Þjóðviljinn - 17.10.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 17.10.1958, Qupperneq 9
(9 •___ F( studagur 17. október 1958 — ÞJÖÐVILJTNN % ÍÞRÓTTIR KrrsTJúiut rttiMAHB hzuúasoS Frá norskri knattspymu Lillesfröm fapaði fyrir Skeid með fimm mörkum qegn einu Um síðustu helgi héldu leikir í norsku keppninni áfram, og var almennur áhugi fyrir hvernig liðunum tveim sem keppa eiga á sunnudaginn í bik- arkeppninni reiddi af, en þau eru, eins og frá hefur verið eagt, Skeið og Lilleström. Hvor- ngt liðið lék þannig að nokkru yrði um það spáð, hvernig leik- ar myndu fara í úrslitaleiknum. Lilleström va rð fyrir því óhappi að missa nokkra af beztu mönn- um sínum útaf vegna meiðsla og ekki víst að þeir verði heil- h' á sunnudaginn. Þetta varð tíl þess að liðið komet aldrei í gang og tapaði með 5:1. 1 blaðadómi um leikinn segir að aldrei hafi greinarhöfundur séð annan eins dóm og rekur fjög- ur atriði sem hann segir að dómari hafi beinlínis haft mark af Lilleström. Skeið lék á móti evo lélegu liði að ekkert verður um liðið sagt. Það alvarlegasta fyrir Skeid var að markmaður- inn meiddist alvarlega og er ekki að vita hvort hann verður með á sunnudaginn. Fleiri af leikmönnum liðsins eru meiddir. Strömmen sem er rétt hjá Lillesti’öm er með sömu stiga- tölu, en hefur leikið einum leik meira. Lilleström (það er liðið sem Karl Guðmundsson þjálf- ar) á einn leik eftir í haust, við Kapp sem er neðst, og þyk- ir allt benda til þess að Lille- ström verði efst í sínum riðli en Fredrikstad í A-rðli. Sande- fjord hefur oft etaðið sig vel, en nú er það talið vera í hætt- unni, er í næstneðsta sætinu. -— Viking, sem um daginn var í undanúrslitum, tapaði fyrir Asker og það heima i Stav- anger. Staðan. um síðustu helgi: — A-deild: Fredrikstad 7 5 2 0 20-8 12 Eik 8 4 2 2 17-9 10 Viking 7 5 0 2 17-9 10 Greáker 8 3 2 3 16-15 8 Aretad 8 2 2 4 10-18 6 Brann 8 3 0 5 12-23 6 Sandefjord 8 2 15 12-17 5 Asker 8 2 15 11-16 5 Framhald á 11. siðu. Kozatáilgjá Góður árangur á október- leikjunum í Róm Um síðustu helgi fóru hinir svokölluðu Októberleikir í frjáls- um íþróttum fram í Róm á ít- alíu, með mikilli þátttöku viða að af beztu frjálsíþróttamömium Ev- rópu og víðar að. Náðist góður árangur í ýmsum greinum á mótinu. Þannjg settí ítalski spjótkast- arinn Giovanni Lievore nýtt ít- alskt met í spjótkasti, kastaði hann 80,72 m. Annar varð Frakk- inn, Michel Maquet með 77,01 m og Willy Rasmussen frá Nor- egi varð þriðji með 72,78 m. Arthur Rowson frá Englandi vann Dan Waern á 800 m á 1,49,7. Waem hafði forustuna þar til í )ok síðustu beygjunnar, þá komst Evrópumeistarinn framhjá Svíanum. Timi Waem var 1,49,8. Mike Agostini frá Kanada Ð ö ii s k k n a 11 s p y r n a Um fyrri helgi, eða þegar liðin höfðu leikið 18 leiki í fyrstu deild, brá svo við að neðsta lið- ið í fyrstu deild AIA vann topp- hðið Vejle sem hefur verið nærri ósigrandi í surnar. Kom þetta mjög á óvart og var talinn sann- gjarn sigur. Þetta skeði í Árhus. KFUM sem er næst neðst vann einnig sinn )eik. Þess má geta að fyrir leikinn var AIA lið- ið á fundi í 3 klukkutíma að xæða leikinn og ákveða skipu- agið, og árangurinn kom í ljós. Segja sum blöðin að sigurinn netði getað verið mun stærri. Síðast þegar talað var um ianska knattspyrnu hér, var að því vikið að Akademisk Bold- klub hefði ráðið til sin hinn fræga þjálfara Carl „Skomager“ Bansen sem þótti allóvenjulegt, þegar aðeins nokkrir leikir voru óleiknir á árinu, en þeir A. B,- menn voru smeykir við að falla niður í aðra deild. Það skipti svo um, 'þegar hann kom til félags- ins, að það hefur ekki tapað neinum leik og er nú með 16 stig og er fimmta lið að neðan. „Skomageren" segir að bak við þessa velgengni sé enginn leynd- ardómur. Það voru aðeins nokk- ur smáatriði í vörninni sem þurfti að laga, og þegar maður segir eitthvað við þessa pjlta,' þá hlusta þeir, þeir trúa þvi að gömul „rotta“ eins og ég, hafi rétt fyrir sér. Um þessa helgi kepptu þeir við KB og unnu 3:0. OB var eina liðið af toppliðun- um sem vann, Frem lék við Es- bjerg og tapaði 4:1. Efst í annarri deild eru Næst- ved með 29 stig og í öðru sæti er Bronshöj með 24 stig. Fyrsta deild eftir 18 leiki: vann 100 m á 10,4. Annar varð Livio Berruti frá ftalíu á 10,5, Kúluvarpið vann ítalinn Silvano Meconj með 17,55 m kasti. Sví- inn Torsten von Wachenfeldt varð annar með 16,78 m. 400 m grindahlaupið vann ft- alinn Moreno Martini og var tími hans 52,0. Trollsás írá Sví- þjóð varð annar á 52,3. Ungverjinn Istvan Roszavolgyi lék sér að þvi að vinna 1500 m á tímanum 3,45,0, í öðru sæti var Austurríkismaðurinn Jösef Zegl- edi og setti hann Austurríkismet á timanum 3,45,2. Derek Wrighton frá Englandi vann 400 m á 46,7, en næstur var Fjnninn V. Hellslen á 47,1. Það var einnig Breti sem vann 5000 m, R. Clark að nafni á 14,14,0. Sandor Iharos frá Ung- verjalandi varð annar á 14,17,0. Stig Petterson frá Svíþjóð vann hástökkið, stökk 2,07. Hann reyndi við 2,13 en það tókst ekki. Langstökkið vann Finninn Jorma Valkama stökk 7,40. 110 m grindahlaup vann Júgóslavinn Síanko Lorger, og timi hans var 14,3. Ítalía vann 4x100 boðhlaupið á 40,7. England varð annað á 41,2. Ahorfendur á rnótinu voru um 10 þúsund og meðan það stóð kom boðskapurinn um andlát Píusar páfa, og var einnar mín- útu þögn á vellinum af þvi til- efni. L V U T M St. Vejle 18 12 2 4 55—26 26 OB 18 10 3 5 50—36 23 Frem 18 10 3 5 51—38 23 KB 18 10 3 5 44—36 23 1909 18 10 2 6 40—28 22 AGF 18 7 6 5 28—23 20 Esbjerg 18 8 3 7 38—38 19 AB 18 Skovshoved 6 4 8 29—35 16 18 5 2 11. 24—41 12 Köge 18 4 4 10 24—44 12 KFUM 18 4 2 12 30—47 10 AIA 18 3 4 11 26—47 10 % ^ Ar V „X tmiJðl6€ÚS Minningarspjöld eru seld í Sósí a I ist afél ags Reykjavík- ur, Tjamargötu 20. Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21, af- greiðslu Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19, og skrifstofu Varúð - hætta! iUmenn samtök á Suðurnesinm í slysa- og umíerðarmálum Umferðarslysin má telja til vágesta vaxandi mennjngar og aukinnar tækni hér á okkar litla landi. Oft er það þannig tímunum saman, að við’opnum naumast dagbiað án þess að lesa þar um eitt eða fleinri slys á vegum úti, allt frá minnihátt- ar meiðslum til dauðaslysa. Það iæðist hrollur um okkur —■ það er eins og þrálát rödd hvísii hið innra: „Þetta hefði alveg eins getað verið þú eða einhver þinna nánustu". Og við látum orð falla í garð þess, sem slysavaldur er talinn. Ekki eru slysin jafn tíð hvar sem er á landinu. Flest þeirra verða eins og að líkum lætur, þar sem umferðin er mest, bæði úti á iandsbyggðinni og eins í þéttbýlinu. Á þjóðvegum úti virðast þeir staðir vera hættu- iegastir, þar sem þannig hag- ar til, að á tiltöluiega beinum og greiðfærum vegi er hlind hæð. Hvorugu megin við hana eru sjáanleg hættu- eða við- vörunarmerki. Og bifreiðar- stjórinn, sem ógjarnan vill draga úr hraðanum á beinum góðum vegi, hann geysist á- fram upp hæðina sín megin, en gætir þess ekki, að slíkt hið sama gerir einnig bifreiðar- stjórinn, sem kemur hinu meg- in frá. Og svo á háhæðinni verður harður árekstur, sem engin leið er að forðast. Bif- reiðarnar eyðilagðar og þeir, sem í þeim teru, stórslasaðir. Stundum lágu ejnn eða fleiri iiðnir þegar á staðnum — stundum eftir nokkurra daga þjáningar og kvaiir á sjúkra- húsi. Oi-sök slyssins: Of liraður akstur. Eina ieiðin til þess að gera þá staði, sem þannig hagar til, hættulausa, er að breikka veginn á umræddum stöðum og gera þar einstefnuakstur með greinilegri skiptingu veg- arins. — En borgar það sig ekki þegar með því er hægt að koma í veg fyrir gifurlegt tjón á dýrum farartækjum — og þá ekki síður hörmuieg örlög fleiri eða færri vegfarenda? Um ágaila umferðamerking- arinnar sjálfrar úti á iands- byggðinni mætti skrifa langa grein, þótt Það verði lótið kyrrt liggja að þessu sinni. Frá því nýju umferðaiögin gengu í gildi, hefur i Reykja- vík verið háð hin skeleggasta barátta til þess að koma í veg fyrir slysahættuna, að svo miklu leyti sem möguiegt er. Og það er þegar komið i ljós, að sú barátta hefur ekki verið án árangurs. Á sama tíma og umferðarslysum hefur fjölgað víðsvegar á landinu, þá hefur siysatalan í Reykjavik stórlega iækkað. Þetta bendir ótvírætt til þess, að þar sem vilji, sam- tök og framtak fara saman, þá má velta björgum úr vegi á þessum vettvangi. Vegir eru mismunandi hættu- iegir. Á undanförnum árum hefur það sýnt sig, að einn hættulegasti vegarkafli lands- ins er leiðin frá afleggjaranum, sem iiggur upp á Keflavikun- flugvöll af svonefndum Fitjum — út í gegnum Ytri-Njarðvík tjl Keflavíkur. Hér er ekki um iangan kafla að ræða. Vega- lengdin er aðeins tveir km og fjögur hundruð metrar. Veg- urinn eUbreiður, nokkurn veg- inn beinn og hæðalaus, En þrátt fyrir það hafa orðið þarna á s.l. f.iórum árum hvorki meir.a né minna en 26 — tuttugu og sex — stærri og smærri slys á végfarendum, sem skráð eru hjá læknum og lögreglu. Og vafaiaust er tala smærri slysa, sem aldrei hafa verið skráð, einnig allhá. Af þessum 26 slysum eru 4 — f jögur — dauðaslys. Tveir ung- ir drengir, annar einkabarn íoreldra sinna — einn uppkom- inn piltur og einn miðaldra heimilisfaðir. Hinn síðastnefndi hafði fyrir þungu heimili að sjá. Meginorsök þessa geigvæn- lega slysafjölda á svo stuttum vegarspotta sem hér er um að ræða, er hin látlausa umferð stærri og smærri bifreiða frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöidin — eða jafnvel allan sólarhringinn. Það er ekki óalgengt, að þessi leið sé ekin með ofsahraða, enda þótt meiri hluti vegar- ins liggi gegnum Ytri-Njarð- vík. Þar við bætist svo óað- gætni gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna. Fleiri orsak- ir mætti nefna, en umferðin er tvimælalaust aðalatriðið. Af þessu lauslega yfirliti má greinilega sjá, að hér er alvara á ferðum. Það leynir sér ekki, að ástandjð er í hæsta máta í- skyggilegt — og hin brýnasta þörf til bráðra úrbóta. Þetta hefur mönnum hér syðra lengi verið ljóst," og tilraunir hafa verið gerðar af hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps til þess að fá voðanum bægt í burtu að ein- hverju leyti, en Þan’ tiiraunir hafa engan sýnilegan árangur borið fram til þessa. Seint í september, eða skömmu eftir að síðasta dauða- slysið varð á þessum slóðum, tóku nokkrir Njarðvíkingar sig saman um það að efna til al- mennra samtaka borgaranna i því skyni að styðja þau öfl, sem þegar hafa verið að verki, og knýja fram nauðsynlegar úr- bætur á þessu alvarlega málj. Fyrsta skrefið var að safna undirskrjftum allra Narðvík- inga 16 ára og eldri undir þá kröfu á hendur hlutaðeigandi ábyrgum aðilum — ásamt eftir- farandi úrbótatillögum: 1. Götulýsing vegarins: Kefla- vík — Ytri-Njarðvík Kefiavíkurfiugvöilur Innri-Njarðvík, svipað og er milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. 2. Göngu- og hjólreiðabraut til hliðar við þjóðveginn. 3. Stór og glögg viðvörunar- merki og hámarkshraða- merki, 4. Hinn svonefndi „Turner“- vegur verði lagfæi’ður og vegabréfaafgreiðslu komið á í „Turner“-hliði. 5. Fullkomið lögreglu- og um- Framhald. á 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.