Þjóðviljinn - 17.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.10.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. október 1958 'yé I rímnaleiðangri... Framhald af 6. siðu uppi á þiljum og horfði á fjöllin snarbrötf og hrikaleg og inn langa firði og mjóa. Það vav stanzað Súðavxk, sem mátti muna betrí daga, með- an fiskur gekk inn allt Djúp. Að vísu eru enn gerðir það- an út bátar, hraðfrystihús starfrækt og margir þorpsbú- ar hafa stuðning af landbún- aði. En húsin voru gömul og lítt viðhaldið. Það var skipað upp dálitlu af vörum. Brátt vorum vii> komnir í Vigur; Báturinn stnnzaði rétt fyrir utan en skektu var ró;ð allknálega frá landi. Þar var Baldur bóndj á ferð. Það rigndi þessa helgi, sem ég dvaldist í Vigar og var öllum kærkomið, þvi að þurrk- arnir höfðu staðið heldur lengi. Vigurtún, sem er harð- lent. var blóðsnöggt en arfi í kalskellum. Vigur er stór jörð 24 hundiuð 4 landsvísu, en meðal jarðir voru 20 hundruð. Hún er frægust fyr- ir æðarvarpið, sem er svo mikið, að nú fást þar 120 pund fullhreinsaðs dúns á ári hverju. Æðarfuglinn ej allsstaðar. Við bátavinduna var hreiður og teistugrey lá á undir planka sem reistur var við skemmuvegginn. Bærinn í Vigui er hinn stæðilegasti, reistur í tíð sr. Sigurðar föður Bjarna sem var hinn mesti m-:rkismaður sem jók mjög æöarvarp í eyjunni með ýmsum ráðum og hvatti bændur til hins sama í ræðu og rxti. Eizta mannvirkxð í Vigur er vindmylla, sú elzta á land- inu, en sr. Sigurður lét end- urbæta hana mikið og stækka. 1 henni var malað korn. Á sinni tíð hefur hún verið þarfaþing og létt íaiklu verki af iúnum unglingum. Þá voni flestar kvarnir haudsnúnar. Bjarni var ræðinn og sagði mér marga hluti m.a. af fjósa- karli, sem lagði það í vana sinn að setjast upp á sýru- ker, þegar hann kom inn, fara að kveða og slá ta'ktinn með fótunum á sýrukerið meðan hann kvað. I ungdæmi Bjarna var karl nokkur sem Sigurður hét og var með selsmynd á bakinu, Átti móðir hans að hafa fund- ið kóp nýfæddan niðri í fjöru er hún var komin að falli en ekk- látið sig muna um að bera hann beim á bakinu. Sagðist Bjarni hafa séð mynd þessa sjálfur þegar Sigurður þessi var húskarl hjá föður hans Vigurmenn búa stórbúi, hafa fjölda kúa, en fé verður rð flytja í ’.and % sumrum. Áður er minnzt á dúntekjuna. Dúninn hreinsa þeir sjálfir og hafa til þess vél, sem gengúr fyrir dieselvél. En gamla grindin sem dúnninn var hreinsaður á til skamms t’ma er enn varðveitt og væri bezt komin á byggöasafn. § Fiskigengd var áður mikil við eyjuna og skaxnmróið, en núna veiðist sáralítið þótt farið sé með lóðir endrum og sinnum. Bjarni sagði mér, að áður fyrr hefði snyrti- menn við Djúp borið skötu- lifui á skinnklæði sín. Urðu þau þá rauð og falleg en svört hjá sóðum, sem ekki hirtu þau. Eg dvaldíst aðeins í Vigur frá föstudegi til sunnudags og varð samferða Vigurmönnum er þeir fóru upp í Ögur til að kjósa í hreppsnefndarkosn- ingunum. Daginn eftir var ég reiddur fram að Hagakoti en fór fram að Laugarbóli í Laugardal í rússneskum jeppa Sá vegur er firnillur. Ofaní- bu’-ður var mestmegnis moid og verður ófær í votviðrum. Daginn áður hafði hann verið illfær enda þótt aðeins hefði rigr.t tvo daga. En Ragna. á Laugabóli lét þann rússneska svamla í fyrsta gíri og dugði farkosturinn furðuiega, þótt lægi lengstum á kúlu. Á rennur eftir miðjum daln- um gegnum Laugarhólsvatn," en á því vatni mun Þormóð- ur Kolbrúnarskáld hafa rennt sér fótskriðu er hann fór að heimsækja ástkorxu sína í Ögri, þá er nær var. Nú lá það þarna soegilslétt og veiði- legt í kvöldkyrrðinni, og fór ég þegar næsta dag að veiða í því og dró fjóra undarlega fallega urriða í ósnum. Stafa- logn var og heitt af sól og varð mér löngum tíðhugs- að am þá svarabræður Þor- móð og Þorgils er þeir létu reiðast yfir Vestfirði. Seinna um dagmn reiddi Ragna mig yfir að Látrum í Mjóafirði ekki langa leið en brattur er sá háls og villu- gjarn, jafnvel í albjörtu, því að ekki verðxir alls staðar farið niður Mjóafjarðarmegin og það hið sama kvöld fór ég róandi með vinnumanni frá Látrum yfir í Skálavík og tók Dagbjöi-t' móðursystir mín hið bezta á móti mér, þó að ekki væru mér þar borin æðaregg og kríuegg við eins og í Vigur. Ólafur bóndi í Skálavík var hinn hressasti og tveím dög- um síðar fór ég í mikla veizlu hjá bróður hans Salvari bónda í Reykjarfi’-ði en hann varð sjötugur 4. júlí. Sú veizla var hin ágætasta og bornar fram sauðasíður þverhandarþykkar eins og í útilegumannasögum en koníak ómælt til drykkjar. Sauðina hefur Salvar í Borgarey, sem liggur skammt undan landi og á Vatnsfjarð- arklerkur ráö á lienni. Þar er bæði æðarfugl og lundi og einmg var þar slegið en því var hætt 1942. Þegar Vatns- fjarðarmenn heyjuðu þarna höfðu þeir með sér 10—11 ær til mjólkur. Býli var þar en lagðist í eyði fyrir 90—100 árum. Nú er eyjan notuð til beitar. Eru liöfð þar um 90— 100 fjár, flest sauðir og lirút- ar. 31 sauð á Salvar. Ganga þeir allir sjálfala. Hús er þar hurðarlaust og með engum jötum eins og beitarhús eru vöhrlað vera, Sálvar sagðist vera vanur að flytja tvævet- lingana í land á sumrum. Einnig er algengt að fé og hross séu þar frá réttum og fram á jólafestu til feiting- ar. ^ Það Ieið nú að slætti, því að grasið hafði þotið upp við skúrirnar undanfarna daga. Var nú komið að 12. viku sumars en þá var vaninn að hefja slátt laugardaginn í þeirri viku. Svo var vaninn ríkur lengi að elztu menn sögðu mér, að í sínu ungdæmi hefðu bændur byrjað slátt þót.t þeir kæmu ekki heim fyrr en undir miðnætti, en hefðu verið af bæ allan dag inn. En ekki dugði að staðnæm ast í Reykjarfirði, þótt gott væri þar að vera. Enn var ég ekki hálfnaður og tók ég mér nú enn fari með Fagranesinu og sótti nú heim Ásgeir bónda í Æðey. Hallf.eður Eiríksson. Túnis Framhald af 12. síðu. lýðveldisins væri verkfæri í höndum Sovétríkjanna. Hún hefði tekið andstæðing hans Salah Ben Jússef, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjálfstæðis- flokks Túnis, sem flýði land fyrir tveim árum, undir sinn verndarvæng. Bourguiba sagðist mundu halda áfram vinsamlegri sam- búð sinni við vesturveldin, en sú stefna væri þjóðernishreyf- ingu Araha hagkvæmust. Fulltrúi Sambandslýðveldis Araba ræddi ákvörðun Túnis- stjórnar á fundi Arababanda- lagsins í Kaíró í gær og sagði hana bæði óviturlega og ónauð- synlega. Aröbum riði fyrst og fremst á samheldni og einingu gagnvart^ heimsvaldasinnum. Fæðingar Framhald af 12. síðu. Innan eins árs dóu 80 börn ár- ið 1957. Miðað við tölu lifandi fæddra á sama tíma hefur barnadauðinn innan eins árs verið 1,7%, sama hlutfalí og 1956. 1955 var þessi hluifalls- tala 2,3%, 1946—’50 2,4% 1941 —’45 3,8%, 1936—’40 3,6%, 1931— 35 5,1% og 1926—’'30 5,3%. Hin eðlilega mannfjölgun, eða mismunurinn á tölu lifandi fæddra og dáinna var árið 1957 3569 eða 21,7 af þúsundi, miðað við áætlaðan mannfjölda á miðju ári 1957. Sendiráðsfulltrúi hverfnr í London Stai-fsmaður við bandaríska sendiráðið í London, George Beers að nafni, er horfinn. Ilann var aðstoðarmaður hermálafull- Irúa sendiráðsins og fjallaði um vísindasamvinnu nxilli brezku herstjórnarinnar og þeirrar bandarísku. Beers , var nýlega kallaður til Washington án þess ástæða væri tilgreind. Vinkona hans í London hefur afhent lög- reglunni þar vegabréf hans og önnur skjöl. Segir hún að Beers hafi afhent sér þetta með þeim ummælum að hann gæti ekki farið heim til Bandaríkjanna og ætlaði að fara huldu höfði, þang- að til honiim tækist að útvega sér dvalarleyfi í Bi-etlandi. Grun- ur leikur á að hann hafi látið Bretum í té bandarísk hernað- arleyndarmál. Alsír Framhald af 1. síðu. boðunina eða halda henni til streitu, þrátt fyrir bann Salans yfirhershöfðingja við verkfalli og öllum fundarhöldum. Fór svo að afturköllunin var sam- þykkt með naumum meirihluta, 13 atkvæðum gegn 10, en sum- ir nefndarmanna sátu hjá. i fyrrakvöld hafði verkfallsboð- unin verið samþykkt í nefnd- innni með 26 atkvæðum geg« 17. Afturköllunin var ekki kunn- gerð fyrr en um klukkutíma áður en verkfallið átti að hefj- ast. Leiðtogar landnemanna höfðu þá setið á fundi með Salan hershöfðingja. Þeir sögðu eftir fundinn að ákveðið hefði verið að fresta verkfallinu um óákveðinn tíma. Hermenn höfðu verið á verði víða í Algeirsborg allan dag- inn. Herbílar óku um borgina með gjallarhorn og var skorað á borgarbúa að halda áfram vinnu. Allt var með kyrrum kjörum í borginni að sögn fréttaritara og á torginu fyr- ir framan stjórnarráðið voru aðeins hermenn og lögregla á, verði. Auglýsið í Þ|óðvlllannm Vertu með og kauptu miða í þessu glæsilega happdrætti, þar sem 1. vinningur er Opel-Rekord bifreið að verðmæti yfir 100.000.00 kr. '. v --— T " —r) V ----- í' ■w..... \'\.\l & Þessi bíll getur orðið þinn Þú átt vinnings von Happdrætti Þjóðviljans 1958 Dregið 23. desember n. k. — Drætti ekki frestaö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.