Þjóðviljinn - 21.10.1958, Page 3

Þjóðviljinn - 21.10.1958, Page 3
Þriðjudagur 21. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 Listin á Mammoni — Það er tvennt ólíkt að skálda mynd eða fara eftir fyr- irmyndum. Mér befur alltaf fundizt ég geta hvílt mig á að gera andlitsmyndir, því þá þarf ég ekki að reyna að hafa fyrir því sjálfur að skálda mynd, — ég sagði: reyna að skálda. Þetta er fyrsta setningin sem ég skrifa. Við erum inni hjá Sigurjóni Ólafssyni í braggan- um hans í Laugarnesi: höfum verið ,svo niðursokknir í að spjalla að þetta er fyrsta setningin sem ég man eftir að skrifa — í miðju samtali. Það var einu sinni talað um KjarvaLshús Það var meira en talað um Kjarvalshús: sjálfir þeir vísu menn sem ákvarða hrútastyrki, verðlauna hvern slægðan þorsk með haus og út- hluta vegaspottum árlega á- kváðu eitt árið að nú skyldu þeir byggja Kjarvalshús. Það er 'sVO langt síðan að flestir hafa gleymt því. SÍS hefur komið sér upp svíðingarstöð við Laugárnes og íhaldið hefur byggt sína Morgunblaðshöll — Kjarvalshús fyrirfinnst ekkert, og Sigurjón ólafsson hefur hafzt við í bragga í Laugarnesi frá því hann kom aftur heim til landsins. En þetta ræði ég ekki við Sigurjón, vik þó tal- inu að húsum. Hann hefur ekki áhyggjur af húsum. — Hús? segir hann. Það er nóg 'lífsstarf að byggja sér hús og koma upp börnum. Sumir eru alltaf að koma sér upp. húsi, rétt eins og það sé einhver hápunktur menningar- innar að hafa byggt sér hús! Það er fullt af fólki sem hefur þá atvinnu að byggja hús. Það i- . H Höggmynd það henta Hér er bæði sam- band við sjó og land. Það er líka gott þegar maður er að flytja steina að þurfa ekki að fara upp tröppur! Eg kann vel við mig hér útfrá. Það ætti að friða Laugarliesið, hafa þar ekki ryðgaða skúra, kassa og olíutunnur; fyrst og fremst hreinsa Laugarnesið. Þeir ættu ve! að geta friðað tangann. Laugarnesið liggur verulega fallega í landinu, víðsýnt aust- ur og vestur Bezt að halda því hreinu. Og svo er þetta sögu- staður. Hallgerður langbrók kvað m. a. liggja hér grafin. TÆKIR Á TOGARA Nei, við skulum ekki minn- veit ekki hvað barnið á að heita sem fæðist á næsta ári. Fólk er að spyrja hvað þetta sé, þegar ég er með stein. Er þetta kona, spyr það. Og þegar ég segi því að þetta sé grá- steinn þá verður það hlessa. —- Þú ert að austan? — Já Aðalsteinn SigAaunds- son — hann var Þingeyingur — var kennari minn í 3 vetur á Eyrarbakka. Aðalsteinn var ágætur maður. Aðalsteinn vildi að ég lærði meira. Hann talaði við Magnús Helgason skóla- stjóra Kennaraskólans um hvort ég mætti ekki sitja í tímum og taka þátt í öllu, án þess að taka próf. Eg fékk það, og ég stundaði þetta vel, mætti á var að þvi komin að gráta rétti ég upp hendina og sagðist hafa góða tillögu. Hvað er það? spurði hún. Við skulum syngja, sagði ég. Seztu! sagði hún hryssingslega. Þetta minnti ég hana á þegar hún varð áttræð. Eg vissi að þú varst skáld, sagði hún Hún héit enn að þetta hefðu verið skáldaþank- ar en ekki yfirveguð skynsemi. ELDUR YFIR FJALLI Það logar eldur yfir fjalli á braggaveggnum hjá Sigurjóni. — Já, þetta er mynd sem ég málaði þegar ég var strókur á Bakkanum. — Fékkstu þá við að mála? — Já. Eg fór til Asgríms og lærði hjá honum. Svo var ég hjá Einari Jónssyni Við Þor- valdur vorum báðir saman hjá Ásgrími. Ásgrímur var ágæt- ur. Hann kom heim til okkar til að fylgjast með hvað okkur miðaði áfram. Þá var enginn myndlistarskóli. Eg þurfti aldrei að borga kennsluna, v • r* : Sigiirjón Ólafsson er fæddur 21. okt. 1908 á Eyrarbakka. Aðalsteinn Sig- inundsson var kennari bans í bernsku en 15 áija gamall lióf hann nám hjá Ásgrími Jónssyni og síðar Einari Jónssyni. Árið 1928 fór hann í mynd- höggvaradeild Listaháskólans í Höfn. Kennari lians þar var Utzon-Frank. Hlaut gullverðlaun 1930, fe.uk námi 1933. Höggmyndir hans skipta tugum. Eru alldreifðar, á söfnum og opinberum stöðum: Höfn, Stokkhólmi, Osló, Esbjerg, Árósum, Vejle, Reykjavjk — jafnvel hjá F.A.O. í Róm. Noltkrar inni í Laugarnesi. Hann hlaut Eckerbergs-verðlaunin 1939 fyrir mynd af móður sinni. I Weilbach’s kunstnerleksikon (útg. 1952) segir m. a. svo uin Sigurjón: „Þann tíma sem Ólafsson vann í Danmörku var liann gáíaðastur og að vissu leyti sjálfstæðastur myndhöggvari sinna samtímamanna. er fásjnna að hver maður sé að byggja- hús. Mikið af þess- um húsum verkar á mig eins og að gera líkkistu utan um sjálfan sig. Þegar menn eru búnir að standa í því að út- vega sér allt sem þarf til þess að: byggja hús og það er loks komið upp — þá eru menn orðnir svo þreyttir og gaml- ir að þá deyja þeir! . . S: ‘v: ; ■ I FRIÐIÐ LAUGARNESIÐ! — Já, ég fór hingað strax þegar ég kom heim. Finnst ast á sjómennskuna. Hef alitaf haft áhuga á sjó frá því ég var strákur á Eyrarbakka, og hef raunar smíðað mér tvo báta sjálfur. En sonur minn dró 20 punda iúðu á silungsfæri Þá varð hann hræddur! Gamail? Hann ex fimm ára (Við höldum áfram að tala um daglegt brauð). — Það hefur verið hjáip í nauðum að geta unnið fyrir timakaupi. Það hefur oft kom- ið að góðu haldi, ekki aðeins til að mála braggann, en þeg- ar eitthvað bregzt getur mað- ur farið í vinnu og málað fyrir kaup! Mér líður annars aldrei bet- ur en á sjó þegar ruggar vei. Pabbi var neyddur til að vera 40 vertiðir í Þorlákshöfn og var alltaf sjóveikur. Eg hélt að ég væri svona líka. Og þegar ég fór fyrst utan, 1928, þá fékk ég piilur og það gerðist ekki neitt. Þegar ég fór heim aft- ur fékk ég engar pillur, og þá gerðist ekki neitt. Já, mér líð- ur vel á sjó. Gamall togarasjómaður spurði mig einu sinni: Hvað er list, — ég veit það ekki, ‘ en mér lizt vel á þig, og Þorvald líka, sagði hann, ég myndi taka ykkur báða á togara hjá mér, — þið eruð líka báðir svo li.ti- ir. AÐ GERA SVONA Á ALÞINGI? — Og nú spyr ég eins og sjó- maðurinn — Það er að reyna alitaf að halda sér hreinum —, svíkja. ckki sannfæringu sína. Maður veit ekki hvað þetta er — ég hverjum morgni kl. 8 Eg fór iíka í kennsluæfingar — þótt ég þyrfti þess ekki. Og einu sinni vildi ég reyna hvað ég gæti. Eg sagði við „börnin: þið þurfið ekki að vera hissa á því að þó ég sé svona lítill get ég orðið voða vondur! Þau brostu. En það er alltaf til misjafn sauður og einn strák- urinn ætlaði að hleypa upp tím- anum fyrir mér. Aðalsteinn hafði kennt mér að hrópa ekki þótt ég reiddist og því kallaði ég á strákinn til mín og hvísl- aði í eyrað á honum. Það dugði! — En heldurðu að hægt væri að gera svona á Alþingi?! ÁST OG KRISTINDÓMUR Á BAKKANUM Eg hef alltaf verið ástfang- inn frá því ég man eftir mér. Þegar ég var smástrákur fór ég langt fram hjá húsunum sem stelpurnar voru í, til þess að mæta þeim ekki; ég var svo feiminn. Þær voru tvær. Eg var iengi að velta því fyrir mér hvora ég elskaði meira. Mín gamla móðir var sterk. Þegar ég varð efstur í skólan- um um vorið og kom heim, mikill á lofti yfir sigrinum sagði hún bara: Út í garð að pæla! En svo er hún voða spennt ennþá hvort ég standi í stöðu minni Þegar Jakobína Jónsdóttir varð áttræð heimsótti ég hana (það er mynd af henni á sýn- ingunni) .... Hún kenndi kristindóm a Bakkanurh. Við byrjuðum daginn með söng Og ei.nu sinni þegar hún réði ekki við neitt fyrir strákunum og hvorki hjá Ásgrími né Einari Jónssyni. Þó Jagði Ásgrímur á sig heilmikla aukvinnu við að líta eftir okkur, Eg var hjá Einari heilan vet- ur. Eg þorði aldrei að segja frá því heima, — var svo hrædd- Ur við hváð það myndi kosta. Heima var sagt að ég væri alltaf að slæpast þegar ég var hjá Einari. Það vissi ekki ann- að. Eg spurði hann að vetri liðnum hvað þetta kostaði. Ekki neitt svaraði hann. Þegar ég var hjá Sinding kostaði það ekkert, þetta kostar þig heldur ekkert. — Þú varst að talá um húsa- málningu áðan? — Já, ég stundaði húsamáln- ingu í 4 ár. Þegar ég var búinn að læra húsamálningu fór ég upp í sveit, í heyvinnu, til að fá sæmilega heilsu áður en ég færi út í heiminn. Það var gaman. Þá var ég hjá Jóni á Ólafsvöllum. Hann borgaði mér sama kaup og ég gat fengið fyrir að mála . . Já, ég gat slegið 12 hesta á dag á engi. Áður en ég fór að Ólafsvöil- um hafði ég oft séð Jón, hann kom alltaf í kaupstaðinn einu sinni —. fvisvar á ári og varð þá alltaf fullur — það flaut þá allt í brennivíni — og pabbi bjó upp á lestina fyrir hann. Því hélt ég að hann væri alltaf svona. En svo var þetta hörku duglegur verkmaður. KERTALJÓS í 12 VINDSTIGUM Það er mynd af Jóni Berg- sveinssyni fulltrúa Slysavarna- félagsins, á sýningu Sigurjóns. Maður og kona — Já, einu sinni bað prestur úti á landi mig að gera mynd af Jóni, svo ég fór til hans. Andskoti er nú þetta skritið, að þeir skuli vera svona fljótir - . II *'*ö: ,:<>v /\ «f að ákvarða sig. Þegar ég var þarna voru bara einn eða tveir menn, en nú er þetta orðið stórt fyrirtæki, sagði Jón. Svo gerði ég myndina, og prestur- inn stóð í skilum. Þá vildu þeir hjá Slysavarnafélaginu fá myndina í eir og einn þeirra sagði. Já, við erum víst ekki farnir að borga þessa mynd ennþá. Jón var nærstaddur og sagði: Nú, var það þá svona! Jón var ágætur maður. Hann sagði einu sinni við mig: Ef fólk er svo vitlaust að halda að hægt sé að sigla fyrir Góðr- arvonarhöfða við kertaljós í 12 vindstigum — þá er ekki hægt að fá neinn heiður fyrir að bjarga slíku fólki. SALÓMONSKVIÐA — Trúarofstæki er ein versta tegund af geggjun, segir þú. En veiztu að ég fékk þetta lika! Eg ætlaði að trúa á Jesúm Krist, Það var þegar ég var í K.F.U.M. En alltaf þegar ég ætiaði að trúa varð ég gagn- tekinn af kvensemi! Áður en ég fór til Ítalíu fór ég til sr. Friðriks — hann er einn mesti latínumaður lands- ins. Hann gat kennt mér nóg í ítölsku af þvi hann kunni Jatín- una svo vel. Og svo þegar ég ætlaði að géra myndina .af hon- um spurði ég liann hvort hann myndi eftir mér. Nei, ég er búinn að sjá svo marga stráka, svaraði hann. Eg minnti hann á iatínuna og ítölskuna. Nei, ég man það ekki — jú, nú man ég það! Hvað manstu? Þú hlóst. Að hverju hló ég? Þú hlóst að Salómonskviðu. Og hverju þar? Það var setningin: Snoppu- frið kona er eins og gullhrjng- ur í trýninu á svíni. AÐ SVÍKJA — EÐA SVÍKJA EKKI — Nei, við skulum ekkert tala um námsárin og starfsár- in í Kaupmannahöfn. Eg- vann hjá Utzon Frank í 16 ár, 4—6 tíma á dag, og síðan að min- um eigin myndum. Þá var ég oft þreyttur. Við tölum heidur ekki um stríðsárin. Þá var ég húsvörður í Nýhöfn 63, þurfti að fara á fætur um miðjar nætur, læra að slökkva eid, allskonar íkveikjur, sem ég sem I Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.