Þjóðviljinn - 10.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1958, Blaðsíða 6
jjB) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. október 1958 (MðÐVIUIN Útgefandl: Bamelnlnrtarílokkur albfSn - Soslallstaflokkurlnn. - Rltstjóran Magnús KJartansson 'áb.), SlgurBur GuSmundsson. - Fréttarltstjóri: Jón BJarnason. — BUSamenn: Ásmundur Slgurjónsson, QuSmundur Vlgíusson. ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Olaísson, Sigurjón Jóhannsson, SlgurSur V Fri6bJófs8on. - Auglýslngastjórl: Guðgelr Magnússon. - Rltstjórn, af- •reiSsla, auglýslngar, prentsmiSJa: Skóla.örSustig 19. — Biml: 17-500 (5 linur). — AskrtttarverS kr. 30 & mán. 1 Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaSat. — LausasöluverS kr. 2.00. — PrentsmlSJa ÞJóSvJJJans. Ráni'ugl íhaldsíns vokir. yfir verkalýðshreyf ingunni TTvað er að gerast í verka- T lýðsfélögum bæjarins, þeg- ar Morgunblaðið tekur stærsta letur sitt til að mæla með því og berjast fyrir því að þau kjósi vissa menn á Alþýðusam- bandsþing? Hvað er að gerast í Alþýðuflokknum þegar Al- þýðublaðið tekur líka fram sitt stærsta letur og breiðar fyrir- sagnir og mælir með sömu mönnum og berst fyrir kosn- ingu þeirra á Alþýðusambands- þing? Hverju sætir það að sam- eiginlegar skrifstofur í kosn- inkabaráttu í Dagsbrún, Iðju og Trésmiðafélagi Reykjavík- Ur eru settar upp í Sjálfstæðis- húsinu, í Alþýðuhúsinu og í félagsheimili Sjálfstæðisflokks- ins í Valhöll? Hvernig má það vera að starfsmenn Alþýðu- flokksins í verkalýðsmálum gangi inn og út um þessar skrifstofur í aðalstöðvum Sjálf- stæðisflokksins og Vinnuveit- endasambandsins, gefandi í- haldinu a hinar sameiginlegu kostningaapjaldiskrár í verka-< lýðsfélögunum allar þær upp- lýsingar um stjórnmálaskoðan- ir Dagsbrúnarmanna, Iðjufé- laga og reykvískra trésmiða sem Alþýðuflokksmönnum eru tiltækar? Hvernig getur það gerzt að flokkur sem vill láta kalla sig verkalýðsflokk, gangi svo gjörsamlega erinda verstu fjandmanna verkalýðshreyfing- arinnar á íslandi, dragi þannig lokur frá hurðum og veiti upp- lýsingar, sem alveg áreiðanlega eru jafnframt færðar inn á spjaldskrá íhaldsins? En sú spjaldskrá er notuð til að vinsa úr andstæðinga íhaidsins við þau tækifæri þegar menn þurfa t.d. að -sækja til íhaldsstjórn- arinnar í Reykjavík og þegar atvinnurekendur hafa svipu at- vinnuleysisins í hendi sér. Tfjetta eru allmargar spurning- ar, en þessum spurningum og fleiri álíka eru reykvískir alþýðumenn að velta fyrir sér þessa dagana, þegar opinberuð er í Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu á svo áberandi hátt að enginn getur um villzt sam- vinna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í kosningum verkalýðsfélaganna til næsta Alþýðusambandsþings. Verka- menn í Dagsbrún og aðrir þeir sem áratugum saman hafa átt í höggi við Sjálfstæðisflokkinn, sömu mennina á Alþingi, í bæjarstjórnum og í harðdræg- ustu samtökum atvinnurek- enda, vita það og skilja að Morgunblaðið tekur ekki að sér þá menn í verkalýðsfélög- unum sem vilja gera verka- lýðshreyfinguna sterka og öfl- uga í sókn og vörn fyrir mál- stað verkalýðsins í landinu. Al- þýðufólk veit það af áratuga reynslu að það er ekkert ann- að en argasta hræsni þegar Morgunblaðið þykist ætla að fara að vinna fyrir lýðræðið og kjarabætur innan verka- lýðshreyfingarinnar. Hitt skilur alþýðufólk, að til þess eins verja auðmennimir í Sjálf- stæðisflokknum stórfé í harð- vítuga kosningabaráttu í verka- lýðsfélögunum að þeir hyggj- ast með því fá færi á að ná áhrifavaldi á félögunum, valdi sem þeir hiklaust beita til að Iama verkalýðshreyfinguna innan frá, gera hana máttlausa sem sóknar- og varnartæki al- þýðunnar í landinu. V^firleitt eru menn ekki hissa ¦*¦ á því að afturhald lands- ins skuli beita þessum brögð- um. Það svífst einskis þess sem það þorir. Sjálfstæðisflokkn- um hefur undanfarið reynzt verkalýðshreyfingin svo sterk þegar komið hefur til beinna átaka að hann er orðinn ugg- andi um hag afturhaldsins í landinu. Þá leitar hann ann- arra leiða, þeirra er hann lagði upphaflega inn á að fordæmi þýzka nazistaflokksins, að reyna að lama verkalýðshreyf- inguna ihnan frá. Það er aðal- baráttuaðferðin sem Sjálfstæð- isflokkurin beitir nú í verka- lýðshreyfingunni. Og nú ætlar hann sér ekkert smáræði með þeirri baráttu, Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar sér og þar með Vinnuveitendasambandinu úrslitaáhrif j stjórn heildar- samtaka verkalýðsins á fs- landi, í sjálfu Alþýðusambandi íslands. Svo hátt hefði Sjálf- stæðisflokkurinn aldrei þor- að að hugsa ef hann hefði ekki verið það stálheppinn að fá í lið með sér nokkra af leiðtog- um Alþýðuflokksins, sem í máttlausri heift yfir hrörnandi gengi flokksins stuðla nú að. því að síðasta ganga Alþýðu- flokksins í verkalýðsmálum verði slik að afhenda höfuð- óvini verkalýðshreyfingarinnar í landinu, Vinnuveitendasam- bandinu og Sjálfstæðisflokkn- um, sjálft Alþýðusambandið. A lþýðuflokksmenn ganga ekki ** allir til þessa leiks, því fer fjarri. Mörgum þeirra er fram- tíð verkalýðshreyfingarinnar á íslandi helgara mál en svo að þeir fremji slíkt ódæði gagn- vart verkalýðssamtökunum. Það eru nokkrir ribbaldar í forustu Alþýðuflokksins, þar á meðal flokksflækingar eins og Áki Jakobsson, sem hafa barið það í gegn, að bandalag við svart- asta íhaldið í landinu skuli hér eftir vera stefna Alþýðu- flokksins í verkalýðsmálum. Hvað eítir annað hefur „sá stóri" í því bandalagi, íhald- ið, látið í það skína með gegnd- Framhald á 8. síðu Þér norrænu hetjur 1 övinn- ucöinv isnoaa; Eg hef látið þau orð falla í fyrri greinum mínum að öll þjóðin að undanteknum utan- ríkisráðherra og morgunblaðs- mönnum hafi verið einhuga í landhelgismálinu. Þetta þarf þó nokkru nánari skýringar við. Það er nefnilega ahs ekki svo að skilja að utanríkis- ráðherra og morgunblaðs- menn hafi verið á móti tólf milna landhelgi út af fyrir sig. Þessir aðilar hafa þvert á móti margsinnis staðfest að hér sé um lífshagsmunamál okkar íslendinga að ræða. Að því leyti til eru þetta sannar hetjur. En það eru bara fleiri en íslendingar sem eiga sinna lífshagsmuna að gæta. Þar á meðal er fyrirtæki það sem ber amerísku skammstöfunina NATO, en við köllum vana- lega Atlanzhafsbandalag. Fólk ætti að kannast við gripjnn, því það er einmitt sá sem var látinn gleypa okkur með húð og hári fyrir tólf árum. Síð- an hefur hann verið að melta úr okkur manndóminn í gull- maga sínum og gera okkur, vopnlausa dvergþjóð, að stríðsskoffíni. Eins og ég hef áður bent á er fyrirtæki þetta stofnað af bandarískum auðhringum til þess að koma á svokölluðu „köldu stríði" og freista þess að viðhalda þannig hamarks- gróða vígbúnaðarfurstanna í guðs eigin landi. Kjörorð fyr- irtækisins er hinn klassíski arfur Hitlers: „baráttan gegn kommúnismanum" Allir kannast svo við þær háfleygu hugsjónir sem kjörorðið hef- ur verið puntað með. Frelsi! lýðræði! friður! hefur stanz- laust glumið í eyrunum á okkur, samtímis því sem „vinaþjóðir" okkar í banda- laginu — það er að segja auðhringarnir — hafa fært alþýðufólki í Kóreu, Víetnam, Malakkaskaga, Kenýa, Alsír, Kýpur og víðar dýrð þessa boðskapar með því að murka úr því líftóruna! Nú vildi svo hlálega til að einmitt þegar hið mikla lífs- hagsmunamál okkar íslend- inga kom til umræðu á Genf- ar-ráðstefnunni síðastliðið vor snerust allar voldugustu „vinaþjóðir" okkar í þessu makalausa bandalagi gegn okkar málstað — jafnvel Þriðja grein morgunblaðsmenn sögðu í augnabliksveikleika að nú hefðu sjálf Bandaríkin „bitið okkur í bakið". En slíkur munnsöfnuður átti sér að vísu ekki langan aldur: kannski hefur utanríkisráðherrann ráð- ið vinum sínum til að tala varlega. En hér var sannarlega úr vöndu að ráða. Nú var orðið um tvennskonar lífshagsmuni að velja: NATO's eða föður- landsins, amerískra stríðs- gróðamanna eða íslenzkrar al- þýðu. Utanríkisráðherra og morgunblaðsmenn vildu að vísu tólf mílna landhelgi ef hún lá á lausu. En ef hernað- arbrask vestrænu auðhring- anna var í hættu — ja, þá varð að semja og það með gát um lífshagsmuni þjóðar- innar. Ollum er í fersku minni ' hráskinnsleikur þessara kalda- stríðskumpáná í landhelgis- málinu. Þeirra hetjulega til- laga var að skjóta úrslitum málsins til svarinna andstæð- inga þess í NATO og láta þá skammta okkur réttinn. Þannig áttum við að koma í veg fyrir ofbeldi „yinaþjóðarinn- ar". Þessi hundslega afstaða mótaðist auðvitað af því einu að mennirnir óttuðust rétti- lega að ofbeldið kynni að leiða til úrsagnar okkar úr bandalaginú góða. Og var norrænum hetjum af kon- ungakyni ekki betra að sætta sig við sex mílur, fjórar mil- ur, jafnvel þrjár mílur, held- ur en svo hörmulega tækist til? Við lá að þetta herskáa viðhorf utanríkisráðherrans kostaði líf hinnar dæmalausu „vinstri stjórnar" og má segja að hann hafi verið einskonar fangi meðráðherra sinna í máli þessu allt fram undir það siðasta. En það var ekki nóg með að hinir vestrænu vinir okkar og verndarar vildu svipta okkur lifsbjörginni og afhjúpuðu sig þar með sem aumustu hræsnara og svikara. Hér við bættist að rússar og aðr- ir hryllilegir kommúnistar urðu einir til þess að yiður- kenna hina nýju landhelgi okkar. Það var ískyggilegt framhald af þeirri staðreynd að þegar bretar skelltu á okkur löndunarbanninu fyrir sex árum vegna einnar mílíi útfærslunnar, þá höfðu ein- mitt þessar sömu þjóðir bjarg- að lífshagsmunum okkar með því að tryggja okkur örugga fiskimarkaði í löndum sín- um Málið er því farið að líta dálítið spaugilega út. Hið frelsisunnandi og friðelskandi lýðræðisbandalag NATO var sem sé stofnað og við í það ginntir til þess að vernda okkur fyrir rússum og öðrum kommúnistalýð. En nú er svo komið að hver maður verður að álykta að við sitjum sem fastast í bandalagi með bak- bítum og ofbeklisseggjum tií þess eins að verjast þvi að af okkur sé keyptur fiskur og landhelgi okkar viður- kennd. Því enginn veit'til að rússar og þeirra bandamenn hafi unnið sér annað til ó- helgis gagnvart íslendingum ' enn sem komið er. Það mun vera einsdæmi í mannkynssögunni að þjóð haldi uppi bandalagi vi'ð fjandmenn sína um það að vinna gegn eigin lífshagsmuh-' um, enda komast nú útan- ríkisráðherra og morgunbiaðs-" menn ekki lengur upp með' moðreyk vegna einhuga reiði almennings í landinu. Þeir verða að láta sér nægja að slá úr og í og biðja guð í hljóði að bjarga striðskleppn- um sínum með einhverju amerísku kraftaverki. Allir sjá nú að ef við bíðum stuhd- inni lengur i óvinabandaíági okkar NATO, þá verður jafh- vel hetjuskapur okkar í land- helgismálinu blátt áfrám hlægilegur. Hvert barn mun þá fyrirlíta mannalæti okk- ar og saga fslands myrkvast af blygðun vegna lítil- mennsku okkar og tvöfeldni." Það er ekki hægt að verá : bæði hetja og ræfill í senn. ÖC^/ I bÍEJÍc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.