Þjóðviljinn - 14.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.10.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þjóðleikhúsið: Horföu reiður um öxl eftir JOHN OSBORNE Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Þjóðleikhúsið á mörgum skyldum að gegna og ein er sú að sýna ný leikrit erlend, góð skáldverk og nýstárleg sem athygli, umtal og deilur vekja úti í heimi. „Horfðu reiður um öxl" er eitt þeirra samtíðarverka sem sjálfsagð- ast er að flytja, það vakti undrun, gleði og gremju þeg- ar það var frumsýnt í Lon- don fyrir tveimur árum, gerði skáldið að frægum manni á samri stundu. Sjónleikir Johns Osborne eru komnir í tízku, sýndir og ræddir um allar jarðir ásamt bókum . landa hans og lagsbræðra sem kall- ast „reiðu mennirnir ungu" einu nafni, og eru af sumum taldir spámenn hins siðasta tíma. Andlega stórmennsku "þeirra má víst draga ^í efa, 1 en John Osborne er gott skáld og meistari hins talaða orðs, djarfur og hreinskilinn og skyggn og næmur á vand- kvæði og bresti samtímans. í leikriti þessu gerist harla fátt i ytra skilningi og oft bók- staflega ekki neitt, en þó tekst honum að vekjá og hrífa áheyrendur sína allt frá upp- hafi, og má þar kenna aðal -' hins sanna leikskálds. í lítilli þakíbúð í einni af iðnaðarborgum Miðenglands býr söguhetjan Jimmy Porter ásamt Alison konu sinni og Cliff starfsbróður sínum, þeir reka litla sælgætisbúð þegar sagan gerist. Jimmy er gáfað- ur maður og vel menntaður ' en vægast sagt óþolandi, reiði , hans, barlómur og ósvífni ganga án afláts yfir konuna hans ungu, ættingja og vini. Alison verður barnshafandi eftir fjögurra ára rysjótta sambúð og flýr þá á náðir of- urstans föður síns, en Helena vinkona hennar gerist ástmey Jimmy á meðan. Barnið fæð- ist andvana, Alison snýr aft- ur til manns síns og ástar- hatur hinna ólánssömu ungu hjóna hefst að nýju; og öllu meira gerist í raun og veru ekki í leiknum. Jimmy Porter er eítalandi 'Og allra æskumanna reiðast- ur, hellir úr skálum bræði sinnar yfir allt og alla: þjóð- félag,. ríki og trú, níðir og hæðir oddborgarahátt og hræsni enskra menntamanna og blaða, ræðst á flest fyrir- bæri hins brezka þjóðlífs; oft. er torvelt að skilja hvað hann er að fara. Hann er í senn oskammfeilinn og harð- brjósta og ofsalega viðkvæim- ur, vígreifur, raupsamur, taugaveiklaður og barmafull- ur af sjálfsaumkun. Hann er hugsjónasnauður með öllu, heldur því fram að göfug málefni séu ekki lengur til, getur í raun og veru ekki þrif- izt í mannlegu félagi. Öll hans hugsun snýst um hann sjálf- an og eigin hag, hann hat- ast við yfirstéttina gömlu vegna þess eins að hann girn- ist sjálfur forréttindi hennar; í stað þess að berjast gegn átumeinum þjóðfélagsins kvel- ur hann lífið úr þeim er sízt skyldi, konu sinni og nánustu vinum. Reiði hans er eflaust einlæg og sönn, en hún virð- ist tilgangslaus og máttvana. Svo illhryssingslegur og ó- þplandi er Jimmy Porter oft og tíðum að sumum kann að þykja hann vart með öllum mjalla, en brjálaður er hann ekki. Um skapgerð hans og. sálarástand mætti rita langt mál, en til þess ekkert rúm og ekki í mínu vaídi. Skáldið dregur enga dul á galla hans, en skýrir um leið frá sárri reynslu hans í bernsku, segir frá ýmsu sem afsakað getur framkomu hans og breytni. Jimmy Porter, æskumaðurinn reiði, er þrátt fyrir allt tals- maður höfundar síns — að dómi Johns Osborne er allt á- kjósanlegra en tilfinningaleysi og tómlæti og ánægja með ríkjandi ástand, hann vill vekja þá af svefni sem fljóta sljóir að feigðarósi. Að sumra dómi er hin síóánægða hams- lausa söguhetja sannur full- trúi brezkra æskumanna, í annarra augum aðeins tauga- sjúkur einstaklingur; framtíð- in verður að skera úr því máli. Eitt er mest um vert: Jimmy Porter er ferskur og lifandi, hann er til þess kjör- inn að ýta við áheyrendum sínum. Vandkvæði hans eru að sjálfsögðu bundin Englandi og sérstæð í mörgu, en sumt í fari hans algilt víða um lönd að mínu viti: einstaklings- hyggja. hugsjónafátækt, eirð- arleysi og einmanakennd eru tæpast sérensk fyrirbrigði. — Æskulýð nútímans vantreysti ég ekki og ætla hann sízt að lasta, en það er skylda hinna • eldri imalnna að reyna að þekkja hann og skilja. Eins og vera ber er flutn- ingur verksins falinn ungum listamönnum og þeir bregðast ekki skyldu sinni. Baldvin Halldórsson sýnir enn að hann er gáfaður og glöggsýnn leik- húsmaður, sönn vandvirkni, einbeitni og listræn hófsemi einkenna starf hans. Hann eér um að hvergf raskist hin réttu hlutföll i leiknum, forð- ast óþarfan hávaða og óhóf af fremsta megni, leitar þess sem mannlegast er í hugstæðu en nokkuð torskildu verki hins unga skálds. Áhrifamik- il er oftlega ekipan hans á sviðinu og mjög í anda skálds- ins: meðan Jimmy lætur dæl- una ganga sitja hinir leikend- urnir stundum grafkyrrir og Æskumaðurinn reiði: Gunnar Eyjólfsson stæður eru í fari Jimmy og maðurinn í ýmsu torræður að um rétta túlkun má lengi deila. Þótt reiðiköst Gunnars séu flest með ágætum leggur hann '¦ ríkari áherzlu á við- kvæmni Jimmy og taugaveikl- un, og getur jafnvel orðið svo hjálparvana að við kenn^ um í brjósti um hann; víga- móðs hans og stærilætis gæt- Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, og Kristbjörg Kjeld. Jiinmy Porter og Alison: Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg KjeM. þögulir eins og líkneski. Um- gerð leiksins er ágætlega snið- in af listfengum höndum Magnúsar Pálssonar, þar er þröngri og óyndislegrí íbúð undir súð lýst með skýrum og minnisverðum hætti, en hús- búnaður Portershjónanna þó ennþá fátæklegri en ætlázt er til. Hljómlist er nokkur í leiknum og jafnan beitt af smekkvísi. Það kemur í hlut Gunnars Eyjólfssonar að túlka taum- lausa reiði hins málefna- snauða uppreisnarmanns, en Jimmy Porter er oftlega ein- ráður á eviðinu og talar stundum heila þætti á enda að heita má. Gunnar hefur lengi dvalizt fjarri ættjörð sinni og við jafnan saknað hans. Röddin er sem fyrr ó- venjulega hljómmikil, sveigj- anleg og skýr og hreyfingarn- ar öruggar og mjúkar, og hann leikur af einlægni og lifandi þrótti. Svo rikar and- ir minna, hann er tæpast sá riddari eem rænir dótturinni úr kastala hins háættaða her- foringja. Jimmy er eftirlæti kvenna þrátt fyrir allt og get- ur eignast trygga vini, og þeir eiginleikar verða ljósir og skýrir í meðförum hins unga og gervilega leikara. Túlkun Gunnars er jafnan mannleg bg hófsöm í öllu, hann gerir hlut hins reiðiþrungna æsku- manns sízt verri en efni standa til, skilar hinu marg- orða og kröfuharða hlutverki með ærmim sóma. Með látleysi sínu, einlægni og innlifun vann Kristbjörg Kjeld hugi leikgesta, en hún fer með hlutverk hinnar hrjáðu eiginkonu. Alison er af höfðingjum komin og sú staðreynd mætti koma ekýrar í ljós, en sár þreyta hennar, uppgjöf og vonlaus og heit ást varð mjrg sannfærandi í höndum hinnar geðfeldu og gáfuðu leikkonu; svipbrigðin töluðu sínu máli. Átakanlegir eru kveinstafir hennar og sorg í síðasta þætti, en eftir- minnilegust þau augnablik er Alison nýtur skammvinnrar ástarsælu í örmum manns síns. Það er ekki sízt Krist- björgu að þakka að dýraleik- urinn í lokin varð eitthvert fegursta og hugnæmasta at- riði sem ég hef lengi séð á leiksviði. Bessi Bjarnason lýsir heim- ilisvininum Cliff hárrétt að mínum dómi — mjög geðfelld- ur piltur, góðmannlegur, hæglátur og tryggðatröll' hið mesta. Þótt Cliff sé næsta tómlátur og fyrirferðarlítill að jafnaði á hann það til að bregða á leik, og þeim fjör- s'prettum lýsir Bessi af ó- svikinni kímni sem vænta má. Með snjallri og raunsannri túlkun þessa alvarlega h!ut- verks hefur Bossi brotið nýtt land, við höfum reyndar lengi vitað að hann væri traustur og fjölhæfur leikari. Helena er virðuleg í fram- göngu, vel upp alin og stefnu- föst að eigin dómi, en sá virðuleiki verður lítt s-nnn- færandi í meðförum Þóm Friðriksdóttur í öðrum þætti, framsögn og hreyfingp^ eru of þvingaðar og tilbreytin^ar- lausar til þess að fstum blandinn fjandskapur þe:rra Jimmy öðlist liti og h'f. S.'ð- ar eru góð tilþrif i leik Þóru — þegar Helena er orðin hjá- kona hins reiða manns skín einlæg ást og von af svip og orðum hinnar laglegu og myndarlegu stúlku. Ofurstinn faðir Alison er alger nnd- stæða tengdasonar síns, fidl- trúi liðins tima, gr^-^llar stéttar. Leikur Jóns Aðils er blátt áfram, sennilegu1' og viðfeldinn, en hinn sanngjarni og hægláti herforingi raætti þó vera öllu fíngerðari og góðmannlegrj á svip. Það er mikið vandaverk að snúa leikriti þessu á góða íslenzku. Þj'ðing hins inga skálds Thors Vilhjálmssonar Framhald af 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.