Þjóðviljinn - 17.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. október 1958 IHÓÐVIUINN ÚtKefandl: Oamelnlnrtftmokkttr aU>Ý8n — Bósíallstaflokkurlnn. — RitstJórar. MaKnús KJartansson éb.), SigurBur Guðmundsson. — FréttarltstJóri: Jón BJarnason. - RlaBamenn: Ásmundur Slgurjónsson. Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V FHðbJófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, af- creiðsla, auglýslngar, DrentsmiðJa: Skóla»örðustíg 19. — Sími: 17-500 (ft llnur). — ÁskrlítarverB kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann- arsstaBai. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmlðja ÞJóÖvilJans k__________________________/ Brýnasta verkefnið 4 lþýðublaðið og Morgunblað- ið eru enn í gær að gera að umtalsefni kosningamar til 26. þings Alþýðusambands Islands og úrslit þeirra. Enn hamra bæði þessi blöð á því að ,,kommúnistar“ verði í minnihluta á þingi Alþýðu- sambandsins og birta hinar furðulegustu tölur, útreikn- inga og spádóma sem eiga að sanna þessar fullyrðingar. jóðviljinn hefur ekki haft þann sið að draga þá fulltnia verkalýðsins sem kjörnir hafa verið til Al- þýðusambandsþings í flokks- pólitíska dilka og mun heldur ekki eftirleiðis ástunda slíka flokkun á fulltrúunum. Þorri þingfulltrúa Alþýðusambands- ins eru frjálsir menn, sem án efa munu láta liagsmuni verkalýðsins og eigin sann- færingu ráða gerðum sínum á Alþýðusambandsþingi en taka með varúð öllum fyrirskipun- um ofan frá eða tilraunum til að koma á þá flokkspóli- tískum handjárnum. Hitt er svo ekkert leyndaitmál, og það hafa aðstandendur Al- þýðublaðsins og Morgunblaðs- ins gott af að vita, að meiri- hluti þeirra 347 fulltrúa sem nú er kunnugt um að kjörnir hafa verið, standa utan við þá fylkingu „andkommúnista" sem þessi blöð bæði tel.ia sér þóknanlega og hafa verið að reyna að gefa í skyn að hlotið hafi meirililuta fulltrúa í kosningunum. J A fturhaldsfylking íhalds og hinna ofstækisfullu hægri manna Alþýðuflokksins er því í algerum minnihluta á næsta Alþýðusambandsþingi livort sem Alþýðublaðið og Morgun- blaðinu líkar það betur eða verr. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir gagnstæðar staðhæfingar og bamaleg hreystiyrði Alþýðublaðsins, Morgunblaðsins og Jóns Sig- urðssonar. En þetta er ekki aðalatriði málsins. Það sem skiptir meginmáli og hefur úrslitaþýðingu fyrir framtíð og þróun íslenzkrar verka- lýðshreyfingar er að verka- lýðurinn og trúnaðarmenn hans nái að sameinast þrátt fyrir alla flokkaskiptingu. Á- tökin um verkalýðsfélögin eru orðin stórháskaleg samtökun- um í heild og standa eðlilegri starfsemi þeirra fyrir þrifum. Þetta finna og skilja meðlim- •ir verkalýðsfélaganna sífellt betur og betur og aldrei hef- ur þetta komið skýrar í Ijós en einmitt nú. Þeir sem sam- an eiga að standa og þurfa að berjast fyrir sameiginleg- um hagsmunamálum berast á banaspjót í hatrömum kosn- ingaátökum um þvert og endi- langt landið. Ekki fer hjá því að slík hjaðningavig skilji eftir ýmis sár og torveldi eðlilegt og nauðsynlegt sam- starf stéttarbræðra og stéttar- systra, sem eiga þó alla sína afkomu og framtíðarvonir tengdar því að verkalýðs- hreyfingin sé voldugt og sterkt afl í þjóðlífinu, sem ekki verði komizt hjá að taka fyllsta tillit til þegar mikils- verðustu málum er ráðið til lykta. En styrkleiki verka- lýðssamtakanna er fyrst og fremst undir einingunni kom- inn. Sundurþýkk er verkalýðs- hreyfingin veik en sameinuð er hún sterk. Þetta vita og skilja andstæðingarnir og þess vegna er í kosningum eins og þeim sem nú eru ný- afstaðnar leikið á strengi sundurþykkis og stjórnmála- legs skoðanaágreinings af þeirra hálfu og hvert tæki- færi nýtt út í æsar. En þessi skilningur þarf einnig að verða sameign verkalýðsins sjálfs, vinnandi fólksins á sjó og landi. Þegar svo er komið nýtur verkalýðshreyfingin krafta sinna til fulls og þess mun þá einnig sjást merki í þróun efnahagsmála og lífs- kjara almennings. Og þá munu andstæðingar alþýðu- stéttanna vissulega ekki fagna. að er þessi samstaða verka- lýðsins þvert í gegnum alla flokka sem nú þarf að verða veruleiki. Fulltrúar verkalýðsins á Alþýðusam- bandsþingi þurfa að ná sam- an til samvinnu og samstöðu um þau málefni sem mestu varða íslenzkar alþýðustéttir í stað þess að láta sortera sig í sundurleita pólitíska flokks- hópa. Það er því illt verk og andstætt hagsmunum vinn- andi fólks að ástunda þá iðju að draga Alþýðusambands- þingið í stjórnmálalega dilka. Fulltrúarnir þurfa og munu áreiðanlega langflestir koma til þings með þann ásetning í huga að standa á verði um hag verkalýðsstéttarinnar og velferð verkalýðssamtakanna og láta málefni en ekki póli- tiska afstöðu eða fordóma ráða afstöðu sinni. Það er á þessu sem verkalýðurinn og samtök hans þurfa nú að halda. 17'yrir þá sem dreymir um að ráðast á kjör vinnandi fólks og vilja sjá samtök þess sundruð og máttvana væri slík þróun að sjálfsögðu ekk- ert fagnaðarefni. En verka- lýðurinn þarf að hafa allt annað í huga en óskir slíkra utanaðkomandi aðila. Þess vegna er nú eitt brýnasta verkefni hans að sameinast um kjör sín og hagsmuni og sjá um að samtök hans hætti að verða sá átakavettvangur sem verið hefur. Að því þurfa allir góðir verkalýðssinnar að vinna, m.a. á því Alþýðusam- bandsþingi sem saman kemur í næsta mánuði. Hallíreður Öm Eiríksson: . » r I rímnaleiðangri um Vestiirði Hallfreður Örn Eiríksson fór í sumar í ferðalag um Vestfirði í því skyni að leita uppi rínmalög og fá þau tekin á segulband. Hann segir hér frá ferðaiagiinu á þann hressi- lega liátt sem honum er lag- inn. Það var laugardaginn fyrir 17. júní að ég tók mér fari með Katalínuflugbát Flugfé- lags íslands til Isafjarðar- kaupstaðar, sem áður fyrr hét Eyri i Skutulsfirði. Og erindið var að safna rimnalögum á Vestfjörðum svo að síðustu leifar þeirrar forneskju, sem Vesfirðingar voru áður frægir fyrir og Jón Þumlungur hat- aði og hræddist á 17. öld mættu varðveitast að eilífu skrítnu fólki til skemmtunar. Að för þessari stóðu Ríkis- útvarpið og Menntamálaráð. Ekki er hinn forni bústaður Jóns Þumlimgs greiður að- göngu úr lofti. Þegar flogið er inn Skutulsfjörðinn er eins og flugvélin muni þá og þeg- ar rekast á fjöllin sem gnæfa báðum megin grá og kuldaleg. En fyrir einhverja undarlega tilviljun tókst flugmanninum að snúa við þegar fram í botn var komið og lenda á Pollin- um fyrir innan kaupstaðinn, en á þeim polli er rjómalogn hversu sem viðrar úti fyrir. Það rigndi en gott fólk stóð samt á bryggjunni til að taka á móti þessum undarlega manni, sem fannst engu ónyt- samlegra að fara á kvæða- mannaveiðar en síldveiðar og fylgdu honum til frænku hans og varð hann þar her- bergður giftusamlega í stað þess að ofurselja hann verts- húsum, sem ekki sjá hve mik- il nauðsyn það er að styrkja vísindin. Isafjarðarkaupstaður er all- gamall á íslenzkan mæli- kvarða. Hann fékk kaupstað- arréttindi 1866 en löngu áður hafði verið verzlað þar því að höfnin er hin ágætasta. Bær- inn ber þess merki að hann hefur ekki verið reistur á ein- um degi fremur en Rómaborg. Neðst á tanganum eða í „Neðsta“ eins og það er kall- að eru nú fá hús en því eldri og standa dreift og óskipu- lega; þar fyrir ofan og utan kemur dálítið hverfi húsa úr timbri og þakin bárujárni með þröngum götum, eftir sem of- ar dregur batna hús og götur verða beinni og breiðari. Og sem kóróna sköpunarverksins gnæfa verkamannabústaðirnir efst. En inn með firðinum liggja götur tvær, Seljalands- vegur og Engjavegur. Ekki eru öll hús þar fullbyggð og sum einungis til sem loft- kastalar í hugum ungra og áhugasamra heimilisfeðra, sem strita þarna hverja stund, en finnst að vonum uudarlegt, að borga upp hús á 10-40 ár- um, sem geta staðið næstu 400 árin. Einu sinni lærði ég visu. Hún er svona: — Á Isalirði er ys og þys. Illa lærð hver baga Hræsnisdulur helvitis hanga þar á snaga. Sá sem samdi þessa vísu, hlýtur að hafa verið uppi fyr- ir löngu, því að í dag er ísa- fjörður friðsamur smábær þar sem enginn ys og þys er, nema þá á daginn, þegar is- 'húsin eru starfrækt af kappi og verið er að skipa upp karfa úr bæjartogurunum eða öðr- um merkisfisktegundum, sem Evrópubúar fá aldrei nóg af. Bæjarbúar lifa á og hrærast í því sem úr sjó fæst, hvort sem það er silfurgljáandi haf- síli, eldrauður karfi, ýsa, ólund arleg þorskkvikindi, grimm- -leit'r steinbítar, lostætt heila- fiski að cgleymdum rækjun- um, sem eru bæjarins stolt og prýði en enginn étur. Hallfreður Örn Eiríksson Rækjurnar þarf að hreinsa og gerir það kvenfólk fyrir 14 krónur á kílóið. Einnig er starfrækt skipasmíðastöð og gamalt fólk sumt fæst við að riða net. En er önnum dags- ins er lokið er bærinn eins og mannauður og engan bæ hef ég vitað kyrrlátari en ísafjörð á löngum júníkvöld- um. Fleira er samt til á ísa- firði en blómleg atvinnufyrir- tæki. Þar er bókasafn, sem ég skoðaði aldrei, af því að þar var verið að mála og byggða- safn Vestfjarða, sem er yndi og eftirlæti bæjarfógeta óg þar unir hann sér löngum við skrásetningu og skipulagningu og geymir þá lagavöndinn niðri í skiiffu á meðan. Safn þetta er hið merkilegasta og gefur furðugóða hugmynd um líf manna á Vestfjörðum áður fyrri. Auk sexærings, sem stendur á miðju gólfi með öll- um fargögnum,/ óbrotgjarnt minnismerki um hið forna vestfirzka bátalag eru þarna flestir þeir munir sem nauð- synlegir voru taldir til lands og sjávar. Á einum veggnum lianga skorpin skinnklæði, reizlur, móskurðartæki og margt fleira nytsamlegt. Þar er og kíkir, sem bjargaði lífi Hannesar Hafsteins. Þegar enskir landhelgisbrjótar höfðu siglt bát hans í kaf 1899, en hirtu lítt um að bjarga sást til Englendinga úr landi með kíki þessum. Var þá mannað- ur bátur, en togaramenn urðu þá svo hræddir, að þeir björg- uðu Hannesi, sem var þá all- þrekaður. Af hinum ófrægari munum má einnig nefna kljástein frá landnámsöld en á borðum liggja bréf ýms furðulega fróðleg. Samt sem áður vantar ýmislegt í safnið og má þar greina íslenzkan kvenbúning. Annars standa menntir með blóma á ísafirði, bæði tónlist og leiklist en málaralist mið- ur. Þá júnídaga, sem ég dvald- ist á ísafirði í vor var ekki mikill ys og þys. En Isafjörð- ur á sér langa sögu og merka og Eyri í Skutulsfirði enn lengri. Þar bjó forðum (1645- 1690) síra Jón Magnússon refr.iur Þumlungur er samdi Píslars "gu sína um það hversu Kirkjubólsfeðgar i sama firði ofsæktu sig með gö'drum. Fékk k'erkur þá báða brennda en ekki bráði af honum að heldur. Og um síðustu aldamót voru það sjó- menn og verkamenn hins unga Isaf.jarðar-kaupstaðar sem studdu Skúla Thoroddsen gegn íhaldi og embættisvaldi þeirra tíma. En á ísafirði hafa ekki ein- ungis gerzt at.burðir sem get- ið er um í digrum og alvar- legum bókum um íslenzka sögu og bókmenntasögu 'held- ur einnig margír aðrir sem virðuleg skáld úti í Kaup- mannahöfn hafa ort um og sannazt þar hversu vegir ská'da eru undarlegir. . Fyrir allmörgum árum með- an Isfirðingar áttu fjaður- prúðar gæsir í eigu sinni, gisti einhver frægasti leikari Dana bæinn og las þar upp. En meður því að leikarinn mun hafa gengið síðla til náða oftlega og því viljað sofa á morgnana en gæsirnar óðu um allt og voru lítt morgun- svæfar, þá fór svo, að þær vöktu listamanninn með hvimleiðu gargi harðla oft. Þetta leiddist leikaranum og sagði sýslumanni frá en sá brá skjótt við og sendi menn sína á vettvang. Voru gæs- irnar skjótlega gripnar, dregn ar fyrir yfirvaldið og réttaðar svo að listin fengi að blómg- ast að eilífu. En þessa atburði alla frétti skáld gott í Kaup- mannahöfn og orti út af þeim kvæðið um hanann og mætti þessi litla dæmisaga sýna, hversu vegir skálda eru ó- rannsakanlegir. Það tók hálfan mánuð að finna alla kvæðamenn á ísa- firði og tala við þá. Og í raun réttri hefði það aldrei tekizt, ef margir góðir menn hefðu ekki leiðbeint mér. Enn erfið- ara var að fá kv.eðamennina til. að lofa að kveða og oft þurfti ég að setja á langar tölur til að sannfæra þá um heiðarlegan tilgang þessarar kvæðalagasöfnunar. Margt fólk var nefnilegu hrætt við að vera haft að dári og spotti ef það léti til lpiðast að kveða. Ekki áttu þó aúir óskilið mál En að þessu loknu tók ég mér fari með Fagranesinu inn í Vigur og var samferða Bjarna Sigurðssyni í Vigur og Ásgeiri Guðmundssyni í Æðey sem voru að koma af búnaðarsambandsf undi. Voru samræðm' fjörugar inn eftir en ég stéð þó mest Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.