Þjóðviljinn - 14.10.1958, Side 9

Þjóðviljinn - 14.10.1958, Side 9
Þriðjudagur 14. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 # ÍÞRÓTTIR tHTSTJÖKh WttAHJt UKUDASOt ÍR sigurvegari í afmælis- keppni Fram og Víkings Vaim KR í úrslitaleiknum itieð 7:5 SANTOS kaffi er brennt og malað úr ekta i SANTOS baunum. í SANTOS kaffi er bragðbetra, dekkra og drýgra en venjulegt kaffi, en að sjálfsögðu dálítið dýrara vegna þess að það er í hærra gæðaflokki. SANTOS kaffi er eftirsóttur kostadrykkur á Norðurlöndum og víðar um heim. SANTOS kaffi er fyrir þá sem vilja gera sér dagamun. Það fæst í næstu búð ásamt okkar ágæta BragakaffL Þjóðviljann vantar börn til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Laugarnes, Nýbýlavegur, Seltjarnarnes, Skjól, Háteigsveg, Meðalholt, Talið við afgreiðsluna sími 17-500. Tunglíarið komst þriðjung Um siðustu helgi fór fram afmælismót Víkings og Fram í handknattleik. Var það út- ísláttarkeppni í meistaraflokki og voru öll félögin sem léku í meistaraflokki í fyrra með nema Valur. Á laugardagskvöldið fóru þessir leikir fram í meistarafl. karla: ÍR — Afturelding 9:6, Þróttur — Víkingur 5:4, FH — Fram 13:9, KR — Ármann 17:4. Á sunnudaginn höfðu dregizt saman til leikja Þróttur — IR og KR — FH. iR — Þróttur 10:4. Fj'rsti leikurinn á sunnu- ðagskvöld var milli IR og Þróttar. Var leikur sá ekki sérlega tilþrifamikill og líktist oft meira gönguhandknattleik en útsláttarkeppni. Að vísu var ekki ástæða fyrir ÍR að ham- ast mikið fyrst þeir höfðu al- gjöra yfirhönd yfir Þrótti eins og markatalan sýndi. Eftir fyrri hálfleik stóðu leikar 6:3 fyrir ÍR, en í síðari hálfleik skoraði Þróttur aðeins einu sinni, en ÍR fjórum sinnum. Satt að segja var ekki gott að átta sig á styrkleik ÍR eftir leikinn við Þrótt, til þess voru Þróttarar of veikir, og lausir við alla. baráttu og kraft. KR — FH 10:5 í áflogaleik, Það er ekki ástæða til að kvarta yfir deyfð og drunga í leik þessum. Auðséð var að það átti ekki að gefa sig og þó það gengi útyfir leikinn sem slíkan. þá var sýnilega ekkert um það hugsað. Höfðu KR-ingar þó fremur forustuna í því og bnúu niður leik Hafnfirðinganna, með meiri árangri en Hafnfirð- ingum tókst við KR. Hafnfirð- ingar byrjuðu betur og voru mjög nærgöngulir við mark KR-inga en tókst ekki að skora, en hinir sterku KR-ingar undu þessu ekki og sóttu fast að, stundum full fast og tóku að skora, og lauk svo hálfleikn- um að KR hafði skorað fimm mörk en FH aðeins eitt. I síðari hálfleik komu Hafn- firðingar mun harðari en í þeim fyrri og þá var leikurinn líkari áflogum á köflum en hand- knattleik, og var furða hvað Magnús Pétursson gat haldið KR vann Val í 2, aldursflokki Á sunnudaginn var fór fram úrslitaleikur í öðrum flokki ís- landsmótsins í knattspyrnu og kepptu til úrslita Valur og KR. Fóru leikar þannig að KR vann með 4:1 eftir skemmtilegan leik af beggja hálfu. KR hafði þó yfirhöndina í leiknum frá byrjun, og er annars flokkslið KR það bezta og vel að sigrin- ivm komið. honum þó í skefjum, en hann var dómari. Munu allir hafa álitið að þetta væri hinn raun- verulegi úrslitaleikur mótsins, og eftir sigur KR yfir FH 10:5 myndi þetta leikur einn fyrir þá að sigra ÍR-inga sem ekki höfðu sýnt svo mikið gegn Þrótti. ÍR vann KR í úrslitum 7:5. Það kom fljótt í ljós að ÍR- ingar áttu meira til en þeir sýndu í leiknum við Þrótt, þeg- ar til úrslitanna kom á móti KR. Þá sýndu þeir töluverðan hraða og skiptingar í leiknum, meira öryggi og nákvæmari samleik. Það var ekki laust við að þetta kæmi KR-ingun- um á óvart. Vafalaust hafa þeir verið búnir að gera sér vonir um nokkuð auðunninn sigur í leik sínum við IR, og því sennilega vanmetið lið ÍR- inga. Auk þess hafa þeir tekið svo nærri- sér í leiknum við FH, að það hefur setið í þeim í síðari leiknum, enda hrá varla fyrir hjá þeim krafti og sigur- vilja í leiknum við ÍR sem þeir sýndu gegn FH. ÍR tókst líka að nota leikni sína í rík- um mæli og þáð var eins og KR-ingar réðu ekki við það og urðu að láta sér lynda að ná aðeins einu sinni forustu í leiknum. Hermann skorar fyrsta mark ÍR, en Karl Jó- hannsson jafnar; markadómar- iun telur þó markið gert af línu en dómarinn tekur ekki til greina. Bergur skorar svo annað mark KR en Hermann jafnar, og litlu fyrir hálfleik tekur ÍR forustuna með góðu skoti frá Gunnlaugi. Rétt eftir leikhlé jafnar Karl Jóhanns- son 3:3. ÍR nær forustunni með skoti frá Gunnlaugi og Her- mann bætir við i 5:3. Enn er það Karl sem skorar fyrir KR fjórða markið. Pétur Sigurðs- son eykur töluna fyrir ÍR, en Reynir Ólafsson skorar síð- asta mark KR en Hermann bætir við einu marki fyrir iR. Rétt fyrir leikslok réttir IR- ingur Reyni knöttinn svo að hann hefur eiginlega ekkert annað að gera en að skora en skotið fer fyrir ofan markið, og á næst síðustu mínútunni fá KR-ingar vítakast en það fer í stöngina og út. 1 heild var leikurinn skemmtilegur og vel leikinn, og úrslitin komu ábyggilega á ó- vart, en voru verðskulduð. Ax- el Sigurðsson dæmdi leikinn og gerði það vel. Tók hann meira á það þegar haldið er, sem gert er mjög mikið að, en i hinum leikjunum var litið alltof mild- um augum á það brot. Aukaleilúr. Á laugardaginn voru leiknir tveir aukaleikir og fóru þeir þannig: Meistarafl. kvenna: — Fram — Þróttur 5:4, og Ár- mann — Víkingur 9:5. Á sunnudagskvöld kepptu svo annar flokkur kvenna Ár- mann — Víkingur 5:3 og ann- ar flokkur karla: Fram — ÍR 12:9. Framhald af 12. síðu. kippti það hnettinum aftur til jarðar. Rafgeymar óvirkir vegna kulda Þegar hnötturinn fór að nálg- ast jörðu ætluðu bandarísku vísindamennirnir að reyna að koma honum á braut umhveríis jörðina, gera hann að gervi- tungli. Var því reynt að kveikja í lítilli eldflaug sem hnötturinn hafði meðferðis. Merki sem áttu að kveikja í eldflauginni voru gefin hvað eftir annað frá athugunarstöð á Hawaii en það kom fyrir ekki. Telja vísindamennirnir að svo kalt hafi verið inni í hnettinum að rafgeymar sem áttu að kvéikja í eldflauginni, þegar út- varpsmerki bærist frá Hawaji, hafi verið orðnir óvirkir. Upphaflega var ætlunin að nota eldílaugina til að koma hnettinum á braut umhverfis tunglið. Þýðingai-mikil vitneskja Vísindamennirnir segja, að þóft svona ■ tækist til sé ekki hægt að segja að tilraunin hafi orðið árangui’slaus. Senditækin í hnettinum störfuðu truflunar- áhrif hafa haft á rafgeyma þeirra. Útvarpsbylgjur frá senditækj- unum veittu vitneskju um geim- geisla, geimr.vk, segulsvið í geimnum. Mest þykir vert um þá vitneskju að geislun í geimn- um fer þverrandi þegar komið er 16.000 km frá jörðu. Benöir það til að geimsiglingar séu ekki eins hættulegar mönnum og á- stæða var til að ætla eftir upp- lýsingum frá lágfleygarj gervi- tunglumk Næst reynt 7. nóveniber Þetta er í annað skipti sem. Bandaríkjamönnum mistekst að koma gervihnetti á braut um- hverfis tunglið. í fyrra skiptið sprakk eldflaugin eftir að henni var skotið. Sehriever hershöfðingi. yfir- maður eldflaugadeildar Banda- ríkjahers, sagði i gær .að und- irbúningur undir næstu tilrauu yrði hafinn þegar í stað. Frétta- menn í tilraunastöðinni Cap Canaveral höfðu það eftir vis- indamönnum þar, að stefnt væri að því að reyna að skjóta á tunglið í þriðja sinn 7. nóvem- ber. Segja vísindamennirnir að tiltölulega auðvelt eigi að reyn- ast að lagfæra þá galla sem komjð hafi í ljós við þessa Glímufélagið Ármann heldur námskeið í áhaidafimleikum Vetrarstarfsemi fimleika- deildar Ármanns er nú hafin. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp, að efna til námskeiða í áhaldafimleikum á þessum vetri. Undanfarin ár hafa æf- ingar farið fram 1 þessari •skemmilegu íþróttagrein hjá fé- laginu og vinsældir hennar far- ið sívaxandi. Til þess að gefa sem flestum tækifæri til að kynnast áhaldafimleikum hefur verið áltveðið að efna til áðui- nefndra námskeiða. Áætlað er að hafa tvö námskeið og mun það fyrra hefjast um miðjan þeþnáp mánuð ög standa i þrjá máriuði. Kennslá verðúr tvisv- ar í viku, á þriðjudögum og föstudögum klukkan 8—9. Kenndir verða fimleikar á tví- slá, svifrá, í hringjum og á dýnu. Aðalkennari verður Vig- fús Guðbrandsson, fimleika- kennari, og honum til aðstoðar verða tveir fimleikamenn úr meistaraflokki félagsins, sem sóttu námskeið í fimleikum, er haldið var í Horten í Noregi s.l. sumar. Þeir Ingi Sigurðs- son og Jóhannes Halldórsson. Áðurnefnt námskeið var sótt af um 400 manns viðsvegar að frá öllum Norðurlöndunum. Þar eem vitað er að mikil aðsókn verður að námskeiði þessu eru væntanlegir þátttak- endur beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins Lind- argötu 7, en hún er opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 8—10 síð- degis, sími 1-33-56. Þar sem íþrótt þessi er allmiklu erfiðari en íþróttir gerast venjulega hefur verið ákveðið að miða aldurinn við ungmenni á aldrinum 15—25 ára. — Fé- lagið leggur áherzlu á, að allir sem talca ætla þátt í námskeið- unum séu með frá byrjun. Hljóp af Kamba- brun til Reykja- víkur á sunnudag Á sunnudagskvöld hljóp Jón Guðmundsson frá Héraðssam- bandinu Skarphéðni af Kamba- brún og alla leið í bæinn á 3.38,02, og er það vel gert, þar sem hitastigið var svo að segja alla leiðina undir frostmarki og maðurinn ekki eins vel búinn og sjálfsagt hefði verið. Hann var óþireyttur eftir hlaupið og virtist á engan hátt hafa tekið nærri eér. Þess má geta að hann æfði eftir leiðbeiningum þeim sem Sigurður Sigurðsson gekkst fyrir í útvarpinu í fyrra og sem Benedikt Jakobsson annaðist. Verður vikið að framkvæmd hlaups þessa nánar eíðar. laust og virðist kuldinu engin tilraun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.