Þjóðviljinn - 10.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN (7 Rit Þorsteins Erungssonar „Heildarútgáfa“ ísafoldai'- prentsmiðju á ritum Þorsteins Erlingssonar er í þremur vaen- um bindum, samtals 965 blað- siður. í fyrsta bindi er ritgerð Sigurðar Nordals um Þyrna, sú er birtist framan við 4. út- gáfu kvaeðanna; en Þá taka við Þymar „eins og Þorsteinn gekk frá þeim í 2. útgáfu, 1905“. í 2. bindi eru öll þau kvæði sem bætt var við Þyrna í 3. og 4. útgáfu þeirra, auk fimm kvæða sem ekki hafa áður verið sett á bók. Bindinu lýkur með Eiðn- um. Þriðja bindi hefst á Mál- leysingjum. Þá koma þjóðsög- ur þær sem Þorsteinn skráði sjálfur, síðan sex ritgerðir eft- ir hann — og að lokum Eftir- máli við minningarútgáfu, eft- ir Tómas Guðmundsson skáld, umsjármann útgáfunnar. Mynd af Þorsteini fylgir hverju bindi; ein þeirra mun flestum mönn- um ný og ókunn. Ljóðmæli Þorsteins Erlings- sonar, Þyrnar og Eiðurinn, eru víst til á flestum íslenzkum heimilum; en ný og svipfalleg útgáfa þeirra mætti þó verða ýmsum hvöt til að blaða í þeim einu sinni enn — eða stofna til fyrstu kynna við þau. Fyrir þá sök er þessi útgáfa fagnaðar- efni. Þeir se-m nú lesa Þyrna í fimmta eða tíunda sinn munu enn líta þar fegurð og nema þar sannleik, sem þeim hefur sézt yfir til þessa; og þeim, sem ekki hafa opnað þá fyrr, skín þar nýr töfraheimur í skæru ljósi. Þyrnar eru með- al þeirra kvæðabóka, sem ís- lendingar eiga allrabeztar; og þeir sýndu sálarheill sinni að- eins hóflega ræktarsemi, þó þeir gætu ævinlega gengið að sæmilegri útgáfu þeirra í hverri bóksölu. ísafoldarprentsmiðja hefur gert hreint fyrir sínum dyrum í haust, og þess skal getið, sem gert er. Tómas Guðmundsson segir í íormála lyrra bindis að vel hefði farið á því, að gerð hefði verið fræðileg heildarútgáfa á verkum Þorsteins í tilefni ald- arafmælis hans; og er það hverju orði sannara. Það verð- tir eitt viðfangsefni slíkrar út- gáfu, er til hennar verður stofnað, að ganga þannig frá texta Þyrna.og greinargerð um önnur kvæði skáldsins að sið- ari útgefendur teldu sér ekki skylt að bæta af handahófi „nýjum“ kvæðum við hverja útgáfu — eins og raunin hef- ur orðið á til þessa. Þau kvæði, sem nú koma fyrsta smn i Þymum, eru að sönnu fram- bærilegur skáldskapur. En Þorsteinn orti enn allmikið af óbókfærðum kvæðum sem ekki ættu minna erindi í ljóðasafn hans, ef mönnum þykir á ann- að borð nauðsyn til bera að stækka það í hverri nýrri út- gáfu. Það eru í rauninni eng- in vinnubrögð að hrifsa svona kvæði og kvæði úr syrpurn látinS skálds. Hitt færi okkur vel að-göca kvæðum Þorsteins einu sinni rækileg fræðaskil, hefja dauðaleit að óprentuðum og óbókfestum ljóðum hans — og skilja síðan milli sauða og hafra: prenta ríflegt úrval þeirra, en skýra sem nákvæm- ast frá öllum hinum og segja mönnum hvar þeir geti gengið að þeim. Mér virðist Tómas Guð- mundsson hafa tekið rétta stefnu, er hann birti einungis þær af „þjóðsögum Þorsteins“ sem hann hefur sjálfur skráð; það verður t.d. ekki séð að sögur, sem Ólafur Davíðsson ritaði upp eftir munnlegri frá- sögn hans, eigi sérstakt erindi í útgáfur af verkum hans. Á hinn bóginn er val Tómasar á ritgerðum og greinum Þorsteins ekki stórmannlegt. Þó grein- arnar séu allar góðar og sum- ar merkilegar, kemur ekki til mála að kalla þær „úrval" úr t. grejnum skáldsins; og þegar Tómas kveðst hafa valið þær með hliðsjón af því að þær mættu varpa ljósi á „skoðan- ir“ Þorsteins, þá er það stór- lega misheppnað orðalag. Þær skoðanir, sem hann er frægast- ur fyrir, liggja nær alveg í þagnargildi í þessum greinum. En vera má að Tómas hafi átt við ramman reip að draga um ritgerðavalið, þó honum endist riddaramennska til að taka á- byrgðina á sig einan. Nú langar mig að fara nokkr- um orðum um það efni ritanna, sem ekki er eftir Þorstein sjálfan: greinar og ritgerðir þeirra Sigurðar Nordals og um- sjónarmanns útgáfunnar. Eg hef lesið ritgerð Nordals um Þyma margsinnis, pg mér þætti ekki kvíðvænlegt að lesa ýmsa kafla hennar nokkrum sinnum í viðbót. Ritgerðin fjallar í þeim mæli um meginatriði, að enginn sem ritar um Þorstein í framtiðinni fær sniðgengið hana — hvort sem hann legg- ur blessun sína yfir hana eða andmælir henni í einstökum greinum. Hinsvegar voru ýms- ar minniháttar staðreyndavillur í ritgerðinni er hún birtist fyrst; og ég held þeim sé öll- um haldið til skila í þessari prentun, nema þeirri að Þor- steinn hafi verið hóti el’dri en Finnur Jónsáon. Einnig var höfundur nokkru djarfari í ýmsum ályktunum en heimild- ir hans um ævi og kveðskap Þorsteins leyfðu. Eg vil gera athugasemd við eitt atriði — þar sem Nordal ræðir um á- hrif Byrons á kveðskap Þor- steins; hann gerir meira úr þeim.en ég hygg réttmætt. Nordal segir að Þorsteinn hafi lært „ljóðasnið" af Byr- on; einkum séu Jörundur og Eden „náskyldir Don Juan“, því verki Byrons sem Þor- steinn hafi metið Tnest. „En Don Juan er einkennilegt sögu- ljóð að því leyti, segir Nordal, að sagan er þar aukaatriði, en aðalatriðið ýmiskonar innskot og útúrdúrar, þar sem skáldið sendir samtið sinni slípuð og bitur skeyti með storkandi brosi" - eins og Þorsteinn gerir í Jörundi og Eden; stíll þessara kvæða er sem sé runninn und- an rifjum Byrons. Nú hefur fundjzt heimild unr það, hvern- ig Þorsteinn varði síðustu jól- um sínum í Kaupmannahöfn, jólunum 1895. Hann varði þeim til að lesa Don Juan í fyrsta skipti; og ástæðan var sú að maður nokkur sagði honum vorið áðrr, ér inngangskvæði Eiðsins var nýprentað i 1. ár- gangi Eimreiðarinnar, að það væri sem bergmál af Don Ju- an. Kenningin um Don Juan í kvæðum Þorsteins er þann- ig ekki ný af nálinni. En um mánaðamótin október-nóvem- ber 1894, rösku ári áður, hafði Þorsteinn nær lokið eða full- lokið Jörundi. Líkindin með ,,ljóðasniði“ Don Juans og Jör- undar eru þannig hrein tilvilj- un. I annan stað byrjaði Þor- steinn að yrkja Eden þegar haustið 1887 — átta árum áður en hann las Don Juan; og seg- ir hann sjálfur frá því á ein- um stað. Hann getur þess að vísu ekki, hve mikið hann hafi ort af kvæðinu í þann svip- inn; en hann teldi sig vart hafa byrjað það nema hann hefði ort þónokkur erindi. Þá hefði stefna þess og stíll verið hon- um þegar sæmilega Ijós: að vega í ýmsar áttir að brestum samtímans, ,fcað vinum guðs og stólpum móðurlands“. Einnig eru til eldri kvæði, sem sýna að Þorsteinn þurfti ekki að ganga í skóla hjá Byron til að beita háði og spéi. Þegar haust- ið 1883 kunni Þorsteinn það „ljóðasnið“, þann dárlega kvæðastíl, sem Byron hefði að visu getað kennt honum ef nauðsyn hefði borið til, Einnig gengur Nordal út fi'á, því að hið þunghenta kvæði Arfurinn sé ort áður en Þorsteinn las Don Juan, sem hafi glætt hon- um skilning á biti léttra sverða. En Arfurinn er ortur árið 1896, árið eftir að Þorsteinn kynnt- ist ljóðsögu Byrons. Hann hreifst ekki svo af fimleik lávarðsins, að hann gæ;i ekki sjálfur brugðið þungum vopn- um eftir sem áður. Tómas Guðmundsson ritar stuttan formála fyrir hverju bindi ritsafnsins — og allra siðast faguryrta grein um Þor- stein. Þetta er mjög eðlileg að- ferð; en þó þessi skrif Tómas- ar samanlögð séu ekki mikil að vöxtum, hallar hann stað- reyndum sorglega oft: maður- inn er því miður helzti ókunn- ur skáldinu, ævi hans og verki. Eg rökstyð mál mitt. Tómas segir að Málleysingj- ar hafi fyrst komið út árið 1929. Þeir komu út 1928. Þá segir hann að íslenzkar sögur og sagnir hafi komið út 1905. Þær komu út 1906. Báðar töl- urnar eru skakkar hjá Tómasi; en þáð er bót í máli að hann fær rétt meðaltal, þar sem hann bætir því ári við á öðrum staðnum sem hann dregur frá á hinum. Þá segir Tómas að „ekki var höfundamafns get- ið við aðrar en tvær þær síð- ustu“ hinna -sex sagna í Mál- leysingjum, er þær komu fyrst á prent í Dýravininum. Þetta' er að láta staðreyndirnar standa á haus. Höfundarnafns var ekki getið við tvær liinar fyrstu, en hinar fjórar voru prentaðar með fullu höfundar- nafni Þorsteins. Tómas tvítek- ur fræðslu sína um þetta at- riði; en ranghermið verður ekki sannleikur þó það sé endurtek- ið. Þá sýna þau ummæli Tóm- asar einstakt þekkingarleysi á ritstörfum Þorsteins, að „rit- gerðasafn hans (myndi) aldrei verða stórt að vöxtum, þó að flestu eða öllu yrði haldið til haga“. Þorsteinn var eínmitt drjúgur greina- og ritgerða- höfundur, auk þess sem hann skrifaði blöð sín að mestu leyti aleinn um árabil. Veit Tómas Guðmundsson t.d. um 70 blaðsíðna ritgerð, sem Þor- steinn skrifaði í Tímarit Bók- menntafélagsins 1894? Og þann- ig mætti lengi spyrja. Ummæli skáldsins tákna önnur enda- skipti á staðreyndum. Ritgerð Tóitiasar um Þorstein er fjarska yfirborðsleg, þó hún sé fagurlega ' samin'. Eg nefni tvö atriði. Það htfur verið sett á prent áð Þorsteinn hafi ekki viljað gangast við fyrstu dýra- sögúm sínum, af því hann hafi óttazt að dýrin gy’du sin frem- ur en nytu ef hann færi að verja þau í eigin nafni. Tómas trúir sögunni eins og nýju neti; en þó nautamir að hemii séu góðir, er hún bersýnilega úr lausu lofti gripin. í heftum þeim af Dýravininum, sem fluttu fyrstu sögur Þorsteins, birti hann einmitt mjög mikið annað eíni um dýr — undir fullu höfundarnaíni. Hvers vegna heíðu dýrin ekki átt að gjalda þess efnis eins og ævin- týranna, ef höfundur hefði á annað borð óttazt slíkt? Þá getur Tómas þess til að árás- irnar á Þorstein vegna vantrú- arkvæða hans hafi verið yfir- varp yfir hitt, sem mönnum hafi fallið ennþá þyngra: ádeil- Ur skáldsins á veraldleg yfir- völd. Tilgátan er hundrað pró- sent vitleysa. ÞjóðféLagshug- myndir Þorsteins, eins og þær birtust í kvæðum hans, fóru fyrir ofan garð og neðan hjá hérumbil öllum íslendingum langt fram yfir aldamót; en sá guð, sem hann afhrópaði, var nákominn hverjum manni í landinu. Menn létu sér í léttu rúmi liggja, þó einhverjum ó- nafngreindum keisurum væri hótað hörðu; en hitt var óhæfa að vera með derring við guð, algóðan föður vor allra. Þetta liggur í augum uppi hverjum manni, sem hugsar málið af skynsemi. Þannig ber að taka með var- úð ýmsu því, sem birtist um Þorstein Erlingsson i þessari útgáfu á ritum hans. Það er vitaskuld ekki einhlítt að fá vinsæl nöfn til að vinna út- gáfustörf; hitt myndi affara- sælla að fela þau mönnum, sem hafa dug til að afla sér þekkingar á verkefni sínu. En verk Þorsteins sjálfs þarf ekki að lesa með varúð; menn þurfa ekki annað en opna hug sinn og leyfa fegurð Ijóðanna og sannleiksást skáldsins að ganga inn. Eg vænti þess að hin nýja útgáfa á verkum Þorsteins Erlingssonar valdi enn þvílík- um gestagangi í íslenzkum hjörtum, B. B. Bókamaikaður Máls og menningar Síðustu eintökin Þjóðviljinn sagði í gær, að farið væri mjög að ganga á sum- ar bækur nýju skáldanna á bókamarkaði Máls og msnnj ng- ar. í gær komu margir og tóku það, sem þá vantaði af nýju skáldunum, og' það svo mjög, að aðeins fá eintök eru enn eft- ir af Sverð þitt er stiutt eftir Agnar Þórðarson og Dagar mannsins eftir Thor Vilhjálms- son. Einnig þurfa menn að at- huga, að mjög hefur nú gengið á upplagið af Teiknibókinni í Árnasafni eftir Björn. Th. Björns- son listfræðing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.