Þjóðviljinn - 18.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. október 1958 tMáÐVIUINN ÓtKelanai. úamaunnrftrtloUur alÞÝOa — Bóslallstaflokkurlnn. — Rltstjórar Maemúg KJartaneson áb.), SlsurCur Guðmundsson. — FréttarltstJórl: Jón ÐJarnason. - ^laðamenn: Ásmundur SlgurJónsson. GuSmundur Vigfússon. ívar H Jónsson. Magnús Torfl Ólaísson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V. FHSþjófsson. - Auglý8ingastJóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, aí» creiðsla. auglýslngar. prentsmiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (6 Unur) - Askrlítarverð kr. 30 á mán. 1 Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann arsstaða) Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvlljans íhaldið og togararnir Þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð 1944 hafði Sósíalistaflokkurinn forgöngu um að uppbygging togaraflot- 1 ans var gerð að einu helzta stefnumáli hennar. Þetta var 1 nauðsynlegt og óhjákvæmi- l’egt. Togarafloti landsmanna hafði gengið úr sér og endur- nýjun' hans verið van- rækt. Efnahagslíf þjóðarinnar kraf'ði'St því hins nýja átaks sem sósíalistar höfðu forustu iim og framkvæmd þess var grundvaliarskilyrði þess að unnt væri að halda uppi lífs- kjörum verkalýðsins og halda áfram að bæta þau. Qkilningur annarra flokka á ^ þessu nauðsynjamáli var rnjög af skornum skammti. Allir muna afstöðu Framsókn- ar og tillögur helzta f jármála- sérfræðings hennar um að íresta öilum skipakaupum en iána erlendum þjóðum í þess &tað gjaldeyrisinnstæður ís- ’.endinga sem safnazt höfðu á stríðsárunum. Aðalmálgagn ! Alþýðuflokksins brást óða- LTiála við boðskap Einars Ol- geirssonar um nýsköpun at- vinnulífsins og kallaði hann hlægilegan skýjaglóp1 og öðr- 'um álika nöfnum. Áhugi í- haldsins var heldur ekki meiri en svo að það felldi tillögu eósíalista um að togaramir skyldu verða 45 og gekk að- eins inn á 30. Þá kostaði það sósíalista langa og harða bar- 1 áttu við tregðu og skilnings- ]eysi íhaldsins að fá sett og íramkvæmd lögin um stofn- íánadeiidina, sem voru þó undirstaða þess að bæjarfélög og einstaklingar gætu eign- azt togarana með viðráðan- Degum hætti. Áhugi helzta íogarafélags íhaldsins birtist svo í því, að seint og síðar meir sótti það um aðeins einn íiogara! .Þetta var hlutafélag íormanns íhaldsflokksins og forsætisráðherra nýsköpunar- Etjórnarinnar. Þetta er rifjað upp hér að gefnu tilefni í forustugrein Morgunblaðsins í gær, þar sem ihaldið eignar sér ný- sköpun togaraflotans og end- ’urnýjun. Ekki hefur þó þessi áhugi íhaldsins sézt í verki síðustu árin. Siðustu 8 árin er Ólafur Thors var sjáv- arútvegsmálaráðherra var eng ínn nýr togari keyptur til Jandsins. Og í bæjarstjórn og úrgerðarráði Reykjavíkurbæj- ■ar hefur meirihluta íhaldsins þvæ’st fyrir og tafið af- greiðslu á rökstuddum tillög- am Alþýðubandalagsmanna nm myndarlega þátttöku Reykjavikur í fyrirhuguðum kaupum á nýjum togurum. Og eklti nægði íhaldinu minna en hálft annað ár til umhugsun- ar um hvort nýtt skip skyldi • smíðað í stað Jóns Baldvins- Landhclgisgæzlan sonar x stað þess að láta vá- tryggingarfé skipsins liggja inni á bankareikningi. Pn þrátt fyrir þetta ber að fagna því ef íhaldið hefur skipt um skoðun og er nú vaknað til skilnings á nauð- syn þess að efla íslenzkan sjávarútveg. Það mikla átak sem Sósíalilstaf Jokkurinn knúði fi’am á nýsköpunarárunum er í dag undirstaða íslenzks efna-1 hagslífs og þeirra lífskjara' sem þjóðin býr við. En vit- anlega ganga skipin úr sér nú eins og áður og fólkinu í landinu fer fjölgandi. Þjóðin þarf því að endurnýja togara- flota sinn og auka hann. Og ekki skyldi því gleymt að aukning útflutningsframleiðsl- unnar er bezta og öruggasta ráðstöfunin sem unnt er að gera til þess að treysta og tryggja þann efnahagsgrund- völl sem lífskjör almennings byggjast á. Aþetta hefur Sósíalista- flokkurinn og Aiþýðu- bandalagið jafnan lagt mikla áherzlu. Það var fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins sem kaup á 15 nýjum togurúm var tekið upp í stefnuyfirlýsingu núver- andi ríkisstjórnar og heimild til þeirra kaupa síðan staðfest á Alþingi. Sá dráttur sem orð- ið hefur á framkvæmd máls- ins er ekki sök eða á ábyrgð Alþýðubandal^gsins heldur samstarfsflokka þess í ríkis- stjórninni, sem hafa vægast sagt takmarkaðan skilning á gildi þess fyrir þjóðarbúið að útflutningsframleiðslan sé aukin og hafa til þessa liindr- að nauðsynlegar lántökur til togarakaupa. Þetta er hörmu- leg og óþolandi skammsýni sem á sér engar afsakkinir. A1 þýðubandalagið getur ekki öllu lengur þolað þá furðu- legu meðferð sem þetta skýra og afdráttarlausa stefnu- skrármál ríkisstjórnarinnar^ hefur sætt af hálfu hinna stjórnarflokkanna. fitt er svo venjulegt rugl og • staðlausir stafir hjá Morg- unblaðinu að allt sé í óvissu um þau 12 stóru fiskiskip sem ríkisstjórnin er að láta smíða í Austur-Þýzkalandi fyrir íslendinga. Sama er að segja um þá fullyrðingu blaðsins að ekkert liggi fyrir um hvaða aðilar eigi að gera það út. Þessi myndarlega aukning fiskiskipaflotans er á næstu grösum eins og Morg- unblaðið raunar viðurkennir í öðru orðinu. Fyrstu skipin verða afhent í næsta mánuði og síðan hvert af öðru með stuttu millibili. Þessum skip- um hefur einnig verið ráðstaf- að nú þegar. Það em úgerð- arstaðirnir á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörðum sem fá þessi glæsilegu fiski- Eftirfarandi grein eför Ey- þót Þórðarson birtist í Aust- urlandi, blaði sósíalista á Austurlandi, 3. okt. s.l.: Eru stjómarvöld landsins að heykjast í landhelgismálinu? Þora þau ekki að láta varð- skipsmenn okkar taka enska landhelgisbrjóta, se>m saimir eru að sök um landhelgisbrot? Þessar og líkar spurningar vakna hjávmanni þegar fréttir eins og í gærkvöldi (25. sept.) berast manni til eyrna. Landsmenn munu almennt hafa sætt sig við það, er það fréttist fyrir nokkrum dögum. að Englar hefðu fengið leyfi til þess að láta herskip flytja veikan sjóliða til lands, að hann mætti njóta . þar læknis- hjálpar og hjúkrunar. Slík tillitssemi er þó að sjáif- sögðu óþörf með öllu, og sýnir að mér virðist miklu fremur heigulshátt og ótta við stór- veldið en mannúð og miskunn- semi, og hræddur er ég um að svo verði almennt á litjð af öðrum þjóðum, sem um þetta frétta. Ég tel að vísu að vel hefði mátt gera þetta einu sinni, en tilkynna þá jafnframt stjórn hennar Hátignar, að hún skyldi framvegis sjálf sjá um læknishjálp og hjúkrun sinna manna. Fæ ég ekki séð að hún ’væri of góð til að senda spít- alaskip á miðin með herskip- um sínum og landhelgisþjófum, eða flugvélaskip, sem flutt gæti sjúka og særða heim til Eng- lands jafnharðan með flugvél- um sínum. Óneitanlega hefði mér þótt slíkt stórmannlegra af hennar Hátign, en að vera að betla hjálp þeim til handa hjá vopnlausri smáþjóð, sem hún hefur hafið ófrið við og’ herjað á .alsaklausa með fjölda herskipa og landhelgisbrjóta. Þar sem hún hefur látið þetta ógert, mætti að vísu segja að mannúð hennar Há- tignar standi á mun lægra stigi en Hermanns okkar, ef honum gengur þá manngæzkan ein til, sem að vísu verður að telj- ast mjög vafasamt, að ekki sé meira sagt. Það er látið í það skína að togari, sem kemur til íslenzkr- ar hafnar þó svo að með veik- an mann væri, myndi sóttur til saka, hafi hann orðið sannur skip til eflingar atvinnulífi sínu. Hefur skrá yfir þá staði sem skipin fara til fyrir löngu verið birt opinberlega. k flamagnið sem borizt hefur á land á þessu ári af tog- urum og vélbátum lands- manna er orðið óvenjulega mikið og hefur mikla þýðingu fyrir íslenzkan þjóðarbúskap og afkomu almennings og at- vinnuveganna. Sú staðreynd ætti að verða öllum holl og nauðsynleg áminning um mik- ilvægi þess að markvisst sé unnið að aukningu fiskiskipa- stólsins og að þess sé jafnan gætt að hin dugmikla stétt ís- lenzkra fiskimanna hafi í höndum hin fullkomnustu og beztu tæki sem völ er á til að sækja það gull í greip- ar Ægis sem lifsafkoma þjóð- arinnar er unlir komin. að sök um landhelgisbrot. Eft-’sj ir viðbrögðum dómsmálaráð- ; herra í gær, þykir mér ekki líklegt að alvara yrði úr þvi gerð. Eða finnst nokkrum » manni meiri ástæða til þess að i taka þann togara og sekta, t sem af mannúðarástæðum J kemur sjálfur með sjúkan mann til þess að leita honum læknishjálpar og gefur sig þannig á vald íslendinga, en hinn, sem sendir herskip með hann í land og heldur sjálfur áfram ólöglegum veiðum á meðan? Ég trúi því trauðla að Hermann fái marga til þess að fylgja sér að því máli að,J sekta þann fyrrnefnda en sleppa hinum. Þá þykir mér; ekki liklegt að fyrirskipanir líkar þrirri, sem forsætisráð- herra gáf í gær auki áhuga eða kapp varðskipsnianna okkar við að ná í brezkan landhelg- isbrjót, en ef til vill er það líka meiningin að þeir stuggi sem allra minnst við veiðiþjóf- unum. Sé svo, þá er fyrirskip- unin lika vel skiljanleg en ann- ars varla. Ýmsum þykir og úndarlegt, að ekki skuli enn hafa verið gefin út bráðabirgðalög til að herða á viðurlögum við land- helgisbrotum erlendra veiði- þjófa og tryggja þá að þeir geti ekki skotið sér undan allri sök með því einu að skipta urn skipstjóra á hinu seka skipi. Allt virðist þetta, sem og landhelgisgæzlan síðan fyrsta september, benda í eina átt og að einu marki: Forðizt brezka togara. Hugsum okkur loks að svo ólíklega tækist til, að togari, sem veitt hefur hér hálfan mánuð samfleytt í landhe’gi og daglega verið staðinn að veið- um og skrifaður upp næðist og yrði sóttur til saka. Myndi hann dæmdur um eitt brot eða fjórtán? Gaman væri að hafa skýlausa yfirlýsingu dómsmála- ráðhen-ans okkar um það, hvað hann vildi þar um segja, eða gera láta. Neskaupstað, 28. sept. 1958 Eyþór Þórðarson. iafnrétti innan hsimilisvcggla Þegar tveir einstaklingar, kvenna hefur verið lögfest og karl og kona, sem hafa bund- hlotið verðskuldaða viður- izt tryggðarböndum, flytja kenningu, er ég sannfærð um, inn í vistlega íbúð og stofna að af því hlýzt mikil blessun til félagsbúskapar, er sá hátt- í sambúð hjóna og fyrir allt Ur á hafður a.m.k. hér í höf- heimilislífið. 26. sept. ’58. uðstaðnum, að húsbóndinn Guðrún Pálsdóttir festi eða láti festa nafnspjald^ sitt við þeirra heimilisdyr. Hvað veldur því, að hann festir ekki nafn húsmóður einnig á nafnspjaldið ? Vill hanxl ekki vinna að jafnrétti innan veggja heimilisis? Sú verkaskipting hefur við- haldizt frá ómunatíð í stóru dráttunum milli karla og kvenna, að karlmennirnir sjá um þau verkin, sem heyra undir hamar og nagla, en konumar hin, sem heyra undir saumaskap og mat- reiðslú, innan veggja heimil- anna. Til þess mundi þurfa ótrú- lega mikið innra átak fyrir velflestar konur, að fara sjálfar að koma nafni sinu fyrir á dyrastafnum, eða fá til þess einhvern karlmann, þegar húsbóndinn hefur fest þar sitt nafnspjald. Hvað kemur til að svona ó- virðing viðgengst í garð kvenna, enn þann dag í dag, nú á 20. öldinni — gamall vani — óhagganlegur óvani? Nei, ekki óhagganlegur. Hér eftir ætla ég að enginn karlmaður kunni því vel, að hafa þetta svona, og að eng- inn heimilisfaðir, festi nafn- spjald sitt við heimilisdyrnar, án þess áð nafn húsmóður- innar sé þar með.' I kjölfar þessara einföldu sjálfsögðu manni’éttinda, sem hér hafa verið tekin til yfir- vegunar, húsmæðrum til handa, ætla ég að til þeirra streymi öll þau mannrettindi, sem enn hefur verið haldið í við þær — streymi til þeirra, vegna þess, að karlmennirn- ir sjái og skilji ói’éttlætið, sem enn á sér stað og vilji, hvorki í orði né á borði, sitja að þeirra lilut. Þegar fullkomið jafnvægi mannréttinda milli karla og Sýning á handa- vinnu Framhald af 12. síðu. sjúklinganna vinna einhverja vinnu, mest ýmiskonar handa- vinnu. Þórður Möller sagði að til- gangurinn með vinnunni væri að fá sjúklingana til þess að beina huganum að einhverju á- kveðnu viðfangsefni og væri hverjum fengið starf við hans hæfi. Kvað hann þetta hafa gef- izt mjög vel, læknarnir kæmust í nánara samband við sjúkling- ana og vinnan hefði átt mikinn þátt í lækningu margra þeirra. Þá sagði Þórður einnig að til- gangurinn með sýningunni væri sá að opna ,augu raanna fyrir þeim hæfileikum, sem í sjúkling- unum búa, en mörgum hættir til að telja vonlaust að nýta. Á sýningunni, se hefur hlot- ið nafnið Hugur og hönd, er mikill fjöldi muna úr ýmis kon- ar efni: Vefnaður alls konar, saumur, tága- og bastvinna, munir úr beinum, homi og plastgleri, prjónles, hekl, hnýtt gólfteppi o.m.fþ Margt af þess- um munum er unnið af óvenju- legri vandvirkni og í heild er sýningin mjög falleg og smekk- leg. Flestir munanna eru til sölu. Þetta er fyrsta sjálístæða sýn- ingin hér í bænum, sem haldin hefur verið á handavinnu sjúk- linganna á Kleppi, en á Land- búnaðarsýningunni 1947 og á Iðnsýningunni voru nokkrir munir unnir af þeirn. Einnig. hafa verk þeirra verið til sýnis á Kleppi. Sýningin verður opnuð al- menningi kl. 4 í dag og verður opin kl. 2 til 10 e.h. daglega fram á annan sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.