Þjóðviljinn - 18.10.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Lcnéhelgin * koseiingamál Kosningabaráttan á Færeyj- um fj^rir Lögþingskosningarnar 8. nóvember verður nú í fyrsta skipti háð í útvarpi. Hver ' flokkur fær klukkutíma um- ' ræður. Á þinginu sem nú er ; brátt úti eiga sæti sjö Sam- bandsflokksmenn, sex úr Fólkaflokknum, sex .úr Þjóð- veldisfiokknum, fimm sósíal- demókratar, tvéir úr Sjálfstýrr : ’sflokknum og einn úr Fram- : faraflokknum. Ljóst er að sammngura Breta og Dana um færeysku ’andheigina lýkur ekki fvrr en kosningarnar eru afstaðnar. Atvinnul'eysi vex Bj örgunarráðstöfun eða gróðabrall? Heni gaman að viðleitni til að gera ísienzka hesta að iízkuvöru í Þýzkaiandi Vesturþýzka fréttavikuritiö Der Spiegel ræðir í þess- ari viku um innflutning Ursulanna Schaumburg og Braun á íslenzkum hestum til Vestur-Þýzkalands. Sovézka flugfélagið Aeroflot tekur á næstuuni í notkun nýja farþegaflugvél, þá stærstu og liraðfleyg- ustu I heimi. Hún nefnist TU-114 og hefur rúin fyrir 220 farþega. Vélin er knúin hverfilskrúfuhreyflum og getur flogið án viðkomu niilli Moskvu og New York eða Tokyo. Á langleiðum muu lmn taka við af far- þegaþotunni TU-104, Vélar af gerðinni TU-114 hafa verið í reynsluflugi sfiðan snemma á þessu ari við mis- munandi loftslagsskilyrði. — Myndin er tekin af einni þeirra yfir skógum Síberíu. í Ffakklansli ...= Atvinnuleysingjum fjðlgar nú | ört í Frakklar li. Franska al- | þýðusambandið hefur krafizt | þess að vinnuveitendur v'érðí ! skyldaðir til að greiða framlög i til atvinnuleysistrygginga og ! styttur verði vinnutími að ! kaupi óbreyttu hjá þeim fyrir- ! tækjum sem telja sig þurfa að segja upp starfsfólki sínu. ■V cVi —--------------------- Blaðið hendir gaman að til- raunum þeirra til að gera ís- lenzka hesta að útgengilegri tízkuvöru meðal efnaðra Vest- lir-Þjóðverja og jafnframt gróðalind fyrir sjálfar sig. Segir Der Spiegel, að þegar IJrsulu Schaumburg hafi ekki dugað stuðningur von Eck- hardts, blaðafulltrúa Adenau- ers forsætisráðherra og „æðsta prests vesturþýzkrar tilhalds- semi“, hafi hún snúið sér til Eiseler verður ekki framseldur Tilkynnt hefur verið í Kaíró að þýzki stríðsglæpamaðurinn Hans Eiseler verði ekki fram- seldur til Vestur-Þýzkalands. Þessi ákvörðun er rökstudd með því að samkvæmt egypzk- um lögum sé ekki liægt að dæma menn fyrir afbrot sem eru eldri en 10 ára. Eiseler er sakaður um að hafa myrt hundruð manna í Buchenwald- fangabúðunum á síðustu stríðs- árum. y------------------------> 1200 ára vísa á rónakeíli Sívalt rúnakefli úr tré, sem nýlega fannst við Star- aja Ladoga sunnan Ladoga- vatns, geymir einhvern elzta ekáldskap á sænska tungu sem kunnugt er um, segir Morgon-Tidningen. Frá fundinum er skýrt í sovézka tímaritinu Voprosi istoriki. Á keflinu er bundið mál, ritað með yngra rúnaletrinu, því sem notað var á Norð- urlöndum á áttundu og ní- undu öld. Tveir rúnafræðing- ar í Leníngrad, V. Admeni og T. Silman, hafa ráðið rúnirnar á keflinu. s________________________/ blaðamanns að nafni Heinz Ockhardt með söguna frægu um yfirvofandi slátrun og hungurdauða 5000 folalda á Is- landi. Ockhardt vissi ekkert um íslenzka hesta nema það sem Ursulurnar sögðu honum, en grein hans fékk svo á vestur- þýzka dýravini að hestapantan- ir streymdu til skrifstofu frú Schaumburg í heildsölufyrir- tækinu Jordan & Rolfs í Ham- borg, von Eckhardt var eins og fyrr boðinn og búinn til að beita- sér fyrir björgunarráð- stöfunum vegna íslenzkra fol- alda í nauðum. Þegar hestverðið hjá frú Schaumburg hækkaði við -aukna eftirspurn, kom upp grunur um að verið væri að reyna að græða á dýravináttu fólks, og dýraverndunarfélag í Altena sneri sér til vestur- þýzka sendiráðsins í Reykjavík með fyrirspurn um útflutnings- verð á hrossunum. Einnig er skýrt frá síð- ustu hrossasendingu frú Schaumburg, sem kom til Vest- ur-Þýzltalands í haust, Blaðið segir að væntanlegum kaup- endum hafi ekki litizt á að j kaupa folöld, sem ekki væri I hægt að byrja að temja fyrr | en að þrem árum liðnum, og | því liafi það orðið úr að flytja inn frá íslandi fullvaxna hesta. „Nú hefur þessi elskulegi kjánaskapur bireiðzt út til ann- ars Vestur-Evrópuríkis — til Mónakó. Furstahjónin í spila-; vitisfurstadæminu hafa pantað tvo smáhesta hjá frú Schaum- burg“, segir Der Spiegel að lokum. Með greininni birtist mynd af frúnni á hesthaki. Dulles heimsækir Sjang Kaisék Framhald af 12. síðu. stjórnar, að erindi hans væri að ræða um breýtta Uiðurröðun herafla Sjangs og Bandaríkja- manna á og við Taivan. Vatn blandað víni í skólum Drykkjusýki gerir útaf við einn Frakka 26. hverja mín- útu, segir franska Landssam- bandið gegn áfengisbölinu í skýrslu sem birtist í síðustu viku. Þar segir ennfremur að of- drykkja kosti Frakka árlega 215 milljarða franka, en fyrir þá upphæð væri hægt að byggja yfir 430.000 manns. Stjórnskipuð nefnd sem kannar ofdrykkju í Frakk- landi scgir í annarri skýrslu að áfengisneyzla sé skelfilega útbreidd í skólum landsins. Nefndin hefur komizt að raun um að einungi's 11 af hundr- aði 53.000 skólabarna á aldr- inum fimm. til 15 ára drekka óblandað vatn í skólunum. Hin bianda vatnið með þrúgu- víni, öli eða eplavíni alla sína skólatíð. Belafonte fær hversi íhi'ð veena hörundslitarins 'Ö Fríi Roosevelt býðst til að kaupa hús mcð honum Kalvpsósöngvarinn heimsfrægi Harry Belafonte er í húsnæ'A;.svandræöum. Ástæöan er hörundslitur hans. Belafonte er blökkumaður, upprunninn í Vestur-Indíum. Hann hefur undanfarið verið að leita að íbúð i viðhafnarhverfi á Manhattaneyju í New York fyrir sig, hvíta konu sína og tveggja ára son þeirra. Nóg' er til af íbúðum til leigu, en umboðsmenn húseigenda hafa aliir sem einn neitað að hleypa Fríverzlun samveld'tsins og NorSur- landa Brezku stjórninni ber að hætta við þátttöku í samninga- umleitunum um stofnun frí- verzlunarsvæðis Vestur-Evrópu og snúa sér að því að mynda fríverzlunarsvæði af samveldis- löndunum og Norðurlöndum, segir Verkamannaflokksþing- maðurinn Arthur Bottomley. Á fundi forustumanna brezkra verkalýðsfélaga sagði Bottomley að þetta væri einaj ráðið til að knýja Frakkland| og Þýzkaland til að fallast 4 þátttöku eamveldislandanna í fríverzlunarsvæði, sem næði til landbúnaðarvarningsins og hrá- efna en ekki einungis iðnaðar- varnings. muni leigjendurnir sem fyrir eru hafa sie á brott sem skjótast og engin leið verði að fá-nýj.a. sem hafa efni á að greiða leiguna sem krafizt er í þessu hverfi. Be’afonte kveðst geta feng:ð> leigða íbúð ef hún sé höfð á nafni hvíts rnanns, en hann kær ir sig ekki um að gríoa til slíkra bragða, heldur vi.ll fá húsnæði með sömu kostum og annað fólk. Frú Eleanor Roosevelt. ekk.ia Roosevelts BandaríkjaforScta, hefur boðizt til að kaupa hús á- samt Belafonte, en hann hefur afþakkað boðið. Kveðst hann ætia að reyna til þrautar að fá rétt sinn. Ætlun sín sé að höfða mái, sem g'eri í eití skipti fvrir öll útaf við kynþáttamisréttið sern hann hefur orðið fyrir. Harry Belafonte, kona lians og barn. Myndin er tekin á Kastr- upflngvelli í Kaupmannahöfn fyrir mánúði Belafonte inn í húsnæðið sem þeir hafa til umráða. Þeir segjast gera þetta af hreinum kaupsýsluástæðum en ekki neinum persónulegum kyn- þáttahleypidómum. Komi svert- ingi, sem þar að auki er giftur hvitri konu, inn í hús þeirra, hynviltn Síðastliðinn sunnudag þrum- aði guðfræðiprófessorinn Ge- orge Kilpatrick gegn kvnvillu af prédikunarstólnum í háskóla- kirkjunni í Oxford, Hanu kvað^t hafa vitneskju um að kynvilla væri ískyggilega út- breidd meðal stúdentanna. „Það sem verst er: Sérhver eldri stúdentanna hér við háskélann getur án þess að óttast afleið- ingarnar leyft sér að tæla yngri stídentana og fylla til- veru þeirra eymd og synd“, Kilpatrick kvað foreldra margra stúdenta hafa beðið sig, að láta málið til sín taka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.