalfull- þingi og J6hönnu Isfjörð til vara. Svarið sundrungar- mönnunam í öllum ræðum stuðnings- manna A-listaps, lista Dags- brúnarmanna, 'kDm fram - að Dagsbrúnarmenn eru stað- ráðnir í að hefjast þegar handa fyrir stórsigri A-list- ans, að fylgja þeim sigri Dagsbrúnar, að ná samningum án verkfalls, eft- ir með næsta sigri á sunnu- daginn kemur, stórsigri A- iistans. Síðastur á fundinum tal- aði Sigurður Guðnason, hinn aldni formaður Dagsbrúnar um langt árabil, og hét á Dagsbrúnarmenn að svara sundrungarmönnum íhalds- ins með einingu og stór- sigri á næstu helgi. Þjóðverjar unnu í gærkvöldi léku austur- þýzku körfuknattleiksmennirn- ir við íslandsmeistarana í körfuknattleik, I.F.K. í Kefla- vík, og unnu þá með 81 stigi gegn 38 í sæmilegum leik. Nán- ar verður sagt frá leiknum í blaðinu síðar. Aftyrelding^r Aðalfundur verkalýðsfélags- ins Aftureldingar á Hellissandi var haldinn í fyrra'kvöld. Stjórn féíagsins var endur- kjörin og skipa hana: Júlíus Þórarinsson formaður, Jón Guðmundsson, Eggert Eggerts- son, Annel Helgason og Sig- urður Sigurjónsson. — Á fund- inum mætti Björgvin Sigurðs- son, formaður Bjarma á Stokkseyri, fyrir hönd Alþýðu- sambands Islands. Dagí í Borgaraesi Borgarnesi. Frá fréttaritara Um sl. helgi var haldinn fundur í Verkalýðsfélagi Borg- arness, vegna fjölmargra á- skorana félagsmanna til að ræða kaupgjaldsmál og „taf- arlausa" hækkun á grunnkaupi um 9,5% eða í sama 'kaup og Dagsbrún hafði náð fram. Samningar félagsins voru ný- lega framlengdir og var stjórn félagsirf vantrúuð á að at- vinnurekendur fé!'ust á breyt- inguna. Höfðu þeir (atvinnu- rekendur) látið falla orð við stjórnina um ,,að henni bæri að lægja öldurnar í félaginu". Það tókst hinsvegar ekki að þessu sinni. Fundurir/ kaus 6 manna nefnd til að ræða við atvinnu- rekendur, og féllust atvinnu- Ýékendur á að greiða 9,5% grunnkaupshækkun í Borgar- nesi frá 1. okt. sl. að telja. beS! Ihaldið býður . . . Framhald af 1. síðu. Hreyfli voru tveir Framsókn- armenn! Býður íram 25 Hræðslu- bandalagsmenn Og enginn skyldi heldur ætla að ihaldið hafi tekið sinna- skiptum, það hafi nú uppgötvað „viilu" sína. Framundan eru í Reykja- vík þrjár mikilvægrar kosn- ingar í verkalýðsfélögum; í Dagsbrún, Iðju og Trésmiða- félagi Keykjavíkur, en þau velja samtals 55 full'r.úa á þing. í þessum félögum býður íhaldið fram hvorki meira né roinna en 25 hægri krata. All- ii' eru þessir Hræðslubanda- lagsmenn komnir á listana af hreinni náð íhaldsíns. Það er íhaldið sem býður fram B- - listann í Dagsbrún. leggur fram stórfé horum til stuðn- ings og gefur Hræðslubanda- lagsmönnum síðan helming- inn af sætunum. íhaldið ræð- ur í Iðju — og gefur hægri- krötum eftir sex sæti á lista sínum. íhaldið ræður í Tré- smiðafélaginu og gefur Hræðsilubandalaginu sæti á lis'ia síiium'. Samtals fer í- haldið þannig fram á að Reykvíkingar kjósi 25 Hræðslubandalagsmenn á Al- þýðusambandsþing í þessum þremur félögum. Þorkell máni seidi fyrir tæplega milljón krónur Tveir íslenzkir togarar hafa selt í Veetur-Þ7zkalanidi í haust, báðir í Cuxhafen. Jón Þorláksson seldi þar fyrir viku fyrir 90.700 mörk og í gær- morgun seldi Þorkell máni 228 lestir fyrir 192.000 mörk. Þetta mun vera hæsta verð sem ís- lenzkur togari hefur fengið fyrir ísfiskfarm í Þýzkalandi fram til þessa dags, og senni- trúa sinn á Alþýðusambands-4 lega mesta isfisksala þar yfir- leitt. 192.000 mörk jafngilda um 900.000 krónum þegar miðað er við skráð gengi og bætt við 55%. Þau jafngilda einnig um 17.000 sterlingspundum og má geta þess að brezku togaramir sem hér hafa verið að veiðhm innan landhelgi hafa\selt fyrir 2—6.000 sterlingspund, nema einn sem vitað er um semfékk um 9.000 pund fyrir. afía af Islandsmiðum. Þorkell máni mun hafa feng- ið þennan afla sinn á veíðum fyrir sunnan land. „Reykvískir verkamenn geta stöðvað svikráðin" Það er eflaust rétt hjá Morg- unblaðinu að Reykvikingum hrýs hugur við ef Hræðslubandalagið fengi meirihluta á Alþýðusam- bandsþingi eða menn Eysteins Jónssonar fengiu þar úrslita- aðstöðu. En tækifærið til að koma í veg fyrir' það er einmitt að fella lista þá sem íhaldið býður fram í þessum þremur fé- lögum. Það er rétt sem Morgun- blaðið segir í fyrirsögn í gær: „Rpykyískir verkamenn geta stöðvað svikráðin" — og aðferð- in er sú að veita svikalistum íhaldsins sem eftirminnilegasta ráðningu og koma í veg fyrir að nokkur af frambjóðendum þess fái sæti á Alþýðusambandsþingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.