Þjóðviljinn - 15.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1958, Blaðsíða 3
V Miðvikudagur 15. október 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Séð inn eftir kjörbúð Kawpfélags Kópavogs. Ný kjörbiið í Kópavogi Nýlega opnaöi Kaupfélag Kópavogs nýja. kjorbúö í hús- næði sínu viö Álfhólsveg. Buöin er 180 ferm., í nýju húsi, sambyggöu viö eldri verzlun félagsins. Kjörbúðin er iJúin fullkomn- ustu tækjum til verzlunar sem völ er á. Þar eru einnig rúmgóð húsakynni fyrir kjötvinnslu og sérstaklega Iiefú'r" vel'ið vandað til kælingartækja fyrir matvæii. Viðskiptasamn- ingur við Kúbu Hinn 29 fyrra mánaðar var undirritaður í Washington nýr viðskiptasamningur milli Is- lands og Kúbu og gildir hann til 3. október 1961. Samningur- inn er samhljóða fyrra samn- ingi milli ríkjanna frá 3. októ- ber 1955. Me_ð samningi þessum er gert ráð fvrir, að Islendingar kaupi strásykur og nokkrar aðrar vörur frá Kúbu, en selji þang- að saltfisk, lýsi og fleiri afurð- ir. Samninginn undirritaði fyrir Islands hönd Thor Thors sendi- hérra og fyrir hönd Kúbu dr. Nicolás Arroyo Márques, sendi- herra í Washington. 8 felldir í Beirut Át.tu menn féllu í gær í götu- bardögum í Beirut, höfuðborg Líbanons. Áttust þar við stuðn ingsmenn núverandi stjórnar og fylgismenn Chamouns, sem nýlega lét af forsetaembættinu. Nokkur hluti af gamla húsinu verður notaður sem geymsluhús, en í hinum hluta þess verða til húsa mjólkurbúð og fiskverzlun, sem hvort tveggja á að endur- byggja og stækka. Á neðri hæð hússins er einnig skrifstofa og vigtunarherbergi verzlunarinnar. Bæjarfógetaembættið og skatt- stjóraembættið hefur leigt efri hæðina fyrir skrifstofur sinarV List iim anci Ríkisútvarpið og Menntamála- ráð hafa tekið höndum saman urn að senda listamenn og’ list- sýningar víðsvegar um landið nú á næstunni. Nefnist þessi starfsemi „List um Iandið“ og hefst fyrsta ferðin á vegum þessara aðila með kirkjutónleik- um í Keflavik í kvöld kl. 9. Síð- an verða kirkjutónleikar á Sel- fossi og í Lágafellskirkju á föstudagskvöld kl. 9. Á sunnu- daginn kemur verða tónleikar í Ólafsvík kl. 2 siðdegis og í Stykkishólmi kl, 9 um kvöldið, i Grindavík miðvikudaginn 22. október og á Akranesi firnmtu- daginn 23. október. Kirkjutónleikar þessir verða mjög fjölbreyttir. Dr. Páll ís- ólfsson dómorganisti, Björn Ó!- afsson fiðluleikari og Guðmund- ur Jónsson söngvari flytja tón- verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Frystihás Bæjarútgerðar líafnarfj Framhald af 1. síðu. ræddu tftnabili kr. 7.213.235,00. Til samanburðar má geta þess að á sama tímabili árið 1957 námu þessar greiðslur kr. 2. 937.919,00, eða kr. 4.275.316,00 iægri upphæð en nú. Hagnýting aflans hefur verið sú, að fryst hefur verið í 127. 000 kassa, og launagreiðslur til vehkafólks á þennan þátt fram- leiðslunnar hafa numið kr. 3. 985.000,00 eða kr. 31,87 á hvem frystan kassa. Af afla togaranna hafa 485. 285 kg. miðað við slægðan fisk með haus, farið til herzlu, og þar að auki af afla m.b. Amar Arnarsonar 149.179 kg. sem miðað er við óslægðan fisk. Launagreiðslur til verkafólks í sambandi við harðfiskverkun- ina hafa numið til þessa kr. 328.700,00. Af afla togaranna hafa 286. 885 kg. miðað við slægðan fisk m/haus, verið söltuð, og áuk þess af afla m.b. Amar Arnarsonar 45.410 kg., sem er miðað við óslægðan fisk. Auk þessa keypti Bæjarút- gerðin saltfiskfarm úr b.v. Ak- urey 371.300 kg., og einnig hef- ur verið keyptur saltfiskur af nokkrum handfærabátum, sam- tals ca. 35.000 kg. Launagreiðslur i sambandi við saltfiskverkunina hafa á tímabilinu numið kr. 370.000,00 FráOlympíu- skákmótinu í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar á Olympíuskákmótinu í Múnchen tefldu íslendingar við Svía og varð jafntefli. Ingi vann Sterner, Freysteinn tapaði fyrir Nilson, Ingimar fyrir Arnlind, en Arinbjörn vann Ilörberg, í annarri umferð töpuðu ís- lendingar fyrir ísraeismönnum með IVt gegn 2V> vinningi, Ar- inbjöm gerði jafntefli við Smiltiner, Jón tapaði fyrir Pilschtchik, Guðmundur vann Porath, Freyteinn tapaði fyrir Cerniak. I þriðju umferð áttu íslend- ingar við Frakka. Ingimar vann Catozzi, Guðmundur gerði jafn- tefli við Bouttevilie, Arinbjörn við Noraguinan, Ingi á biðskák við Rajzmain og stendur betur. Önnur úrslit í B-flokki: í fyrstu umferð Hollendingar 2V2 — Danmörk IV2, Kanada 2V2 — Belgía iy2, Póland 2 — Kól- Framhald á 11. síðu Fasfanefndir Alþingis nœr óbreyttar frá siBasfa þingi Kosnar án atkvæðagreiðslu aí tveimur listum, stjórnarílokkanna og stjórnar- andstöðunnar Kosningar fastanefnda voru eina viðfangsefni þing- funda í gær. Voru um allar nefndir bornir fram tveir listar, listi stjórnarflokkanna og listi Sjálfstæðisflokksins, með jafnmörgum nöfnum og kjósa átti, og varð því sjálfkjörið. Fastanefndi.r Alþingis, éru nú þannig skipaðar í sameii'.uðu þingi: 1. Fjárveitinganefnd: Halldór Ásgrímsson, Pétur Ottesen, Karl Guðjónsson, Magn- ús Jónsson, Friðjón Skarphéð- insson, Halldór E, Sigurðsson, Jón Kjartansson, Sveinbjörn Högnason og' Karl Kristjánsson. 2. Utanríkismálanefnd: Aðalmenn;. Steingrimur Stein- þórsson, Ólafur Thórs, Gísli Guðmundsson, Emil Jónsson, Bjarni Benediktsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Sveinbjörn Högnason. Varamenn: Páll Zóphóníasson, Jóhann Jósefsson, Haildór Ás- grimsson, Gylfi Þ. Gíslason, Björn Ólafsson, Einar Olgeirs- son, Halldór E. Sigurðsson. 3. Allsherjarnefnd: Eiríkur Þorsteinsson, Jón Sig- urðsson, Ásgeir Bjarnason, Bene- % afsláttor fyr- ir skólanema Bæjarráð Kópavogs samþykkti nýlega að veita skólafólki sem stundar nám í Reykjavík, 40% afsiátt á farmiðum með strætis- vögnum Kópav. Farmiðablokk- ir verða seldar í bæjarskrifstof- unni Skjólbraut 10, gegn fram- vísun vottorðs um skóiavjst. Áforra íhalds og hægri krata hafa mistekizt með öllu Afturhaldsblöðin reyna mjög að hælast um yfir sigr- um sínum í Verkalýðshreyfingunni og miklast sérstak- lega yfir því að ,,lýðræðissinnar“ skuli ekki hafa misst yfirráð sín í Iðju og Trésmiðafélaginu; verður slíkt þó varla nefnt nema varnarsigitr •— en auðvitað hafa menn ástæðu til að gleðjast yfir slíkum sigrum lika, meðan þeim tekst að verjast. Morgunblaðið er þó greinlega mjög dauft í dálkinn í gær og segir í leið- ar: „Höfuðsigttr sinn unnu kommúnistar nú eins og áður í Dagsbrún. Þar héldust hlutföllin svo að segja óbreytt frá þvt í stjórnarkosningunum í vetur og voru úrslitin nú kommúnistum þó ívið hagfelldari.“ Og það er ekki að undra þótt Morgunblaðið sé dauft bak við öll mannalætin. Áform íhalds og hægri krata hafa mistekizt með öllu. Þeir eru í vonlausum minni- liluta á Alþýðusambandsþingi. Alþýðubandalagið er nú eins og á undanfömum þingum langsamlega stærsti hópurinn. Hér verða fulltrúar ekkí dregnir í pólitíska dilka, eins og afturhaldsblöðin tíðka, en það má benda á að síðustu tölumar sem Alþýðublaðið býr til hljóða svo: „169 andstæðingar kommúnista", ,,130 kommún- istar“ og „32 sem ekki er vitað um“! Auk þess segist Alþýðublaðið ekki vita um úrslit í 18 félögum! Það var einnig hárrétt mat sem birtist í Alþýðublaðinu sl. sunnudag, fyrir Dagsbrúnarkosningarnar: „Fáj komm- únistar alla fulltrúa Dagsbrúnar kjörna, hafa þeir mikla möguleika á þvi að halda yfirráðum í Alþýðu- sambandinu.“ dikt Gröndal, Björn Ólafsson, Alfreð Gíslason, Steingrímur Steinþórsson. 4. Þingfararkaupsnefnd: Eiríkur Þorsteinsson, Jón PáJmason, Gunnar Jóhannsson, Pétur Pétursson, Kjartan J. Jó- hannsson. 5. Kjörbréfanefnd: Gísli Guðmundsson, Bjarni Benediktsson, Áki Jakobsson, Al- freð Gislason, Frjðjón Þórðar- son. í efrideild: 1. Fjárhagsnefnd: Bernharð Stefánsson, Gunnar Framhald á 10. síðu. Fengu flest atkvæði nú Morgunblaðið og hjálpar- kokkur þess Alþýðublaðið fóru um það miklum fagnaðarorðum í gær að „kommúnistar" hafi tapað verkalýðsfélaginu í Vest- mannaeyjum! Hver er svo sannleikurinn ? Hanq er síður en svo fagnaðar- efni fvrir íhaldið. „Kommún- istar“ hafa ekki lengi átt Verkamannafélagið í Vest- mannaeyjum, og við Alþýðu- sambandskosningarnar nú fengu vinstri menn hæstu at- kvæðatölu sína í félaginu! I Alþýðusambandskosning- tinum 1956 voru Alþýðu- bandalagsmenn og Alþýðu- flokksmenn saman. Sameig- i- 'ega fengu þeir 91 atkvæði IV. Nú voru kratarnir nieð íhaldinu, en samt fengu Al- ])ý’ðubandalagsmenn og aðrir vinstri menn í Vestmanna- eyjum S8 atkvæði. Kosningatölurnar úr Verka- lýðsfélaginu í Eyjum eru því sízt fagnaðarefni fyrir ihaldið og kratana og þess vegna reyna blöð beggja að blekkja. Norðmenn útnefna nýjan ambassadoi á íslandi 10. október útnefndi Ríkisráð Noregs Bjarne Vilhelm Börde ambassador á Islandi. Er i ráði að hann taki við störfum hér um áramótin. Ambassador Börde er fæddur 1897 í Östre Aker í grennd Oslóborgar og gekk í verzlunar- skóla. 1934 hóf hann störf í ut- anríkisþjónustunni og hefur síð- an gegnt ýmsum ábyrgðarstörf- um, m.a. í Bandaríkjunum þar sem hann var aðalræðismaður í San Fransisko frá 1952. Ambassador Börde hefur skrif- að margar greinar um viðskipta- fræðileg efni og oftlega verið fulltrúi Noregs í nefndum og ráðstefnuni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.