Þjóðviljinn - 14.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1958, Blaðsíða 10
I 10) — ÞJÓÐVILJINN -— Þriðjudagur 14. október 1958 Lögregla gegn æf um mann fjölda við útför páfans Píus páfi XII. var greftraður í gær í hvelfingu undir kór Péturskirkjunnar í Rómaborg. Lík páfa var hulið þrem kist- um og komið fyrir í marmara- klseddu skoti nærri þeim stað þar sem kaþólskir menn telja að Pétur postuli hafi verið jarð- settur. Nokkru áður en útfararathöfn- in hófst var dyrum Péturskirkj- unnar lokað. Biðu þá enn um 40.000 manns eftir að ganga framhjá líkbörum páfa. Margir við, þegar þeir urðu þess varir að búið var að loka þá úti, og varð að senda fjölmennt lög- reglulið á vettvang til að hindra áhlaup á kirkjuha. Útfararathöfnin fór fram fyr- ir luktum dyrum, einungis boðs- gestir, kirkjuhöfðingjar, sendi- menn erlendra .ríkja og ættingj- ar páfa voru viðstaddir. Athöfn- inni var sjónvarpað víða um í mannþrönginni urðu ókvæðaEvrópu. Stofnað verður til biskupskjörs inn- an þriggja mánaða héðan í frá Ásmundur Guðmundsson lætur af störfum ' sökum aldurs, en hann er orðinn sjotugur Biskupskjqr mun fara fram innan þriggja mánaða, en biskup íslands, Ásmundur Guðmundsson, var sjötug- ur 6. þ. m. Um þetta segir svo i tilkynn- ingu frá krkjumálaráðherra. Biskup íslands, herra Ásmund- ur Guðmundsson, varð 70 ára hinn 6. þ. m. — Kirkjustjórn- inni hafði nokkru áður borizt á- skorun undirrituð af velflestum prestum landsins um að fram- Jengja embættisþjónustu biskups um 5 ár með vísun til ákvæða síðustu málsgreinar 1. gr. laga nr. 27, 1935, um aldurshámark opinberra embættis- og starfs- manna. Af þessu tilefni var óskað á litsgerðar tveggja prófessora lagadeillar háskólans, Ármanns Snævarrs, kennara í kirkjurétti, Verzlunarmanna- félagið semur við sís Föstudaginn 10. okt. sl. var undirritaður samningur um kaup og kjör milli Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og Sambands ísí. samvinnufélaga. Er þetta í fyrsta skiptið, sem SÍS semur við V.R. Kjarasamningurinn milli þessara aðila er samhljóða samningum V.R. við aðra vinnu- veitendur að öðru leyti en því að sérákvæði er um lífeyrissjóð samvinnustarfsmanna. Mál þetta á sér langan aðdrag- anda. Hafa samningaumleitanir staðið lengi yfir milli þessara aðila, en verulegur skriður komst á málið er starfsmenn SÍS og fyrirtækja þess samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta, að við- hafðri allsherj aratkvæðagreiðslu, að gerast félagar í V.R. í sept- ember s.l. var stofnuð deild sam- vinnustarfsmanna í V.R. Ræður hún sérmálum sinum, en kaup og kjaramál og önnur sameigin- inleg hagsmunamál eru að sjálf- sögðu undir stjórn V.R. Félagar í deildinni eru fullgildir félagar í V.R. Samningsaðild SÍS er mjög mikilvægur árangur í kjarabar- áttu V.R. Með henni hefur VR. hlotið endanlega viðurkenningu allra vinnuveitenda sem stéttar- félag og lögformlegur samnings- aðil um kaup og kjör. .(Frétt frá V.R.) og Ólafs Jóhannessonar, kennara í stjórnarfarsrétti, um það, hvort telja bæri að biskup fs- lands vaeri einn þeirra embætt- ismanna, sem kosnir eru almenn- um kosningum, þannig að hann geti gegnt embætti eftir 70 ára aldur samkvæmt fyrrgreindu á- kvæði 1. gr. laga nr. 27, 1935, sbr. 13. gr. laga nr. 38, 1954. Álitsgerð prófessoranna hefur nú borizt ráðuneytinu hinn 9. þ. m. og er niðurstaða hennar á þá léið, að ekki verði talið að umrædd lagaákvæði eigi við um embætti biskups íslands. í samræmi við þetta mun nú verða stofnað til biskupskjörs svo sem lög mæla fyrir, en herra Ásmundi Guðmundssyni, bisk- upi hefur verið falið að gegna embætti unz biskuskjör hefur farið fram. (Frá kirkjumáiaráðuneytinu) Eftir 12 daga kemur kardínála- samkundan saman í Páfagarði til að velja nýjan páfa. Verða þeir að venju múraðir inni í fundarsalnum og íá ekki að koma út fyrr en eitthvert páfa- efni hefur náð kjöri,, hlotið tvo þriðju atkvæða og einu betur. Tekur de Gaulle nú af skaríð? de Gaulle forsætisráðherra Frakklands sendi í gær Salan hershöfðingja og landstjóra í Alsír boðskap um afstöðu hersins til væntanlegra þing- kosninga. Mælir de Gaulle svo fyrir að hermenn megi engan frekari þátt taka í stjórnmál- um í Alsír. Enginn hermaður né embættismaður má bjóða sig fram til þings. de Gaulle kveðst leggja á það megináherzlu að kosning- arnar skuli vera „algerlega frjáTsar" 'og" allir -skuli fá að hafa lista í kjöri „nema þeir sem taka þátt í hermdarverk- um". ! de Gaulle hefur áður lýst yfir að herinn eigi að hætta afskiptum af etjórnmálum í Alsír, en því var ekki hlýtt nema að nokkru leyti. Lét hann þá kyrrt liggja. Alþýðusambandskosningarnar Trésmiðír kæra Framhald af 1. síðu. á félagaskrá í vetur né held- ur núna, sótti ihaldið austur að Selfossi og lét hann kjósa í Trésmiðafélagi Reykja- víkur! Þegar kjörstjórnarmaður fékk formanni kjörstjórnar félagslögin í þessu sambandi svaraði hann: „Mig varðar ekkert um lög"! og fleygði þeim út í horn! Samkvæmt lögum skal úr- skurða kærur út af k.iörskrá strax og þær berast, en íhald- ið lét þær bíða þar til áð loknum fyrra kjördegi. Framhald af 12. síðu. þýðusambandsþings, þakkar- ávarp til Dagsbrúnarmanna, enn- fremur samþykkt í landhelgis- málinu og fleira og verður sagt frá þeim samþykktum síðar. Verkalýðsfélagið Baldur á Isafirði kaus aðalfulltrúa sína þá Björgvin Sighvatsson, Pét- ur Pétursson. Sverri Guð- mundsson og Guðmund Eð- valdsson. Verkalýðs- og sjómannafélag Hnífsdælinga kaus Halldór Geirmundsson aðalfulltrúa sinn og Jens Hjörleifsson varafuíl- trúa. Verkalýðsfélag Flateyjar, Breiðafirði hefur kosið Reyni Guðmundsson aðalfulltrúa sinn. Verkalýðsfélag Grýtubakka- hrepps hefur kosið Bessa Jó- hannesson aðalfulltrúa sinn á Aiþýðusambandsþingi. Verkalýðsfélagið Bjanni á | Stokkseyri: Aðalfulltrúar: Björgvin Sigurðsson, Helgi Sigurðsson. Varafulltrúar Frí- mann Sigurðsson, Steingrímur Jónsson. Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði: Ari Bogason aðal- fulltrúi. Friðþjófur Þórarins- son varafulltrúi. Vélstjórafélagið Gerpir, Nes- kaupstað; Kristinn Olsen aðal- fulltrúi, Sigfús Jónsson vara- fulltrúi. Verkamannafélagið Ægir í Þverárhreppi: Björn Sigvalda- son aðalfulltrúi, Njáll Guð- mundsson varáfulltrúi. Verkalýðsfélag Tálknafjarð. ar: Sigurður Á. Einarsson að- alfulltrúi, Guðmundur Þor- steinsson varí%cuiltrúi. Þá hafa trésmiðir einnig kært kosningaundirbúning til Alþýðusambandsþings, en í- haldið bráút lög félagsins til þess að geta fengið B-lista. Hafa trésmiðir nú kært allt kosningasvindl íhaldsins til Alþýðusambandsþings. Verkalýðsfélag Árneshrepps: Sörli Hjálmarsson, Gjögri, að- alfulltrúi, Þorsteinn Guðmunds. son Finnbogastöðum varafull- trúi. Verkalýðsfélagið Skjöldur, Borgarfirði; Magnús Jakobsson Hömrum aðalfulltrúi, Bjarni Guðráðsson varafulltrúi. Verkalýðsfélag Stöðvarfjarð- ar: Guðmundur Björnsson aðal- fulltrúi. Verkalýðsfélag Borgartiess: Jónas Gunnlaugsson aðalfull- trúi, Jón Guðjónsson varafull- trúi. Vélstjórafélag Vestmannaeyja Páll Seheving, Einar Hjartar- son aðalfulltrúar. Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja: Pétur Guðjónsson, Elías Sigfússon aðalfulltrúar. Verkalýðsfélag Hólmavíkur." Pétur Bergsveinsson aðalfull- trúi, Loftur Bjarnason vara- fulltrúi. Verkalýðsfélagið Hvöt, Hvammstanga: Björn Kr. Guð- mundíison, Gústav Halldórsson aðalfuiltrúar. Verkalýðsfélagið Afturelding Ólafsvík: Kristján Jensson, Kjartan Þorsteinsson aðalfull- trúar. Kosið var við allsherj- aratkvæðagreiðslu á laugardag og sunnudag. A-listi fékk 87 atkv., en B-listi 75. Verkalýðsfélag Stykkishólms: Kristinn B. Gíslason, Ingvar Ragnarsson, Erlingur Viggós- son. Kosið var við allsherjar- atikvæðagreiðslu á laugardag og sunnudag. A-listi fékk 110 atkv. en B-listi 51 atkv. Iðja, i'élag' verksmiðjufölks í Hafnarfirði: Sveinbjörn Pálma- son aðalfullti'úi, Þóroddur Giss- urarson varafulltrúi. Verkalýðsfélagið Egill, Mýra- sýslu; Snorri Þorsteinsson að- alfulltrúi, Bjarni Bjarnason varafulltrúi. Verkalýðsfélag Austur-Eyja- fjallahrepps: Sigurjón Guð- mundsson aðalfulltrúi. Vertu með og kauptu miða í þessu glæsilega happdrætti, þar sem 1. virmingur er Þessi bíll getur orðið þinn Opel-Rekord bifreið að Þú átt vinnings von verðmæti yfir 100.000.00 kr. Happdrætti Þjóðviljans 1958 Dregið 23. desember n. k. — Drætti ekki frestað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.